Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 23 Kvikmyndir Fyrr á þessu ári var frumsýnd nýjasta mynd leikstjórans Johns Boorman. Hann er einn af þessum leikstjórum sem eru nær óútreikn- anlegir. Sumar mynda hans hafa verið míög vinsælar en aðrar hafa aftur á móti horfið næstum spor- laust skömmu eftir frumsýningu. Þvi veröur gaman að fylgjast með hvemig nýjustu mynd hans, sem ber nafnið Where the Heart Is, verður tekið. Myndin fjallar um verktaka að nafni Stewart McBain sem sér- hæfir sig í að rífa niður gömul hús til að rýma fyrir nýbyggingum. Hann hefur teldð að sér verkefni í Brooklyn og á aðeins eftir að íjar- lægja eitt hús, sem gengur undir nafninu „Dutch“ húsið, þegar um- hverfissinnum tekst að fá húsið friðlýst. McBain á þrjú uppkomin börn sem hann telur að eigi ýmislegt eftir ólært í lífinu. Chloe er nýút- skrifuð úr listaskóla, Jimmy er á kafi í tölvum og Daphne virðist enga köllun hafa í lífinu. Kvöld eitt ekur McBain börnum sínum til „Dutch" hússins, gefur þeim smá vasapening og tilkynnir þeim að hér eftir verði þau að sjá um sig sjálf. Sjálfstæði Eftir að hafa áttað sig á því hvað það þýðir að standa á eigin fótum, ákveða systkinin að fá leigjendur. Þeir koma sinn úr hverri áttinni, eins og hlutabréfasali frá Wall Tveir af leigjendunum. Þar sem hjartað liggur Street og fatahönnuður. Stór hluti myndarinnar fjallar síðan um inn- byrðis samband þessara aðila, ástir og sorg, sigra og ósigra. Á sama tíma missir McBain tökin á fyrirtæki sínu vegna þess hve byggingarframkvæmdir hafa dreg- ist á langinn. Hann neyðist til að setja allt sitt undir og virðist ætla að tapa aleigunni þegar börnin komast að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að bjarga föður sínum sé að sprengja „Dutch“ húsið í loft upp. En það leysir þó ekki öll vanda- málin því þaö eru ýmir hlutir óupp- geröir. Upphafið Hugmyndin að Where the Heart Is kviknaði í framhaldi af síðustu mynd Boormans sem bar heitið Hope and Glory og byggði á bernskuminningum hans í síðari heimsstyijöldinni í Bretlandi. „Dóttir mín, Telsche, hefur alla tíð unnið með mér að gerð mynda minna sem aðstoðarframkvæmda- stjóri. Þegar við unnum að gerð Hope and Glory ræddum við mikið um hve ólíkar æskuminningar okkar voru. Ég fluttist að heiman við fyrsta tækifæri því umhverfi mitt var ekki sérstaklega skemmti- legt né upplífgandi. Bömin mín hafa hins vegar átt í erfiðleikum með að rífa sig upp og flytja frá okkur og það lá við að við yrðum að neyða þau að flytja að heiman. Þarna gátum við rætt um hiuti sem ég gat ekki við foreldra mína þegar ég var ungur,“ var haft eftir Boor- man í viðtali viö Monthly Film Bulletin. Niðurstaðan varð sú að Boorman skrifaði handritið að Where the Heart Is skömmu síðar með hjálp dóttur sinnar. Brooklyn og Toronto Myndin átti upphaflega að gerast í Bretlandi, enda er Boorman fædd- ur og uppalinn þar. Síðar var ákveðið að kvikmyndatakan færi fram í Bandaríkjunum, m.a. vegna Eitt af málverkum Chloe. þess að „ef þú gerir kvikmynd í Bretlandi fyrir alþjóðlegan markað verður þú yfirleitt alltaf að gefa sérstaka skýringu á því í efnis- þræðinum hvers vegna myndin er kvikmynduð í Bretlandi", eins og Boorman orðar það sjálfur. Ákveðið var að láta myndina ger- ast í Brooklyn en hins vegar var sjálft „Dutch" húsið byggt á bíla- stæði í Toronto og atriðin klippt saman við það sem var kvikmynd- að í Brooklyn. Síðustu tvær myndir Boormans hafa verið mjög persónulegar, þ.e. Where the Heart Is og Hope and Kvikmyndir Baldur Hjaltason Glory. „Eftír að hafa gert svona persónulega mynd get ég ekki neit- að því að fyrir utan ánægjuna að takast á við þetta verkefni og ljúka því, þá finnst mér á sama hátt að ég hafi tapað einhveiju. Þegar ég gerði Hope and Glory var það eins og Scott Fitzgerald sagöi, að mynd- in tók frá mér draumana mína og kom í staðinn fyrir bemskuminn- mgarnar. Sama virðist hafa gerst með Where the Heart Is. Mér finnst myndiri hafa tekið frá mér ákveð- inn hluta af minningum og lífi mínu þannig að það tilheyrir mér ekki lengur. Ég sé að vissu leyti eftir að svo margir persónulegir hlutir voru dregnir fram í dagsljó- sið. Meöan unnið er að kvikmynd sökkvir maður sér niður í efnið en þegar því verki lýkur verður mað- ur að finna hinn rétta farveg aftur til raunveruleikans. En ég held aö ég hafi að hluta til verið að veija sjálfan mig þegar ég fann þessa draumalausn til að enda myndina á. Eða eins og Oscar Wilde sagði, góð sögulok fyrir- finnast aðeins ef þú segir ekki alla söguna." John Boorman En hver er þessi John Boorman? Hann á að baki litríkan feril sem leikstjóri sem hófst á tímum Bítla- tónlistinnar og var fyrsta mynd hans Catch Us if You Can þar sem hljómsveitín Dave Clark Five var í aðalhlutverki. Þetta var 1965 eða' sama ár og Help með Bítlunum var frumsýnd. Tveimur árum síðar venti Boorman algerlega kvæði sínu í kross þegar hann gerði Point Black, sem var hörkutryllir með Lee Marvin. Hell in the Pacific var forvitnileg mynd sem Boorman gerði 1969. Það eru aðeins tvær sögupersónur, tveir hermenn stríð- andi þjóða sem urðu strandaglópar á eyðieyju eftir aö síðari heims- styijöldinni lauk án þess aö vita að stríðið væri búið. Það voru þeir Lee Marvin sem lék Bandaríkja- manninn og Toshiro Mifune sem lék Japanann. Siðasta ljónið Sérkennilegasta mynd Boormans er líklega Leo the Last enda var hún á sínum tíma sýnd sem mánu- dagsmynd í Háskólabíói. ítalinn Marcello Mastroianni fór með hlut- verk prins sem hafði verið í sjáif- skipaðri útlegð og vildi nú snúa aftur til fyrra lífernis. Eitt af þeim verkefnum, sem hann tekur sér fyrir hendur, er að kenna nágrönn- um sínum betri mannasiði og lífsst- íl. Myndin er dálítíð heimspekileg og féll vel í listunnendur kvik- mynda en hinum almenna kvik- myndahúsagesti fannst aftur á mótí lítið tíl hennar koma. Þekktasta mynd Boormans er lík- lega Deliverance, en það voru ófáir sem kipptust ekki einu sinni við í sætum sínum, þegar mest gekk á, er myndin var sýnd á sínum tíma í Austurbæjarbíói. Myndin fjallaði um hóp manna sem fóru í útilegu og lentu í rimmu við utangarðs- menn. Zardoz (1974) gerðist 2293 þar sem Sean Connery lék hálf- gerðan útilegumann sem reyndi að brjótast út úr kerfinu. Framtíðin Þaö ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu að Boorman hafði' tekið að sér að gera framhalds- myndina um særingarmeistarann eða Exorcist II the Heretic. Útkoman var vægast sagt ömur- leg enda liðu fjögur ár þar tii Boor- man leikstýrði næstu mynd sinni. Það var Excalibur (1981) sem vai hvarvétna tekið vel enda vai myndin einstaklega myndræn og vel útfærð. The Emerald Forest fjallaði um verkfræðing sem varð fyrir þeirri lífreynslu að indíánar rændu syni hans meðan hann var að vinna að verkefni í Brasilíu. Tíu árum síðar fréttír hann af honum og leggur af stað inn í frum- skóginn til að bjarga honum. En það reynist erfiðara fyrir drenginn en nokkurn grunaði að gera upp á milli þeirra tveggja heima sem hann hafði kynnst. John Boorman er þegar farinn að vinna að, undirbúningi næstu myndar simiar sem hann ætlar að byggjá á bók Linusays Clark The Chýmicai Wedding. Hún ætt; -.ð sjá dagsins ljós á næsta ári. -B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.