Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 19 Vísnaþáttur Öðravísi en venjulega Fyrir skömmu birti ég hér vísu eftir sjálfan mig og beindi hermi til skáldbróöur norður í landi. Ég sá fljótt að þetta var vafasamt þar sem ég vék að trúarlegum skoðunum og kannski ekki nógu varfæmis- lega. En vísan átti sér tilefni í eigin umhverfi mínu og einu orði eða réttara sagt hluta þess hefði ég átt að breyta. Ég ákvað því að hirta vísuna að nýju, endurskoðaða að þessu leyti. Hún er svona: Leiðist mér stundum lífsins þungi og langar þá burt úr ærslasolli. En fæðist þá kannski sem andarungi í öðrum og verri sullupolli. Þetta er ferhenda en vegna þess að dagblaðsdálkar eru mjóir brýt ég hana í fleiri línur að þessu sinni. Hafi einhverjir lært vísuna eins og ég birti hana í fyrra skiptið þá læt ég það óátalið. En orðhlutinn sem ég breyti er sóttur í fyrri mynd sinni í bílaplan sem nú er í ríkari mæli en áður mér til skapraunar vegna stórbyggingar sem byrgir mér meiri og fegurri náttúrudýrð. Auðvitað á ég og mitt fólk ekki meiri rétt til heillandi útsýnis og sæmilegs andrúmslofts, að maður nú ekki tah um mennilegra um- ferðar- og umgengnishátta en aðrir. En hafa ekki síðustu vikur sýnt okkur hve of mikil þröng í byggða- og umferöamálum er hættuleg? Þeir sem hér byggja urðu uppvísir að því að greiða ekki sjálfsögðustu skatta. í staö þess að taka hressi- lega á málum þeirra keyptu ríki og bær byggingar þeirra, sem enn standa ónotaðar, þær sem full- byggðar eru. Var þá brýnt aö bæta við? Óbyggðar lóðir í Kópavogi eru enn nógar til. Aö baki þessum byggingum standa pólitískir hug- sjónamenn sem veifa skikkjum miskunnsemi og mannúðar. Þetta verða dýrar íbúðir og gætu staðið lengi auðar. Enn hefur sannleikur- inn um þetta framtak ekki séð dagsins ljós. ' Undirritaður og kona hans eru dæmd til þess útsýnis að horfa nið- ur á stóran geymsluvöll bíla rétt við dyr sínar og glugga og Heilsu- gæslustöövar Kópavogsbæjar þar sem myndast hefur óhroðapoúur sem í safnast rigningarvatn og alls- konar olíu- og smurningarefni sem þessum farartækjum fylgja. Vellin- um er skipt í tvennt meö gömlum símastaurum svo að með þeim myndast hlið sem bílarnir og veg- farendur verða að þræða er þeir koma og fara. Lægð er um miðjan völhnn og snjó er rutt að staurun- um á vetrum og svehbunkar mynd- ast. Pípulagnir hafa upphaflega átt að taka viö rigningar- og leysinga- vatni en þau 5 ár sem við höfum átt elhbústað á efstu hæö Heilsu- gæslustöðvarinnar hefur verið htið Vísnaþáttur en skóvarpsdjúpt stöðuvatn í öðru hliðinu. Þar er flesta daga ársins ógeðslegur hroðapollur af þeim sót- og smumingsefnum að ónefndri þeirri ohu sem lekur stöðugt úr tugum farartækja. Þarna fer flesta daga, og þó eink- um um helgar, mikill fjöldi prúð- búins fólks og leggur blómum skreyttum bílum. Þarna eiga leið brúðhjón, venslamenn þeirra og gestir. Þarna eru einnig erf- idrykkjufólk og syrgjendur. Ónefndir em þá afmælishópar og fermingargestir, jóla- og héraðs- hátíðagleðskaparmenn og konur. Konumar o.fl. dragandi á eftir sér fína kjóla og peysufót. En þó hef ég einkurn í huga hversdagsfólk sem á erindi á skrifstofur, bókasafn og heilsugæslustaði að ónefndum þeim ungu mönnum sem eiga hér heima á svæðinu og flestir eru bún- ir reimuðum grófsóluöum skóm eða stígvélum. Slóð þeirra má rekja upp alla stiga og ganga flesta daga, þeim til skapraunar sem eiga aö þrífa óhroöann a.m.k. einu sinni í viku og hafa dapurlega reynslu af því að htið gagnar að vera að kosta upp á endurnýjun gólfteppanna. En vísan sem ég leiðrétti eða breytti lítils háttar er ekki ort heima hjá mér heldur í stuttri bæj- arferð til Reykjavíkur. Og kannski á hún sér dýpri bókmenntalegar rætur en í fljótu bragði virðist. Sökum hrakandi hehsu okkar hjóna er okkur uppálagt af lækn- um, sem við höfum leitað th, að hreyfa okkur að heiman hvern dag, þegar th þess viðrar, en bæði erum við komin á'lífeyrisaldur og shkir fá ókeypis strætisvagnamiða í Kópavogi og nokkurn afslátt í Reykjavík, hvort sem þeir eru þar heimilisfastir eða ekki. Þessu síð- astnefnda er yfirleitt ekki veriö að flagga. Umrædd ferð okkar, þegar áður- nefnd vísa var ort, hófst í sólskini. Meðal annars fórum við að skoða Kringluna, hina miklu verslun, þar sem áður var mýri. Sú kvað nú vera að drepa miðbæjarkaupmenn 1 Reykjavík. Við fengum okkur kafíisopa og meðlæti. Það var ódýrt og gott. Veitingastjóri var prúður miðaldra maður og heyrðist ögn á mæli hans að hann myndi vera erlendur. Smádrengur, sem móðir hafði leyft of mikið sjálfræði, varð til þess að hann sagði og strauk koll phtsins: Ekki að príla svona, góði minn. Þú getur meitt þig. Þetta varð til þess að ég gaf mig á tal við þjóninn sem ég annars hefði ekki gert. Hann hafði verið hérlendis í átta ár og kunni því vel. Háttvísi mannsins varð til þess að mig langaði til að gleðja hann. Ég haföi yfír setningu hans og bætti við: Svona fahega íslensku myndu ekki ahir innlendir stéttarbræður þínur hafa notað: príla er óvenju hljómfagurt og háttvíslegt orð að nota í þessu sambandi. Ég er þjóð- kunnur rithöfundur og hef hlotið viðurkenningu. Þess vegna fagna ég því að fá mann í hóp okkar sem kann að velja orð sín. En skáldiö danska, H.C. Anders- en, kemur hka við sögu þessarar breyttu vísu sem ég birti hér. Um það ræði ég í næsta þætti. Jón úr Vör, Fannborg 7 Kópavogi ÞRÍRFRAKKAR HJÁ ÚLFARI, Baldursgötu 14, s. 23939 BJÖRGUNAR- BIFREIÐAR, sími 689290 689490 28. okt. 1990 ÁHORFENDAKORT SKJALDBREIÐUR H 1060 'ÖRlNDAVlK 1 1 (Mosfi Rásröð í Armstrong Rally 1. Rúnar/Jón, Ford Escort 9. Jón Ebbi/Birgir Már, RS 2000 MMC Lancer 1600 2. Ásgcir/Bragi, MG Metro6R4 10. Guöný/Lára, Toyota 3. Birgir/Þorgrimur, Starlet 1200 Toyota 1600 11. Úlfar/Guömundur T., 4. Páll/Witek, Ford Escort Chevrolet Camaro 5300 RS 2000 12. Pétur/Magnús, Ford 5. Siguröur Bragi/Rögn- Escort 2000 valdur, Ford Escort 2000 13. Siguröur/Árni, Ford Escort 6. Guömundur Björn/ 2000 Bjarki, Nissan 240 RS 14. Páll/Jón, Nissan Silvia 7. Þröstur/Viktor, Ford 200 SX 1800 Escort 2000 15. Haraldur/Siguröur, 8. Tryggvi/Laufey, Toyota 1600 Citroén Axel 1300 16. Jóhannes/Aöalsteinn, Ford Escort 2000 ix BLÁFELL Faxaleni 12, sími 670420 HLJ0MTÆKIIBILAIURVALI LanghoHsvegi 89 Gimilegur Grillseóill Réttur dagsins i hádeginu Ræsingartimi fyrsta bíls inn á sérleiðir: Sérl. 1.1(1. 8.40 2. kl. 9.40 3. kl. 10.30 4. kl. 11.30 5. kl. 13.00 6. kl. 13.15 7. kl. 14.40 8. kl. 15.30 Endamark við Hjólbarðahöllina, Fellsmúla, kl. 18.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.