Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. Skák Enn hreppir Larsen efsta sætið Danski stórmeistarinn Bent Lars- en, sem nú er búsettur í Argentínu, er einhver farsælasti mótaskákmaö- ur allra tíma. Enn einum sigrinum bætti hann í safnið á dögxmum er hann varð efstur á alþjóðamóti í New York, sem kennt er við lögmanna- firmað Watson, Farley & Wifiiams. Þetta er þriðja mótið sem lögmenn þessir standa að og Larsen hefur sigrað á þeim öllum! Larsen hlaut 6,5 v. af 9 mögulegum; gríski stórmeistarinn Kotronias kom næstur með 6 v. og enski flækjufótur- inn Jonathan Speelman varð að láta sér lynda þriðja sætið með 5,5 v. Síð- an komu Bandaríkjamennimir Fish- bein og Frias með 5 v. ásamt Eng- lendingnum King. Hodgson, einnig Englandi, hlaut 3,5 v., Mednis og Wolff, Bandaríkjunum, fengu 3 v. og sovéski stórmeistarinn og enda- taflssérfræðingurinn Juri Averbakh rak. lestina með 2,5 v. Framan af fór Larsen með löndum og fáir spáðu honum sigri. Hann sýndi þó að hann lætur engan bilbug á sér finna þótt orðinn sé 55 ára gam- ail. Með því að vinna fjórar síðustu skákimar skaut hann keppinautun- um ref fyrir rass. Larsen tefldi frísklega á mótinu og var vel að sigrinum kominn. Fjömg- asta skák hans var gegn enska flækjufætinum Jonathan Speelman sem var í sannkölluðum framúr- stefnustíl. Larsen tók hraustlega á móti óvenjulegri byijunartafl- mennsku Speelmans og náði yfir- höndinni en sá enski var þó ekki á þeim buxunum að láta hann vaða yfir sig. Honum tókst að vanda að flækja stöðuna ótæpUega en Larsen náði að snúa á hann og stýra skák- inni í hagstætt hróksendatafl sem hann vann auðveldlega. Hvítt: Jonathan Speelman Svart: Bent Larsen Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. 0-0 Rge7 5. Rc3 Rd4 6. Rxd4 cxd4 7. Re2 a6 8. Bd3 d5 9. e5?! Rc6 10. f4 Bd7 11. a3 g5! 12. f5 Dc7 13. b4 Dxe5 14. Bb2 0-0-0 15. Rg3 h5 16. c3 h4 17. cxd4 Rxd4 18. Dcl+ Bc6 19. Dc3 hxg3 20. Dxd4 Dxd4 21. Bxd4 Hxh2 22. fxe6 fxe6 23. Hael Bd6 24. Hxe6 Hh4 25. BfB 25. - Bb8! 26. Bf5 Ba7+ 27. He3+ Bd7 28. Bxg5 Hc4 29. Bxd8 Kxd8 3§. Bxd7 Kxd7 31. Hf7+ Kc6 32. Kfl Bxe3 33. dxe3 Hc3 34. a4 Hxe3 35. HÍ6+ Kd7 36. Hf7+ Ke6 37. Hxb7 d4! 38. Hb8 Kd5 39. b5 axb5 40. axb5 d3 Og hér lagði Speelman niður vopn. Eftir 41. b6 Kc6 42. b7 Kc7 vinnur svartur og einnig eftir 41. Hc8 He6! er hvítur bjargarlaus. Hér er annað sýnishorn af tafl- mennsku Larsens á mótinu. Þessi er dæmigerð fyrir skákstíl hans. Þrátt fyrir að Uðsafli sé jafn getur hann ótrauður teflt til vinnings þar sem staða mótherjans er óvirk og hann hefur í mörg hom að Uta. Tæknin bregst Larsen ekki í sUkum stöðum. Hvitt: Bent Larsen Svart: Victor Frias Kóngsindversk vörn. 1. d4 RfB 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 0-0 5. Bg5 Dæmigert fyrir Larsen, sem gjam- an reynir að taka „teóríuhundana" út fyrir skræðumar. Þetta er svo sem engin nýjung en ekki algengasta leið- in. 5. - h6 6. Bf4 d6 7. h3 Rc6 8. e3 e6 9. Bh2 b6 10. Be2 Bb7 11. 0-0 De7 12. Da4 Rb8 13. a3 Re4 14. Rxe4 Bxe4 15. Hacl Rd7 16. Rd2 Bb7 17. Bf3 Bxf3 18. Rxf3 e5 19. Dc6 Hfc8 20. b4! a5 21. b5 a4 22. Hfdl Kh7 23. dxe5 Rxe5 24. Bxe5 Bxe5 25. Rxe5 Dxe5 Staðan hefur einfaldast mikið; nú em aðeins þungu mennimir eftir á Bent Larsen er orðinn 55 ára gam- all og á að baki glæsilega móta- sigra. Nú síðast á alþjóðamóti í New York á dögunum. Skák Jón L. Árnason borðinu. Larsen getur ekki státað af miklu en safnast þegar saman kem- ur: Meira rými, sterkur reitur á c6 og veikt peð svarts á a4. VandamáUn em greinilega svarts og hér er Lar- sen í essinu sínu: Hann hefur gaman að því að nudda svona stöður áfram og semur ekki jafntefli fyrr en í fulla hnefana. Að þessu leyti mættu marg- ir taka hann sér til fyrirmyndar. Áætlun Larsens er að koma mönn- unum í vígstöðu á kóngsvæng án þess að missa sjónar af veikleikunum á drottningarvæng en þannig tekst honum að halda svörtum við _ xllJ' 26. Hd4 Kg7 27. Hc3 De8 28. Df3 De5 29. Hcd3 He8 30. g3 Hab8 31. h4 He6 32. Ddl Ha8 33. Dcl h5 34. Hf4 Kg8 35. Hd5 Dg7 36. Kg2 He5 37. Ddl He6 38. Hdd4 He5 39. Df3 Hb8 40. Hf6 He6?! Síðasti leikurinn fyrir tímamörkin er oft örlagaríkur. Eftir uppskiptin sem nú fylgja veikist kóngsstaöa svarts og nú fyrst hefur Larsen eitt- hvað áþreifanlegt til að tefla upp á. Hitt er annað mál að hvítur var þess albúinn að leika 41. Hdf4 og þá yrði svartur lentur í krappri vörn. 41. Hxe6 fxe6 42. Hf4 De7 43. De4 Kg7 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 44. g4! Hh8 Ekki 44. - hxg4 45. Hxg4 Df6 46. h5 o.s.frv. 45. g5 e5 46. HfB De8 47. Df3 Hg8 48. Kfl e4 49. Dh3 d5 50. Dg3 De7 51. Hc6 Hc8 52. cxd5 Dxa3 53. De5+ Kh7 54. Df6! Nú er svartur varnarlaus. 65. - Dal+ 55. Dxal Og svartur gafst upp. Vantaði riddara í DV á fimmtudag var greint frá uppgötvun tölvunnar „Deep Tho- ught“ vestur í Camegie-Mellon há- I i Vlll! afa. i i i i i A i i A n A A A A m \ :;iA skóla sem hefur rakiö vinningsleið fyrir Karpov í fyrstu einvígisskák- inni við Kasparov. Beðist er forláts á því að svartan riddara vantaöi á stöðumyndina. Með góðum vilja mátti skilja hugmynd tölvunnar en við birtum þó stööuna aftur: 8 7 6 5 4 3 2 1 Karpov lék 22. Hxa8 Hxa8 23. Db3 en eftir 23. - Bc6! tókst Kasparov - með naumindum þó - aö halda stöð- unni saman og skákinni lauk með jafntefli. Tölvan djúpvitra bendir á 22. b3! með eftirfarandi afbrigðum: a)22. - Rd6 23. Hxe8+ Hxe8 24. Rxb5! Rxb5 25. Dxd5 Bxd5 26. Bxb5 og vinn- ur peð því áð hrókur svarts á e8 er í uppnámi. b) 22. - Hxel 23. Hxa8+ Bxa8 24. Dxel Rd6 Eða 24. - Rd2 25. Bxb5 Rxb3? 26. De8+ og nú 26. - Bf8 27. Rxb3 Dxb3 28. Bc5 og vinnur, eða 26. - Kg7 27. Rxb3 Dxb3 28. Bd4+ með mátsókn. 25. Rxb5! Rxb5 26. De8+ Kg7 27. Dxb5 og aftur vinnur hvítur peð án þess svartur fái nokkrar bætur. c) 22. - Re3? 23. Hxa8 Bxa8 24. Dd3 og leppun riddarans kostar Uð. Og enn er spurt: Hvenær skyldi koma að því að tölvur tefli um heims- meistaratitilinn? -JLÁ I I Á. i i i JÉL i m A g A& A s #s jl<á? ABCDEFGH TCT-3B1 • 14" litasjónvarp • 30 stöðva minni • Sjálfieitun að stöðvum • Inniloftnet og fjarstýring með öllum helstu aðgerðum Verð 27.859 stg. 0 KKU R T0 KST ÞAÐ MEO TENSZÍ TCT-524 • 20" litasjónvarp • 30 stöðva minni • Sjálfleitun aö stöóvum • Audio/video tengi • Inniloftnet og fjarstýring með öllum helstu aðgeröum Verð 37.710 stg. TCT-522 • 20" litasjónvarp • 30 stöðva minni • Sjálfleitun að stöóvum og fjarstýring meó öllum helstu aðgeróum Verð 35.910 stg. SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2 - sími 68-90-90 30% HAGSTÆÐARA INNKAUPSVERÐ .. >'.: TCT-360 • 14" litasjónvarp • 32 stöðva minni • Sjálfleitun aó stöðvum • Skipanir birtast á skjá • Stillanlegur slökkvunartími • Audio/video tengi • lnniloftnet og fjarstýring meó öllum helstu aðgerðum Verð 28.512 stg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.