Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 8
Útlönd Flóttamenn streyma til Jórdaníu Utanríkisráöherra iraks, Tareq Aziz, sagði í viðtali við bandarískan sjónvarpsfréttamann í Bagdad í gær að fljótlega yrði tekin ákvörðun um hvað gera skyldi við nokkra þeirra þijú þúsund Bandaríkjamanna sem eru í haldi í írak. Sagði ráðherrann að Bandaríkjamönnunum, sem eru í haldi á heimilum sínum eða á hótel- um, yrði ekki gert mein. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í gær að íraskir hermenn hefðu hindrað hóp bandarískra stjórnarer- indreka frá því að fara frá írak. Heíði þeim veriö tilkynnt að sett yrðu ný skilyrði fyrir brottflutningi þeirra. Sovésk yfirvöld greindu frá því í gær að yfirvöld í írak hefðu hindrað yfir fimm þúsund sovéska borgara í að yfirgefa írak. Sovéskar konur og börn fá að fara úr landi en ekki karl- menn. Þeir útlendingar sem gátu streymdu frá Kúvæt og írak til Jórd- aníu í gær og kváðust margir þeirra hafa sætt illri meðferð. Að sögn jór- danskra embættismanna komu fjög- ur þúsund útlendingar til landsins á tólf klukkustundum. Meðal þeirra voru tvö þúsund Egyptar, á fjórða hundrað Jórdanir auk Sýrlendinga, Indveija, Líbana, Pakistana, Filipps- eyinga, Yemenbúa, Túnismanna og Pólverja. Pólverjarnir voru einu Evr- ópubúamir sem komu til Jórdaníu í gær. Ferðamenn sögðu í gær að um fjögur þúsund manns biðu við landa- mæri Iraks eftir að komast til Jórd- aníu. Flóttamennirnir sögðu nokkra hafa dáið í eyðimörkinni, sumir hefðu villst og margir hefðu fest bíla sína í eyðimerkursandinum. Aö sögn Filippseyinganna, sem komust yfir, vora þeir rændir öllum verðmætum sínum og vegabréfum. Reuter Þessi kúvæska fjölskylda flúði frá Kúvæt gegnum eyðimörk Saudi-Arabíu til Jórdaníu. Simamynd Reuter Skaðast vegna viðskiptabannsins Ymis hlutlaus ríki, sem bíða efna- hagslegt tjón vegna viðskiptabanns- ins gegn Irak, eru nú sögð íhuga að biðja Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, um aðstoð. Heimildarmenn innan Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í gær. Hingað til hafa aðeins .yfirvöld í Búlgaríu opinberlega greint frá því að þau hyggist fara fram á aðstoð en fleiri hafa lýst yfir áhyggjum sínum. Er búist við að jafnvel Indland, Júgó- slavía og Jórdanía muni biðja um hjálp. Yfirvöld í Búlgaríu hafa lýst yfir fullum stuðningi við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna gegn Irak. En þau hafa jafnframt bent á rétt sinn samkvæmt lagagrein Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að þau ríki sem bíði tjón vegna aðgerða stofnunarinnar geti snúið sér til hennar til að fá lausn á vanda sínum. Skuld íraks við Búlgaríu er áætluð 1,2 milljarðar dollara og hefur verið greitt af henni með olíu. Búlgarar höfðu einnig flutt matvæli til Iraks auk þess sem þeir höfðu staðið að byggingarframkvæmdum. Reuter Flutningabíll á leið til íraks gegnum Jórdaníu. Með því að framfylgja við- skiptabanninu gegn írak myndu Jórdanir skaða mjög eigin efnahag þar sem þeir telja viðskiptin við íraka mikilvæg. En þeir segjast vera að kanna hvernig hægt sé að f ramfylgja banninu. Simamynd Reuter .{ f : : pp%|Y }. < “r, i p • r kytTjminMjr f FIMMTUDAGUR 16. AGÚST 1990. íraskur olíubíll brennur í Kúvætborg. Myndin var tekin i siðustu viku af óþekktum Kúvætbúa sem afhenti hana breskum kaupsýslumanni. Simamynd Reuter Bush heldur fast við stef nu sína Bandarískir fallhlífarhermenn við komuna til Saudi-Arabíu í gær. Alls eru nú um sextíu þúsund bandarískir hermenn við Persaflóa. Símamynd Reuter George Bush Bandaríkjaforseti hefur fjölgað í bandaríska herliðinu við Persaflóa og era þar nú um sex- tíu þúsund bandarískir hermenn. Sólarhring áður en Hussein Jórdan- íukonungur var væntanlegur til sumardvalarstaðar Bandaríkjafor- seta með skilaboð frá íraksforseta tilkynntu yfirvöld í Washington að þau ætluðu að senda um tuttugu Ste- alth-orrustuþotur, þær sjást ekki á radar, og eitt flugmóðurskip til við- bótar til Persaflóa. Þótti augljóst að Bandaríkjaforseti væri að marka stefnu sína fyrir viðræðumar við Jórdaníukonung. í ræðu í gær sagði Bush að upp- bygging heraflans við Persaflóa, sem kostar sjö þúsund dollara á mínútu að því er áætlað er, væri ekki aðeins til að veija Saudi-Arabíu heldur einnig til að koma íröskum her- mönnum frá Kúvæt og koma emírn- um af Kúvæt aftur til valda. Bush kallaði íraksforseta lygara og morð- ingja. Sendiherra íraks í Washington sagði í gær að Hussein Jórdaníukon- ungur væri með leynileg skilaboð til Bush Bandaríkjaforseta frá Saddam Hussein íraksforseta. Sagðist sendi- herrann ekki vita um innihald bréfs- ins en gat þess þó að nú gæti verið síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir stríð. Á sunnudaginn stakk ír- aksforseti meðal annars upp á því að arabískir hermenn kæmu til Saudi-Arabíu í stað þeirra banda- rísku. Vígstaðan í Miðausturlöndum þótti í gær hafa breyst talsvert eftir að íraksforseti bauð írönum friðar- samninga. Með boði sínu virtist for- setinn vera að tryggja sér flutninga- leið til íraks austan frá auk þess sem hann vill hafa fleiri hermenn til taks gegn Vesturlöndum. Saddam Hus- sein bauðst til þess í gær að kalla íraska hermenn heim frá því svæði í íran sem írakar hemámu í Persa- flóastríðinu. Hann bauðst einnig til að viöurkenna landamærasamning ríkjanna frá 1975 um Shatt al-Arab siglingaleiðina auk þess sem hann kvaðst ætla að leysa úr haldi alla íranska stríðsfanga. Saddam Huss- ein hefur einnig látið lausa smábófa í írak til að geta fjölgað í herliði sínu. Mikill fógnuður ríkti í íran við fregnina og líta íranir á friðarvið- leitni íraksforseta sem sigur. írönsk yfirvöld hafa fordæmt innrásina í Kúvæt en þau hafa einnig fordæmt veru erlends herafla á Persaflóa. Sérfræðingar telja ólíklegt að íran- ir muni veita írökum vopnaða að- stoð. Sumir sérfræðingar segja að nú muni írakir ef til vill reyna að sann- færa írani um að leyfa flutning á vörumtilogfráírak. Reuter Skotnar til bana í Saudi-Arabíu Bandarísk kona og tíu ára dóttir hennar vora skotnar til bana í Riy- adh í Saudi-Arabíu á þriðjudags- kvöld í átökum milli lögreglu og eit- urlyfjasala sem rændi bíl þeirra, að því er segir í fréttum saudi- arabískrar fréttastofu í morgun. Lög- reglan náði eiturlyfjasalanum. Starfsmenn bandaríska sendiráðs- ins í Saudi-Arabíu greindu frá því að konan hefði verið sex bama móð- ir og hefði hún búið í Saudi-Arabíu í sjö ár ásamt manni sínum og börn- um. Að sögn bandarísku sendiráðs- starfsmannanna var atvikið á þriðju- dagskvöld i engum tengslum við upp- byggingu bandarísks herafla í Saudi-Arabíu. • Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.