Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. Fréttir___________________ Aukin hagræðing fyrirtækja skilar sér ekki 1 auknum kaupmætti: Framleiðni langt unvfram kaupmátt - athyglisverðar niðurstöður Gylfa Arinbjamarsonar hagfræðings um sem utanaðkomandi þættir haíi þvingað þau til þess að nýta á þessu ári.“ Þá kemur fram að þessi framleiðni- aukning hafi haldið áfram 1989 og 1990, þó ekki í jafnstórum stökkum. Tekur Gylfl fram að samkvæmt áætl- unum og spám Þjóðhagsstofnunar megi gera ráð fyrir að ffamleiðni- aukningin í árslok 1990, ffá 1987, verði um 35%. Á sama tíma hefur kaupmáttur rýrnað um 10%. Svipuð þróun í öðrum atvinnugreinum í öðrum iðnfyrirtækjum hefur orð- ið svipuð þróun frá 1988, þó ekki eins skörp. Frá 1988 hefur þróunin ein- kennst af gagnstæðri þróun kaup- máttar og framleiðni þar sem fram- leiðni eykst verulega um leið og kaupmáttur minnkar. Niðurstaðan er því sú sama: Framleiðniaukning skilar sér ekki í auknum kaupmætti launa. -SMJ Hér sést þróun kaupmáttar og framleiðni vinnuafls i fiskiðnaði frá 1973 til 1990. Á árinu 1988 verða straumhvörf í þróun framleiðni og kaupmáttar hér á landi. Á tímabilinu frá 1973 og 1987 hafði þróunin einkennst af miklu samræmi á milli þessara tveggja þátta. Þetta samræmi rofnar áriö 1988 og eftir það fer framleiðni langt fram úr kaupmætti. Þetta kemur fram í grein Gylfa Arinbjarnarsonar hagfræðings í Vís- bendingu sem er vikurit um við- skipti og efnahagsmál. Gylfi bendir á að árið 1988 hafi framleiðni aukist um 28% frá árinu áður. Á meðan stóð kaupmáttur launa í fiskiðnaði nánast í stað. Ástæðan fyrir þessari miklu fram- leiðniaukningu virðist alfariö vera sú að notkun vinnuafls dregst veru- lega saman. Ársverkum í fiskiðnaði fækkar um 15% miðað við árið áður um leið og meðalvinnutími verka- karla styttist um rúmar 2 stundir á viku. Gylfi tínir til, sem ástæður fyrir þessari minnkandi vinnuaflsnotkun, aukna notkun flæöilína, hóphónus- kerfi og sameiningu fyrirtækja og gjaldþrot. Segir Gylfi um þetta: „Þegar svo mikil umskipti geta orð- ið í framleiðni á einu ári er nærtæk- ast að ætla að íslensk fiskvinnslufyr- irtæki hafi búið yfir verulegum og áður ónýttum framleiðnimöguleik- Framleiöniaukningm: Feríaðgreiða fjármagns- kostnað - segirAriSkúlasonhjáASÍ „Atvinnureksturinn hefur verið á þessum tíma að fara út úr tímabili neikvæðra raunvaxta yfir í jákvæða raunvexti. Hægt er að líta á nei- kvæða raunvexti sem rekstrarstyrk og grein eins og sjávarútvegur fékk tvo miUjarða á ári í rekstrarstyrk en borgar núna kannski tvo milljarða. Þannig er komin fjögurra milíjarða sveifla þegar verið er að bera saman tvö ár,“ sagði Ari Skúlason, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandi islands, þegar hann var spuröur að því hvaða skýringu menn hefðu á þeim mis- mun sem orðinn væri á framleiðni fyrirtækja og kaupmætti. Upplýsing- ar þar um koma fram í grein Gylfa Arnbjörnssonar í Vísbendingu en þær eru byggðar á vinnu hans fyrir Kjararannsóknarnefnd. Ari sagði að þarna kæmi fram að á síðustu árum væri verið að fram- leiða sama magn með færri fyrir- tækjum og færri höndum. Það svig- rúm sem skapaðist af því, og ætti að öllu jöfnu að koma fram í auknum kaupmætti, væri nú notað í að borgá „syndir fortíöarinnar". Málið væri ekki það að raunvaxta- stigið væri hátt heldur það aö fjár- festingin og greiðslustofninn, sem þarf aö greiða vexti af, væri óvenju hár vegna mikilla fjárfestinga und- angenginna ára. Fjármagnskostnað- urinn æti því upp þessa framleiðni- aukningu þannig aö hún kæmi ekki út í meiri kaupmætti. -SMJ Ólöglegu kindaskrokkamir: Bóndi kom að eigin frumkvæði með kjötið „Við munum eflaust reyna að ná einhveijum samningum við Rússa. Ég er ekki bjartsýnn á að það takist en við megum ekki missa vonina,“ segir Kristmann Jónsson, varaform- aður Síldarútvegsnenfdar, en hann er síldarsaltandi á Eskifirði. „Það má búast við að minnst 100 manns verði atvinnulausir fram að jólum vegna þessa ástands. Togar- arnir hafa stillt sig inn á aö sigla með aflann meðan fólkið í landi hefur unnið við söltun. Þetta gildir einnig um hina firðina þó ástandið þar sé eitthvað breytilegt,“ sagði Krist- mann. Kristmann segir að nú séu nær all- ir síldarsaltendur á Austijörðum hættir aö salta en nokkrir eigi þó eftir að salta örlítið magn upp í samn- inga við Norðurlöndin. Hann segir söluerfiðleikana eiga eftir aö hafa geysilega áhrif á atvinnuástandið á Austfjörðum því á undanförnum árum hafi allt atvinnulíf þar aðlagað sig síldarsöltuninni. Aðspurður kvað hann bræðslu- lyktina sem nú umlykur Eskiijörð snerta viðkvæma strengi hjá mörg- um enda eiga margir indælar minn- ingar um sídarsöltun. Hann sagði að þaö væri þó bót í máli að lyktin staf- aði að einhveiju leyti af loðnu sem nú er byijuö að berast á land. -kaa Rannsókn lögreglunnar vegna ólöglegra kindaskrokka, sem lagt var hald á við veitingastaðinn Asíu í vik- unni, er komin vel á veg. Komið hef- ur fram að veitingahúsið haíði ekki keypt kjötið. Bóndi utan af landi hafði að eigin frumkvæði boðið það til sölu. Bóndinn viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær að hann hefði flutt kjötið til Reykjavík- ur en ekki „hitt á neinn“ af forsvars- mönnum staðarins áður en lögreglan lagði hald á kjötið fyrir utan Asíu Eins og DV greindi frá á fimmtudag var lagt hald á tíu skrokka af óstimpluöu kindakjöti í kerru sem stóð fyrir utan veitingahúsið á þriðjudag. Heilbrigðisfulltrúi kom á staðinn og úrskurðaði kjötið ólög- legt. Forsvarsmenn veitingastaðar- ins gáfu þær skýringar að þeir hefðu ekki vitað að þarna væri um ólöglegt kjöt að ræða. Við yfirheyrslur kom fram að bóndinn hafði að eigin frumkvæði haft samband við matsvein á Asíu og boðið honum ódýrt kindakjöt til sölu. Var bóndanum svarað á þann veg að hann gæti komið í bæinn og sýnt kjötið. Kvöldið áður en lögregl- an kom á staðinn skildi bóndinn eftir kerru með tíu skrokkum í, bakatil við veitingahúsið. Að sögn Ágústu Hreinsdóttur, starfsmanns hjá Nýj- um degi, sem sér um almannatengsl fyrir Asíu, hafði umræddur eigandi hvorki skoðað né keypt neitt af kjöt- inu. -ÓTT Þeir voru ekki lausir við áhyggjur, krakkarnir sem fundu lítinn kettling í fjörunni við Maðkavik í Stykkishólmi á miðvikudagskvöldið. Krakkarnir töldu kettlinginn vera af villiköttum kominn en vorkenndu honum og vildu koma honum í fóstur til góðrar fjölskyldu. Allnokkuð er um villiketti í nágrenni Stykkishólms þó ekki séu þeir til neinna vandræða í bænum. DV-mynd ih Kristmann Jónsson, sildarsaltandi á Eskifirði: Yfir 100 manns missir atvinnuna til áramóta - efekki tekst að selja síld til Sovétríkjanna Sjómaður sem tók leigubíl við Casablanca: Segir bflstjóra haf a stungið af með jakkann og 20 þúsund - var beðrnn um að skilja hann eftir 1 bílnum 31 árs gamall sjómaður segir aö leigubílstjóri hafi stungið af með jakka hans sem í voru um 20 þúsund krónur aðfaranótt fóstudags þegar maðurinn fór út úr bílnum á Hring- brautinni til að létta á sér. Að sögn lögreglu er afar sjaldgæft að leigubíl- stjórar séu sakaðir um óheiöarleika. „Ég man ekki eftir neinu slíku til- felli. Hins vegar er það oftar en ekki að bílstjóramir sjálfir lendi í ein- hverju misjöfnu af hendi farþega,“ sagði Ómar Smári Ármannsson aö- stoðaryfirlögregluþjónn við DV. Jakki mannsins, sem hann skildi eftir í leigubílnum í fyrrinótt, er svargrár og köflóttur. „Ég tók leigubíl eftir dansleik á vegum Hótel- og veitingaskólans í Casablanea aðfaranótt fóstudagsins. Við strætisvagnaskýh hjá Landspít- alanum baö ég leigubílstjórann stoppa því ég þurfti að létta á rn Hann sagði að ég ætti að skilja jal ann eftir í bílnum til að tryggja ég kæmi aftur. Það gerði ég og svo út. Þegar ég var að létta á n keyrði bílstjórinn í burtu. í jakki um voru húslyklamir mínir og 1 tuttugu þúsund krónur í peningi enda er ég búinn að vera á ver Eg stóð því á skyrtunni og stopp svo annan leigubíl. Sá bílsjóri, s var kona, tjáði mér að svona laj hafi komið fyrir áður,“ sagði u ræddur maður í samtali við DV. Hann tilkynnti um atvikiö á ir borgarstöö lögreglunnar. Þar 1 honum sagt að þar sem hann he ekki séð skrásetningarnúmer eða hvaða stöð leigubíllinn var, væri 1: hægtaðgeraímáhnu. -Ó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.