Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Fréttir Áætlanir um aö Kópavogur hætti rekstri leikskóla 1 Kópaseli: Við erum ævareið og mótmælum kröftuglega - segirforeldrieinsbamsins „Þegar foreldrar komu með börnin sín í Kópasel eftir sumarfrí fengu þeir framan í sig bréf frá dagvistun- arfulltrúa Kópavogsbæjar þar sem tíundað er að viðræður við svokall- aðan Valdorf-hóp pm yfirtöku á rekstri leikskólans væru í gangi. Kom fram að við ættum þó kost á 10 plássum í Kópaseli eftir breytingam- ar en leikskólinn yrði rekinn á veg- um Valdorf-hópsins. Það sem við, foreldrar barnanna í Kópaseh, erum mjög óánægð með er hvernig staöið er að þessu máh af hálfu bæjarins. Þaö er eins og að einhver persóna eða persónur hjá bænum vilji um- fram allt loka leikskólanum. Við er- um ævareið yfir þessu og mótmælum kröftuglega öllum fyrirætlunum um að leggja leikskólann niður á vegum bæjarins," sagði foreldri barns í leik- skólanum Kópaseh í samtaU við DV. Kópasel er leikskóU sem starfrækt- ur er af Kópavogsbæ. LeikskóUnn er staðsettur i Lækjarbotnum og hefur verið starfræktur þar í 11 ár. Þangað er farið frá kjallara leikskólans Kópasteins við Hábraut í Kópavogi á hverjum morgni en ferðin tekur 25 mínútur. Leikskólinn Kópasel er sér- stakur þar sem hann er staðsettur langt frá ys og þys stórborgarum- hverfisins. Að sögn þess foreldris sem DV ræddi viö eru foreldrar bama í Kópaseli mjög ánægðir með leikskólann og starfsemina þar. „Viö héldum fljótlega fund þar sem dagvistarfulltrúi Kópavogs og for- maður félagsmálaráös mættu. Það var helst á máli dagvistarfulltrúans að heyra að þetta væri þegar ákveð- ið. Ástæöan fyrir þessu er sögð vera sú að leikskólaþörf 4-5 ára barna sé þegar fullnægt í Kópavogi og að rekstur Kópasels væri dýr, sérstak- lega þar sem leikskóUnn væri ekki fullnýttur. Sannleikurinn er hins vegar sá að foreldrar virðast ekki fá að vita um Kópasel þegar þeir sækja um leikskólapláss, ekki nema eftir grát og gnístran tanna. Þannig var um þriðjung foreldra á fundinum. Svo verður að hafa í huga að Kópas- el er gjöf frá Lionsklúbbi Kópavogs til barna Kópavogs. Stofnkostnaður var enginn og afborganir af lánum engar. Við foreldrar borgum rútu- ferðirnar en bærinn borgar matinn. Varðandi tap á rekstrinum þá vitum við ekki um neinn leikskóla sem rek- inn er með hagnaði." Eftir umræddan fund sendu for- eldramir bréf til bæjarráðs um að þeir vildu ekki að bærinn léti leik- skólann af hendi til Valdorfs-hópsins. Bæjarráð sendi málið til félagsmála- ráðs og þar hefur verið fundað um það. Foreldrið segir hins vegar að fundargerð hafi ekki enn fengist af fundinum og ekkert sé um svör, hvorki um ákvarðanir né fyrirætlan- ir Valdorf-hópsins. -hlh Úttekt á tekjum lögfræöinga: Guðjón Armann og Jón Steinar í sérfiokki - innheimta gefur betur en málílutningur Tekjurá mán. '89 í þús. kr. Á verðl. ágúst'90í þús.kr. Guðjón Ármann Jónsson hdl '. 1.335 1.547 Jón SteinarGunnlaugsson hrl 810 939 Sigurmar K. Albertsson hrl 560 649 VilhjálmurÁrnason hrl 510 590 EirlkurTómasson hrl 471 545 Gestur Jónsson hrl 413 479 ÁsgeírThoroddsen hdl 401 464 Jón Magnússon hrl 367 425 Þór Viihjálmsson hæstaréttardómari 245 283 Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari 232 269 Hallvaröur Einvarðsson ríkissaksóknari 213 247 PállArnór Pálsson* hrl 209 242 Örn Clausen hrl 232 215 Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl 175 203 Arnmundur Backman hrl 165 191 SvalaThorlacius hrl 122 141 Jón Oddsson hrl 112 130 * Líklega áætlað á viðkomandi Guðjón Ármann Jónsson er lan- gefstur þeirra lögmanna sem DV gerði úttekt á. Framreiknaðar tekjur hans nema rúmlega einni og hálfri milijón króna á mánuði. Guðjón er þekktur innheimtulögmaður og hef- ur m.a. séð um innheimtur fyrir ís- landsbanka, marga stóra lífeyrissjóði og aðra stærri lögaðila. Jón Steinar Gunnlaugsson er hins vegar þektur málflutningsmaður og er lítiö sem ekkert í innheimtu. Aðrir sem eru ofarlega á listanum eru nær allir í innheimtu. Sigurmar hefur unnið fyrir Ávöxtun og Ríkis- útvarpið. Vilhjálmur Árnason hefur séð um innheimtu fyrir Landsbank- ann og Sameinaða verktaka. Eiríkur Tómasson er bróðursonur Vilhjálms en þeir eru saman með lögmanna- stofu. Gestur Jónsson hefur verið nefndur „bústjóri íslands" og Ásgeir Thoroddsen er þekktur innheimtu- lögmaður. Jón Magnússon er þekkt- ur málflutningsmaður en hann er kannski ekki síður þekktur sem fast- eignasali. I fyrri dálkinum eru sýndar skatt- skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í seinni dálkinum eru þessar sömu tekjur sýndar framreiknaðar til verðlags í ágúst 1990. Þá er miðað við hækkun framfærsluvísitölu sem nemur 15,86% frá meðaltali ársins 1989 tfl ágústmánaðar 1990. Ekki má blanda saman hugtökunum tekjur og laun og einnig verður það að vera ljóst að seinni dálkurinn sýnir fram- reiknaðar tekjur í fyrra, ekki tekjur þessara aöila í dag. Þá verður að hafa í huga aö margir þessara aðfla eru í raun fyrirtæki frekar en ein- staklingar. -pj Tillaga hjá Sameinuöum verktökum: 2,1 milljarður til eigendanna Á hluthafafundi Sameinaðra verk- taka kom fram tillaga um að greiða út 2,1 milljarö af eigum fyrirtækisins tfl hluthafa. í henni felst því ekki einungis að greiða 1.340 mflljónimir út, sem fyrirtækið fékk úr íslenskum aðalverktökum, heldur 760 milljónir til viðbótar. Hlutahafafundurinn vís- aði þessari tillögu til stjómar. Eins og komið hefur fram greiddu eigendur íslenskra aðalverktaka sér út 2,4 milljaröa af eignum fyrirtækis- ins. Ef þessi tillaga nær fram að ganga munu 3.160 milljónir verða greiddar út af uppsöfnuðum auð þessara tveggja fyrirtækja. Ef þessir fjármunir yrðu greiddur út úr Sameinuðum verktökum fengi stærsti hluthafinn, Reginn, 157 milljón- ir í sinn hlut. Við uppstokkun íslenskra aðalverktaka fékk Reginn, eða Sam- bandið sem á Regin, 670 milljónir. Ef stjóm Sameinaðra verktaka sam- þykkti þessa tillögu fengi Sambandið þvi 827 milljónir alls í sinn hlut. Aðrir hluthafar í Sameinuðum fengju allt frá 210 þúsund krónum upp í 147 milljónir. Sá einstaklingur sem á stærstan hlut, Þorkell Ingibergsson, fengi um 47 milljónir. Thor Ó. Thors, forstjóri íslenskra aðalverktaka, sem á frekar stóran hlut einstaklings, fengi uml9milljónir. -gse Frá leikskólanum Kopaseli við Lækjarbotna. Uppi eru fyrirætlanir um að svokallaður Valdorf-hópur yfirtaki reksturinn en foreldrar virðast lítt hrifnir afþví. DV-mynd Brynjar Gauti Nýtt skip í flota Akureyringa: Ú A kaupir frysti- togarann Aðalvík - kaupverðið á milli 400 og 500 milljónir króna Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii Eftir helgina mun nýtt skip bætast í flota Akureyringa en þá verður end- anlega gengið frá kaupum Útgerðar- félags Akureyringa hf. á frystitogar- anum Aðalvík sem verið hefur í eigu Hraðfrystistöðvar Keflavíkur. Tog- arinn er rúmlega 500 tonn að stærð og með honum fylgir kvóti sem er ríflega 2000 þorskígildi í tonnum tal- ið. „Þessi kaup bæta nýtinguna hjá frystihúsi okkar verulega, en áform- að er að gera skipiö út á ísfiskveið- ar,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Útgerðarfélags Akur- eyringa, í samtah við DV í gær- kvöldi. Hann sagði að fyrirtækið hefði keypt togarann Sólbak fyrir þremur árumi þaö væri gamalt skip sem væri að komast á tíma og þegar honum yrði lagt myndi kvóti á hina togara félagsins aukast. Að sögn Péturs greiðir ÚA á milli 400 og 500 milljónir króna fyrir Aðal- víkina. Skipið er byggt í Japan 1973 en hefur verið mikið endurbyggt. Kristinn Einarsson varð að hætta í miðju Hvalíjarðarsundi: Komst ekkert áfram vegna öldugangsins Sigurður Sveriisson, DV, Akranesi: „Ég komst ekkert orðið áfram fyrir ölduganginum því öll mín orka fór í það að synda upp úr öldudölunum. Ég var kominn um það bfl kílómetra út á íjöröinn en bar hratt af leið þannig að sundið varö miklu lengra en ég ætlaði. Ég taldi því ráðlegast að snúa við og freista þess aö gera aðra tilraun í næstu viku,“ sagði Kristinn Einarsson, ofurhugi af Akranesi, er DV ræddi við hann í gærkvöldi. Óhagstæð veðurskflyrði urðu öðru fremur til þess að Kristni tókst ekki að synda yfir Hvalfjörð í gær eins og hann ráðgerði. Þegar Kristinn tók land á ný var hann kominn 2 kíló- metra vestur fyrir Grundartanga. Þá spilaði það einnig inn í ákvörð- un hans að snúa við að enginn fylgd- arbátur var meö í fórinni eins og fyr- irhugað var.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.