Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Ólyginn sagði... Madonna hefur ekkert sérstakt dálæti á Englandi og var því fegnust þegar hún komst upp í flugvél þaðan í burtu eftir að hafa haldið tónleika fyrir fullum Wembleyleikvangin- um fyrir skemmstu. Starfsmenn Hyde Park hótelsins, þar sem stjarnan gisti meðan á dvölinni stóð, voru því líka fegnir þegar Madonna yfirgaf hótelið. Tvö þúsund aðdáendur höfðu nefni- lega staðið fyrir utan bygginguna allan tímann sem Madonna dvaldist þar, í þeirri von að sjá henni bregða fyrir. Rob Lowe var líka í Englandi eins og Ma- donna. Hann var þar kynnir á tónleikum sem haldnir voru til styrktar fótluðum börnum. Á tónleikunum komu fram ýmsir frægir tónlistarmenn eins og Phil Collins, Eric Clapton, Paul McCartney, Tears for Fears, Dire Straits og fleiri. Lowe kvartaði sáran undan enska sumarveðr- inu. „í hvert skipti sem ég kem hingað til Englands byrjar að rigna,“ sagði leikarinn sem síðast sló í gegn í myndinni „Bad Influ- ence“. Michael Kea- ton hélt ræðu á ráðstefnu um um- hverfismál fyrir stuttu. Þar sagði hann: „Við fræga fólkið getum verið sjálfselsk og montin en við getum samt sem áður lagt okkar af mörkum til að gera þennan heim betri." Nokkrar aðrar stömur svo sem Tom Cruise, Pat Benatar og Meg Ryan tóku undir með Keaton. Lisa Bonet sagðist smám saman vera að breyta gömlum venjum. Núna færi hún til dæmis iðulega með eigin inn- kaupatösku til að versla til að komast hjá því að nota plast- eða bréfpoka. __________________________________Sviðsljós BruceWillis: Sestur í helgan stein Áður fyrr var Bruce víðfrægur fyrir sitt villta liferni en nú kveður við annan tón. þorp í fjöllum Idaho. „Við viljum lifa venjulegu og rólegu segir Bruce Willis. Fyrir nokkrum árum bárust stöð- ugt fregnir af hinu villta líferni Bruce Willis leikara. Hann var tahnn óþol- andi montinn og partíglaður í meira lagi. Slúðurblöðin kepptust um að birta hneykslissögur af hegðun hans enda var af nógu af taka. Nú kveður hins vegar við annan tón. Bruce er búinn að gifta sig og eignast bam og dvelur nú í róleg- heitunum heima í faðmi fjölskyld- unnar kvöld eftir kvöld. Bruce, sem orðinn er 35 ára, sló fyrst í gegn í sjónvarpsþáttunum Moonlighting. Síðan lék hann í kvik- myndinni Die Hard sem varð geysi- vinsæl og nú nýverið var Die Hard 2 frumsýnd. Hann segist endanlega hafa snúið baki við sínu gamla líf- erni. „Ég er hættur að drekka og með hjálp konunnar minnar hef ég náð tökum á feimninni og óörygginu sem ég reyndi hér áður fyrr að fela með slæmri hegðun og sjálfumgleði." Á yngri árum stamaði Bruce mikið og það er fyrst núna sem hann hefur alveg náð tökum á staminu. „Ég komst að því að þegar ég var að leika einhvern annan þá hætti ég að stama. Hins vegar átti ég erfitt með mál í einkalífi mínu. Núna hef ég fyrst náð því andlega jafnvægi sem „Hún hefur gert ur mér heimakæran eiginmann sem nýtur einkalífsins og samverunnar við fjölskylduna," segir Bruce Willis um eiginkonu sína, Demi Moore. þarf til að losna við stamið." um að flytjast með tveggja ára dóttur Bruce og kona hans, Demi Moore, sína, Rumer, í burtu frá hinu ljúfa sem einnig er leikkona, eru að hugsa lífi Los Angeles og upp í lítið sveita- Skólahljómsveit Akraness: Fraekileg för til Rostock Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Skólahljómsveit Akraness sneri fyrir nokkru heim úr frækilegri fór til Rostock í A-Þýskalandi, þar sem hún fékk forkunnargóðar móttökur. í kjölfar heimsóknarinnar til Rostock hafa sveitinni borist heim- boð frá Búlgaríu, Ungverjalandi, Finnlandi og Belgíu. Andrés Helgason, stjórnandi sveit- arinnar, sagði í stuttu spjalli við DV að ferðin hefði heppnast einstaklega vel og hefði þar allt hjálpast að; góð- ur undirbúningur, góðar móttökur og góð spilamennska sveitarinnar. „Þétta var krökkunum ómetanleg reynsla og þjappaði hópnum mjög vel saman,“ sagði Andrés. Alls lék sveitin á 13 tónleikum á þeim 10 dögum sem dvalið var í A- Þýskalandi. Einir tónleikar voru skyldutónleikar, þar sem þrettán hljómsveitir frá mörgum þjóðlönd- um léku, hitt voru tónleikar þar sem DV-mynd Árni S. Árnason sveitin lék oftast ein en einnig með Hópurinn, sem fór til Rostock, var 12 fararstjórar með í íorinni. Tveir öðrum í nokkrum tilvikum. 45 hljóðfæraleikarar en einnig voru þeirra léku með sveitinni. Flateyri: Unglingar fjölmenntu á námskeið Rauða krossins Reynir Traustason, DV, flateyri: Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri stóð fyrir námskeiði í skyndihjálp nýverið. Fenginn var leiðbeinandi frá Rauða krossinum, Þórir Steinars- son, sem er brottfluttur Flateyring- ur. 35 manns mættu á námskeiðið og það verður að teljast mjög gott í ekki stærra plássi. Flestir þeirra sem námskeiðið sóttu voru unglingar á aldrinum 12-16 ára og vekur það athygli að unglingar skuli fást til að eyða tíma sínum yfir hásumarið í lærdóm og bókastagl. Ástæðan er eflaust geysiöflugt starf unglingadeildar björgunarsveitar- innar en meðlimir hennar eru nán- ast allir unglingar á staðnum. Nokkrir þátttakenda á námskeiðinu. DV-mynd Reynir Hópur fólks af Lækjarbotnaætt svokallaðri kom saman fyrir skömmu og gróður- setti fimm þúsund trjáplöntur í suðurhlíðum Skarðsfjalls. Hér voru á ferðinni niðjar Sæmundar Guðbrandssonar hreppstjóra að Lækjarbotnum á Landi og konu hans, Katrínar Brynjólfsdóttur Ijósmóður. Með þessu vildi fólk af Lækjar- botnaættinni heiðra landgræðsluátak sem viða er gert um þessar mundir. Á myndinni má sjá hluta hópsins gróðursetja hin ágætustu tré.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.