Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 3 Fréttir Bylgjan boðar verkfall 20. nóvember Skipstjóra- og stýrimannafélagiö Bylgjan boðaði til verkfalls í gær og hefst það 20. nóvember næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. „Samningar okkar hafa verið laus- ir síðan í janúar og það er löngu orð- ið tímabært að knýja fram samning. Við getum ekki búið lengur við samningsleysi,“ segir Reynir Traustason formaður Bylgjunnar. „Það hafa verið haldnir þrír samn- ingafundir síðan í vor og kjarasamn- ingurinn hggur fyrir í öllum megin atriðum nema hvaö varðar ohu- verðstenginguna. Það er nauðsynlegt að laga hana á einhvem hátt. Sjó- menn geta ekki unað því að þurfa að greiða úr eigin vasa alla þá kostn- aðarhækkun sem útgerðin hefur orð- ið fyrir vegna olíuverðshækkunar- innar á undanfómum mánuðum. Á þvi máli verður að finna lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við, fyrr verður ekki unnt að semja,“ segir Reynir. -J.Mar Fiskiþing: Þaðgetaalttaf komiðhvellir - segirfiskimálastjóri „Það er engin djúp lægð á leiðinni en það geta alltaf komið hvelhr líkt og gerist í náttúrunni," sagði Þor- steinn Gíslason fiskimálastjóri þegar hann var spurður hvort hann ætti von á stormasömu fiskiþingi, en það hefst næstkomandi mánudag. Þorsteinn kvaðst eiga von á ítarleg- um og líflegum umræðum um stjórn fiskveiða og samskipti fslendinga við Evrópubandalagið, útflutning á ís- fiski og einnig yrði fiskverð væntan- lega mikið rætt svo og Verðlagsráð. Af öðrum málaflokkum sem rædd- ir verða á þinginu má nefna nýtingu og misnotkun veiðisvæða og veiðar- færa, öryggis-, fræðslu- og taeknimál og loks starfsemi Fiskifélags íslands. -J.Mar 19 bflarskemmdir JC Reykjavík: Átak gegn vímu- efnanotkun unglinga „Á undanfornum dögum höfum við dreift stundaskrám og plakötum með yfirskriftinni, „Vímuefni ekkert vit -hvað ert þú með í kolhnum“, til ahra 8. bekkinga í Reykjavík. Auk þess höfum við hengt upp plaköt með sömu áritunum í félagsmiðstöðvum og sölutumum víðsvegar um borg- ina, segir Vigdís Hauksdóttir, for- maður Byggðarlagsnefndar JC Reykjavíkur. „Þetta er liður í átaki sem JC efnir til gegn vímuefnanotkun unghnga í höfuðborginni og hefst formlega nú um helgina. Auk þess höfum við efnt til ritgerðarsamkeppni meðal 8. bekkinga um vímuefni og misnotkun þeirra og er skilafrestur í henni til 31. október næstkomandi en verð- launaafhending fyrir bestu ritgerð- imar verður í hátíðasal Austurbæj- arskóla þann 3. nóvember. Það er VISA ísland sem hefur stutt átakið fjárhagslega og fyrirtækið gefur sömuleiðis verðlaun fyrir bestu rit- gerðirnar. Til að fylgja átakinu eftir mun fólk sem vinnur að þessum málefnum svo skrifa greinar í blöð og reyna á ýms- an annan hátt að vekja athygh á þessu átaki," segir Vigdís. -J.Mar Allir aldurshópar Líkamsræktarstöðin hf. Borgartúni 29 - sími 28449 Eigendur 19 bifreiða í Teigahverfi urðu fyrir tjóni af völdum skemmd- arvarga fyrir skömmu. Bílamir stóðu fyrir utan íbúðarhús og vom margir þeirra töluvert rispaðir eftir skemmdarverkin. Virtist sem einhveijir hefðu komið í hverfið skömmu eftir kvöldmat og gengiö á bílana í þeim tilgangi einum að skemma. Eftir þvi sem DV kemst næst var enginn sjónarvottur nálæg- ur. -ÓTT Ströng þjálfun krefst kalks og próteins MUNDU EFT1R OSTINUM Hann er kalk og próteinríkur AUK/SlA k9d21-502

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.