Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 3 >v_______________________________________________Fréttir Sveinn Asgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar: Betra að hafa rafgeymana hjá okkur en graf a þá á haugunum - höfum flutt út hundruð tonna af rafgeymum árlega „PCB-málið er búið að stórskaða okkur og ímynd okkar er orðin mjög veik gagnvart almenningi. Það er eins og að við séum mestu skaðvald- ar sem til eru í umhverfinu en það er öðru nær. Við erum búnir að stunda þessa starfsemi í áratugi og höfum flutt fleiri þúsundir tonna af rafgeymum úr landi og heildarút- flutningur á brotajárni og málmum er kominn yfir 200 þúsund tonn. Við sóttum um starfsleyfi í fyrra og höf- um ekki fengiö það enn. Það er svolít- ið kaldhæðnislegt þegar haft er í huga hve mikið þetta fyrirtæki hefur lagt fram í umhverfismálum. Það er hvergi annars staðar tekið á móti rafgeymum. Vissulega er aðstaðan niðri í Sundahöfn ekki eins og við vildum hafa hana en það er verið að byggja hana upp. Það er hins vegar erfitt þegar við vitum ekki hvort við fáum að starfa eða ekki. Einhvers staðar verða vondir hlutir aö vera og það er leiðinlegt ef á að fara að hengja okkur fyrir þessa rafgeyma,“ sagði Sveinn Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Hringrásar, í samtali við DV. DV sagði í gær frá haug af rafgeym- um sem hggja óvarðir á svæði Hring- rásar við Sundahöfn. Lekur sýra í jarðveginn og við geymana hafa börn verið að leik. Lýstu viðmælendur hjá Hollustuvernd og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur því báðir yfir að ástand- ið væri óviöunandi. Þaö kom einnig Akureyri: Flett ofan af þjófagengi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur upplýst nokkurn fjölda inn- brota sem framin voru í bænum og utan hans í sumar. Sömu aðilar voru að verki í þessum innbrotum, ýmist tveir eða þrír sam- an, menn rétt innan við tvítugt. Þeir játuðu m.a. tvö innbrot í verslunina Esju, önnur tvö í Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna, í veitingahúsið Hlóðir og Steinhólaskála í Eyjafirði. Yfirleitt höfðu þeir ekki mikið upp úr krafsinu, en þessir menn hafa áður komiö við sögu hjá lögreglunni. Tónlistar- dagar í Holti Söngnámskeið á vegum hinnar heimsþekktu Wagner-söngkonu frú Hanne-Lore Kuhse frá Berlín verður haldið í Holti í Önundarflrði dagana 5.-18. september næstkomandi. Kennslan mun fara fram í sal Hjálms hf. á Flateyri en nemendur munu dvelja í barnaskólanum í Holti. Námskeiðið verður haldið undir nafninu „Tónlistardagar í Holti“ en auk námskeiðsins verður ýmislegt fleira á döfinni. Verða haldnir tón- leikar auk þess sem nemendum mun gefast kostur á að skoða óperur og tónleika af myndböndum. Nám- skeiðinu lýkur síðan með tónleikum þátttakenda og er stefnt að því að halda þá víðar á Vestfjörðum. Þegar hafa fjölmargir skráö sig til þátttöku á námskeiðinu en mikill fengur þykir að komu þessarar frægu Wagner-söngkonu til landsins. Að Tónlistardögum í Holti stendur Ágústa Ágústsdóttir, prestsfrú í Holti, en hún hefur áður staöið fyrir söngnámskeiðum þar vestra. -hlh fram að Hringrás hefði ekki fengið umbeðið starfsleyfi, með ákvæðum um meðferð mengandi efna. Það er vegna þess að rannsókn á PCB- mengunarmálinu frá í fyrra, þegar spennaolía lak í jarðveginn hjá Hringrás, er enn ekki lokið. Er málið strandað í kerfinu þar sem deilt hef- ur verið um hver ætti að greiða kostnaðinn við að ljúka rannsókn- inni. Hefur Hollustuvernd ekki haft peninga til þess. „Þetta mál er búið að vera að velkj- ast í kerfinu og eiginlega vitum við sjálfir minnst um hvar það er statt núna.“ Sveinn segir að það standi til að ljúka við að girða svæðið af. Fram- kvæmdir í næsta nágrenni eins og byggingarvinna, framkvæmdir við Viðeyjarbryggju og breytingar á að- komu inn í fyrirtækið hafi tafið það verk. „Það verður aö koma fram að ein- hvers staðar verða þessir rafgeymar að vera og það er betra að þeir séu hjá okkur um stundarsakir áður en þeir eru fluttir úr landi heldur en að þeir séu grafnir uppi á sorphaugum. Þó menn séu almennt orðnir um- hverfissinnaðir má það ekki lenda á skökkum aðilum. Við höfum verið umhverfissinnaðir í áratugi en í raun aldrei fengið neitt nema skömm í hattinn fyrir að standa í þessu. Það er spuming hvort það borgar sig að standa í úflutningi á rafgeymunum og því má líta á starfsemi okkar sem hugsjónastarfsemi. ‘1 -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.