Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. dv Lesendur Yfirlýsing frá Ólínu: Er borgarf ulltrúi Nýs vettvangs Ólína Þorvarðardóttir skrifar: í lesendabréfi í DV þriðjud. 14. ágúst undir fyrirsögninni „Flóttafólk í stjórnmálum?" er þvi ranglega haldið fram að eftir að ég gekk til liðs við Alþýðuflokkinn telji ég mig vera orðna fulltrúa þess flokks í borgarstjórn. - Þetta er alrangt og grundvallarmisskilningur. Ég er borgarfulltrúi Nýs vettvangs en ekki Alþýðuflokksins sérstaklega. Ég er með öðrum orðum borgar- fulltrúi allra þeirra sem áttu aðild að framboðinu og kusu það. Al- þýðuflokkurinn átti aðild að Nýjum vettvangi og sama gildir um Samtök um betri borg, Æ.F.R. og Óháða kjós- endur. Allir þessir aðilar eiga tvo borgarfulltrúa: Ólínu Þorvarðardótt- ur og Kristínu Ólafsdóttur. Það vill þannig til að þessir borgar- fulltrúar eru í sitt hvorum stjórn- málaflokki en sem borgarfulltrúar ganga þeir ekki erinda flokkanna heldur Nýs vettvangs sem er ávöxtur af samvinnu ólíkra stjórnmálaflokka og samtaka. Það er þess vegna grund- vallarmisskilningur að ég sé orðin sérlegur borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins við það að ganga til liðs við hann eftir kosningar. Ég hefl aldrei skipt um flokk eins og kemur fram í lesendabréfinu nafnlausa. - Staðreyndin er sú að Nýr vettvangur er ekki flokkur held- ur samtök stjórnmálaafla þar sem fólk úr ólíkum flokkum vinnur sam- an. Harmóníkuþætti þarf að færa til Svana M. skrifar: Hvers eiga unnendur harmóníku- tónlistar að gjalda? Ég er mjög mik- ill unnandi þessarar tónlistar og vona að Ríkisútvarpið taki tillit til þeirra sem halda tryggð við þessa tónlist og færi harmóníkuþættina aftur yflr á sunnudagskvöld. það er ekki gott að hafa þessa þætti á miðvikudögum kl. 15 þegar fólk er yfirleitt við vinnu og hefur ekki tök á því að hlusta. Ég vona því að RÚV sjái sér fært að gera breytingu hér á. Hér með vil ég einnig þakka Akur- eyringunum, Jóhanni og Einari, fyr- ir þáttinn 8. ágúst sl. Þeirra þáttur var frá landsmóti harmóníkuunn- enda sem haldið var aö Laugum í Þingeyjarsýslu 21. - 24. júní. - Einnig fær Stöð 2 þakkir fyrir þáttinn sem hún sýndi frá landsmótinu. EINSTAKT Á ÍSLANDI BLAvÐSÍÐUR FYRIR 265 KRONUR BÝÐUR NOKKUR BETUR? TÍMARIT FYRIR ALLA HUGSUM FRAM A VEGINN Heiðarleiki er ekki horfinn Hulda hringdi: Þegar heim kom uppgötvaði ég Ég var stödd við Rúmfatalagerinn að veskið var horflð og hélt ég rak- fóstudaginn 10. ágúst sl. milli kl. leitt aftur að Rúmfatalagernum og 16 og 16.30 þegar ég týndi veski spurðist fyrir um hið týnda veski. mínu, Ég hafði verið þarna aö Hafði þá einhver fundið það úti og versla og var að koma vörunum skilað því í verslunina. Þetta sýnir fyrir í sendiferðabil þegar óhappið aö enn er til gott fólk og heiðarleik- skeði. inn ekki horfinn að fullu. Iþróttabuxur í vanskilum Margrét Einarsdóttir hringdi: Frændi minn var staddur á Akra- nesi dagana 28. og 29. júlí sl. með fótboltaliði frá Bolungarvík. Hann fékk nýjan Adidas íþróttagalla áður en hann fór þangað. Nú var hann svo óheppinn að týna buxunum frá gall- anum á íþróttavellinum - eða í barnaskólanum. Þetta eru dökkbláar buxur með stroffi að neðan. Einhver hefur áreið- anlega fundið þessar buxur og tekið þær til handargagns án þess að vita hver á þær. Sá sem hins vegar veit um afdrif þeirra er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 92-14881 og fá frekari upplýsingar um hvert skal koma þeim. Feður,börn og samskipti Kona hringdi: Ég vil þakka „Sorgmæddri ömmu“ fyrir bréf hennar í DV sl. mánudag þar sem hún skorar á feður að mynda samtök um rétt og umgengni við börn sín og láta ekki eigingjarnar mæður traðka á sér lengur. Ég hefi svipaða sögu að segja í sam- bandi við umgengni við böm og sam- skipti eða samskiptaleysi feðra við þau. - Virðist sem mæður hafi allan rétt þegar allt kemur til alls í þeim efnum að leyfa börnum fráskildra að umgangast kynforeldra sína. Ég myndi gjarnan vilja biðja „Sorg- mædda ömmu“ að hafa samband við aðra sorgmædda ömmu ef hún kynni að hafa áhuga á að ræða málið vegna svipaðra tilfella og við höfum fjallað um hér á þessum vettvangi. - Síma- númer mitt er 670502. VIDEOTILBOÐ og myndbandsspóla á aðeins +***. ^ ^ En þá er aðeins hálf sagan sögð... 1000. hver viðskiptavinur fær SAmYO VHR 5100 hágæða- myndbandstæki að verðmæti 38.000 5*“ í kaupbæti. Memory repeat • instant loading • 360 daga minni • 8 mismunandi upptökutímar • rammi fyrir ramma • 3 ára ábyrgð • • VIDEO VAL Arnarbakka 2, sími 76611 BREYTT VIDEOLEIGA mRGTMEX O ® * °\^fo SA%VO <0$ 'S> Þykkvabœjar- nasl r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.