Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 31
39 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. DV Lífsstíll Ég er doktor Jeckyll og ég ætla að fylgja ykkur um öngstræti og dimm sund Edinborgar í kvöld. í kjölfarið fylgdu nokkrar vel valdar sögur um drauga, aftökur, galdrabrennur og ýmsan annan hrylling sem átt hefur sér stað í aldanna rás í þessari sögu- frægu borg. Síðan var lagt af stað í tveggja tíma gönguferð um gamla borgarhlutann. Það er fyrirtækið Robin’s Edinburgh Tours sem skipu- leggur gönguferðir um borgina. Yfir- leitt tekur hver göngutúr um tvær klukkustundir og kostar hann þrjú pund eða um 330 krónur. Lagt er af stað frá gosbrunninum á þaki Waverley byggingarinnar í allar ferðirnar. Alla daga er boðið upp á fjórar mismunandi gönguferðir með leið- sögn: ein er sérstaklega sniðin fyrir þá sem hafa stuttan tíma en vilja sjá eitthvað af borginni, önnur er um söguslóðir gamla bæjarins, sú þriðja um yngri borgarhlutann og svo draugagangan áðurnefnda. Það er hægt að mæla með þessum göngu- ferðum, þær eru ekki ýkja erfiðar en mjög skemmtilegar, auk þess sem í þeim gefst tækifæri á að fá yfirsýn yfir borgina og sögu hennar á stutt- um tíma. Skoskt kvöld, þar sem boðið er upp á þjóðlega skemmtun, er ettirminnilegt. Edinborg: Skotlandi og fyrrum dvalarstaður Maríu Stuart. Þar eru til sýnis Ust- munir og málverk frá ýmsum tím- um, vefnaður og húsgögn. Tvö önnur söfn er vert að minnast á, það eru National Gallery of Scot- land í Mound og Royal Museum of Scotland í Chambers Street. Auk þessara safna er fjöldi annarra safna sem vert er að gefa gaum. Hótel, veitinga- staðir og pöbbar Það er urmull veitingastaða í Edin- borg og má þar nefna indverska, kín- verska, austurríska, thailenska, ít- alska, hefðbundna skoska og svo framvegis. Verðlagið á veitingastöð- r unum er nokkuð mismunandi en meðalverð á máltíð með léttvínsglasi er um 1000 krónur fyrir manninn. Nær allir pöbbar bjóða upp á snarl yfir daginn og meðalverð á máltíð með bjórglasi er um 360 krónur fyrir manninn eða jafnmikið og eitt ölglas kostar á pöbb í Reykjavík. Ferðaskrifstofan Atlantik býður upp á helgarferðir til Edinborgar nú í vetur. Ódýrasta ferðin er fjögurra daga ferð sem kostar 29.600 krónur fyrir manninn miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. í ódýrustu Hvar er kastalinn? - í draugagöngu með frægri persónu Fallegborg Edinborg er afar falleg borg og hún hefur þann kost umfram margar aðr- ar borgir að hún er ekki ýkja stór og mjög auðvelt að rata. Skotar eru upp til hópa afar vingjarnlegt fólk og hjálpfúst. Til að mynda ef ein- hvem vantar skiptimynt í strætó dugar að hrópa upp yfir vagninn og spyrja hvort einhver geti skipt fyrir mann og um leið eru allar buddur á lofti. Svo hafa Skotar einkar gaman af að tala um fótbolta og klassísk spurning er hversu mörg fótboltalið séu á íslandi. Annað uppáhaldsum- ræðuefni Skota eru Englendingar. Skotar hafa mikla þjóðemisvitund og þeir em stoltir af sögu sinni en Englendingar fara dálítið í taugarnar á þeim. Einn karl, sem ég spjallaði við í Edinborg, sagöi mér í óspurðum fréttum að mesta böl lífs hans hefði verið að fæðast í Englandi en ekki Skotlandi. Foreldrar hans sem voru af skosku bergi brotnir drýgðu þá höfuðsynd að flytja til Englands og þar fæddist maðurinn. Þeir fluttu svo aftur til Skotlands tíu árum síðar og það var mesta lán lífs hans. Enn þann dag í dag sagðist þó viðmælandi minn ekki þora að segja það nema í ákveðnum hópum að hann hefði fæðst í Englandi, fólk ætti nefnilega til að taka honum illa þegar það frétti hvar hann hefði fæðst. Útsýnisferðir Af öðra sem fólk getur tekið sér fyrir hendur ef það vill fá einhverja yfirsýn yfir borgina í stuttri helgar- ferð er að fara í útsýnisferð með leið- sögumanni um borgina. Á kortérs fresti allan daginn leggja rútur af stað frá Waverley brúnni og fara hring um eldri og yngri borgarhlut- ana. Útsýnisferðin kostar þijú pund eða 330 krónur og hægt er að fara úr rútunni við sögufræga staði og skoða þá og taka svo næstu ferð og halda þannig áfram hringinn með stoppum eða fara með rútunni einn hring sem tekur um klukkustund. Skosktkvöld Það er Royal Mile Banquets í Vic- toriu stræti 9 sem býður upp á afar eftirminnilegt skoskt kvöld. Þar sitja menn yfir skemmtidagskrá sem sam- anstendur af sögum, dansi, sekkjar; pípuleik, hamoníkuspih og söng. Á meðan á skemmtiatriðunum stendur er boðið upp á fjögurra rétta skoska máltíð og drykki með. Gestir sitja við langborð og stöðugt er borið í þá matur og vín. Öll þjónusta er svolítið gróf og gerir kannski kvöldið enn eftirminnilegra fyrir vikið. Þetta er góð skemmtun sem minnir um margt á íslensk þorrablót þar sem ungir sem aldnir skemmta sér saman. Auk þess er í Edinborg á hveriu kvöldi hægt að velja um ýmiss konar tónleika og leiksýningar. í gestamót- tökum hótelanna er hægt að fá upp- lýsingar um hvað er í gangi á hveij- um tíma. Hjá upplýsingaskrifstofu Ferðamálaráðs í Waverley bygging- unni er sömu upplýsingar að fá, auk allra annarra upplýsinga sem ferða- maðurinn þarfnast, og þar er auk þess hægt að kaupa miða á ýmsar uppákomur. Það era mörg söfn sem gaman er að skoða í Edinborg og flestallir sem heimsækja borgina fara að sjá Edin- borgarkastalann. Það jaðrar við að vera heilög skylda allra þeirra sem til borgarinnar koma að líta þann merka stað augum. Að vísu rakst ég á Grikkja nokkurn sem hafði dvahð í borginni í rúma viku og það fyrsta sem hann spurði mig, þegar við hitt- umst fyrir tilviljun, var hvort ég vissi hvar kastalann væri að finna. Þaö fannst mér nú dáldið fyndin spum- ing því ég hélt að enginn kæmist hjá því að sjá kastalann þar sem hann stendur uppi á háum kletti og gnæfir bæði yfir eldri og yngri borgarhlut- ann. The Scotch Whisky Heritage Cen- tre er safn sem enginn unnandi viskí- drykkjarins ætti að láta fram hjá sér fara. Þar er hægt að fræðast um nán- ast aht sem lýtur að sögu og fram- leiðslu þessa víns. Svo má nefna Huntley House í Canongate en þar eru til sýnis sögur og munir sem tengjast sögu borgarinnar. í Galdstone’s Land, 483 Lawmarket er th sýnis ýmiss konar verslunar- varningur frá 17. öld í verslunarbás- um þess tíma, auk þess sem þar má sjá dæmigert 17. aldar heimili með öhum innastokksmunum. Holyrood Palace er dvalarstaður bresku konungsfjölskyldunnar í ferðunum er gist á Stakis Grosvenor Hotel sem staðsett er skammt frá miðborginni. Stakis er skemmtilegt þriggja stjörnu hótel, í viktoríönsk- um sth sem býður upp á góða þjón- ustu. Þar era tveir ágætir veitinga- staðir, bar og pöbb. Sams konar ferð kostar 30.890 krónur ef gist er á Mount Royal, sem er þokkalegasta hótel, en að dómi undirritaðrar ekki jafn skemmtilegt og Stakis. En hótel- ið hefur þann kost umfram Stakis aö vera í miðbænum. Dýrasta ferðin er svo á 32.880 krónur fyrir manninn. Þá er gist á Caledonian hótelinu sem er nálægt miðju Princes Street. Mjög glæsilegt fimm stjömu hótel, eitt það glæsilegasta í borginni. J.Mar ÞJ0ÐIN FAGNAR NYFENGNU FRELSII LEIGUFLUGI EGILSSTAÐA-FARGJALDI j framhaldi af yfirlýsingu stjórnvalda höfum við gert nauðsynlegar ráðstafanir um leiguflug til London og Kaupmannahafnar næsta sumar. LONDON BROTTFARARDAGAR KAUPMANNAHÖFN BROTTFARARDAGAR MA11.8.15.22. JÚNÍ5.12.19.26. JÚLÍ3.10.17.24.31. AGUST7.14.21.28. SEPTEMBER 4.11.18.25. MAI2.9.16.23.30. JUNI6.13.20.27. JÚLÍ 4.11.18.25. AGUST1.8.15.22.29. SEPTEMBER 5.12.19.26. OG VERÐIÐ: (NEIEKKI PRENTVILLfl) 1VIKAKR. 14.700 - 2 VIKURKR. 15.800 3 VIKURKR. 16.900 0G VERÐIÐ: 1VIKAKR. 15.800 - 2 VIKURKR. 16.900 3 VIKURKR. 17.700 AÐ VIÐBÆTTRI ÞJÓNUSTU OG GISTINGU í MÖRGUM VERÐFLOKKUM SEM KAUPA ÞARF MEÐ Þú bókar flugið strax, allir hafa jafnan rétt til þessara kjarabóta meðan sætaframboðið okkar leyfir. Birt með fyrirvara um að stjórnvöld taki ekki til baka gefin fyrirheit um frelsi í leiguflugi. FLUGFERÐIR =■ SULHRFLUG Vesturgötu 12, símar 620066 og 15331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.