Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 32
r FIMMTUDAGUR 16. AGUST 1990. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Samband íslenskra sveitarfélaga: Þetta snýst umpólitík •jr „Þetta snýst um pólitík. Reyndir sveitarstjórnarmenn hljóta að vilja fá Húnboga í starflð. Mér sýnist á öllu aö sjálfstæðismenn ætli að reyna allt til að Lárus Jónsson fái þetta starf," sagði reyndur sveitarstjórn- armaður við DV. Eins og kunnugt er er risin mikil deila innan Sambands íslenskra sveitarfélaga um ráðningu fram- kvæmdastjóra. Tveir umsækjendur, Húnbogi Þorsteinsson og Lárus Jónsson, fengu fjögur atkvæði hvor. Venjulega sitja níu menn í stjórn- inni. Einum þeirra hefur verið mein- að að sitja á stjórnarfundum þar sem hann er hættur afskiptum af sveitar- stjórnarmálum. Deilt er um réttmæti > ék þeirrar ákvörðunar. Sá sem ekki fær að sitja stjórnarfundina er Ölvir Karlsson, fyrrverandi oddviti í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu. Sunn- lendingar sækja fast að hann fái að sitja í stjórninni og ef ekki þá komi varamaður í hans stað. Sólarlandaferðir: Hækka um 2,5% Sólarlandaferðir hækkuðu um 2,5% hjá feröaskrifstofunum á ^ þriðjudaginn vegna aukins eldsneyt- iskostnaðar flugfélaganna og gengis- breytinga. Að sögn Karls Sigurhjartarsonar, formanns Félags íslenskra ferða- skrifstofa, reiknaði hagdeild þeirra út að ferðaskrifstofumar þyrftu 2,4-2,5% meðaltalshækkun. Vægi flugsins í heildarpakkanum væri um 30% og eldsneytishækkunin nú þýddi hærra verð á leiguflugi. Þessi hækkun yrði þó ekki innheimt hjá þeim sem væru búnir að borga upp í topp. Hann sagði aö flugfélögin væru búin að hækka leiguflugið en ekki áætlunarflugið en búist væri við hækkun á því mjög fljótlega þar sem ^ eldsneytishækkunin fæli í sér gífur- legan kostnaðarauka sem kæmi straxfram. -pj Aldraðir á Akureyri: Pan byggir þjónustuhús Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Fyrirtækið Pan hf. átti lægsta til- boðiö í byggingu þjónustuhúss fyrir aldraöa á Akureyri en þjónustuhúsið mun rísa við fjölbýlishúsin tvö við Víðilund sem aldraðir hafa byggt. Tilboð Pan hf. nam 56,4 milljónum króna en S.J.S. verktakar voru með Jfc næstlægsta tilboðiö upp á 57,2 millj- ónir króna. Fjögurra ára drengur drakk vatn af rafgeymum: „Mamma, vatnið var svo vont“ - sagöidrengurinnviðmóðursína „Eg var að þvo bílinn minn við Olísstöðina við Álfheima. Sonur minn, fjögurra ára, var með mér. Hann var að lahba um meðan ég þvoöi bílinn. Drengurinn kom til min og sagði að vatnið hefði verið svo vont. Eg vissi ekki hvaöa vatn hann var að tala um. Það var fólk sem sá að hann hafði verið við raf- geyma sem standa við ryksuguna á bensinstöðinni. Þegar við athug- uðum betur haföi hann sötrað vatn sem lá á rafgeymunum," sagði móðir fjögurra ára gamals drengs sem drakk vatn sem lá á rafgeym- um við bensínstöð Olís við Álf- heima. „Ég fór með drenginn inn á bens- ínstöðina. Afgreiðslufólkið sagöi mér að gefa honum tyggjó og fara með hann á slysadeildina. Það gerði ég. Þar var mér sagt, sem betur fer, að þetta væri ekki alvar- legt. Vatnið var ekki mikið blandað sýru og þvi ekki mjög hættulegt Mér var einnig sagt að það hefði getað farið mun verr. Ef vatnið hefði verið meira blandað þá hefði hann getaö skaddað barkann mikiö og jafhvel misst röddina," sagði móðirin. Móðirin sagði eínnig að hún vissi til þess að rafgeymar við bensín- stöðina við ÁJfheima væru geymdir úti en svo er ekki í Grafarvogi, aö sögn hennar, heldur eru þeir geymdir þar í útiskýli sem börn eiga erfltt með að komast í. „Hann er hræddur vegna þessa atviks. Hann spyr raikið hvort matur og drykkir séu eitraðir. Það er sama hvort honum er boðið eitt- hvað eða systur hans, hann er líka hræddur um hana,“ sagöi móðirin. -sme/hlh Greipur SH 7 valt á hliðina þegar verið var að taka hann upp i Daníelsslipp í gær. Talið er að allnokkrar skemmdir hafi orðið á bátnum. Reynt verður að rétta Greip af i dag og þá verður Ijóst hversu mikið hann er laskaður. -DV-mynd S Fjögra manna saknað: Gengu sjálfir til byggða Fjögra manna frá Orkustofnun var saknað í nótt og var í undirbúnigi að hefla mikla leit þegar þeir létu frá sér heyra. Tildrög málsins voru þau að mennirnir voru fluttir inn að Sauðavatni, suðaustur af Snæfelli á Fljótsdalsheiði, með þyrlu og var ætlunin að sækja þá þangað um kl. 19 í gærkvöldi. Þegar til átti að taka var komin svartaþoka og ekki hægt að finna þá. Hefjast átti leit að mönnunum í morgun þegar þeir hringdu frá bæn- um Sturluflöt í Fljótsdal. Höfðu þeir verið fjórir saman og voru vel búnir. Gengu þeir í alla nótt, um 20 til 30 kílómetra. _sjyy Amarflug: Ráðherrann vardad bjarga andlitinu - segir Hörður Einarsson Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra lýsti þvi yfir í gær að skuld- ir Arnarflugs gagnvart ríkinu yrðu felldar niður sem svaraði til þess að þær hefðu verið lækkaðar um 150 milljónir 17. mars 1989 eða daginn sem ríkisstjórnin samþykkti aðstoö við fyrirtækið. Eins og kunnugt er hefur staðið deila milli félagsins og ráðherra um þetta mál í sextán mánuði. Ólafur Ragnar iýsti því síöan yfir í gær að meginástæðan fyrir töfunum hefði verið fyrrum stjórnendur fyrirtækis- ins. Með nýjum stjórnarmönnum hefði málið verið leyst. „Ég er náttúrlega ánægður með að þessi afgreiðsla er komin,“ sagði Hörður Einarsson, útgáfustjóri DV og fyrrverandi stjórnarformaður Arnarflugs. „En ég vek athygli á að hún fékkst ekki fyrr en það var búið að pína ráðherrann til þess að gera þetta eft- ir sextán mánaða valdníðslu og emb- ættisvanrækslu. Auðvitað þarf mað- urinn að bjarga á sér andlitinu með einhverjum hætti. Það þurfti að kæra hann fyrir þeim manni sem ber meg- inábyrgð á því að hann situr í þessu embætti því kjósendur í landinu bera ekki nokkra ábyrgð á þessum manni," sagði Hörður. -gse Litlar fréttir af íslendingum í Kúvæt „Við vitum ekki annað en að það sé allt í lagi með íslendinga í Kúvæt. Það eru viðræður í gangi milli íraka og utanríkisráðuneyta Norðurland- anna um að Norðurlandabúum í Kúvæt og írak verði leyft að fara úr landi,“ sagði Finnbogi Rútur Arnar- son í utanríkisráðuneytinu í samtali viðDVímorgun. -J.Mar LOKI Ætli maður verði þá ekki bara áfram í sólar- lampanum Veöriðámorgun: Norðan-og norðvestan- gola eða kaldi Á morgun verður norðan- og norðvestangola eöa kaldi. Dálítil súld um landið norðanvert, eink- um út við sjóinn, og 6-10 stiga hiti en allvíða bjart veður og 11-16 stig syðra. Einn sá ódýrasti í bænum ÍSVAL v/Rauðarárstig Jón Bjarnason úrsmiður, s. 96-25400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.