Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 4
Fréttir Hnífstungumálið: Austurríkis- maðurínn ósakhæfur og sendur heim 31 árs gamall Austurríkismað- ur, sem stakk norskan þyrluflug- mann í kviðinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 2. október síð- astliðinn, hetur veriö sendur til síns heimalands. Tveir íslenskir lögreglumenn fóru með hann handjárnaðan til Vínarborgar á fóstudag í síðustu viku. Maðurinn hafði játaö á sig verknaðinn en var úrskurðaður í allt að 30 daga gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins stóð hjá lögreglunni á Keílavíkurflug- velli. Einnig var farið að þeirri kröfu rannsóknarlögreglu um aö geðrannsókn færi fram vegna mannsins. Eftir þá rannsókn var maðurinn úrskuröaður ósak- hæfur. Ríkissaksóknari krafðist því ekki frekari aðgeröa í málinu. Gæsluvarðhaldið var stytt og maðurinn sendur til Austurríkis. Þar tóku menn frá þarlendum lögregluyfirvöldum viö honum á flugveilinunyí Vín á föstudag. Heföi maðurinn talist sakhæfur heföi mál hans að öllum líkindum farið í gegnum íslenska réttar- kerfið þar sem brotið var framiö í íslenskri lögsögu. -ÓTT LaxáíAðaldal: Fimmtíu ára afmæli Laxár- félagsins „Við eigum von á 200 manns í þessa afmælisveislu Laxárfélags- ins að félagsheimilinu Ýdölum á laugardagskvöldið og það verða örugglega sagðar margar veiði- sögur úr Laxá,“ sagði Orri Vig- fússon, formaöur Laxárféiagsins, í gærkvöidi. En Laxárfélagið samanstendur af þreraur deild- um veiðimanna á Húsavík, Akur- eyri og Reykjavfk sem veiða í Laxá í Aöaldal. „Þetta er fyrsta stórafmælið sem við höldum en við gerum þetta bara tvisar á öld. Það eru félagar í Laxárfélaginu og bænd- ur við Laxá í Aðaldal sem munu fjölmenna til hófsins,“ sagöi Orri. -G.Bender Ólafsfiarðarmúli: Göngin ekki opnuðfyiren ídesember Gylfi Kristján33on, DV, Akuieryri: „Það er alveg ljóst aö göngin verða ekki tekin í notkun i næsta mánuðí eins og stefnt hefur verið að,“ segir Oddur Sigurðsson, staöarstjóri Vegagerðarinnar við jarögangagerðina í Ólafsflarð- armúla. Nú er lokið við að klæða vegina sem liggja að göngunum báðum megin. Um næstu helgi hefst hins vegar maibikunarvinna í göngunum sjáifum. Gert er ráð fyrir að malbikunarvinnan taki þijár vikur. Oddur sagði að þegar þeirri vinnu lyki tæki viö vinna við að sefia upp kapalstiga fyrir ljósa- búnað í göngunum og þá væri eftir ýmis frágangsvinna. „Það er því alveg Ijóst aö það verður komið fram í desember þegar hægt veröur að hleypa umferð í göngin og svo gæti farið í versta falli að ekki yrði hægt að opna göngin fyrir umferð fyrr en eftir áramót," sagöi Oddur. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. DV Alvarleg staða fiskeldis á íslandi: Fleiri gjaldþrot í f isk- eldi eru óumf lýjanleg - fórum of geyst í að byggja fiskeldið upp, segir Júlíus Kristinsson „Ég held að það séu alhr orðnir sammála um að það hafi verið farið óþarflega geyst í að byggja fiskeldið hér á landi upp,“ sagði Júlíus Krist- insson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, en um síðustu helgi fór fram mikil ráðstefna um stöðu fiskeldisins á íslandi. Eru menn nú sammála um að fisk- eldi hér á landi standi á tímamótum og kom meðal annars fram hjá Frið- riki Sigurðssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra landsambandsins, að enn fleiri gjaldþrot fiskeldisfyrir- tækja væru óumflýjanleg. Benti Friðrik á að ástæða þess væri sú að afíoll væru mikil í eldi stöðvanna og veösetningahlutfall hátt. Júlíus sagði að það mætti vel vera að fleiri gjaldþrot ættu eftir að eiga sér stað - um það hefði hann hins vegar engar upplýsingar. Hann sagði að einnig mætti kenna um óheppni því um leið og fiskeldið heíði verið að byggjast upp hér á landi hefði orðið hrun á mörkuðum erlendis. - En sérð þú möguleika á því að at- vinnugreinin sjálf, þeir menn sem eru í fiskeldi, geti lagt til nýtt fiár- magn til að bæta stöðu fyrirtækj- anna? „í sumum tilfeUum gæti ef til viU meira komið frá hluthöfum en í öðr- um tilfellum þarf kannski greiðslu- frest á langtímalán. Ég er að vona að það sé hægt að leysa mörg mál- anna á þann hátt og ekki þurfi að koma nýtt fé á annan máta,“ sagði Júhus en hann er jafnframt for- mennskunni framkvæmdastjóri Silf- urlax. Heildarskuldir 6-8 milljarðar Júlíus sagði að erfitt væri að meta heildarskuldir fiskeldis á íslandi en menn hefðu rætt um að 6 til 8 millj- arðar króna hefðu farið í fiskeldið. Júlíus sagðist skilja það svo að bak við þessa upphæð væru fiárfestingar, afurðalán og eigið fé og reyndar ahir þeir fiármunir sem í fiskeldið væru farnir. Júlíus sagði að ekki væri hægt að líta á þetta sem glatað fé því aö í fiskeldinu væri ákaflega mikh fiárfesting sem mætti nýta í framtíð- inni. - En hefðum viö átt að einbeita okk- ur'að ákveðnum tegundum fiskeldis? „Ég get ekki séð að það sé ein eldis- leiö sem eigi meiri rétt á sér en önn- ur. Þetta eru svo mismunandi að- stæður. Sumstaðar viröist kvíaeldið ganga þokkalega, hafbeitin gengur betur á öðrum stöðum og strandeldið gengur betur á enn öörum stöðum. Aðstæður hér á íslandi eru svo fiöl- breytilegar og miklu fjölbreytilegri en í Noregi og Skotlandi. Því koma miklu fleiri léiðir til áhta. Ég hefði kannski viljað sjá meiri þróun í nýt- ingu jarðhitans. Mér finnst aö það hafi verið alltof lítið gert til að ná hagkvæmri nýtingu á honum. Við eigum að gera meira í því að nýta hann,“ sagði Júlíus. - Á fiskeldið einhverja framtíð fyrir sér? „Fiskeldið býr ekki við neina styrki eða slíkt og við höfum engan áhuga á því. Það versta sem fyrir fiskeldið gæti komið er að komast inn í eitt- hvað svipað og landbúnaðurinn býr við. Það verður að athugast að fyrir- tækin komast langt með að standa sig við þessar erfiðu aðstæður sem hér eru. Það er kannski býsna mark- vert fyrir þetta ungan iðnað. Þá verða menn að athuga að mikil af- kastaaukning hefur átt sér stað inn- an fiskeldisins og því höfum við miklu betri möguleika á að ná hag- kvæmum rekstri," sagði Júlíus. -SMJ Stefnt er að því að setja upp brennisteinsverksmiöju við Nesjavelli. DV-mynd GVA Brermisteinsmengun frá Nesjavöllum: Stefnum að brennisteins- verksmiðju - segir forstj óri Hitaveitu Reykj avíkur „Við höfum látið kanna möguleika á að hreinsa brennisteininn frá og þá kom í ljós að það getur veriö hag- kvæmt að vinna hann. Það mun þó ekki vera hagkvæmt að reisa verk- smiðju fyrr en þriðji áfangi Nesja- vahavirkjunar verður tekinn í notk- un,“ sagöi Gunnar Kristinsson, for- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur, þegar hann var spurður um fyrirætlanir þeirra hitaveitumanna um að hreinsa brennistein frá gufuafls- virkjuninni á Nesjavöhum. Eins og komið hefur fram í DV hefur Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra bent á að brennisteinsmagn frá Nesjavallavirkjun sé jafnmikið og frá væntanlegu álveri á Keihsnesi. Taldi hann eðhlegt að skoða möguleika á að hreinsa brennisteininn frá. Gunnar sagði að vissulega hefðu slíkir möguleikar verið skoðaðir. Hann sagði að brennisteinn félh út í afrennshsvatni og frá útgufun frá verksmiðjunni. Tvær holur blása núna gufu og þaðan berst brenni- steinsmengunin nú. Það væri ekki fyrr en 1995-97 sem möguleikar sköpuðust á aö setja upp slíka verksmiðju en þá er ætlunin að taka þriðja áfanga Nesjavalla- virkjunar í notkun. Gunnar sagði aö slík verksmiðja yrði varla nein gróðalind en það væri skhyrði að hún gæti staðið undir sér. Þangað til yrðu líklega ekki gerðar neitt sér- stakar ráðstafanir. Þá vísaði Gunnar frá öllum hug- myndum um að Nesjavahavirkjun hefði á einhvern hátt spillt Þingvaíla- vatni en nokkrir bændur þar á svæð- inu hafa nefnt slíkt. -SMJ Könnun Verðlagsstofhunar á varahlutum: Mikill munur á verði umboða og verslana - viöskiptavinir móögast ef við bjóðum þeim ódýrustu vörurnar, segir Ari Jónsson hjá Glóbusi hf. Vísitölufiölskyldan greiðir rúm- lega 380 þúsund krónur á ári fyrir að eiga og reka bíl segir í frétt frá Verðlagsstofnun. Hluti þessa kostn- aðar er vegna varahlutakaupa. Þrátt fyrir að framfærsluvísitalan hafi ein- imgis hækkað um 12% á undanfomu ári hefur verð á varahlutum hækkað um 18%. Þetta telur Verðlagsstofnun mikla hækkun, sérstaklega í ljósi þess aö vísitala fyrir nýjan bh, bens- ín og varahluti hefur aöeins hækkað um 7%. í könnun Verðlagsstofnunar, sem fram fór í september, var verð vara- hluta í varahlutaverslunum, bif- reiðaumboðum og öðmm verslunum borið saman. Ekki var lagt mat á hvort gæðamunur væri á varahlut- um frá mismunandi framleiðendum. Kannað var verö á um 300 varahlut- um í 20 tegundir bifreiða af árgerð 1986. Könnunin tók til 13 varahluta- veslana og bifreiöaumboða auk 11 annarra verslana. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mjög mikih verðmunur er á mörgum varahiutum eftir verslun- um. Einkum reyndist verðið í bif- reiðaumboðunum hærra en í öðram verslunum þó einnig væm dæmi um það gagnstæöa. Af um 300 varahlut- um vom 138 hlutir með meira en 100% verömun á hæsta og lægsta verði. Hæsta verð 11 varahluta var meira en 400% hærra en lægsta verð sömu hluta. í flestum tilfella reyndist th dæmis Glóbus hf. vera með hæsta verö á varahlutum í Saab 900, en fyrirtækið hefur umboð fyrir þær bifreiöar. Púströr í þá tegund bifreiða kostar um 37 þúsund hjá Glóbusi en einung- is 10 þúsund í Bílanausti. Þá kostar kveikjuhamar í Citroen 96 krónur hjá Blossa en sex sinnum meira í Glóbusi, eða 595 krónur. Þegar DV bar þennan verðmun undir Ara Jónsson, dehdarsfióra í Glóbusi, kvaðst hann ekki vera svo undrandi á þessum mun því gæða- munurinn væri það mikill á þessum vörum. Þeim væri hins vegar kapps- mál að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sem lægst verð. „Við bjóðum til dæmis viöskipta- vinum okkar upp á bæði ódýr púst- rör, sömu gerðar og Bílanaust selur, og dýrari púströr frá Saab-verk- smiðjunum. Þó verðmunurinn sé mikhl segir það ekkert um gæðin. Meðan ódým púströrin endast ef til vill einungis í eitt ár geta þau dýrari endst í mörg ár. Sumir viðskiptavin- ir okkar verða hreinlega móðgaðir ef við bjóðum þeim ódým vömmar. Þeir vilja einungis það besta í sína góöubíla." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.