Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. íþróttir • Sigurður Einarsson. Siggi náði lágmarkinu Nú er ljóst að íslendingar muni líklega eiga þrjá spjótkastara á Evrópumeistaramótinu í ftjáls- um íþróttum sem fram fer í Split í Júgóslavíu í lok þessa mánað- ar. Sigurður Einarsson keppti á móti i Laugardal i gær og náði lágmarkinu, kastaði 78,10 metra eða lOcm lengra en lágmarkið var fyrir mótiö. Sigurður er aö jafna sig af meiðslum og sagði Stefan Jóhannsson, þjálfari Sigurðar, í samtali við DV í gær að Sigurður hefði notað 80% kraft í kastið í gær. Enn væri óljóst hvort hann keppti í Split vegna meiðsl- anna. -SK Sjö skoruðu fyrirKSH Fjórir leikir fóru fram í 4. deild karla á íslandsmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Austri og Sindri skildu jöfn á Eskifirði, 1-1. Sigurður Magnússon skoraði mark Austra en Garðar Jónsson svaraði fyrir Sindra. • Huginn sigraði Leikni, 2-1. Sigurður Kjartansson skoraði bæöi mörk Hugjns en Berþór Friðriksson skoraði eina mark Leiknismana. • Höttur sigraði Val, 1-0, og skoraðí Haraldur Haraldsson sig- urmarkið í leiknum. • Stjarnan tapaði á heimavelli fyrir KSH, 0-7. Mörk KSH skor- uðu Helgi Arnarsson, Valgeir Steinarsson, Albert Jensson, Vil- berg Jónasson, Ingólfur Arnars- son, Jón Ingimarsson og Rik- harður Garðarsson eitt mark hver. -GH-MJ • Sævar Jónsaon Val Leroy Burrell sló ekki metið Leroy Burell mistókst að slá heimsmet Carl Lewis í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Zúrich í Sviss en hann lýsti þvi yfir fyrir hlaupið að metið skyldi falla. Burell sigraði en hljóp á tímanum 10,13 sekúndur. Annar varð Bretinn Linford Christie á 10,20 sek. • Danny Harris frá Bandaríkjun- um náði mjög góðum tíma í 400 metra grindahlaupi. Harris sigraði á 47,86 sekúndum og er þaö í annað sinn á árinu sem hann hleypur undir 48 sekúndum í greininni. • Merlene Ottey náði öðrum besta tíma árins í 100 metra hlaupi kvenna þegar hún kom í mark á tímanum 10,93 sekúndur. Ottey hefur verið ósigrandi í greininni en hún á sjálf besta tíma ársins 10,78 sekúndur. Hún sigraði einnig í 200 metra hlaupi á tímanum 21,66 sekúndum. • Ólympímeistarinn í spjótkasti kvenna, austur-þýska stúlkan Petra Falke, sigraði í spjótkastskeppninni þegar hún þeytti spjótinu 68,40 metra. • Roger Kingdom frá Bandaríkj- unum vann sigur í 110 metra grinda- hlaupi á tímanum 13,43 sek. en landi hans, Tony Dees, kom næstur á 13,47 sekúndur. • RandyBarnesvannöruggansig- ur í kúluvarpinu þegar hann kastaði 21,23 metra en Norðmaðurinn Georg Andersen kom næstur með 20,63 metra. Þriðja tapið hjá Víkingum - Víkingur tapaöi gegn KA, 0-1 Staða Þórs og ÍA versnaði enn á botni 1. deildar í gærkvöldi eftir að íslandsmeistarar KA sigraði Víking, 0-1, í Stjörnugróf í gærkvöldi. Með þessum sigri eru KA-menn komnir með 16 stig, eins og FH, og skilja heil átta stig á milli botnliðanna tveggja og næsta liðs. Víkingar voru heldur sprækari í byijun leiks og á 8. mínútu vildu þeir fá dæmda vítaspymu þegar Gor- an Micic komst innfyrir KA vömina og var felldur en ágætur dómari leiksins, Guðmundur Stefán Marías- son, dæmdi ekkert. Eina mark leiks- ins leit dagsins ljós á 17. mínútu og var það vel að verki staðið hjá leik- mönnum KA. Þeir unnu knöttinn á sínum vallarhelmingi, léku skemmtilega upp miðjuna og þar sendi Hafsteinn Jakobsson fallega sendingu upp hægri kantinn á Orm- arr Örlygsson sem sendi knöttinn fyrir mark Víkings og þar kom Kjart- an Einarson á fleygiferð og skallaði í Víkingsmarkið framhjá Guðmundi Hreiðarssyni. Eftir markið drógu leikmenn KA sig aftar á völlinn og á 24. mínútu munaði minnstu að Víkingar jöfn- uðu. Sveinbjöm Jóhannesson átti þá gott skot að marki KA, knötturinn fór yfir Hauk Bragasön i markinu en hafnaði í þverslá KA-marksins. Síðasta færi fyrri hálfleiksins átti síðan Atli Einarsson þegar hann komst inn fyrir vörn KA en skot hans fór rétt framhjá markinu. Síðari hálfleikur var mun daufari en sá fyrri. Leikmenn KA voru sprækir í byijun hálfleiksins en bökkuðu síðan aftar á vellinum og gáfu Víkingum eftir miðjuna. Vík- jngum gekk þó illa að skapa sér marktækifæri og eina umtalsverða færið var þegar AtJi Einarsson átti þrumuskot utan vítateigs en Haukur varði vel. Undir lok leiksins fengu KA menn tvö góð marktækifæri en Jón Grétar brenndi af í bæði skiptin. Víkingar biðu loks ósigur en liðið hafði ekki tapað leik í deildinni frá því í 5. umferð en þá tapaði liðið einn- ig fyrir KA. Helgi Björgvinsson var sterkur í vöminni hjá Víkingum og þeir Atli Helgason og Atli Einarsson áttu báð- ir góða spretti. Bjöm Bjartmarz stóð einnig fyrir sínu eftir að hann kom inná. Það veikti Víkingsliðið mikið að Aðalsteinn Aðalsteinsson gat ekki leikið meö vegna meiðsla en hann hefur verið einn besti maður liðsins í sumar. í liði KA var Haukur Braga- son var öryggið uppmálað í markinu og Erlingur Kristjánsson var firna- sterkur í vörninni. Þá átti Jón Grétar Jónsson góðar rispur upp hægri vænginn. Guðmundur Stefán Maríasson dæmdi leikinn og hafði góð tök á honum. -GH • Tryggir áhangendur liðanna sem berjast i toppslag 1. deildar í kvöld bíða leikjanna með óþreyju. Þau Halldór Halldórs- son, gamall landsliðsmaöur og leikmaður með Val og oft nefndur Alibaba, er öllum hnútum kunnugur hjá Valsliðinu og spáir sínum mönnum 1. sætinu. Helga Tryggvadóttir er dyggur stuðningsmaður Eyjapeyjanna og væntanlega hátt uppi þessa dagana sem aðrir stuðningsmenn „spútniksliðsins" úr Lundabænum. Hún hikaði ekki við að spá Eyjamönnum sigri í kvöld og íslandsmeistaratitlinum að auki. í kvöld fagnar væntanlega annað þeirra sigri. DV-mynd S „Utiloka ekki að leika a lslandi“ „Þaö hefur lítið sem ekkert gerst í mínum mál- fyrir þvi að leika með liöi í Evrópu en sá markaður er að um. Ég hef ekki enn komist að hjá liði og er lokast,“ sagði Pétur enn fremur. ekki alltof bjartsýnn á framhaldiö,“ sagði Pétur - Ef ekkert kemur ut úr þessu kemur þá til greina að Guðmundsson, körfuknattleiksmaður i Banda- þúkomirheimtilíslandsogleikirmeðíslenskuliðifvetur? rikjunum, í samtah við DV í gær. „Keppnin í NBA-deildinni byrjar í byijun október og enn Pétur hefur ekki verið á samningi við liö 1 um ár en er möguleiki á að komast í æfingabúöir með NBA-liöi. En vonar enn að eitthvað fari að gerast í hans málum. „Ég er ég útiloka ekkert í stöðunni í dag. Og heldur ekki að ég i mjög góðri æfingu um þessar mundir og alveg laus við komi til íslands og leiki þar í vetur,“ sagði Pétur Guð- meiðsli. Ég var að koma frá sumarmóti í Los Angeles og mundsson. lék þar með nokkrum strákum í liði. Ég féll illa inn í liðið -SK og þaö kom ekkert út úr þessu. Ég er alveg eins spenntur DV/Horpulið julimanaðar • Trausti Omarss. Vlk • Þorgr. Þráinss. • Jón Bragl Val ÍBV • Adólf Oskarss. ÍBV • Jón E. Ragn. • Hörður Magn Fram FH • Tómas Tómass. • Kjartan Ein, ÍBV KA • Andrí Mart. FH • Ragnar Marg. KR Sex ára bið á enda - Blikastúlkur íslandsmeistarar 1 gærkvöldi Elísabet Tómasdóttir tryggði Breiðabliki íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gærkvöldi er félagar hennar í KR náðu jafntefli gegn ÍA á Akranesi, 1-1. Leikurinn var gífurlega mikhvægur fyrir Skagastúlkurnar sem einar gátu stolið sigr- inum af Blikastúlkunum. Skagastúlkurnar komu ákveðnar til leiks og sóttu látlaust að marki KR. Það var um miðjan fyrri hálfleik sem Ehn Davíðsdóttir náði forystunni fyrir ÍA. Elín fékk góða fyrirgjöf frá Jónínu Víglundsdóttur og sendi boltann framhjá Sigríði Pálsdóttur í marki KR. Skagastúlkur héldu áfram að sækja í síðari hálfleik en inn vhdi knötturinn ekki. Ehsabet Tómasdóttir skoraði jöfnunarmark KR-inga undir lok leiksins. Hún fékk send- ingu inn fyrir vörn ÍA og skoraði af miklu harðfylgi framhjá Ragnheiði Jónasdóttur markverði. Sex ára bið Blikastúlkna eftir íslandsmeistaratitlinum er þar með lokið. Til hamingju Blikar! -ih Markalaust hjá Frökkum Franska landsliðið í knattspyrnu, sem mætir því íslenska á Laugardalsvelli í Evrópu- keppni landsliða þann 5. september, lék í gærkvöldi vináttuleik gegn Pólverjum í Frakk- landi. Hvorugu hðinu tókst að skora en Frakkar sóttu nær látlaust að marki Pólveija að viðstöddum 15 þúsund áhorfendum sem ekki voru ánægðir með sína menn. -SK 25 Jafntefli eru alveg dauð úrslit - Barist til síðasta manns í spennandi leikjum toppliða 1 deildar í Laugardal og Eyjum í kvöld „Leikur Fram og KR í kvöld er tvímælalaust eins og undanúrslitaleikur í deildinni. Jafntefli eru dauð úrslit fyrir bæði lið og ég hef trú á að þetta verði hörkuleikur tveggja góðra liða,“ sagði Lárus Guðmundsson, leikmaður með Stjömunni í Garðabæ, er viö báðum hann um að segja álit sitt á topp- leikjum 1. dehdar sem fram fara í kvöld. Þá leika fjögur efstu hð deildarinn- ar innbyrðis, Fram mætir KR á Laugardalsvelh og Eyjamenn mæta topphði Vals í Eyjum. Valur og KR eru með 26 stig og Fram og ÍBV 25 stig. Gríðarleg spenna er í toppbaráttu 1. dehdar og leikja toppliðanna í kvöld er beðið með mikhli eftirvæntingu. „Ef maður ber saman síðustu leiki Fram og KR þá sýnist manni að meiri stemning sé yfir leik KR-hðsins þessa dagana. Ég hef persónulega meiri trú á því að KR-ingar fari með sigur af hólmi. Annars er þetta hrikalegur leikur að spá um. Framarar hafa verið í lægð að undanfomu og verða að bíta á jaxlinn í kvöld. KR-ingar hafa ekki sigrað í dehdinni síðan 1968 og KR-ingar em því orðnir verulega hungraðir og því verður ekki neitað að KR-ingar hafa að meiru að keppa í kvöld. Hins vegar má ekki gleyma því að í Framhðinu eru margir stór- góðir leikmenn en engu að síður finnst mér meiri stemning í kringum KR-hðið. Ég spái KR sigri, 0-1.“ „Hlýtur að koma að því aðValurgefi eftir“ Um leik ÍBV og Vals sagði Lárus Guðmundsson: „Vestmannaeyingar hafa allt að vinna og engu að tapa. Það datt engum í hug að hð þeirra yrði í nágrenni við toppinn þegar upp yrði staöið. Lið ÍBV er hrikalegt bar- áttulið og það hlýtur að vera rosaleg stemning í Eyjum fyrir þennan leik. Hins vegar er ég á því að Eyjamenn séu ekki með jafnmarga góða leik- menn og Valur en þeir fara langt á ótrúlegri baráttu. Valsmenn hljóta að hafa orðið fyrir miklu áfalh í síð- asta leik er þeir töpuðu fyrir okkur í Stjörnunni. Valsmenn eru í eldlín- unni á tveimur vígstöðvum. Þá hafa Valsmenn orðið , fyrir miklum meiðslum í sumar og það hlýtur að fara að koma niður á leik hðsins. Ég held að það sé komið að því núna að Valsmenn fari að gefa eftir og spái Eyjamönnum sigri, 1-0,“ sagði Lárus Guðmundsson. Viðar spáir 3-3 í Eyjum „Þetta verður án efa hörkuspenn- andi leikur. Eyjamenn eru geyshega baráttuglaðir og mikh stemning er í kringum hðið. Lið þeirra er nálægt toppbaráttunni svo að þeir gefa áreiðanlega ekkert eftir,“ sagði Viðar Halldórsson, FH-ingur. „Um Valsliðið er það að segja að það ætlar sér örugglega að halda toppsætinu og ekkert nema sigur kemur til greina hjá því. Landshðs- vörnin er í Valsliðinu og fyrir aftan hana er Bjami Sigurðson landshðs- markvörður en þrátt fyrir það held ég að mjög mörk verði skoruð í leikn- um og spái, 3-3,“ . „Framarar að komast á skrið“ „Ég hallast að því að Framhðið sigri í leiknum gegn KR í kvöld. Þetta verður spennandi viðureign en ég held aö Framararnir séu að komast á skrið og þá er ekki gott að eiga við þá. Ég spái jöfnum leik og staðan í hálfleik verður 1-1 en í síðari hálfleik hef ég trú á að Jón Erhng tryggi Fram sigur með marki undir lok leiksins,“ sagði Viðar Halldórsson. • Þriðji leikurinn í 1. dehd í kvöld er viðureign Stjörnunnar og ÍA í Garðabæ og hefjast alhr leikirnir klukkan 19.00. -SK/-GH Staðan M.deild Víkineur-KA.. 0-1 Valur .13 8 2 3 21-13 26 KR ..13 8 2 3 20-12 26 Fram ..13 8 1 4 24-11 25 ÍBV ..13 7 4 2 21-20 25 Víkingur ..14 4 7 3 16-14 19 Stjarnan ..13 5 2 6 15-17 17 FH ..13 5 1 7 17-20 16 KA ..14 5 1 8 15-17 16 ÍA ..13 2 2 9 13-25 8 Þór ..13 2 2 9 6-19 8 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH...........9 Guðmundur Steinsson, Fram......8 • Guðmundur Steinsson skoraði sigurmark Framara gegn KR-ingum i fyrri leik liðanna á íslandsmótinu á KR- velli. í kvöld leika þessi stórveldi á Laugardalsvellinum klukkan 19.00 og verður örugglega baristtil síðasta manns. íþróttir • Guðmundur Torfason. Guðmundur Torfason og félag- ar í skoska liðinu St. Mirren léku í gærkvöldi æfmgaleik gegn enska hðinu Leicester City. Loka- tölur urðu markalaust jafntefli. Guðmundur, sem skorað hefur 8 mörk í þremur síðustu æfmga- leikjum St. Mirren, var nálægt því að skora í upphafi leiksins. Hann átti þá hörkuskot í stöng beint úr aukaspyrnu. Gífurleg rigning var á meðan leikurinn fór fram og voru allar aöstæður mjög erfiðar á heimavehi St. Mirren. • í gærkvöldi léku Glasgow Rangers og Manchester United æfingaleík á Ibrox í Glasgow og lauk leiknum með sigri United, 0 1. -SK Heimir Guðmundsson, leik- maður með ÍA í knattspyrnu, veröur í leikbanni þegar Akur- nesingar mæta Vestmannaeying- um í 1. dehdinni á mánudags- kvöldið. Heimir getur hins vegar leikið með ÍA gegn Stjörnunni í kvöld í Garðabæ. Heimir var eini leik- maöurinn i 1. deild sem dæmdur var í leikbann á fundi aganefndar í fyrrakvöld. Vhberg Þorvalds- ^ son, Víði, Þorsteinn Þormóðsson, KS, Njáh Eiðsson, ÍR, og Hjálmar Hallgrímsson, Grindavík, verða í leikbanni á föstudagskvöld er leikin verður heh utnferð í 2. dehd. -SK Haukana Grótta frá Seltjamamesi end- urheimti í gærkvöldi sæti sitt í 1. deild karla þegar liöið sigraði Hauka á heimavehi sínum, 26-23, ♦ i aukakeppni fiögurra liða um tvö laus sæti í l. dehd karla í vetur. Haukar höföu forystu í hálfleik, 9-11, en Gróttumönnum tókst að jafna leikinn í 17-17 um miöjan síðari hálfleik og komast yfir og eftir það var aldrei spurning hvomm megin sigurinn lenti og náði Seltjarnarnesliðið mest 7 marka forystu. Sovétraaðurinn í liði Gróttu, Stephanov Alexvech, var atkvæðamestur í hði Gróttu og skoraði 8 mörk en tékkneski leikmaðurinn í liði Hauka, Petr Baumruk skoraði 10 mörk fyrir t Hauka. Á Akureyri sigraði HK lið Þórs, 14-23, og hlaut þar með sín fyrstu stig í keppninni. Óskar Elvar Óskarsson skoraði 6 mörk fyrir HK. Ólafur Hilmarsson skoraði 4 mörk fyrir Þór. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.