Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27027-FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Afskipt fólk Nýjar athuganir sýna, að síðustu ár hefur starfsfólk í fiskvinnslu ekki uppskorið í samræmi við það, sem sáð var, eins og skýrt er frá í frétt DV í dag. Starfsmað- ur Kjararannsóknarnefndar, Gylfi Arnbjörnsson, bend- ir á, að flæðilína og hópbónuskerfi í frystihúsum hafi aukið framleiðni þar um 20-30 prósent frá 1987 til 1988, án þess að kaupmáttur launa starfsfólksins ykist. Þetta hefur haldið áfram síðan. Þarna hefur því skapazt mis- ræmi, sem ekki varð vart árin á undan 1987. Framleiðni er yfirleitt skilgreind sem tiltekið framleiðslumagn á hverja einingu vinnuafls eða Qármagns. Samkvæmt hagfræðikenningum getur aukning kaupmáttar til lengri tíma litið einungis orðið samfara aukinni fram- leiðni. Hækkun krónutölu launa veldur aðeins vanda fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið, eigi hún ekki stoð í meiri framleiðni og framleiðslu. Breytingar á framleiðni og breyting á kaupmætti áttu samleið fyrir árið 1987 í fiskvinnslu. Þannig var þróun framleiðni.neikvæð á næstu árum fyrir 1976, og samfara því minnkaði kaupmáttur launa. Síðan jókst framleiðn- in hratt fram til ársins 1981, og kaupmáttur launa óx hratt fram til 1980 og var nokkuð stöðugur til 1982. Á þessum árum óx framleiðni um 35-40 prósent, þar sem afli jókst mikið í kjölfar stækkunar fiskveiðilögsögunn- ar, en notkun vinnuafls óx minna. Þannig varð mikil breyting á fimm ára tímabili með mikilli aukningu fram- leiðni og kaupmáttar. Þróunin var rökrétt. Næstu árin, 1982-84, minnkaði framleiðnin um rúmlega 20 prósent, og kaupmáttur launa minnkaði álíka á svipuðum ára- gölda. Veruleg aukning framleiðni varð árin 1985 til 1987, og kaupmáttur launa óx. Þá er komið að straum- hvörfum, sem verða á árinu 1988. Samræmið milli fram- leiðni og kaupmáttar rofnaði. Framleiðni í fiskiðnaði óx um 28 prósent frá árinu áður, en kaupmátturinn stóð nánast í stað. Þetta hefur haldið áfram. Samkvæmt spám ætti framleiðnin nú að hafa aukizt um 35 prósent frá 1987, á sama tíma og kaupmátturinn hefur minnkað um 10 prósent. Þetta misræmi er mjög slæmt, þar sem í hlut á fólk, sem hefur lág laun og vinnur ein vanþakklát- ustu störfin í okkar þjóðfélagi. Þegar leitað er skýringa á áðurnefndum straum- hvörfum, koma mönnum vextirnir í hug. Fyrirtæki í fiskvinnslu hafa greitt hærri vexti en áður, og minna hefur verið eftir í laun fyrir starfsfólkið. Þá ber að hafa í huga, að hagur fiskiðnaðarins hefur ekki verið slíkur, að gróði hafi safnazt. Það er fyrst nú í haust, að hagur þessarar greinar er orðinn góður. En engu síður sjáum við á framangreindu, að fiskiðn- aðarfólkið hefur verið sett hjá. Hið rétta væri, að fólkið nyti svo geysilegrar aukningar á framleiðni, sem orðið hefur. Hér á landi verður að breyta launahlutfóllum, þannig að fiskvinnslufólkið fái mannsæmandi lífskjör. MikH framleiðniaukning í greininni réttlætir slíkt enn frekar. Fram hefur komið, að grisja þarf í fiskvinnslunni, fækka fyrirtækjum. Þau fyrirtæki, sem eftir stæðu, yrðu þá færari um að greiða starfsfólki sínu mannsæmandi laun. Grisjun mundi ennfremur leiða til aukningar framleiðni að nýju. Fiskiðnaður er undirstöðugrein 1 þjóðarbúinu. Starfs- fólk þar verðskuldar að bera miklu meira úr býtum en það gerir. Þetta fólk má ekki setja hjá í næstu samning- um. Haukur Helgason Franskt hægri og Saddam setjast að Mitterrand Afstaða til framvindu mála í löndunum fyrir Miðjarðarhafs- botni eftir hertöku íraka á Kuvait er orðin ákafasta deilumáhð milh helstu stjómmálaafla í Frakklandi. Svo bregður við að leiðtogar borg- araflokka og íhaldsmanna ráðast ákaft á Francois Mitterrand forseta og sósíahstastjóm hans, bæði fyrir að fóma frönskum hagsmunum fyrir fylgispekt við Bandaríkin og að virða að vettugi hefðhelgar skuldbindingar við gamla skjól- stæðinga Frakklands. Frakkland stóð að fordæmingu Öryggisráðs SÞ á hemámi Kuvait og hefur síðan tekið þátt í hðsam- drætti á og við Arabíuskaga. Fyrst- ur reið á vaðið til að fordæma þessa afstöðu Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hægri öfgamanna, en síðar hafa aðrir fylgt í kjölfarið. Má nefna til menn eins og Jacques Chirac, fyrr- um forsætisráðherra og forseta- frambjóðanda en nú borgarstjóra Parísar, og Maurice Couve de Mur- vihe, lengi ráðherra í stjómum de Gaulle. Verður vart annað á þessum mál- flutningu skihð en að Frakklands- stjórn hefði átt að beita neitunar- valdi í Öryggisráðinu, ef ekki til að hindra fordæmingu á írak þá að minnsta kosti refsiaðgerðir gegn landinu. Vitnað er til langærra og verðmætra viðskiptasambanda við íraka og varað á sanngauhiskan hátt við að láta engilsaxa leiða Frakkland í gildm. Skoðanankannanir hafa bent th að í viðureigninni um franskt al- menningsáht í þessu máli hafi Mit- terrand betur svo miklu munar. Þótti honum takast upp í ræðu sinni snemma í almennu umræð- unni á allsherjarþingi SÞ. Þá gerði hann grein fyrir markmiðum Frakklandsstjómar í Persaflóa- deilunni, á þá leiö að leita skyldi ahra ráða til að knýja fram mark- mið ályktana Öryggisráðsins án þess að til stríðs komi, og að því búnu beri að leita þegar lausnar á póhtískum ágreiningsefnum. Um fyrri helgi dró svo til tíðinda í Líbanon, þannig aö eftirköst hafði í frönskum stjórnmáladeilum. í pólitísku skjóh af þátttöku Sýr- lands í hðsamdrætti gegn írak í Saudi-Arabíu lét Hafez al-Assad Sýrlandsforseti til skarar skríða gegn síðasta vígi andstæðinga sinna á umráðasvæði kristinna Lí- bana í Austur-Beirút og í nánd við höfuðborgina. Fyrir ári komu flestir sem eftir lifa þeirra sem skipuðu Líbanons- þing við upphaf borgarastyrjaldar Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson fyrir hálfum öðrum áratug saman í borginni Taif í Saudi-Arabíu. Þar var kjörinn nýr forseti úr röðum kistinna, Elias Hrawi, og lögð drög að breyttum valdahlutfóhum trú- flokkanna í landinu. Var til ætlast að þetta yrði upphafið að friðar- gerö. Hershöfðinginn Michel Aoun úr röðum kristinna snerist öndverður gegn þessu samkomulagi, neitaði að viðurkenna nýja forsetann og hét því að grípa til vopna th að hrekja Sýrlandsher frá Líbanon, en þar er hann í umboði Arababanda- lagsins. Mest og blóðugust urðu þó átökin í Austur-Beirút mihi manna Aouns og annars kristins herfor- ingja, Samirs Geagea, sem styður Taif-samkomulagið. Kristnir Líbanir af kirkju maron- íta hafa frá því um miðja síðustu öld haft náið samband við kaþólsku kirkjuna í Frakklandi og fengu hð- sinni franskra stjómvalda þegar að þeim var þrengt á dögum Tyrkjaveldis. Líbanon varö svo sjálfstætt ríki undir franskri yfir- umsjá eftir heimsstyijöldina fyrri og með forréttindastöðu fyrir mar- oníta. Franska stjómin gat hvorki né vhdi styðja Aoun og baráttu hans, hvað sem leið brýningum hægri manna um skyldu Frakklands við forna skjólstæðinga sína. Leitaði því hershöfðinginn th Saddams Husseins íraksforseta, höfuðóvin- ar Assads Sýrlandsforseta, og fékk þaðan hergögn, skotfæri og fé. En þegar Saddam hafði komið sér út úr húsi hjá mestahri heims- byggðinni og Sýrland var komið í bandalag gegn honum, meðal ann- ars við Bandaríkin og Frakkland, taldi Assad sig hafa fijálsar hendur gagnvart Aoun. Vitað er að spurst var fyrir um það hjá bandarískum stjómvöldum, hvernig þau brygð- ust við úrslitaatlögu að Aoun. Þegar til kom stóð bardaginn um virki hershöfðingjans í forsetahöll- inni í Austur-Beirút skamma stund en varð mannskæður. Aoun leitaði hæhs í franska sendiráðinu, en Sýrlendingar eða aðstoðarmenn þeirra eru grunaðir um að hafa myrt á annað hundrað handtekna hðsmenn hans til að hefna fyrir eigið mannfall. Við þessi tíðindi hófst ný atlaga að Mitterrand og stjórn hans frá hægri mönnum í Frakklandi fyrir að stuðla að ósigri fornvina Frakk- lands og hryðjuverkum á þeim með fylgispekt við reijar Bandaríkja- stjómar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki bætti úr skák þegar byssumenn myrtu á sunnu- dag Dany Chamoun með konu og bömum á heimili þeirra austan við Beirut. Chamoun var af valdaætt með maronítum og studdi Aoun. Þegar hér var komið þótti Sadd- am Hussein tími til kominn að leggja sitt til mála. Kallaði hann þing saman í Baghdad og lét þar samþykkja, að hleypa úr landi öll- um Frökkum, nær hálfu fjórða hundraði, sem haldið haföi verið í gíshngu í írak frá því viðbrögðin við hertöku Kuvait urðu ljós. Fylgja þau skilaboð, að Frakkarnir séu fijálsir ferða sinna, af því Frakklandsstjóm hafi hafnað því að leysa Persaflóadeiluna með vopnaviðskiptum. Alhr útlending- ar aðrir fái að fara hver sína leið, jafnskjótt og stjómir Bandaríkj- anna og Bretlands hafi látið frá sér fara sams konar yfirlýsingar. Það er í okkar þágu að í Evrópu sé ríki sem fært er um að taka afstöðu óháð Bandaríkjunum, lét Saddam hafa eftir sér í viðtah í vikunni. íraksforseti reynir eins og eðli- legt er að reka fleyg í raðir þeirra sem bjóða honum birginn. Frakk- landsstjórn er auðvitað fegin því að fá sína menn heim, en ekki lík- leg til að gjalda lausn þeirra minnsta verði, þó ekki væri nema sakir áhtshnekkis sem því fylgdi heimafyrir. Annað mál er að frá upphafi hef- ur gætt verkskiptingar í áherslum sfjóma helstu velda, þegar tal berst að málalyktum við Persaflóa. Stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands hamra á að engir kostir séu útilokaðir, stjórnir Sovétríkjanna og Frakklands sitja jafnfastar við þann keip að einskis megi láta ó- freistað til að ná settum markmið- um SÞ án vopnaviöskipta. Magnús Torfi Ólafsson Francois Mitterrand varð fyrstur þjóðhöfðingja rikja sem sent hafa lið til Arabíu að heimsækja sína menn og ríkin þar sem þeir dvelja. Hér sést hann heilsa framámönnum í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu fursta- dæmanna, 3. þ.m. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.