Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 5 Viðtalið Fréttir Heimsborga flakkari Nafn: Jakob Bragi Hannesson Aldur: 33 ára Staða: Kennari og fram- kvæmdastjóri Reykjavík- urmaraþons „Skipulagning hlaupsins er komin á lokastig og allt hefur gengið mjög vel. Við vonum bara að það verði metþátttaka og að veðrið leiki viö okkur. Þegar eru um 500 hundruð manns búin að skrá sig en við vonumst eftir allt að 1500 manns,“ segir Jakob Bragi Hannesson, framkvæmda- stjóri Reykjavíkurmaraþonsins sem haldið verður sunnudaginn 19. ágúst. „Ég vil hvetja fólk til þess að skrá sig sem fyrst í hlaupið því að eftir daginn í dag tvöfaldast þátttökugjaldið. Hægt er að velja um að hlaupa þrjár vegalengdir. í skemmtiskokkinu hlaupa þátt- takendur 7 kílómetra, 21 í hálfa maraþoninu og 42 í því heila.“ A tvíburasystur Jakob Bragi fæddist i Bonn í Vestur-Þýskalandi. Foreldrar hans, Hannes Jónsson og Karin Waag, unnu þá í sendiráðinu þar. Jakob á tvíburasystur og fimm önnur systkini. Tveimur vikum eftir fæðingu tvíburanna flutti íjölskyldan til London þar sem Jakob bjótil fjögurra ára aldurs. „Ég bjó svo á íslandi þangað til að ég varð átta ára en þá fluttum við til Moskvu. Mér likaði ákaf- lega vel í Moskvu. Ég fór í rúss- neskan barnaskóla þar og kann því svolítið í rússnesku. Þegar ég var tólf ára flutti ég aftur til Islands. Til nítján ára aldurs fór ég þó alltaf á sumrin til Moskvu því að faðir minn var svo lengi þarna.“ Kennir víða um land Jakob gekk í Gagixfræðaskól- ann í Kópavogi og síðar í Mennta- skólann í Kópavogi. „Eftir stúd- entspróf kenndi ég á Vopnafirði og Djúpavogi og fór svo í Kenn- araháskóla íslands." Jakob útskrifast úr Kennarahá- skólanum árið 1982 og hefur síð- an starfað vítt og breitt um landið við kennslu, meðal annars í Reykjavík, á Egilstöðum og nú síðast á Hellu. Jakob segist vera mikill áhuga- maður um íþróttir og þá sérstak- lega langhlaup. „Ég hef yflrleitt hlaupið sjálfur í þessu Reykjavikurmaraþoni en þetta er í fy rsta skipti sem ég stýri því. Mér bauðst þetta starf og ég sló til. Þetta er spennandi verk- efni og mér hefur alltaf þótt gam- an að prófa eitthvað nýtt.“ Fyrir utan íþróttimar segist Jakob lesa mikið og að auki hefur hann gaman af ferðalögum og hefur ferðast taisvert á erlendri grundu. Jakob á einn son, Guðjón Berg sem er 12 ára gamall. -BÓl Hafrannsóknastofnun Islands: Engin loðnuleit fyrr en í haust - segir Jakob Magnússon „Skip Hafrannsóknastofnunar hafa ekki verið við loðnuleit í sumar, þau eru í öðrum verkefnum. Þau eru nú við seiða- og sjórannsóknir og munu í þeim leiðöngrum leita að árs- gamalli loðnu. Það hefur ekki verið venja undanfarin ár að skip stofnun- arinnar væru við loðnuleit á sumrin - þau hafa ekki farið að leita að loðnu fyrr en í október og nóvember," seg- ir Jakob Magnússon, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun íslands. Það var 1. ágúst síðast liðinn sem loðnuvertíðin hófst formlega. Enn sem komið er hefur einungis eitt skip farið til loðnuleitar, það var Hólma- borgin frá Eskifirði. Skipverjar leit- uðu á miðunum 150 mílur norður af Langanesi en fundu enga loðnu. Skýringuna á því að loðnan léti ekki sjá sig töldu skipverjar meðal annars liggja í því aö hitastig sjávar væri óvenjuhátt miðað við árstíma. „Það liggur ekkert fyrir um hvort hitastig sjávar er hærra en í meðalári. Hita- stigið er einn af þeim þáttum sem við erum að rannsaka núna. Það mun svo koma í ljós síðar hvort hitastigið á þátt í því að loðnan hefur ekki enn látið sjá sig,“ segir Jakob. -J.Mar [UNDADAGA UTSALAIJAPIS A hundadagaútsölunni í Japis er allt aö 50% verðlœkkun á eigulegustu munum, svo sem... HLJÓMTÆKI: SAMSTÆÐUR ■ VIDEOTÖKUVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR Panasonic SG HM30, 2x20 W, fjarst. Verð var 42.600,- NÚ 29.000,- Technícs X 900, 2x60 W, fjarst. Verð var 65.900,- NÚ 39.900,- Technícs X 920, 2x80 W, fjarst. Verð var 81.800,- NÚ 49.900,- Sony XOD 101, 2x40 W. Verð var 51.700,- NÚ 39.900,- (Allar samstæðurnar eru án geísla- spilara.) MYNDSEGULBANDSTÆKI Sony CCD F 250, fullkomin 8 mm hand- hæg tökuvél. Verð var 95.400,- NÚ 69.900,- Sony CCD V95, mjög fullkomin og vönd- uð 8 mm tökuvél. Verð var 159.500,- NÚ 99.900,- Panasoníc NV MC 30 VHS C hi-fi stereo- myndavél. Verðvar 111.000,- NÚ 89.000,- SJÓNVARPSTÆKI Panasoníc NV L28, digítal PAL/NTSC af- spilun o.fl. o.fl. Verð var 77.800,- NÚ 59.900,- Samsung VK 8220, 3ja kerfa tæki. Verð var 51.200,- NÚ 39.900,- GEISLASPILARAR Samsung RE 576D, 17 1, 600 vött. Verð var 23.500,- NÚ 13.750,- Samsung RE 576TC, 17 I, 600 vött, tölvustýrður. Verð var 25.800,- NÚ 18.900,- Panasoníc NN 5508, 20 I, 650 vött, tölvustýrður. Verð var 28.200,- NÚ 21.500,- Panasonic NN 6207, 28 I, 700 vött. Verð var 35.100,- NÚ 24.000,- RYKSUGUR Sony KV C2723, 27" skjár, nícam stereo, teletext., Qarst. o.fl. Verð var 159.000,- NÚ 129.000,- Sony KV X21TD, 21" skjár, stereo, tele- text., fjarst. o.fl. Verð var 138.000,- NÚ 95.000,- Panasonic TC 2185, 21" flatur skjár, fjarst. Verð var 73.650,- NÚ 52.600,- Panasonic MCE 41, 600 vött. Verð var 11.500,- NÚ 8.900,- Panasonic MCE 97, 1100 vött. Verð var 15.800,- NÚ 11.900,- Sony D 20 ferðageislaspilari. Verð var 24.700,- NÚ 14.900,- Sony CDP 390' m/fjarst. Verð var 23.300,- NÚ 15.900,- Sony CDP 470, fullkominn m/fjarst. Verð var 25.900,- NÚ 19.900,- Technícs SLP 202 Verð var 27.300,- NÚ 19.900,- Technics SLP 222 m/fjarst. Verð var 34.600,- NÚ 25.900,- ATH.! Verðið er staðgreíðsluverð spilarí UTSALAN I FULLUM GANGI JAPIS* BRAUTARHOLTI2 - SÍMI625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.