Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 35 Afmæli Sigurjón Sigurðsson Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lögreglusijóri, Ægisíðu 58, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Sig- urjón er fæddur í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá HÍ1941. Hann var starfsmaður Sjóvátryggingafélags íslands hf. 1942-1944 og fulltrúi lög- reglustjóra 1944-1947. Sigurjón varö lögreglustjóri í Reykjavík 1947, lét af embætti 1. desember 1985 fyrir aldurs sakir og var skólastjóri Lög- regluskóla ríkisins 1965-1985. Hann var formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 1947-1970, umferðar- nefndar 1955-1987 ogUmferðarráðs frá stofnun þess 1969 til 1982. Sigur- jón var í almannavarnaráði ríkisins og almannavarnarnefndar Reykja- víkur 1962-1985. Hann var í nefnd til varnar flugránum 1978-1987 og í nefndum til að endurskoða löggjöf um lögreglumenn, almannavarnnir, útlendingaeftirbt og lögregluskóla. Sigurjón var fulltrúi íslands í Nor- rænu útlendinganefndinni 1965- 1985 og á mörgum fundum erlendis um lögreglu-, umferðar- og öry ggis- mál. Hann var setudómari í nokkr- um málum og hafði yfirumsjón með Bifreiðaeftirliti ríkisins 1951-1977. Sigurjón var forseti Rotaryklúbbs Reykjavíkur 1959 og varð heiðurs- félagi í íþróttafélagi lögreglunnar 1980. Hann hefur skrifaö nokkrar greinar í fagtímarit um lögreglu- og umferðarmál. Sigurjón hefur verið sæmdur stórriddarakrossi fálka- orðunnar með stjörnu og mörgum erlendum heiðursmerkjum. Sigur- jón kvæntist 31. júlí 1942 Sigríöi Magnúsdóttur Kjaran, f. 9. febrúar 1919. Foreldrar Sigríðar eru Magnús Kjaran, stórkaupmaður og ræðis- maður í Rvík, og kona hans, Soffía Kjaran, f. Siemsen. Börn Sigurjóns og Sigríöar eru Sofíia, f. 3. október 1944, kennari á Akranesi, gift Ste- fáni J. Helgasyni yfirlækni, böm þeirra eru Sigurjón Örn, Ragnheið- ur Hrönn og Sigríður Helga; Sigurð- ur, f. 24. mars 1946, lögmaður í Rvík, kvæntur Hönnu Hjördísi, BA, börn þeirra eru Tómas, Soffía Elín og Jóhann; Magnús Kjaran, f. 3. maí 1947, deildararkitekt hjá Húsameist- ara ríkisins í Rvík, kvæntur Þó- runni Benjamínsdóttur; Birgir Bjöm, f. 20. febrúar 1948, hagfræð- ingur BHMR í Rvík, kvæntur Ingi- leifu Jónsdóttur líffræðingi, synir þeirra em Magnús og Árni; Jóhann, f. 25. október 1952, sjávarlíffræðing- ur, sérfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni, kvæntur Helgu Braga- dóttur arkitekt, börn þeirra eru Fríða Sigríður, Soffía Dórang Sigur- jón; Arni, f. 28. desember 1955, dr. bókmenntafræðingur og ritstjóri, kona hans er Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sinfóníuhljómsveit- inni, dætur þeirra eru Snjólaug og Vala(stjúpdóttir). Systkini Sigurjóns eru Elín, f. 12. maí 1901, giftist Ludvig Storr stór- kaupmanni og ræðismanni, Snjó- laug, f. 7. ágúst 1903, fyrri maður hennar var Kja Aage Bmun, sjón- tækjafræöingur, seinni maður hennar er Otto Baldvins, raffræð- ingur; hún er móðir Knúts Bruun lögfræðings; Ingibjörg, f. 3. júlí 1905, gift Sigursteini Magnússyni, aðal- ræðismanni og framkvæmdastjóra í Edinborg í Skotlandi, móðir Magn- úsar S. Magnússonar sjónvarps- manns; Jóhanna, f. 3. desember 1906, gift Sveini Péturssyni augn- lækni ogBjörn, f. 4. júní 1911, lækn- ir í Keflavík, kvæntur Sólveigu Sig- urbjörnsdóttur. Systir Sigurjóns samfeöra er Guðrún, f. 25. október 1890, d. 4. maí 1960, gift Guðlaugi Magnúsi Guðmundssyni, verka- manni í Rvík, móðir Hallgríms Dal- bergs ráðuneytisstjóra. Foreldrar Sigurjóns eru Sigurður Björnsson, f. 14. mars 1867, d. 16. mars 1930, bmnamálastjóri í Rvík, og kona hans, Snjólaug Sigurjóns- dóttir, f. 7. júli 1878, d. 19. mars 1930. Bróðir Sigurðar brunamálastjóra var Árni, prófastur í Görðum á Álftanesi, og voru þeir bræður svil- ar. Árni í Göröum var afi Árna Sig- uijónssonar, yfirmanns útlendinga- eftirlitsins, og langafi Jóns L. Árna- sonar, stórmeistara í skák og fyrrv. heimsmeistara unglinga, og Guð- mundar Árna Stefánssonar, bæjar- stjóra í Hafnarfirði. Sigurður var sonur Björns, b. í Höfnum á Skaga, bróður Árna í Höfnum, föður Am- órs, prests í Hvammi í Laxárdal, afa Gunnars Gíslasonar, fyrrv. alþing- ismanns og prests í Glaumbæ í Skagafirði, og listmálaranna Sig- urðar og Hrólfs Sigurðssona og langafa Stefáns Benediktssonar þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Björn var sonur Sigurðar, b. í Höfnum, Ámasonar og konu hans Sigurlaug- ar Jónasdóttur, b. í Gili í Svartár- dal, Jónssonar. Móðir Jónasar var Ingibj örg J ónsdóttir „harðabónda", b. í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ættföður Harðabóndaættarinnar. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jóns- sonar, ættföður Skeggsstaðaættar- innar. Bróðir Snjólaugar var Jóhann Sig- urjónsson skáld. Snjólaug var dóttir Sigurjón Sigurðsson. Sigurjóns, b. og dbrm. á Laxamýri, Jóhannessonar, b. á Laxamýri, bróður Jóns í Sýrnesi, langafa Jón- asar frá Hriflu og Kristjáns, föður Jónasar, forstöðumanns Ámastofn- unar. Jóhannes var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal, Jósefssonar, b. á Stórulaugum í Reykjadal, Tómassonar, bróður Jónasár, afa Jónasar Hallgrímsson- ar skálds. Móðir Kristjáns var Ingi- björg Hallgrímsdóttir, systir Gunn- ars í Laufási, langafa Hannesar Haf- steins, Móðir Snjólaugar var Snjó- laug Þorvaldsdóttir, b. á Krossum á Árskógsströnd, Gunnlaugssonar og konu hans, Snjólaugar Baldvins- dóttur, prests á Upsum, Þorsteins- sonar, bróður Hallgríms, föður Jón- asar skálds. Til hamingju meö afmæliö 85 ára Guðmundur Halldórsson, Magnússkógum 1, Hvammshreppi. 80 ára Jóhann Ögmundsson, ÞingvaUastræti 27A, Akureyri. Valdimar Guðmundsson, Flókagötu 63, Reykjavik. Hann og eig- inkona hans, Eybjörg Ásgeirsdóttir, taka á móti gestum í dag á Holiday Inn klukkan 17.00 tii 19.00. 75 ára Kristjana Káradóttir, Melgerði 26, Kópavogi. 70 ára Jón G. Þórarinsson, Háaleitisbraut 52, Reykjavík. Vilhjálmur Friðriksson, Skúlagötu 74, Reykjavik. Guðmundur Sigurjónsson, Naustahlein 22, Garöabæ. Guðmundur Gislason, Granaskjóli 3, Reykjavik. Ragnhildur Helga Magnúsdóttir, Kleppsvegi 42, Reykjavík. 60 ára Þórarinn Guðvarðssori, Minni-Reykjum, Fljótahreppi. Reynir Árnason, Hlíöarvegi 18, Siglufiröi. Jörundur Kristinsson, Sunnuflöt 20, Garðabæ. Halimann Lárusson, Þorraóösstöðura, Saurbæjarhreppi. Sigriður Júlíusdóttir, Hólmgarði 2A, Keflavík. Hún verður að heiman á aíinælisdaginn. 50 ára Jóhanna Einarsdóttir, Bólstaðarhlíð 31, Reykjavik. Guðrún Matthiasdóttir, Seivogsgrunni 22, Reykjavík. Elinborg Þórarinsdóttir, Hjaliabraut 43, Hafnarflrði. Hákon Valdimarsson, Hlíðartúni 31, Höfn. 40 ára Sigurður Karl Pálsson, Hagatúni 10, Höfti. Sesselja Guðrún Sigurðardóttir, Lækjarhvammi 3, Hafnarfirði. Ingvi Friöriksson, Móatúni 13, Tálknafirði. Hrafn Pálsson, Fifuseli 13, Reykjavík, Jónina R. Magnúsdóttjr, Irabakka 8, Reykjavík. Pétur Martin Færseth, Hrauntúni 3, Vestmannaeyjum. Sigurður Magnússon Sigurður Magnússon skipstjóri, Norðurvör 1, Grindavík, er sjötíu ogfimmáraídag. Sigurður fæddist á Innstu-Tungu í Tálknafirði og ólst þar upp. Hann stundaði bæöi störf til sjós og lands. Meðal annars stundaði hann hval- veiðar með Norðmönnum sem gerðu út frá Tálknafiröi á þessum árum. Árið 1938 fór Sigurður á ver- tíð í Grindavík hjá Guöbjarti Guð- bjartssyni í Bjarmalandi. Haustiö 1941 flutti Sigurður með konu sinni til Grindavíkur og fljótlega festu þau kaup á húseigninni Sólheimum. Á stríðsárunum 1942-1945 var Sigurð- ur á togurum sem sigldu með ísfisk á Englandsmarkað. 1945 ræðst hann í að kaupa bát ásamt Kristni Ólafs- syni mági sínum, Sverri Sigurðssyni og fleiri. Báturinn hét Hrafn Svein- bjarnarson og var tuttugu og tveggja tonna. 1947 seldu þeir bátinn og festu kaup á öðrum sem einnig bar nafnið Hrafn Sveinbjamarson. Þeir félagarnir réðust í það árið 1950 að byggja fiskverkunarhús og stofnuðu fyrirtæki um reksturinn, Þorbjörn hf. 1958 fór Sigurður í Stýrimanna- skólann til að afla sér réttinda á stærri bátum. Sigurður var skipstjóri í yfir þrjá- tíu ár og alltaf á bátum er báru nafn- iö Hrafn Sveinbjamarson. Hann var alla tið mjög happasæll og lands- þekkturaflamaður. Sigurður hætti til sjós 1969 og fór að vinna við fyrir- tæki í landi. Hann var í mörg ár hleðslustjóri hjá SÍF og sá um lest- um á saltfiski til útflutnings. Um tíma var hann í samninganefnd fyr- ir LÍÚ. Síðustu árin hefur Sigurður átt trillu sem hann hefur róið á sér til ánægju og heilsubótar. Sigurður giftist þann 18. október 1940 Þórlaugu Ólafsdóttur, f. 15. okt- óber 1920. Þórlaug er dóttir hjón- anna Ólafs Þorleifssonar og Ragn- heiðar Helgu Jónsdóttur frá Þór- kötlustöðum. Börn Sigurðar og Þórlaugar voru sjö og þar af eru fimm á lífi: Ólafur Ragnar, f. 14. febrúar 1941; Guðrún, f. 11. september 1943; Sóley Jó- hanna, f. 25. mars 1945, d. 26. októb- er 1957; Bjarney Kristín, f. 25. mars 1945, d. 6. desember 1962; Guðjón, f. 12. júní 1950; Sóley Þórlaug, f. 17. júní 1958; og Hrafnhildur, f. 13. júní 1962. Sigurður var tíundi af sautján bömum foreldra hans. Þijár systur Sigurðar eru nú á lífi, þær Ingi- björg, Rósa og Lovísa. Móðir Sigurðar var Guðrún Guð- mundsdóttír frá Botni í Tálknafirði, Sigurður Magnússon. f. 24. nóvember 1884, d. 8. júní 1942. Faöir Sigurðar var Magnús Guð- mundsson frá Tálknafirði, f. 1878, d. 5. ágúst 1930. Andlát Óskar J. Þorláksson Óskar J. Þorláksson. Óskar J. Þorláksson, fyrrv. dóm- prófastur, lést þriðjudaginn 7. ágúst. Óskar verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni kl. 13.30 í dag, fimmtudag- inn 16. ágúst. Óskar Jón fæddist 5. nóvember 1906 í Skálmarbæ í Álftaveri og lauk guðfræðiprófi frá HÍ1930. Hann var í framhaldsnámi í trúfræði, predik- unarfræði og nýja testamentísfræð- um í Oxford og London um sex mánaða skeið 1930-1931 og fór í námsferðir til Noröurianda 1931 og 1967 og Oxford 1947. Óskar var sókn- arprestur á Kirkjubæjarklaustri 1931-1935 og settur prófasiur í Vest- ur-Skaftafellsprófastsdæmi 1934- 1935. Hann var sóknarprestur á Siglufirði 1935-1951 og dómkirkju- prestur í Rvík 1951-1976. Óskar var settur dómprófastur 1964 og skipað- ur 1973-1976. Hann var stundakenn- ari í Gagnfræðaskóla og Barnaskóla Siglufjarðar 1936-1951 og í Kvenna- skólanum í Rvík 1953-1976. Óskar var í skólanefnd Barnaskóla Siglu- fjarðar 1936-1951 og í sáttanefnd Siglufjarðar 1935-1951. Hann var í stjóm Gesta- og sjómannaheimibs Sigluíjarðar frá stofnun þess 1937- 1951 og formaður Búnaðarfélags Siglutjarðar 1937-1948. Óskar var í barnaverndarnefnd Siglufjarðar í nokkur ár og í stjórn Söguféiags Siglufjarðar 1943-1951. Hann var varasáttasemjari í Norðurlandsum- dæmi 1944-1951 og í framkvæmda- nefnd Stórstúku Islands 1952-1953. Óskar var umdæmisstjóri Rotaryfé- laganna á íslandi 1948-1950 og for- maður slysavarnadeildarinnar Ing- ólfs í Rvík 1953-1965. Hann var í stjórn Hins ísl. biblíufélags 1954- 1980, í stjórn Vetrarhjálparinnar í Rvík 1954-1964 og í skólanefnd Kvennaskólans í Rvík 1967-1982. Óskar hefur samið: Vestur-Skafta- felissýsla, (Árbók FÍ1935) og Héð- insfjörður og Siglufjörður, (í Árbók FÍ1938). Hann var ritstjóri og útgef- andi: Barnasálmar og ljóð, 1944; Við móðurkné, 1946; Kirkjuklukkan, safnaðarblað Siglufjarðar 1947-1950; Reginn (meðritstjóri) 1938-1950; Safnarblað Dómkirkjunnar (meðrit- stjóri) 1951-1976; Rotary Norden (meðritstjóri) frá 1960 og Hvers vegna er ég bindindismaður? (með- útgefandi) 1967. Oskar kvæntíst 21. nóvember 1934 Vigdlsi Elísabetu Ámadóttur, f. 12. nóvember 1896. Foreldrar Elísabet- ar vom Árni Eiríksson, b. í Gerða- koti á Miönesi, og kona hans, Ebn Ólafsdóttir. Synir Óskars og Elísa- betar eru óskírður drengur, f. 19. janúar 1936, lést næsta dag og Árni, f. 10. júlí 1939, bankastarfsmaður, kvæntur Heiðdísi Gunnarsdóttur. Fósturdóttir þeirra er Helga Pálma- dóttír, f. 4. júb 1936, sviösstjóri hjá Sjónvarpinu, gift Helga Samúels- syni, verkfræðingi hjá Húsnæðis- málastjóm. Systur Óskars eru Sigríður Guð- rún, f. 13. apríl 1902, gift Bjarna Guðjónssyni, látínn, myndskeraí Vestmannaeyjum og Guörún, f. 20. september 1920, gift Einari Hauki Eiríkssyni, starfsmanni Skattstof- unnar í Rvík gagnfræöaskólakenn- ara i Vestmannaeyjum. Foreldrar Óskars vom Þorlákur Sverrisson, b. í Skálmarbæ í Áifia- veri, og kona hans, Sigríður Jóns- dóttir. Þorlákur var sonur Sverris, b. í Skálmarbæjarhraunum, Magn- ússonar, b. á Kársstöðum, Jónsson- ar. Móðir Þorláks var Sigríður Jóns- dóttír, b. á Eystra-Hrauni, Arasonar Jónssonar, prests á Skinnastað, Einarssonar. Móðir Sigríðar var Ingveldur Gísladóttir, b. í Hörgsdal, Jónssonar og konu hans, Sigríöar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík í Mýrdal, Guðmundssonar. Sigríður var dóttir Jóns, b. í Skálmarbæ, Sigurðssonar, b. á Borgarfelh, Jónssonar, b. oghrepp- stjóra í Hbð, Jónssonar. Móðir Jóns í Skálmarbæ var Anna Árnadóttír, b. i Hrífunesi, Árnasonar og konu hans, Rannveigar Jónsdóttur. Móð- ir Sigríðar var Guðrún Vigfúsdóttir, b. í Flögu, Bótólfssonar og seinni konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur, b. í Holti í Veri, Gíslasonar, bróður Ingveldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.