Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Merming > Smámyndir í tumi Gallerí Sævars Karls að Bankastræti 9 er griðastað- ur hátt yfir glaumi Laugavegar sem eflaust fer fram- hjá mörgum sem ekki eiga beinlínis erindi upp á efstu hæð samnefndrar tískuverslunar. Hér er um að ræða nokkurs konar turnherbergi, mettað tveggja átta dagsbirtu sem á stundum verður svo sterk að erfitt er að gaumgæfa listaverkin á skjannahvítum veggjunum. Ljósílæðið kemur stund- um niður á sýningum smærri verka, en verður oftar til að auka á ánægju áhorfandans. Sem betur fer, því galleríið er eins og sniðið utan um smærri verk, for- myndir, myndrænar hugleiðingar eða fingraæfmgar, sem veita oft og tíðum betri innsýn í þankagang mynd- listarmanna heldur en sérsýningar á stórum verkum. í slíkum verkum greinum við svita og tár, átök við grundvallarreglur myndrænnar tjáningar og þau dýr- mætu augnablik þegar hugvit, tilfmningar og tækni leggjast á eitt. Innlifun Halldóra Emiisdóttir heitir ung hstakona, nýútskrif- uð úr Gerrit Riitveld listaskólanum í Amsterdam. Þessa dagana sýnir hún úrval lítilla gvassmynda á pappír í turnherbergi Sævars Karls. Um þessar yfir- lætislausu myndir sínar segir hún: „Þær hafa ekki hátt, en vilja fá að dingla milli veruleika eins og þær koma fyrir, án frekari útfærslu." Eins og þær koma fyrir gefa þessar myndir ef til vill ekki skýra hugmynd um þau markmið sem lista- konan hefur sett sér. En þær gefa sterklega til kynna að hún reisi listsýn sína ekki á rökrænum eða hug- myndalegum grunni, eins og margir Hollandsfarar, heldur á tilfinningalegri innlifun og fangbrögðum við Misjafn sauður... fellur eins og flís við rass. Þá fagna ég sérlega tilkomu íslandsvina, húmorista sem allt eins geta velgt Stuðmönnum undir uggum ef rétt og festiiega verður á spilunum haldið. Lagið Gam- alt og gott fær fyrstu ágætiseinkunn. Sæmundur er síðri. Skrautfjöður hljómplötuútgáfunnar Skífunnar er Síðan skein sól. Hún flytur á plötunni Hitt og þetta ... þrjú lög. Þau eru öll hin áheyrilegustu og sýna að Sólin plumar sig ágætlega án Tony Clark sem stýrði gerð stóru Sólarplatnanna tveggja. Mátulega Stones- legir fyrir minn smekk, Helgi og félagar. Langi Seli og Skuggamir eru gengnir til hðs við Skífuna og ætla að senda frá sér plötu með haustinu. ísjakinn er lag Sela og félaga á Hinu og þessu ... Lag- ið er dálítið Dr. Feelgoodlegt. Hálfgildings „pöbba- billy“. Ekki jafnsterkt og Breiðholtsbúgí og Kontínen- talinn en skemmtilegt samt. Síðast en ekki síst má vekja athygli á laginu Ávallt viðbúnir með Sverri Stormskeri. Sverrir hljómar nú loksins almennilega á plötu. Annaðhvort hefur honum fafið stórlega fram i stúdíói síðan síðast eða hann hefur ráðið sér upptökusfjóra. Textinn við Ávallt við- búnir er smágrín um skátahreyfinguna. Allt í góðu þó. Þar með eru upp taldir ljósustu punktarnir sem ég fann á safnplötunni Hitt og þetta ... Til viðbótar í nokkurs konar eftirskrift má nefna að Eftirlitið leynir á sér sem og Karma. Hins vegar bjóst ég við meiru frá Rokkabillybandi Reykjavíkur. Gengur betur næst hjá þeim piltum. ÁT Tvö sumur í röð hafa stóru útgáfurnar tvær, Skífan og Steinar, sent frá sér sína safnplötuna hvor. Plöt- urnar eru svo keimlíkar aö Steinamenn hirtu ekki einu sinni um að flnna nýtt nafn á sína. Um þá plötu,' Bandalög 2, hefur þegar verið fjallaö í DV. Skífuplatan er Hitt og þetta. Aðallega hitt alla leið. Ef til vill býr eitthvert spaug á bak við nafnið. Svo djúpt er hins vegar á því að sá er þetta ritar skilur ekki baun. Á plötunni er 21 lag. Þar af eitt í tveimur útsetning- um, samtals yfir 77 mínútur í flutningi. Efnið kemur úr öllum áttum: rokk, popp, miðjumoð og fleira. Sumt Nýjar plötur Ásgeir Tómasson er fullunnið - annað enn á vinnslustiginu er þaö var gefið út. Eitt og eitt lag heyrist manni ekkert erindi hafa átt á plötu: Nokkur eru hreint og beint ágæt. Mest er þó miðlungs á plötunni Hitt og þetta ... í sjálfu sér þarf ekki að fara mörgum orðum um plötuna. Hún lýtur að öllu leyti lögmálum sumarsafn- plötunnar. Við fáum smá forsmekk af haustútgáf- unni. Vönu mennirnir gauka að okkur sumarsmellun- um. Efnileg nöfn eru kynnt og síðan er fyllt upp í með viðeigandi uppfyllingarefni. Toppurinn á plötunni er tvímælalaust lagið Lag eftir lag með Pís of keik. Þar er greinilega á ferðinni fólk sem kann sitt fag. Ekki sakar aö myndband við lagið Halldóra Emilsdóttir á sýningu sinni. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þann efnivið sem hendi er næst. Smámyndir hennar eru könnunarleiðangrar yfir á útjaðra hins þekkjan- lega, „dingla milli veruleika", minna ýmist á landslag, hluti í landslagi eða arftekin tákn, stundum á allt þetta í senn. Eftirtektarvert er þaö litróf sem listakonan beitir, en það er að uppistöðu heitt og höfugt, en með sérkennilega kaldhömruðum blæbrigðum. Sýning Halldóru Emilsdóttur í Galleríi Sævars Karls stendur til 31. ágúst. Andlát Guðrún Gísladóttir, Sæbólsbraut 3, Kópavogi, andaðist fóstudaginn 10. ágúst. Ragnar Hallgrímsson, Nesvegi 45, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 15. ágúst. Magnús Guðmundsson, Safamýri 27, Reykjavík, er látinn. Jardarfarir Ásdís Pálsdóttir, Lækjargötu 3, Hvammstanga, sem lést 13. ágúst, verður jarðsungin frá Hvamms- tangakirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 14. Útíör Aldísar Hugbjartar Kristjáns- dóttur, Bergþórugötu 16a, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík íostu- daginn 17. ágúst kl. 13.30. Karl B. Jeppesen, Ventura, Kalifor- níu, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Björn Viktorsson, Grenigrund 3, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fóstudaginn 17. ágúst kl. 14. Útför Birnu Kristínar Finnsdóttur, Holtagötu 2, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Jón Þorleifsson múrarameistari verður jarösunginn frá Keflavíkur- kirkju fóstudaginn 17. ágúst kl. 14. Þór Reynir Jensson, sem lést 13. ágúst á Sólvangi, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fóstudaginn 17. ágúst kl. 10.30. Þórarinn Árnason frá Stóra-Hrauni veröur jarösunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavik fóstudaginn 17. ágúst kl. 15. Matthildur Kristín Gunnarsdóttir símavörður, Reykjalundi, Mosfells- bæ, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju fóstudaginn 17. ágúst kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Lárus Á. Ársælsson, Kirkjuvegi 43, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um laugardaginn 18. ágúst kl. 14. Elín Halla Gunnarsdóttir, Sigurjóna Örlygsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sem létust í Svíðþjóð 5. ágúst sl„ verða jarðsungin frá Víðistaöakirkju í Hafnarfirði fóstudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Aldís Ó. Sveinsdóttir lést 7. ágúst. Hún fæddist á Hjálmstöðum í Laug- ardal 7. október 1895, dóttir hjónanna Sveins Eyjólfssonar og Önnu Guð- mundsdóttur. Aldís giftist Jóni Ól- afssyni en hann lést árið 1971. Þau hjónin eignuðust sex börn. Aldís eignaðist einn son fyrir hjónaband. Aldís stundaði lengst af fiskvinnslu- störf, lengst hjá Fiskiðjuverinu og BÚR. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Magnús Guðmundsson er látinn. Hann fæddist að Vallanesi á Völlum 31. maí 1912, sonur hjónanna Aðal- bjargar Stefánsdóttur og Guðmund- ar Þorbjörnssonar. Magnús lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1931 og var starfsvettvangur hans hjá Kaup- félagi Héraðsbúa. Eftirlifandi eigin- kona hans er Unnur Gunnlaugsdótt- ir. Þau hjónin eignuðust þrjú böm. Útfór Magnúsar verður gerð frá Reyöarfjarðarkirkju í dag kl. 14. Tilkynrdngar 50 ára útskriftarafmæli Nemendur eldri deildar Héraðsskólans á Laugarvatni veturinn 1939-40 hafa í hyggju að koma saman á Laugarvatni laugardaginn 25. ágúst nk. kl. 13 og halda upp á 50 ára útskriftarafmæli. Þar ætla þeir að dveljast til sunnudags og riíja upp gömul kynni en margir hafa ekki hist í þau 50 ár sem liðin eru frá því að þeir kvöddust á hlaðinu á Laugarvatni. Þátt- töku skal tilkynna til einhvers eftirtal- inna manna í síðasta lagi sunnudaginn 19. ágúst nk. og munu þeir jafnframt veita allar nánari upplýsingar. Bjarni Ey- vindsson, Hveragerði, s. 98-34153, Hjalti Þórðarson, Selfossi, s. 98-21166, Konráð Gíslason, Varmahlíð, s. 95-38199 og Páll Þorsteinsson, Reykjavík, s. 91-82941. Eru bekkjarfélagar hvattir til að koma og eiga góða stund saman í gamla skólanum. Kattahótelið í Reykjavík minnir fólk á að láta bólusetja ketti áður en það kemur með þá í gæslu og panta pláss tímanlega. Sími Kattahótelsins er 641461. Norræna stjórnmálafræði- sambandið mun halda IX. þing sitt hér á landi dag- ana 15.-19. ágúst. Ráðstefnan verður haldin 1 Háskóla íslands og hefur Félags- vísindadeild Háskólans veg og vanda af skipulagningu hennar. Um 200 stjóm- málafræðingar hvaðanæva af Norður- löndunum, sem aöild eiga að samband- inu, munu sitja ráðstefnuna. Hún hefst í dag, 15. ágúst í Odda með mótttöku ráð- stefnugesta, en næstu þrjá daga á eftir munu ráðstefnugestir vinna í litlum vinnuhópum þar sem afmörkuð málefni verða rædd frá sjónarhóli stjórnmála- fræðinnar. Má þar nefna umræðuhópa um þróunina í A-Evrópu, umhveríis- stjórnmál, skipulag stjórnmálaflokka, jafnrétti kynjanna á næsta áratug, opin- bera stjórnsýslu og stefnumótun, og Norðurlöndin og samrunaþróunina í Evrópu. Þá verður einnig haldin sameig- inleg námsstefna um íslensk stjórnmál fmuntudaginn 16. ágúst sem prófessor Svanur Kristjánsson stjómar. Félag eldri borgar Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 að Nóatúni 17. Farin verður ferð um Reykjanes og Selvog nk. laugardag kl. 13 frá Nóatúni 17. Verð kr. 1.500 meö mat. Tapað fuxidið Steingrár fress tapaðist Hefur einhver séð steingráan fresskött með hvítt trýni og neðan á fótum. Hann týndist frá Dal í Mosfellsbæ í síðustu viku. Ef einhver hefur orðið hans var, þá visnamlegast látiö vita í síma 666885. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu á viðskipta- síðu DV i gær að þessar myndir af þeim Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, tii vinstri, og Stefáni Hilm- arssyni, bankastjóra Búnaðarbank- ans, til hægri, víxluöust. Við biðjum hlutaðeigandi velvirðingar. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! t Astkær faðir okkar, tengdafadir, afi og langafi, Þórarinn Árnason frá Stóra Hrauni verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 17. ágústkl. 15. Kristín Þórarinsdóttir Lára Þórarinsdóttir Beck Elisabet Þórarinsdóttir Elín Þórarinsdóttir Inga Þórarinsdóttir Gyða Þórarinsdóttir Einar Nikulásson Halldór Beck Stefán Gíslason Hans Gústafsson Olafur G. Eyjólfsson Hafliði Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Fjölmiðlar Burt með gamalmennin Stjómmálamenn karpaum meiri- hlutakaup ríkisins í íslenskum aðal- verktökum (því milljarðafyritæki) á meðan verið er að fleygja ósjálf- bjarga og fársjúkum gamalmennum út af sjúkrahúsum borgarinnar. Er þetta þjóöfélagnormalt? Neyöar- ástand er að skapast í landinu vegna þess að fólk sem þarf að stunda sína vinnu allan daginn verður að fá fri frá störfum, fara heim og taka að sér hjúkrunarstörf á öldruðum ætt- mennum sem ættu að vera undir læknishendi. Nú, eða fólkið er sent heim og liggur þar eitt og án aiirar aöhlynningar. Ég tel þetta mái vera mjög alvarlegt og varð því hissa þegar heiibrigðisráöherra sagöi með bros á vör í fréttatíma Sjónvarpsins í gærkvöldi: „Villþessiþjóð borga meiri skatta?" Ogefnislega sagði hann vera allt of mikið af gömlu fóiki í þessu landi. - Það er víst ekki sama hvar þeir skattpeningar, sem þykja orðið ansi ríflegir sem við borgum, liggja. Sennilega er betra að ávaxta þá í einokunarfyrirtæki og sýna góða stöðu ríkiskassans þegar líöur að kosningum en að bjarga gamla fóikinu. Það er hvort eð er alit of margt og tími til að losna við eitthvað að því. Þannig virðist manni hugsanagangur ráðherrans vera. Annað kemur manni á óvart. í gærkvöldi var rætt við Þórhildi Þor- leifsdóttur, þingmann Kvennalist- ans, um ísienska aðalverktaka. Mér sýndist að Þórhildur vissi ekkert um þetta mál og kom með neyöarleg svör um að flokkur sinn væri á móti útlendum her. Kvennalistinn, sem þóttist vinna fyrir íjölskyldur þessa lands og bættum hag kvenna og bama, lætur sér ekki koma í hug að gera athugasemdir þegar ríkið lætur stórfé liggja i fyrirtæki í stað þess að laga ástand öldrunardeilda. I þess staö röflar Þórhildur um her- ínn. Ég held það sé alltaí'að koma betur i ljós að Kvennalistinn hugsar ekki eins mikið um velferð fóiksins í landinu og hann vera vili. En gerir það nokkur flokkur? - ekki get ég séðþað. -Elín Aibertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.