Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 9 Útlönd De Maiziere hreinsar til í austur-þýsku stjórninni: Vill reka þá sem segja meiningu sína - segir Wolgang Thierse, formaður jafnaðarmanna Landbúnaðarráherrann Peter Pollack varð að víkja úr austur-þýsku stjórn- inni eftir viðtæk mótmæli bænda. Símamynd Reuter „Það eru grundvallarmistök hjá foræstisráöherranum ef hann telur sig geta leyst öll vandamál með því að reka þá sem þora að segja mein- ingu sína,“ sagði Wolfgang Thierse, formaður flokks jafnaðarmanna í Austur-Þýskalandi, á fréttamanna- fundi eftir að fjórir ráðherrar höfðu vikið úr stjórninni. Tveir af ráðherrunum urðu að víkja vegna ágreinings innan stjórn- arinnar um tilhögun sameiningar- innar við Vestur-Þýskaland en hin- um var borið á brýn að vera óhæfir eftir víðtæk mótmæli tugþúsunda bænda. Lothar de Maiziere forsætisráð- herra hefur átt í deilum við jafnaðar- menn í stjórninni um stöðu austur- þýskra fyrirtækja eftir sameining- una. Jafnaðarmenn vilja að ríkis- fyrirtæki njóti sérstakra skattaíviln- ana fyrst eftir að sameininguna svo þeim gefist betra ráðrúm til að mæta harðri samkeppni. Stjórnin í Bonn hefur verið á sama máli og de Maiziere í því að styrkja ekki ríkisfyrirtækin. Þessi ágrein- ingur varð í gær til þess að fjármála- ráðherrann Walter Romberg úr röð- um jafnaðarmanna varð að víkja úr stjóminni. Landbúnaðarráðherrann, Peter Pollack, var rekinn eftir að sýnt þótti að stefna hans gekk í berhögg við vilja mikils meirihluta bænda í landinu. í gær mótmæltu þeir þús- undum saman og sögðu að sam- keppnin við stéttarbræðuma í vestri væri að gera þá gjaldþrota. Aðrir sem viku úr stjórinni voru efnahagsmála- ráðherrann dr. Pohl og dómsmála- ráðherrann Wuenche. Stjórnin í Austur-Þýskalandi stendur tæpt eftir þessar hræringar og engir nýir ráðherrar hafa verið tilnefndir. De Maiziere lítur þó svo á að sameiningin við Vestur-Þýska- land sé á engan hátt í hættu þrátt fyrir þetta því jafnaðarmenn eru sýnu ákafari í sameiningarmálunum en Kristilegir denókratar þannig að þeir munu ekki standa í vegi fyrir henni þótt þeir á endanum víki úr Stjórninni. Reuter Litháar semja við Rússa um viðskipti Sovétlýðveldið Rússland og Lithá- en hafa gert með, sér samkomulag um samvinnu á sviði verslunar og viðskipta. Rússland hefur frá upp- hafi verið kjaminn í Sovétríkjunum en Litháar hafa getið sér orð fyrir að rísa upp gegn landstjórninni. Samningurinn á að taka til ársins 1991. Hann var í gær undirritaður af Prunskiene, forsætisráðherra Lit- háens, og Ivan Silayev, forsætisráð- herra Rússlands í Vilnu, höfuðborg Litháens. Engar upplýsingar hafa fengist um efni samningsins. Litháar eru nú að reyna að bæta sambúðina við önnur lýðveldi innan Sovétríkjanna án þess að semja um það beint við ríkis- stjórnina í Moskvu. í síðasta mánuði var ákveðið að fresta gildistöku sjálfstæðisyfirlýs- ingarinnar frá í vor um 100 daga gegn því að refsiaðgerðum gegn Litháum yrði hætt. Frestunin tekur gildi þeg- ar samningaviðræður við stjómina í Moskvu hefjast en þangað til reyna Litháar að bæta stöðu sína með öll- um ráðum. Reuter Móhíkanar verjast enn Enn kom í gær til átaka milli kana- dísku lögreglunnar og borgara í Montreal vegna þess að ekki hefur tekist að rjúfa vegartálma sem indí- ánar af ættum móhíkana hafa reist á brú þar í borg. í átökunum særðust í það minnsta 12 lögregluþjónar. Lögreglan notaði táragas til að dreifa mótmælendum. Mótmælendur vilja að herinn gangi fram í að rífa niður vegartálmann en stjómin, sem nú um hríð hefur átt í útistöðum við móhikanana, hik- ar við að beita valdi. Upphaf deilnanna er að indíánarn- ir vilja ekki að gerður verði golf- völlur á landi sem þeir segja aö stjómin hafi tryggt þeim einkaafnot af. Deila hefur smátt og smátt magn- ast og eru margir íbúar Quebec- fylkis ósáttir við að stjórnvöld skuli ekki ganga harðar fram gegn indíán- unum. Um 4400 hermenn hafa verið kall- aðir út til vonar og vara en þeim hefur verið skipað að skipta sér ekki af deilunum nema ríkisstjórn Kanada ákveði það. Um 1000 manns tók þátt í mótmælunum í gær, þar af vom um 100 unglingar. Reuter Mikil harka var í átökunum í Montreal. Hér sést einn mótmælenda kasta grjóti að lögreglunni. Simamynd Reuter Námsmenn i Suður-Kóreu beita bensínsprengjum óspart í mótmælum sín- um. Nú síðast varð bandarísk herstöð fyrir barðinu á þeim. Simamynd Reuter Áfram órói 1 Suður-Kóreu: Bensínsprengjum kastað að banda- rískri herstöð Um fimmtíu suður-kóreskir náms- menn köstuðu bensínsprengjum og grjóti að bandarískri herstöð í Seoul í gær. Engar skemmdir urðu en þetta þykir undirstrika vaxandi óróa í landinu. Lögreglan kom á staðinn og beindu námsmennirnir þá spjótum sínum að henni. Tókst þeim að hrekja sveit lögreglumanna á brott en lögðu á flótta þegar lögreglunni barst hðs- auki. Bandaríkjamenn hafa viðurkennt að árás hafi verið gerð á herstöðina en talsmaður hersins vildi ekkert láta hafa eftir sér um máhð. Þetta er lítil herstöð um þijá kílómetra frá aöalstöðvun Bandaríkjahers í Seoul. Fyrr í vikunni óku nokkrir náms- menn inn^ aðalstöðina og héldu þar uppi mótmælum í um 10 mínútur. Þátt fyrir að hámsmennirnir færu inn á bannsvæði var enginn þeirra handtekinn. Námsmennirnir krefjast þess að bandaríski herinn hverfi úr landi. Þessi mótmæh eru líka hluti af vax- andi áhuga fólks í Suður-Kóreu á sameiningu við Norður-Kóreu en í gær börðust námsmenn og lögregla við háskólann í Seoul vegna þess að stjórnvöld vildu meina námsmönn- um að sækja sameiningarhátíð við landamærin. Reuter Búddamunkar með eyðnismit Yfir hundrað og fiörutíu búdda- munkar í Thailandi eru meðal þeirra tuttugu þúsund landsmanna sem smitaðir eru af eyðni. Tölur þessar voru kynntar á ráð- stefnu um eyðni sem haldin er í Thai- landi þessa dagana. Af þeim sem eru smitaðir eru tuttugu og þrjú prósent hommar og sextíu og sjö prósent eit- urlyfianeytendur. Sextíu og átta lög- reglumenn eru meðal smitaöra. I Thailandi hafa yfirvöld áhyggjur af hraðri útbreiðslu eyðni vegna mikils VændÍS. Reuter Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 3|3 með góðum afslætti. áraáEyrgð GOÐIR SKILMALAR TRAUST ÞJÓNUSTA jFDnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.