Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 39 Veiðivon > í • Skúli G. Jóhannesson horfir eftir fiski við Laxá í Aðaldal en áin er komin yfir 1200 laxa. 300 laxar komnir á land í Haukadalsá: 51 lax í fyrsta holli með maðkinn > í Jj ) '> „Það kom 51 lax í fyrsta holli eftir að útlendingarnir voru í ánni og við veiddum alla laxana á maðk,“ sagði Andrés Guðlaugsson en hann var að koma úr Haukadalsá. En Andrés hefur veitt í Haukadalsá í yfir þrjátíu skipti. „Flestir laxarnir, sem við fengum, voru nýir og það eru komn- ir um 300 laxar úr ánni. Laxarnir, sem við veiddum, voru frá 6 pundum upp í 12. En við misstum vænan lax í Torfahyl,“ sagði Andrés ennfrem- ur. Grímsá í Borgarfirði að komast í 600 laxa „Grímsá er komin í 600 laxa og það er fiskur um alla á en ekki mikið,“ sagði Sturla Guðbjarnarson í Fossa- túni er við spurðum frétta af ánni. „Fyrsta hollið eftir útlendinga veiddi 65 laxa en þegar gengur hægt hjá okkur er góð veiði í Norðurá og Þverá. Við erum bara með allt annan laxastofn,“ sagði Sturla í lokin. „Þetta var rólegt í Grímsá, holhð veiddi 14 laxa og ég náði einum - lít- ið af laxi neðst í ánni en eitthvað ofar í henni,“ sagði veiðimaður sem var aö koma úr Grímsá í vikunni> „Það er lítið af nýjum fiski sem kem- • Laxinn getur tekið vel þegar flug- an hefur verið lengi í ánni og stund- um er þetta mokveiði. DV-myndir ÁBB og G.Bender ur í ána, eiginlega ekki neitt,“ sagði veiðimaðurinn úr Grímsá. Þegar veiði í Grímsá er góð er yfirleitt tregt í Norðurá og Þverá og svo öfugt, svona er veiðin víst. Laxinn farinn að láta sjá sig í Baugsstaðaósnum „Veiðin hefur gengið vel í Baugs- staðaósnum og veiðimenn, sem voru þar fyrir nokkrum dögum, veiddu ofarlega og veiddu vel,“ sagði Ágúst Morthens er 'við spurðum frétta. „Veiðimennirnir fengu tvo 6 punda sjóbirtinga, einn 2 pund og tvo eins punda sjóbirtinga. Þeir fengu líka 6 bleikjur, punds fiska. Laxinn er far- inn að láta sjá sig í ríkara mæli og er stærsti laxinn 17 pund,“ sagði Ágúst ennfremur. Hvolsá og Staðarhólsá að rjúfa 200 laxa múrinn „Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum eru að rjúfa 200 laxa múrinn og það hafa veiðst 600 bleikjur," sagði Símon í Kjörbúð Hraunbæjar í gær og bætti við: „Stærsti laxinn er 15 pund en stærsta bleikjan er 5 pund. Laxaholl- ið, sem ég var í fyrir skömmu, fékk 15 laxa og það næsta á undan okkur veiddi 17 laxa, bleikjuveiðin gekk líka velú sagði Símon. Flugan gefur vel I Reykjadalsá „Það eru komnir á milli 20 og 30 laxar. Ég var á laugardaginn í ánni og veiddi 5 laxa, alla á flugu," sagði Dagur Garðarsson í gær er við spurð- um um Reykjadalsá í Borgarfirði. „Klettsfljótið gefur best, svo Hamars- geirinn. Hann er 10 pund sá stærsti og mest hefur veiðst á flugu,“ sagði Dagur. Reykjadalsá hefur oft verið kölluð „heimaá" Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra en hann og fjöl- skylda hans eiga sumarhús við bæ- inn Klett. Steingrímur var í Reykja- dalsá fyrir skömmu og náði einum laxi þrátt fyrir vont veiðiveður, sól og blíðu. • Silungsveiðin hefur verið góð í mörgum veiðiám og vötnum, hér er Þröstur Leó Gunnarsson með góða bleikjuveiði vestur á fjörðum. 14 punda lax úr Korpu og yfir 300laxar á land „Korpa hefur gefið eitthvað yfir 300 laxa og hann er 14 pund sá stærsti," sagði Jón Ingi veiðimaður er við spurðum frétta af ám Veiðifélagsins á Stöng, en þeir hafa Korpu og Langadalsá. „Úr Langadalsá eru komnir á milli 70 og 80 laxar, frekar hefur nú veiðin verið treg þar vestur frá,“ sagði Jón Ingi í lokin. -G.Bender FACO FACO FACD FACD FACOFACO LISTINN Á HVERJUM MÁNUDEGI Kvikmyndahús Bíóborcfin ÞRUMUGNÝR Þessi f rábæra þruma er gerð af Sondru Locke sem gerði garðinn frægan i myndum eins og Sudden Impact og The Gauntlet. Hinir stórgóðu leikarar, Theresa Russel og Jeff Fahey, eru hér í banastuði svo um munar. Þrumugnýr - frábær spennumynd. Aðalhlutverk: Theresa Russel, Jeff Fahey, George Dzundza, Alan Rosenberg. Leikstjóri: Sondra Locke. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. FULLKOMINN HUGUR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. SJÁUMST Á MORGUN Sýnd kl. 5 og 9.05. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 7 og 11.05. Bíóhöllin FIMMHYRNINGURINN Þessi stórkostlega topphrollvekja, The First Power, er og mun sjálfsagt verða ein aðal- hrollvekja sumarsins i Bandaríkjunum. The First Power - topphrollvekja sumarsins. Aðalhlutv.: Lou Diamond Phillips, Tracy Griffith, Jeff Kober, Elizabeth Arlen. Leikstjóri: Robert Reshnikoff. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnum börnum innan 16 ára. ÞRÍR BRÆÐUR OG BÍLL Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FULLKOMINN HUGUR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.05. AÐ DUGA EÐA DREPAST Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. SiÐASTA FERÐIN Sýnd kl. 5 og 7. Háskólabíó CADILLACMAÐURINN Splunkuný grínmynd með toppleikurum. Bílasalinn Joey 0 Brian (Robin Williams) stendur í ströngu í bílasölunni. En það er ekki eingöngu sölustörfin sem eru að gera honum lífið leitt, peninga- og kvennamálin eru I mesta ólestri. Með aðalhlutverk fer enginn annar en Robin Williams sem sló svo eftirminnilega I gegn í myndunum Good Morning Vietnam og Dead Poets Society. Leikstjóri: Roger Donaldsson (No Way out, Cocktail) Aðalhlutv.: Robin Williams, Tim Robbins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SÁ HLÆR BEST... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER Sýnd kl. 5 og 9.15. Bönnuð innan 12 ára. MIAMI BLUES Sýnd kl. 9.10 og 11. Bönnuð innan 16 ára. SHIRLEY VALENTINE Sýnd kl. 5. VINSTRI FÓTURINN Sýnd kl. 7.20. PARADÍSARBÍÓIÐ Sýnd kl. 7, Laugarásbíó A-salur AFTUR TIL FRAMTÍÐAR III Fjörugasta og skemmtilegasta myndin úr þessum einstaka myndaflokki Stevens Spi- elberg. Marty og Doksi eru komnir í villta vestrið árið 1885. Þá þekktu menn ekki bíla, bensín eða Clint Eastwood. Aðalhlutv.: Michael J. Fox, Christopher Lloyd og Mary Steenburgen. Mynd fyrir alla aldurshópa. Frítt plakat fyrir þá yngri. Númeruð sæti á 9 og 11.15, Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.15. B-salur BUCK FRÆNDI Endursýnum þessa bráðskemmtilegu mynd með John Candy. •Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. C-salur CRY BABY Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn i SLÆMUM FÉLAGSSKAP Hreintfrábær spennutryllir þar sem þeir Rob Lowe og James Spader fara á kostum. Aðalhlutv.: Rob Lowe, James Spader, Lisa Zane. Leikstj.: Curtis Hanson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NUNNUR Á FLÓTTA Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SEINHEPPNIR BJARGVÆTTIR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HJÓLABRETTAGENGIÐ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HELGARFRÍ MEÐ BERNIE Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stjörnubíó MEÐ LAUSA SKRÚFU Aðalhlutv.: Gene Hackman, Dan Aykroyd, Dom DeLuise og Ronny Cox. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. FJÖLSKYLDUMÁL Sýnd kl. 7. STÁLBLÓM Sýnd kl. 9. POTTORMUR Í PABBALEIT Sýnd kl. 5 og 11.05. Veður Noröaustan átt á landinu, víðast gola eða kaldi, skýjað á Norður- og Norð- austurlandi og dálítil súld, einkum á annesjum og í útsveitum. Á Suðvest- ur-, Suður- og Suðausturlandi léttir smám saman til með morgninum, en hætt er við siðdegisskúrum. Vest- anlands verður líklega skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti yfirleitt 6-10 stig norðan heiða en 11-15 stig syðra. Akureyri alskýjað 7 Egilsstaðir alskýjað 7 Hjarðarnes alskýjað 9 Galtarviti rign/súld 6 Keíla víkurflugvöllur skýj að 9 Kirkjubæjarklausturléttskýjaö 8 Raufarhöfn alskýjað 6 Reykjavík skýjað 8 Sauðárkrókur rign/súld 7 Vestmannaeyjar hálfskýjað 10 Bergen skýjað 14 Helsingi léttskýjað 19 Kaupmannahöfn þokumóða 19 Osló rigning 16 Stokkhólmur þokumóða 18 Þórshöfn skýjað 11 Amsterdam úrkoma 17 Barcelona léttskýjað 23 Berlín skýjað 19 Feneyjar heiöskírt 19 Frankfurt rigning 19 Glasgow rigning 12 Hamborg rigning 18 London léttskýjað 14 LosAngeles skýjað 20 Lúxemborg rigning 15 Madrid léttskýjað 17 Maliorca léttskýjað 21 Montreal þokumóða 18 New York heiðskirt 24 Nuuk þoka 4 Oriando léttskýjað 24 París rigning 17 Róm þokumóða 21 Vín skýjað 20 Gengið Gengisskráning nr. 154. -16. ágúst 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 56,690 56,850 58,050 Pund 107,430 107,734 106,902 Kan.dollar 49,526 49,666 50,419 Dönskkr. ~ 9,4791 9,5059 9,4390 Norsk kr. 9,3378 9,3642 . 9,3388 Sænsk kr. 9,8395 9,8672 9,8750 Fi. mark 15,3486 15,3919 15,3470 Fra.frankl 10,7883 10,8188 10,7323 Belg.franki 1,7601 1,7651 1,7477 Sviss. franki 43,3957 43,5182 42,5368 Holl. gyllini 32,1545 32,2453 31,9061 Vþ. mark 36,2167 36,3189 35,9721 Ít. líra 0,04925 0,04939 0.04912 Aust. sch. 5,1483 5.1628 5,1116 Port. escudo 0,4105 0,4117 0,4092 Spá. peseti 0,5898 0,5915 0,5844 Jap.yen 0,38387 0.38495 0.39061 írskt pund 97,187 97,461 96.482 SDR 78,1290 78,3495 78,7355 ECU 75,1879 75,4002 74,6030 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 15. ágúst seldust alls 11,041 tonn. Magn i Verð i krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Þnrskur 4,061 77,85 50,00 85,00 Þprskur, stór 0,026 80,00 80,00 80,00 Þorskur, smár 0,134 63,00 63,00 63,00 Ýsa 0,605 86,32 80,00 90,00 Karfi 3,097 35,09 21,00 39.00 Ufsi 0,334 30,00 30,00 30,00 Ufsi, smár 0,407 28,60 20,00 30.00 Steinbitur 0,701 60,00 60.00 60,00 Langa 1,106 30.00 30,00 30.00 Lúða 0,446 164,18 150.00 220.00 Koli 0,127 24,43 15,00 34,00 Faxamarkaður 15. ágúst seldust alls 106,038 tonn. Þorskur 10,799 90.78 8,80 99,00 Ýsa 40,585 84,23 50,00 99,00 Karfi 29,857 35,10 31,00 36,00 Ufsi 15,188 28.03 20,00 30,00 Steinbitur 4,340 70,07 67,00 71.00 Langa 1,771 50,20 49,00 51.00 Lúða 0,868 312,13 260,00 350.00 Skarkoli 1,983 43,00 43,00 43.00 Keila 0,084 29.00 29,00 29,00 Skötuselur 0,050 15,00 15,00 15.00 Lýsa 0,096 15,00 15.00 15.00 Blandað 0,076 20,00 20,00 20.00 Undirmál 0,339 30,25 20.00 36,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 15. ágúst seldust alls 115,914 tonn. Skarkoli 0,130 70,00 70,00 70,00 Skata 0,065 70,00 70,00 70,00 Koli 0,691 58,00 58,00 58,00 Undirmál. 0,124 68,06 40.00 72,00 Sólkoli 0,026 70,00 70,00 70,00 Langa 0,317 53.20 49.00 60,00 Blálanga 0.342 49,00 49,00 49,00 Langlúra 0,091 23,00 23,00 23,00 Lúða 0,354 255,04 160,00 380,00 Skötuselur 0,088 331,82 160,00 400,00 Þorskur 39,204 85.32 72,00 113.00 Ýsa 11,114 92,14 90,00 96,00 Karfi 9,737 33,58 35,00 42,00 Ufsi 53,215 43,72 30,00 52,00 Steinbitur 0,839 70,92 20,00 77,00 Hlýri 0,026 62,00 62,00 62,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.