Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Fréttir Grænlend- ingar vilja hvalveiði- samstarf Grænienska landstiómin er óánægð meö stjórn Dana á hval- veiðimálum og vill nú fara sínar eigin leiðir. Grænlendingar eru ósáttir við algera Mðun hvala og voru ósáttir viö hversu Iinir Dan- ir voru á fundi Alþjóða hvalveið- iráðsins í Hollandi á dögunum. Landstjómin telur hvalveiði- stofna þola ákveðna veiöi og vilja sumir fara út í hvalveiðisamstarf milli Grænlands, íslands, Noregs ogFæreyja. -pj Akureyri: „Karnivali“ Kolaportsins hafnað Gylfi Eristjánsson, DV, Akureyii Bæjarráð Akureyrar hafnaöi erindi frá Kolaportinu í Reykja- vík sem óskaöi eftir aðstoð bæjar- yfirvalda við skipulagningu og framkvæmd þess að koma upp sérstöku markaðstorgi „kamiv- al“ á Akureyri í ágúst á næsta ári. Bæjarráð sá ekki ástæöu tll að verða við erindinu, en vísaöi því áfram til íþróttafélagsins Þórs sem hefur rekiö hliðstæða starf- semi í bænum. Norðanáttin komin Segma Thorarensen, DV, Qogri: Hér er farið aö kólna enda kom- in noröanátt og rigning hefur verið siðustu daga. Margir bænd- ur vom langt komnir með hey- skapínn, sem hér stendur oftast yfir í 15-20 daga með öllum nú- tíma heyvinnslutækjum, en gras- iö þarf að vera grasþurrt, þegar því er keyrt í flatgryfjumar, til að fá fyrsta fiokks fóður. DV Sveitarfélögin búin að sýna spilin 1 álmálinu: AUantsál vill fá tilbúna lóð oq höf n - iðnaðarráðuneytið með áhyggjur af undirboðum sveitarfélaganna Staðirnir þrír sem sækjast eftir álveri eru nú búnir að sýna viðræðu- nefnd Atlantsálshópsins spilin sín og er ekki gert ráð fyrir fleiri fundum þeirra í milli en þessir aðilar rædd- ust við á þriðjudaginn. Fundurinn fór fram með þeim hætti að fulltrúar staðanna þriggja, Reykjaness, Eyjafjarðar og Reyðar- fjarðar, komu inn á teppi Atlantsál- manna hverjir í sínu lagi og vom krafðir um tilboð. Tilboðin geta þó engan veginn tahst bindandi, enda aöilar ekki með slík umboð, en sveit- arfélögin hafa gengið frá sínum hug- myndum í formi viljayfirlýsinga. Samkvæmt heimildum DV settu Atlantsálmenn fram óskir um að fasteignagjöldin yrðu lægri en gert var ráð fyrir. Gert var ráð fyrir aö fasteignagjöldin gæfu um eina millj- ón dollara af sér á ári eða um 57 milljónir króna. Er þá miðað við 200.000 tonna álver. Þó að menn séu sammála um að fasteignagjöldin skipti ekki höfuðmáh þá eru þau hluti af heildinni. Þá má geta þess að í minnispunktum ráðuneytisins frá því í upphafi viðræðnanna var rætt um fasteignagjöld upp á 75 milljónir þannig að þessi upphæð hefur stöð- ugt veriö að lækka. Vilja leigja hafnaraðstöðu Þá munu Atlantsálmenn hafa lagt fram óskir um að sveitarfélögin tækju að sér að skila tilbúinni lóð og höfn. Ekki er fullkomlega ljóst hvort þeir greiða fyrir undirbúning lóðarinnar en þeir vilja fá hana í því ástandi að hún sé tilbúin til bygging-' ar. Munu Eyfirðingar allavega ætla sér aö láta Atlantsál greiða fyrir lóö- araðstöðuna enda yrði væntanlega dýrast að undirbúa lóð þar. Fyrirtækið hefur að sjálfsögðu möguleika á að gera höfnina en vill gjarnan draga úr fjárfestingarkostn- aði og láta sveitarfélögin um það og greiða síðan bara leigu fyrir not af höfninni. Iðnaðarráðuneytið mun þegar í upphafi viðræðnanna hafa tilkynnt að hver og einn staður yrði að semja um hafnaraöstöðu, það er að segja að engin ríkisstyrkur yrði til hafnarframkvæmdanna. Mun láta nærri aö höfn við Keilis- nes á Reykjanesi kosti 15 milljónir dollara eða 855 milljónir króna. Gert er ráð fyrir hafnir við Eyjafjörð og Reyðarfjörð kosti 7 mhljónir dollara eða 400 til 450 milljónir króna. Rétt er að taka það fram að ástæðan fyrir þvi hve dýr höfnin viö Keilisnes er er meðal annars sú að þar þarf að byggja grjótgarð upp á 160 milljónir króna. Suðurnesjamenn telja síðan að sá mismunur sem eftir er skýrist einfaldlega með því að þeir ætli að gera betri höfn. Einnig má geta eins kostnaðarhðar í viðbót en það er vegagerð og vatns- lagnir vegna verksmiðjunnar. Þetta er eitt af því sem þarf að' komast að samkomulagi um en hins vegar þarf ekki að hafa áhyggjur af aðstöðu- gjöldunum því þau verða ekki lögð á verksmiðjuna. Ráðuneytið með áhyggjur vegna undirboða Samkvæmt heimildum DV mun iðnaðarráðuneytið hafa nokkrar áhyggjur vegna undirboða sveitarfé- laganna enda ljóst að þau leggja mik- ið kapp á að fá verksmiðjuna til sín. Mun ráðuneytið hafa stungið upp á að menn reyndu að koma saman og samræma sjónarmið sín til að forð- ast það að undirboð þess, sem endan- lega hreppi hnossið, valdi honum óbætanlegs skaða. Var shkur fundur á mánudaginn. Þetta er hins vegar tahð nokkuð viðkvæmt gagnvart Atlantsálfyrir- tækinu sem vhl auðvitað að sem mest samkeppnrYíki. Mun heldur ekki hafa verið ætlunin að láta þá vita af þessum fundi. -SMJ Umferð vélhjóla bönnuð í Hrísey - umferðvinnuvélatakmörkuð o „Hávaði, sem stafar af umferð vél- hjóla, hefur verið áratugavandamál hér í Hrísey. í sumar má segja að það hafi keyrt um þverbak því hér hafa veriö þrjú vélhjól á ferðinni og sum þeirra meö ólöglega útbúna hljóð- deyfa. Þaö hefur mikiö verið kvartað vegna þessara hjóla og þau hafa sett leiðinlegan svip á bæinn,“ segir Jó- hann Þór Hahdórsson, oddviti í Hrís- ey., „A stað eins og Hrísey, þar sem mikh kyrrð ríkir, getur eitt mótor- hjól verið mikill friðarsphlir. Hávað- inn, sem berst frá slíku tæki, virðist miklum mun meiri í kyrrðinni en á stað þar sem stöðugur erhl ríkir. Það var því ákveðið samhljóða í hrepps- nefndinni að banna umfeÆ vélhjóla og torfærutækja um eyna og tak- marka umferð vinnuvéla. Bannið hefur enn ekki tekið ghdi en er í undirbúningi. Það ghdir í raun og veru sama um vinnuvélamar og hjólín. Þær valda hávaða. Það var því ákveðiö í hrepps- nefndinni að takmarka umferð þeirra. Til dæmis verður bannað að aka um nokkrar götur í þorpinu á vinnuvélum og það má ekki hreyfa þær eftir ákveðinn tíma á kvöldin. Hins vegar má segja að með þessum ákvæðum sé fyrst og fremst verið að vekja fólk th umhugsunar um að nota þessi tæki ekki meira en nauð- syn ber th og sphla ekki þeirri kyrrð sem hér ríkir. Hrísey hefur orð á sér meðal ferðamanna fyrir að vera kyrrlátur staður og viö vhjum ekki sphla því orðspori. Bönn eru alltaf neyöarúrræði en það hefur allt verið gert til að benda ökumönnum vélhjólanna á aö valda ekki hávaðaspjöllum hér í eynni en þeir hafa ekki látið segjast. Hávaði af völdum vinnuvéla og vélhjóla er mesta umhverfisvandamál sem við höfum átt viö að glíma hér í Hrísey th dagsins í dag og því ráðlegt að grípa strax í taumanna," -J.Mar í dag mælir Dagfarí____ Saddam er bandamaður Heimspressan og skammsýnir stjómmálamenn víða um heim hafa verið að uppnefna Saddam Hussein, forseta Iraks, og kaha hann böðulinn frá Bagdad eða Hitl- er okkar tíma. Sagðar em hryh- ingssögur af mannvonsku hans og stþrveldin hafa sameinast í því aö fordæma innrásina í Kuwait. Gjör- völl heimsbyggðin hefur tekið höndum saman um að einangra Saddam Husein og írak og Banda- ríkjamenn safna nú tugþúsunda hérliði við landamæri Iraks og Saudi-Arabíu. Miðað við hvað þessi maður er vondur og ef mark er tekið á öllum yfirlýsingunum um valdagræðgi hans og eyðheggingarmátt, skýtur skökkvu viö að enginn leggur í hann. Saddam Hussein hefur ráðist á Kuwait en enginn treystir sér til að ráðast aftur á Saddam. Maöur- inn situr á stærstu olíulindum heims en enginn blakar við honum. Landið er sett í herkví, en nú em þeir að rífast um það hjá Samein- uðu þjóðunum, hvort hafnbanninu megi fylgja eftir með hervaldi! Það þorir enginn aö leggja til atlögu við þennan einmana olíufursta og heimurinn stendur máttvana gagn- vart stríðsreksM hans. Einu vopn- in sem menn hafa á hann eru níð- skrif og hatursáróður, sem auövit- að berst aldrei th íraks, því landinu hefur verið lokað í báöar áttir. Spumingin er hvort Saddam Hus- sein hafi hugmynd um þaö að sam- anlagðar þjóðir heims hafa formælt honum og Dagfara er th efs að ír- aksforseti hafi einu sinni hugmynd um það hvað hann er vondur mað- ur. Meðan menn bíta í skjaldarrend- ur án þess að hafast frekar að og meðan sérfræðingar og stjóm- málamenn tíunda afleiðingamar af þessu stríðsástandi fyrir botni Persaflóa, er rétt að minna á að hér uppi á íslandi em th menn sem gráta krókódhstámm. Það em ekki allir sem fara hla út úr olíustríðinu. Fyrir þaö fyrsta gefur augaleið að raforkan úr íslensku fossunum mun snarhækka í veröi og veröa eftirsóttari þegar olíuskorturinn fer að segja til sín. íslendingar standa í viðræðum við Atlantal- hópinn um stóriðju og sölu á raf- orku og Saddam Hussein hefur heldur betur fært okkur búhnykk- inn með árásinni á Kuwait. Þá má ekki gleyma því að olíuverðs- hækkanir í útlöndum um stundar- sakir gefa mörgum atvinnurekand- anum kærkomið tækifæri til að hækka hjá sér útsöluverðið á þeirri forsendu að innkaupsverðið hækki. Útgerðin, flugfélögin, olíu- félögin og hvers konar iðnaðar- framleiðendur geta nú skotið sér á bak viö aukinn kostnað, sem rak- inn veröur th meintrar hækkunar á olíunni, og þannig geta menn kastað öhum sínum syndum á bak við olíuna og verðlagshækkanir komist í eðlhegt horf. Það hefur engin hemja veriö í verðstöðvun- inni og verðlaginu eftir að menn fóru að tala um þessa déskotans þjóðarsátt. Saddam Hussein hefur komið þjóðarsáttinni fyrir kattar- nef. Bandalag háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna getur sömuleiðis þakkað Saddam Hussein liðveisl- una. Nú mun framfærslan rjúka upp fyrir rauðu strikin og háskóla- menn munu fá sína langþráöu kauphækkun, sem þeir hafa krafist þvert ofan í allar verðbólguspár. Háskólamönnum kemur ekki við þótt verðbólgan vaxi né heldur þótt aðrir fái hækkanir. Þeir vhja fá sitt kaup og engar refjar. Og fá svo átómatiskt hækkanir þegar hinir fá hækkanir í kjölfarið á olíuverðs- sprengingunni frá Saddam. Innrás- in í Kuwait er mikh himnasending fyrir íslensku skæruliðana í BHMR og Hinu íslenska kennarafélagi. Það segir þeim að enda þótt heim- urinn geri tilraun th að einangra einn mann, eina þjóð eða einn hóp i þjóðfélaginu og sameinist um að tala iha um þennan hóp, þá þorir enginn að leggja í hann ef hópurinn er nógu hortugur og frakkur og býður öðrum birginn. Saddam Hussein er iha umtalað- ur og útskúfaður. Bandalag há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna situr í sams konar súpu hér uppi á íslandi, en sér nú væntanlega fram á betri tíma í ljósi þeirrar reynslu sem Saddam Hussein öðlast við að fara sínu fram. Það leggur enginn í hann. Það kann að vera að Saddam Hussein sé illa þokkaður annars staðar. En hann á vissulega banda- menn á íslandi. Og íslendingar eiga bandamann í Saddam. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.