Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 18
18 Veiðivon LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. '................I ..■Il.lll. II. ■ IIII II Þjóðar- spaug DV Gáfaðir menn Lítil stúlka á spurningaaldrin- um spuröi eitt sinn fóður sinn aö því hvort gáfaðir menn væru líka góðir eiginmenn. „Gáfaöir menn gifta sig ekki,“ svaraði faðirinn að bragði. Helvíti Prestur nokkur var að því spurður hvernig umhorfs væri í helvíti. Hann svaraði: „í helvíti er allt ómöglegt. Þar sjá t.d. Bretar um matseldina. ít- ahr um hreinlætiö. Grikkir um tæknihliðina, Svíar um skemmti- atriðin og íslendingar um rekst- urinn á ölu saman.“ Alltafjafiifalleg Tveír kunningjar, sem ekki höfðu hist lengi, mættust loks á götu. Er þeir öföu heilsast, spurði annar: „Er konan þín alltaf jafhfalleg og hún var?“ -„Já, blessaður vertu,“ svaraði hinn, „en hún er hins vegar hálf- tima lengur að verða það nú orð- iö.“ Ríkidæmið Moldríkur maður í Reykjavík var eitt sinn að lýsa fyrir vinnu- manni sínum hvernig hann hefði auögast. Komst hann m.a. svo að orði: „Ég byrjaði fátækur, með tvær hendur tómar. Ég pússaði skó fína fólksins niöri í bæ frá morgni til kvölds." Aödáunarsvipurinn á hlu- standanum leyndi sér ekki en þá bætti milljónarinn viö: „Ér ég hafði burstað skó í tvö ár samfleytt dó ríkur frændi minn og arfleiddi mig að öllu og á því lifi ég nú.“ Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga um helgina: Grettir Gunnlaugsson áfram formaður í dag og á morgun munu veiði- menn víða af landinu ræða málin uppi í Borgarfirði á aðalfundi Lands- sambands stangaveiðifélaga. Líklega verða kringum eitt hundrað manns á þessum stærsta stangaveiðifundi árins. Rædd verða helstu mál stanga- veiðimanna þessa dagana, eins og verð á veiðileyfum, kvótamálið, ástandið í hafinu og laxafækkunin í veiðiánum. Grettir Gunnlaugsson verður örugglega áfram formaður en ekfci hefur heyrst um neitt mót- framboð. Grettir hefur setið í eitt ár sem formaður LS. Margt fróðlegt kom fram á aðalfundi Ármanna „Þetta var góður aðalfundur og ýmis- legt fróðlegt var rætt þar,“ sagði Daði Harðarson, formaður Ar- manna, en þeir héldu aðalfund fyrir skömmu. „Það var fámennt en góðmennt á fundinum, líklega eitthvað um þrjá- tíu sem mættu. Vetrarstarfið er aö komast á fullt, fluguköst byrjuð og hnýtingar fyrir alvöru. Mér líst vel á starfið í vetur,“ sagði Daði formað- ur ennfremur. Lokatölurnar úr DV, ganga undir nafninu Svarta skýrslan Lokatölurnar, sem DV birti úr veiðiánum, ganga undir nafninu Svarta skýrslan hjá veiðimönnum þessa dagana. Þar sést það svart á hvítu hve veiðin var léleg sums stað- ar í veiðiánum. Það hefði ekki veriö hægt að bíða þangað til Veiðimála- stofnun birti sínar veiðitölur í mars eða apríl. Hún getur það bara ekki fyrr vegna þess hve bókum var seint skilað inn til þeirra. , Póstkassinn fullur af umsóknum um veiðileyfi Þótt veiðin hafi verið lítil í mörgum veiðiám eru veiðimenn byrjaðir að panta fyrir næsta sumar. Við heyrð- Regnbogasiiungurinn hefur tekið tóbýspúnninn og fleiri veiddust á eftir. DV-mynd G. Bender um af einum áreiganda fyrir skömmu að líklega yrði hann að fá sér stærri póstkassa. Hann væri allt- af fullur af umsóknum þegar hann sækti póstinn. Samt er þetta ekki nema tveggja stanga veiðiá en svona feiknalega vinsæl. Fékk einn sjóbirting, eina rjúpu og eina gæs Það getur verið verið betra að hafa vaðið fyrir neðan sig sé farið að veiða eða skjóta. Viö fréttum af einum um daginn sem átti sjóbirtingsveiðileyfi en vissi að veiðin yröi htil svo hann tók byssuna meö. Og hann náði í einn sjóbirting, eina rjúpu og eina gæs, svo hann fór ekki alveg tómhentur heim úr veiðitúrnum. En hann sá ekki fugli eða fiski meira á svæð- inu. -G.Bender Þeir hafa fjölmennt, veiðimennirnir á öllum aldri til veiða innst í Grafar- vogi þar sem vænir regnbogasilungar hafa sést í torfum. Finnur þú fimm breytingai? 78 3 □ m lifú D B í ©PIB COPENMACIN U D ~i n Q Q fl □. D n n ~i n i í i r lí \ 1 ir r ' ’ iim 0II d u r n QQQÖO TTTTTtf © PIB COPENMACIN Þetta er í síðasta skipti sem þú færð sleik af sleikipinnanum mínum. Nafn:......... Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- / Vinningamir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 78 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir sjötug- ustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Þuríður Þorsteinsdóttir, Úthlíð 12, 105 Reykjavík. 2. Örn Sigurgeirsson, Laugateigi 22, 105 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.