Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. I>V Merming Erfiðleikar í rekstri Almenna bókafélagsins: Stjórnin veitir heimild til að auka hlutafé Miklir erfiöleikar hafa verið í rekstri Almenna bókafélagsins und- anfarin tvö ár. í fyrra var um 40 milljóna tap á rekstri Almenna bóka- félagsins og Bókaverslun Eymunds- sonar sem er undir stjóm félagsins. Áriö 1988 var tapið 5 milljónir. Stjórn félagsins hélt í síðustu viku fund um aðgerðir til bjargar rekstr- inum. Þar var samþykkt heimild til félagsins að selja húseignina Austur- stræti 18. Þá var einnig samþykkt að veita heimild til að auka hlutafé Al- menna bókafélagsins um allt að 140 milljónir króna. Talið er líklegt að sú heimild verði nýtt. Bókaútgáfa á vegum Almenna bókafélagsins mun verða með sama sniði í ár og hefur verið undanfarin ár. Hvað varðar sölu á húseigninni Austurstræti 18, þá hefur heyrst að bæði Eimskipafélag íslands og Sjóvá-Almennar hafi hug á að kaupa húsnæðiðefafsölunniverður. -HK Tökurhafnar á Börnum náttúrunnar Friðrik Þór Friðriksson hefur nú haldið norður á Hornstrandir ásamt fríðu föruneyti, en þar eru að heljast tökur á nýjustu kvik- mynd hans, Börnum náttúrunn- ar sem gerð er eftir handriti hans og Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Friðrik fékk 25 millj- ónir úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina en það er aðeins hluti af áætluðum kostnaði. Rjall- ar mjmdin um Geira sem hittir á elliheimilinu æskuvinkonu sína, Stellu. Þeim likar vistin illa og ákveða að stijúka heim á æsku- stöðvar vestur í Aðalvík. Lýsir myndin ferðalagi þeirra þangað. Þaö eru Gísli Halldórsson og Sig- ríður Hagalín sem leika Geira og Stellu. Aðrir leikarar eru Val- gerður Dan, Baldvin Halldórsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Hallmar Sigurðsson og fleiri. Það er íslenska kvikmynda- samsteypan sem stendur að gerð myndarinnar. Sumartónleikarnir: Ann Wallström hlýtur heiðursiaun Nokkrir velunnarar Sumartón- leika í Skálholtskirkju hafa stofn- að verðlauna- og styrktarsjóð til að efla iðkun barokktónlistar. Sænskum fiðluleikara, Ann Wallström, voru veitt fyrstu verðlaunin. Á vegum Sumartónleika í Skál- holtskirkju starfar Bachsveitin í Skálholti, sem er-lítil strengja- sveit er leggur sig fram við túlkun barokktónlistar. Leiðsögtr og for- ysta Bachsveitarinnar hefur frá upphaft verið í höndum ungrar sænskrar listakonu, Ann Wall- ström, sem hefur sérhæft sig í leik á strokhljóðfæri frá barokk- tímanum. Hún hefur komið í Skálholt á hverju sumri í sex ár til hljóðfæraleiks og þjálfunar Bachsveitarinnar. Verðlaunin, sem Wallström fékk, jafngilda listamannalaunum íslenska rík- isins. VerðlaunaafTiendingin fór fram í Skálholti að loknum flutningi Árstiðanna eftir Vivaldi, en þetta vinsæla tónverk var flutt tvisvar sinnum. Var kirkjan fullsetin áheyrendum i bæði skiptin. Dönskkórtón- listíReykjavík í kvöld heldur danski kórinn Corda Vocale tónleika í Laugar- neskirkju. Corda Vocale er frá Árósum og er þetta fyrsta utan- ferð kórsins, en hann var stofnað- ur 1985. Tónlistin, sem kóiinn flytur í kvöld, er dönsk kórtónlist og einnig tónlist eftir Schults, Brahms og Verdi. Aðrir tónleikar kórsins verða annað kvöld í Nor- ræna húsinu. Þar verður flutt dönsk veraldleg tónlist frá ýms- um tímum. Norrænahúsiö: Opidhús Þjóölög er þema á opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld. Dag- skráin er einkum ætluð ferða- mönnum frá Norðurlöndum sem hér dvelja. Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari talar um íslensk þjóðlög fyrr og nú og leikur tón- dæmi af snældu. Helga hefur um árabil ferðast um ísland og safnað lögum sem annars var hætta á að fallið hefðu í gleymsku. Eftir að Helga hefur lokið fyrirlestri og tóndæmum syngur Sigríður Jónsdóttir nokkur íslensk þjóö- lög. Sigríður stundaði fyrst söngnám í Reykjavík. Hún hefur nýlokið framhaldsnámi i tónlist 1 Bandaríkjunum með söng sem aðalgrein. Ari Kristinsson, handritshöfundur og leikstjóri: Pappírs Pési dýr og erf iður leikari Ari Kristinsson leikstýrir og skrifar handritið að Ævintýri Pappírs Pésa. DV-mynd Brynjar Gauti Ný íslensk kvikmynd, Ævintýri Pappírs Pésa, veröur frumsýnd í Háskólabíói þann 1. septemb- er. Þetta er bama- og fjölskyldumynd og er handritshöfundur og leikstjóri Ari Kristinsson. Framleiðandi er Vilhjálmur Ragnarsson fyrir hönd kvikmyndafyrirtækisins Hrif hf. sem gerir Ævintýri Pappírs Pésa sem kostaði tæpar 50 milljónir króna. Áður hefur sama fyrirtæki gert tvær stuttar kvikmyndir um Pappírs Pésa sem sýndar voru í sjónvarpinu. Fyrri myndinn var byggð á leik- riti Herdísar Egilsdóttur en það er einmitt hún sem á hugmyndina að Pappírs Pésa. Myndin Ævintýri Pappírs Pésa er sérstök að því leytinu, eins og nafnið bendir til, að Pappírs Pési er ekki lifandi vera heldur úr pappír. Hefur sú staðreynd skapað sérstakar aðstæður fyrir kvikmyndagerðarmennina eins og kemur fram í eftirfarandi spjalli sem DV átti við Ara Krist- insson um Ævintýri Pappírs Pésa og feril hans í íslenskri kvikmyndagerð. Löng reynsla að baki „Ég hef verið í kvikmyndagerð í ein tíu ár, eða frá upphafi íslensku kvikmyndabylgjunnar svo- kölluðu, og hef staðið bak við kvikmyndavélina við slatta af íslenskum kvikmyndum," segir Ari Kristinsson. „Fyrst var ég aðstoðarkvikmynda- tökumaður við Land og syni, síðan kvikmynd- aði ég Rokk í Reykjavík fyrir Friörik Þór Frið- riksson. Fyrir Friðrik hef ég einnig kvikmyndað Skyttumar. Þá hef ég kvikmyndaö allar myndir Þráins Bertelssonar nema Jón Odd og Jón Bjarna.“ Ævintýri Pappírs Pésa er fyrsta kvikmyndin sem Ari leikstýrir. Áður hafði hann ásamt kvik- myndatökunni skrifaö handrit ásamt Þráni Bertelssyni að sumum mynda hans. „Upprunalega var Pappírs Pési sjónvarpskvik- mynd sem var framleidd í samvinnu við þýska sjónvarpsstöð. Þjóðverjar höfðu svo áhuga á að framleiða áframhaldandi seríu. Það stóð til að þeir ættu tvo þriðju hluta í sjónvarpsserí.mni. Síöar kom í ljós að þeir vildu aöeins kaupa sýn- ingarréttinn. Þá vorum viö komnir svo langt í gerð þáttanna að við urðum að finna okkur nýjan tekjugrundvöll ef halda átti áfram með þættina. Varð úr að viö bættum kvikmyndinni við, sem er algengt í þessum bransa, og er kvik- myndin unnin að hluta til upp úr sjónvarps- þáttunum sem eru átta talsins. Hvað varðar markað þá er betra að koma kvikmynd og sjónvarpsþáttum á framfæri held- ur en aðeins sjónvarpsþáttunum. Við erum til að mynda komnir á lokastig með að seljá kvik- myndina til dreifingar í Bandaríkjunum. Fer kvikmyndin á hærra verði þar en sjónvarps- þættimir einir myndu fara, þótt lengri séu.“ Ævintýri Pappírs Pésa er alíslensk kvikmynd og segir Ari að ef um áframhaldandi framleiðslu veröi að ræða, hvort sem er efni fyrir sjónvarp eða kvikmynd, þá verði að meiri hluta til um erlenda framleiðslu að ræða. „Það er frekar galU á myndinni, þegar hugað er að erlendum markaði, að hún skuli vera með íslensku taU. Erlendur markaður gagnvart barnáefni virðist opinn og ef hún væri með ensku tali þá væri hún mun auðveldari í sölu.“ Eins og gefur að skilja þarf mikinn fjölda áhorfenda til að Ævintýri Pappírs Pésa borgi sig. Þó segir Ari aö áhættan sé ekki eins mikil eftir aö hafa séð hversu vel myndinni hefur verið tekið af erlendum dreifingaraðilum. „Það virðist vera mikill áhugi erlendis á barnaefni. Hingað til hefur gengið frekar illa að dreifa íslenskum kvikmyndum erlendis, oft vegna þess hversu þær eru bundnar íslenskum staðháttum. Kvikmyndir fyrir böm virðast aftur á móti hafa endalausan markað og em mun létt- ari í sölu. Flestar sjónvarpsstöðvar eru að auka harnaefni og það kallar náttúrlega á meiri íjöl- breytni í bamamyndagerð." Hver er Pappírs Pési? Ari segir að fyrsta myndin um Pappirs Pésa hafi verið skrifuð eftir leikriti Herdísar Egils- dóttur. Síðan hefur hugmyndin þróast. „Þjóð- verjar, sem tóku þátt í gerð myndarinnar, gerðu ákveðnar kröfur, vildu hafa skemmtanagUdi í fyrirrúmi og hafa því umbúðir breyst, en Papp- írs Pési er aUtaf eins og samkvæmur sjálfum sér. Pési er ekki léttur leikari. Hann getur ekki leikið nema í logni og ekki má vera rigning. Þá verður aUtaf að vera tU taks sérstök grind svo hægt sé að stjórna honum. Pappírs Pési er því dýr og erfiður leikari." í fyrstu myndinni var honum aðeins stjórnað eins og brúðu með strengjum og var ekki laust viö að það sæist í myndinni. „Viö lærðum mikið við gerð fyrstu myndar- innar,“ segir Ari, „en um leið og við höfum full- komnað tæknina í að stjórna Pappírs Pésa hefur hann orðið dýrari í framleiðslu. Langmesta vinnan við kvikmyndina var í kringum Pésa. Það er ekki hægt aö segja Pappírs Pésa að ganga í gegnum dyr eins og öðrum leikurum. Það verður að stjórna hverju skrefi sem hann tekur.“ Það verður ekki mikið um hvUd hjá Ara Krist- inssyni, því í gær hélt hann ásamt fríðu liði kvikmyndagerðarmanna norður á Hornstrand- ir en þar eru að hefjast tökur á Börnum nátt- úrunnar sem Friðik Þór Friðriksson leikstýrir og Ari kvikmyndar: „Ég mun koma í bæinn til að vera við frum- sýningu á Ævintýri Pappírs Pésa en fara strax aftur næsta dag vestur, en áætlað er að kvik- myndatakan við Börn náttúrunnar taki tvo mánuði.“ Eftir að vinnunni við mynd Friöriks lýkur tekur við gerö barnamyndar fyrir Sjón- varpið og sitthvað fleira er í deiglunni hjá Hrif- mönnum sem of snemmt er að minnast á nú. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.