Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 11 Uflönd Austur-Þjóðverjar urðu að biða í allt að 20 ár eftir að fá Trabant. Simamynd Reuter Notaðir bílar streyma til Aust- ur-Þýskalands Tugir þúsunda Austur-Þjóðverja hafa sett viðskipti með notaða bíla í Vestur-Þýskalandi á annan endann með aö því er virðist takmarkalaus- um áhuga á bílum sem landar þeirra í vestrinu vilja helst ekki nota leng- ur. Efnahagur Austur-Þýskalands er að hruni kominn en það breytir engu um að landsmenn vilja eignast „nýja“ bíla strax í stað.þess að bíða í flmm ár eða lengur þar til hag- kerfið hefur komist á réttan kjöl á ný. Verð á notuðum böum hefur hækk- að stórlega og þeir eru óðum að hverfa af markaðnum eftir að kaup- æði Austur-Þjóðverjanna hófst. Ódýrir nýir bílar seljast nú líka sem aldrei áður. „Það eru sárafáir bílar eftir,“ sagði Hinrich Petersen, bílasali í Hamborg, í samtah við Reutersfréttastofuna. Hamborg er aðeins í 60 kílómetra fjarlægð frá landamærunum sem áöur skildu löndin að. „Það eru að- eins mjög dýrir bílar sem seljast illa,“ sagði Petersen. Fyrr í þessum mánuði var áætlað í Vestur-Þýskalandi að fyrir árslok hefðu Austur-Þjóðverjar keypt 500 þúsund notaða bíla fyrir vestan. í árslok 1992 yrði þessi fjöldi orðinn 1,3 milljónir. Áður en stjórn kommúnista féll í Austur-Þýskalandi gat biðin eftir nýjum Trabant orðið allt að 20 ár. Biðin gerði bílaeign að einstökum lúxus og nú er eins og opnast hafl fyrir flóðgátt þegar Austur-Þjóðverj- ar fengu aðgang að bílaflota Vestur- Þjóðverja. Dæmi eru um að verð á vinsælum bílategundum hafi.tvöfaldast. Vest- ur-Þjóðverjar eru ekki of hressir með ástandið því nú er nánast ómögulegt fyrir þá að kaupa sér notað bíla. Bíla- salarnir eru þeir einu sem kætast og haft er eftir Helmut Haussmann, ráð- herra efnahagsmála í Bonn, að hann mundi gerast bílasali ef hann væri ekki í núverandi embætti. Reuter Svíþjóö: Réttarhöld gagnrýnd Meiri leynd mun hvíla yfir réttar- höldunum yfir sex sænskum lög- regluforingjum, sem ákæröir hafa verið fyrir ólöglegar hleranir við rannsókn Palmemorðsins, heldur en þeim njósnamálum sem upp hafa komið í Svíþjóð. Dómstóll í Stokk- hólmi hefur tekið afstöðu með sak- sóknara og lýst því yfir að næstum öh réttarhöldin fari fram fyrir lukt- um dyrum. Þessi ákvörðun hefur sætt mikillar gagnrýni og hefur sænska ríkið verið borið saman við einræðisríki. Lögregluforingjarnir sjálfir og verjendur þeirra hafa lýst yfir óánægju sinni. Telja lögregluforingj- amir sig ekki munu verða sýknaða í augum almennings, jafnvel þó þeir verði það fyrir rétti. Vilja allir lög- reglumennirnir sex að málið fái eins mikla umfjöllun opinberlega og mögulegt er. Lögfræðiprófessor í Uppsölum, Torleif Bylund, segir að þessi ákvörðun dragi úr trausti almenn- ings á réttarkerfinu í Svíþjóð. Telur Bylund það mikilvægt að almenning- ur þurfi að fá að fylgjast með rann- sókninni á því hvort háttsettum emb- ættismönnum og stjórnmálamönn- um hafi verið kunnugt um ólöglega hlerun hjá Kúrdum sem grunaðir vom um morðið á Olof Palme, fyrr- verandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Öryggislögreglan megi ekki verða ríki í ríkinu, segir prófessorinn. Þeir sem átt hali aðild að hlerunum verði að taka afleiðingunum af gerðum sínum. Hjá dómstólnum veija menn sig með því að visa til öryggis ríkisins. Ef vitnum á að reynast mögulegt að starfa áfram í öryggislögreglunni má ekki koma fram hver þau eru. Verða þau látin koma í dómshúsið gegnum bakdyr og um neðanjarðarganga. TT KSí, && Það eru 39 kryddtegundir í Caj P.’s grill-og steikarolíunni 4* VÖRUMIÐSIDÐ Þ egar þú grillar, steikir eða marinerar skaltu nota Caj P.’s grill- og steikarolíuna. Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar krydd- tegundir og þegar þú finnur kryddlyktina kemstu að raun um, að Caj P.’s grill- og steik- arolían er allt sem þarf til að gera steikina bragðbetri og bragðmeiri. .k.&Grmt l#S 1 ^ ÖffrrrrmQr. 32i?fcLKA KBvp2SSAS*aS> Innflutningur og dreifing á góðum matvörum Snjómaður á ferli? Mikill viðbúnaður var meðal sov- éskra landamæravarða austarlega í Sovétríkjunum nýlega eftir að varð- maður hafði komið auga á tveggja metra háa veru með glóandi augu, að því er sovéska fréttastofan Tass greindi frá í gær. Veran, sem skaut vörðunum skelk í bringu, þótti líkj- ast snjómanninum ógurlega. Þegar varðmaður setti viðvörunar- kerfi í gang hvarf skepnan en sást svo skömmu síðar vera að reyna að klifra upp á þak. Hún greip þó aftur til fótanna og hvarf inn í skóglendi. Að sögn Tass fréttastofunnar hefur eiginkonum og börnum starfsmann- anna á svæðinu verið bannað að fara frá landamærastöðinni. Sovéskir fjölmiölar hafa nokkrum sinnum greint frá því að snjómanns- ins hafi orðið vart en venjulega hefur verið talið að hann héldi sig í Himalayafjöllunum. p J.d, for kvinner ^ For kvinner med mens iPMS) besvær og problenicr med oter- S^ngsalderen, melbrosia inneholder bl. a. livs sno«toff"UnOSyier- li‘ami„er. sporstoffer og emyrner. PRODUSEMT: melbtosin Intemational, MELBKOSLA P.I.D. er hrein náttúruafurð sem inniheldur beepollen, perga pollen og Royal Yelly og færir þér Iifsorku i rikum meeli. MELBROSIA P.I.D. er fyrir konur á öllum aldri. Mætið nýjum degi hressar og fullar af lifskrafti - i andlegu og Iíkamlegu jafnvægi - alla daga mánaðarins. Breytingaaldurinn er timabil sem mörgum konum er erfitt. Ef til vill getur MELBROSIA P.I.D. gert þér þetta timabil auðveldara. MELBROSIA er ekki ný framleiðsla. Að baki er áratuga reynsla. MELBROSIA er selt i flestum heilsuvöruvérslunum um alla Evrópu. Aðeins það besta er nógu gott fyrir þig. UMBOÐ OG DREIFING NATTURULÆKNINGABUÐIN LAUGAVEGI25, SÍM110263. FAX 621901 Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.