Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. Myndbönd I War of fhe Roses Sem er i 2. sæti gengur mikiö á i einkastriöi Rose hjónanna sem þau Kathleen Turner og Michael Douglas leika. DV-listlrm DV-listínn tekur ekki miklum breytíngum að þessu sinni. Sex fyrstu sætin eru frátekin undir endurtekið efni og aðeins tvær nýj- ar myndir koma inn á listann. Önn- ur er fremur misheppnuð sjarmör- mynd sem segir frá rithöfundi í kreppu. í efsta sætinu situr sem fyrr Ást- arhafiö með Pacino í aðalhlutverki. Ef eitthvað er þá eykur hún yfir- burði sína í því ágæta sætí. Þá má geta þess að áfram halda gæðamyndirnar að streyma út og á síðunni er sagt frá vinstra fætín- um umdeilda. 1. (1) Sea of Love 2. (2) War of Roses 3. (3) Tango & Cash 4. (4) Black Rain 5. (5) Uncle Buck 6. (6) Major League 7. (9) Driving Miss Daisy 8. (-) Skin Deep 9. (8) Weekend at Bernies 10. (-) LetltRide Amen eftir efninu sem harðskeyttur predikari hefur byggt upp. Hann fellur hins vegar frá og sonurinn á að taka við. Hann skortir hins vegar innblástur fóð- urins og allt virðist stefna niður á' við þegar hann fær hugljómun. Sonurinn dregur upp rokksöng- konu sem fljótlega gerir gæfumun- inn. Vinsældir hennar og stöðvar- innar aukast í það óendanlega og peningamir streyma inn. Ekki er allt sem sýnist og bak við lúra óþægilegar staðreyndir. Við fyrstu sýn virðist hér vera á ferðinni íjarska heimskulegt efni. Fljótlega fer þó óvenjuleg persónu- sköpun aö vinna á og að lokum endist maður til að sitja yfir þess- ari þriggja tíma guðspjallasápu. Predikarinn og sonurinn eru í sjálfu sér hlutlausir en mest gustar af söngkonunni sem ljær helgi- slepjunni nýja vídd. Þá er fjármála- maðurinn Lester, sem leikinn er af gamlingjanum hjólbeinótta Ja- mes Whitmore, óborganlegur. Hann hugsar eingöngu um peninga en er ósköp indæll fyrir því! Aðrar aukapersónur leyna einnig á sér eins og hjálparhellan Vincent. Auðvitað er ýmislegt of langdreg- ið en í lokin þegar alhr eru farnir að svíkja hver annan þá má meira að segja hlæja að sápunni. Það verðuraðteljastóvenjulegt. -SMJ MI Með lífið í buxunum CHECKING OUT Útgelandi: Steinar hf. Leikstjóri: David Leland. Aðalhlutverk: Jeff Daniels, Melanie Mayron og Michael Tucker. Bandarisk, 1989 - sýningartimi 90 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Viðbrögö manna verða sjálfsagt misjöfn þegar þeir verða vitni að því að vinur þeirra fær hjartaslag í miðju kafi við að segja brandara og deyr. Öfgakenndari viðbrögð en hjá Ray Macklin í Check Out eru vand- fundin. Þessi ósköp venjulegi miö- stéttarmaður sem lifir hamingju- sömu fjölskyldulífi umtumast, tel- ur sig vera deyjandi mann og trúir hvorki fjölskyldu né læknum þegar honum er sagt að ekkert sé að hon- um. Macklin kaupir sér öll þau varnartæki sem fiugsast getur til að setja á líkamann án þess að það dugi. Eins og við var að búast fær hann að lokum vægt hjartaáfall í öllum látunum. Er ekki laust viö að hann sé hreykinn af því að geta loks sannað að hann sé deyjandi maður. Það er Jeff Daniels sem leikur hinn lífshrædda mann og verður að segjast eins og er að oftast hefur þessi ágæti leikari verið betri. Check Out er í raun ekkert annað en farsi með öllum þeim hama- gangi sem því fylgir. Einstaka at- riði em góö en í heild er um frekar takmarkaða skemmtun að ræða. GLORYI GLORY! Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Lindsay Anderson. Handrit: Stan Daniels. Framleiðandi: Stan Dani- els og Seaton McLean. Aðalhlutverk: Ellen Greene, Richard Thomas, Winds- ton Rekert. Bandarisk 1988.2x95 min. Öllum leyfö. í fjölda ára hefur heimurinn fylgst með valdi bandarísku sjón- varpspredikaranna sem viröast geta heillað hálfa þjóðina áður en þeir steypa sjálfum sér í glötun vegna kynlífs- og fjármála- hneyksla. Hér segir frá einu slíku fyrirtæki ★ V2 Vinstra megin í lífinu MY LEFT FOOT Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Jim Sheridan. Handrit: Shane Connaughton og Jim Sheridan. Fram- leiðendur: Paul Heller & Steve Morri- son, byggt á bók Cristy Brown. Aöal- hlutverk: Daniel Day Lewis, Ray McAna- ily, Brenda Fricker, Cyril Cusack. Bresk 1989. 100 min. Öllum leyfð. Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að ætla að fara að hlaða meira lofi á þessa margróm- uöu mynd. Fáar myndir hafa hlotíð jafn óumræðanlegt lof og Vinstri fóturinn sem er sannur kvikmyn- daviöburður um mögnuð örlög sem engan lætur ósnortínn. Myndin segir sögu Cristy Brown sem fæðist lamaður og eingöngu með mátt í öðrum fæti/- þeim vinstri. Hann fæðist inn í dæmi- gerða írska fjölskyldu sem býr við kröpp kjör. Eigi að síður tekst hon- um að þoka sér til þroska og erfjöl- skyldan, sem á stundum virðist harðskeytt, honum ómetanleg í því Ruglukollar TAPEHEADS Útgefandl: Háskólabió. Leikstjóri: Öill Fishman. Aöalhlutverk: John Cusack, Tim Robb- ins, Doug McClure og Mary Crosby. Bandarisk, 1988 - sýningartimi 97 mín. Leyfö öllum aldurshópum. John Cusack og Tim Robbins eru leikarar á mikilli uppleið á stjörnu- himni Hollywood og geta sjálfsagt valið úr tílboðum. Þótt Tapeheads sé aðeins tveggja ára gömul er ég nærri viss um að þeir mundu ekki líta við því handriti sem áhorfend- um er boöið upp á í þessari mynd. Fyrir tveimur árum tóku þeir aftur á móti við því sem aö þeim var rétt. Ekki það að Tapeheads sé alslæm, heldur aðeins einum of mikið rugl til að hægt sé að hafa gaman af myndinni í heiid. Þeir félagar leika tvo félaga, Josh og Ivan, sem ákveða að þeirra framtíð liggi í gerð tónlistarmynd- banda. Josh er séníið, sá sem kann öll brögð í sambandi yið kvik- myndatöku og vel það. Ivan aftur á mótí hefur ekki hundsvit á tækpi- legri hlið mála en hefur kjaftinn á réttum stað. Líður ekki á löngu þar til hann er búinn að tala sig inn í verkefni sem virðist geta fært þeim frægð og frama en vegna misskiln- ings kemst undir hendur þeirra myndbandspóla sem sýnir væntan- legan forsetaframbjóðenda í miður góðum stellingum með yngismey einni. Út frá þessu verður hinn mestí darraðardans sem erfitt er að botna L Ekki er hægt að sjá væntanlegar stórstjömur í leik þeirra Robbins og Cusack, fyrirferðin og bægsla- gangurinn er meiri en góðu hófi gegnir. Svo er einnig um myndina í heild. Það má brosa að einstaka atriðum en brosið stírönar fljótt. -HK skylduna. Þetta er harðskeyttur heimur og ekki mikil tími tíl sjálfs- vorkunnar. Cristy er kallaður krypplingur og þarf að hafa fyrir því að sanna sig sjálfur. Þó enginn vilji skipta á þessu og velferðar- kerfi nútímans þá er samanburð- urinn athyglisverður. Leikur Daniels Day Lewis hefur fengið verðskuldað lof og að sjálf- sögðu hreppti hann óskarinn. Er aðdáunarvert að fylgjast með um- skiptum hans frá því hann lék í Óbærilegum léttleika tilverunnar. Þetta er greinilega maður sem þor- ir og kann. Reyndar er tilhneiging til að hlaða lofi á leikara sem leika „öðruvísi fólk“ en Lewis á það allt skilið. Þá er frammistaða annarra sambandi. leikara frábær og sannar tíl daemis Sagan um líf Cristy og ijölskyldu- McAnally að hann er einn fremstí böndin er kröftug og innihaldsrík. leikari Breta. Það er forvitnilegt að fylgjast með Um þessa mynd er í sjálfu sér viðbrögðum íjölskyldu og ná- fátt að segja til viðbótar nema hún granna við þeim tíðindum að fatl- stendur undir því lofi sem á hana aður einstaklingur sé kominn í fjöl- erhlaðið. -SMJ Á hestbaki í London THE RETURN OF SAM McCLOUD Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Alan J. Levi. Aðalhlutverk: Dennis Weaver, J.D. Cannon, Diana Muldaur og Patrick Mac- nee. Bandarisk, 1989-sýningartími 88 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Hver man ekki eftír ríðandi lögg- unni Sam McCloud sem var fasta- gestur í stofu allra landsmanna um árabil? Nú er sá gamli mættur aftur til leiks, orðinn öldungardeildar- þingmaður og berst fyrir hags- mundum litla mannsins. Hann er samt fljótur að bregða sér yfir Atl- antsála þegar hann fréttír um dul- arfullan dauðdaga uppáhalds- frænku sinnar. Þar er mikið af óþjóðalýð sem veit ekki hver McCloud er og varar sig lítt á þess- um snjalla kúreka, sérstaklega þegar hann tekur upp á því í miðri Lundúnaborg að taka hest einn traustataki og ríða um götur borg- arinnar. Söguþráðurinn sjálfur er ekki ósennilegri en gerist og gengur í venjulegri sakamálamynd. Það er aftur á móti McCloud og tiltektir hans sem fara með söguþráðinn út ★*!4 Land míns föður sem segja frá vandamálum venju- legs fólks. Oft er maður meira þakklátur fyrir að sjá svona mynd- ir heldur en að gæði þeirra séu svo mikil. Ekki þar fyrir að Kaninn getur gert slíkar myndir af þeirri mannlegu reisn sem þarf til. Mynd- in Twice in a Lifetíme með Gene Hackman kemur upp í hugann í sama mund og þetta er sagt. Bandarískur efnahagur á við margvísleg vandamál að stríða og brennur það að sjálfsögðu fyrst og fremst á almenningi. Myndin segir frá dæmigerðri bandarískri „hetju vinnunnar" sem hugsar um land sitt, fyrirtæki og ijölskyldu. Skyndilega þarf hetjan að endur- skoða þetta allt saman. • Dennehy er einn þeirra leikara sem ávallt hafa gert góða hluti án þess þó almennilega að slá í gegn. Hann dregur upp skýra mynd af manninum sem trúir á bandaríska drauminn en vaknar svo upp við martröö. Myndin er að sönnu ekkert meistarastykki en vel áhorfs virði og hlýtur að virka sem kærkomin hvíldfráátakamyndunum. -SMJ RISING SON Útgefandl: Skífan Leikstjóri: John Coles. Handrit: Bill Phillips. Framleiðandi: David Manson. Aöalhlutverk: Brian Dennehy, Piper Laurie og Matt Damon. Bandarisk, 1990. 92 min. úllum leyfö. Öðru hverju berast frá Banda- ríkjunum fremur smáar myndir í veður og vind svo úr verður vafa- söm skemmtun. Dennis Weaver leikur McCloud sem fyrr. Hann hefur elst um nokk- ur árin og er orðinn stirðari í hreyf- ingum en hefur samt vissan sjarma. Hvers vegna handritshöf- undar létu söguna gerast í London er óskiljanlegt. Það hefði verið nærtækara og trúverðugra að láta atburðina gerast í einhverri borg í vesturríkjum Bandaríkjanna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.