Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. ov Afmæli Ámi Stefán Guðnason Árni Stefán Guðnason kennari, Lautarhúsi 8 aö Hólum í Hóla- hreppi, verður fertugur á morgun. Starfsferill Ámi fæddist á Raufarhöfn og ólst þar upp. Hann lauk þar barnaskóla- námi en gagnfræðaprófi lauk hann frá Gagnfræðaskóla Kópavogs 1968. Þá lauk hann fjórða stigi Vélskóla íslands vorið 1976. Ámi vann almenna verkamanna- vinnu á unglingsárunum, var háseti og kokkur áfiskiskipum en vélstjóri frá 1969 og á sumrin með skólanum til ársins 1974. Hann var vélstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Raufarhöfn á ámnum 1976-84 en hefur verið kennari við Bændaskól- ann á Hólum frá 1984. Steinar Ingimundarson. Fjölskylda Ámi kvæntist 10.7.1976 Þorbjörgu Sigríði Þorsteinsdóttur, f. 6.10.1953, húsmóður en hún er dóttir Þor- steins Magnússonar, bónda á Blika- lóni á Melrakkasléttu, og konu hans, Margrétar Eiríksdóttur bóndakonu. . Dóttir Árna frá því fyrir hjóna- band með Jónu Björgu Sigurðar- dóttur er Ingibjörg, f. 19.12.1967, háskólanemi, gift Arnari Bjarna- syni nema og eiga þau eina dóttur, Jónu Björgu, f. 31.7.1989. Sonur Sigríðar er Jón Tryggvi Sturluson, f. 3.9.1971, sjómaður. Dóttir Árna og Sigríðar er Gunnur Árnadóttir, f. 12.10.1976, nemi. Árni á átta systkini sem öll eru á lífi. Árni Stefán Guðnason. Foreldrar Árna: Guðni Þ. Árna- son, f. 2.11.1917, d. 1.6.1981, skrif- stofustjóri, og Helga Jónsdóttir, f. 7.11.1915, húsmóðir. Steinar Ingimundarson Steinar Ingimundarson, starfs- maður hjá Vegagerð ríkisins í Borg- arnesi, Böðvarsgötu 5, Borgarnesi, verður sextugur á morgun. Böðvar fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp. Hann kvæntist 28.10. 1955 Sigrúnu Guðbjarnadóttur, f. f 27.9.1936, húsmóður, en hún er dótt- ir Guðbjarna Helgasonar og Sigur- línu Hjálmarsdóttur Börn Steinars og Sigrúnar eru Bjami Ingimar, f. 29.5.1956; Svanur, f. 22.1.1960 og Sigurlína, f. 18.8.1968. Foreldrar Steinars: Ingimundur Einarsson og Margrét Guðmunds- dóttiríBorgamesi. Steinar tekur á móti gestum eftir klukkan 15 laugardaginn 27.10. Tilkyimingar Tímaritið Húsfreyjan, blað Kvenfélagasambands Islands, á 40 ára afmæli í ár. Fyrsta tölublaö kom út í ársbyijun 1950 og hefur komið út óslitið síðan. Húsfreyjan er málgagn Kvenfé- lagasambands íslands sem er 60 ára á þessu ári. Auk þess flytur blaðið margvís- legt annað efni, einkum um allt það sem varðar fjölskyldur og heimili svo og smá- sögur og kvæði að ógleymdum handa- vinnuþáttum og matreiðsluþáttum. í 1. tbl. þessa árs auglýsti Húsfreyjan smá- sagnasamkeppni í tilefni af 60 ára af- mæli K.í. Nokkrar sögur bárust. 1. verð- laun kr. 50.000 hlaut Svava S. Guðmunds- dóttir, Görðum í Staðarsveit, fyrir söguna „Sparimerkin" sem mun birtast í jóla- blaði Húsfreyjunnar. Fjórar aðrar sögur fengu viðurkenningu. Verðlaunin voru afhent í afmælisfagnaði Húsfreyjunnar, 11. okt sl. Þá voru einnig veitt verðlaun þeirri konu sem hafði safnað flestum áskrifendum á einu ári. Það var Þrúður Siguröardóttir, Hvammi í Ölfusi, og fékk hún myndavél. Núverandi ritstjóri er Gréta E. Pálsdóttir. Skagaleikflokkurinn frumsýnir„19. júní“ Skagaleikflokkurinn frumsýnir á laugar- dagskvöld leikritið „19. júni“ eftir þær systur Kristínu og Iðunni Steinsdætur en Kristín er einmitt búsett á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk efúr hana er tekiö til sýninga hér. Æfmgar hafa Maðurinn, iíkaminn í máli og myndum Öm og Orlygur hafa sent frá sér aðra útgáfu af bókinni Maðurinn - Líkaminn í máh og myndum. Stefán B. Sigurðsson íslenskaði frumútgáfima en Hálfdán Ómar Hálfdánarson, Heimir Hálfdánar- son og Þuríður Þorbjarnadóttir endur- skoðuðu textann fyrir 2. útgáfu. Maöur- inn - Líkaminn í máli og myndum er 110 bls. að stærð með skýrum og vel gerðum litmyndum sem sýna gerð og starfsemi helstu líffæra og lífíærakerfa. Blandað er saman teikningum, Ijósmyndum og línuritum svo að fram komi auðskilinn, aðgengilegur og lifandi texti sem sam- svarar nútíma kröfum til fræði- og kennslubóka. Þótt bókin sé ítarleg veitir hún einnig stutt og greinargóð svör. Bók- in svarar einstaka spumingum - en gefur auk þess heildaryfirlit um uppbyggingu likamans og starfsemi hans. Bókin svalar því fróðleiksþorsta ungra sem aldinna á þessu sviði. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnu- daginn 28. október, kl. 14 frjálst spil og tafl, kl. 20 dans. Skáldakynning þriðju- daginn 30. október kl. 15 að Hverfisgötu 105. Lesið úr verkum Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Umsjónarmaður Helgi Sæ- mundsson. Sparidagar á Hótel Örk 29. okt. til 1. nóv. og 5.-9. nóv. Sérstakur aukaafsláttur frá áður auglýstu verði. Nánari upplýsingar í síma 28812 eða 98-34700. Afmælishóf Stjörnunnar Stjaman býður til afmælissýningar og afmæhshófs sunnudaginn 28. október. Dagskrá: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 13, afmæhssýning 1 Ásgarði kl. 14.30, Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur. Glæsileg íþróttasýning íþrótta- fólks úr öllum deildum Stjömunnar. Af- mæhshóf í Garðalundi kl. 16 og verður þar kynning á starfi félagsins í máh og myndum, ávörp, tónhst, veitingar og flugeldasýning. staðið yflr í tæpa tvo mánuði undir stjóm Oktavíu Stefánsdóttur. Aðalhlutverkið, hlutverk Önnu, er í höndum Hallberu Jóhannesdóttur. Hlutverk era ahs 10. Fjórar sýningar hafa þegar verið auglýst- ar. Auk framsýningarinnar á laugardag verða sýningar á mánudag, þriðjudag og miðvikudag og fleiri ef aðsókn verður góð. * örfiabök Ilúskófiins Orð og tunga, tímarit Orðabókar Háskólans út er kominn 2. árgangur tímaritsins Orð og tunga sem Orðabók Háskólans gefur ú. Að þessu sinni hefúr ritið að geyma erindi þau sem flutt vora á ráðstefnunni „Þýðingar á tölvuöld" sem haldin var í janúarmánuði sl. f tilefni af því að um það leyti vora 5 ár liðiri síðan Orðabók háskólans og IBM á íslandi hófu sam- starf um þýðingar á notendaforritum, hugbúnaði og handbókum tölvunotenda á íslensku. Á ráðstefnunni var fjallað um þýðingar frá ýmsum sjónarmiðum, jafnt um íslenska þýðingahefð sem um tækni- legar nýjungar í þýðingum þar sem tölvu- notkun kemur mjög við sögu. í Orði og tungu era greinar um bókmenntaþýöing- ar, bibhuþýðíngar, orðabókaþýðingar, íðoröaþýðingar, þýðingar forrita, vél- rænar þýðingar, leiðbeiningar um þýð- ingar og þýðingastarf IBM í alþjóðlegu samhengi. Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 29. október kl. 20.30. Allir velkomnir. Sýningar Einar Þorláksson sýnir í Listhúsi Einar Þorláksson hstmálari sýnir mál- verk í Listhúsi, Vesturgötu 17. Á sýning- unni era 48 pastelmyndir og er sýningin opin frá kl. 14-18 daglega til 4. nóvember. Tapað fundið Kettlingur í óskilum Ómerktur, snjóhvítur, stálpáður kettl- ingur er í óskilum í vesturbæ Kópavogs. Upplýsingar í síma 43207. Barnakerra í óskilum Bamakerra er í óskilum í Smáibúða- hverfmu. Upplýsingar í síma 73177. 49 Nýr byggðakjarni risinn í hjarta Reykjavíkur Um þessa helgi efnir byggingarfyrirtækið Ármannsfell hf. til sýningar á fuhbúnum íbúðum í glæsilegm byggðarkjarna í Ás- holti við Laugaveg. Ármannsfell hf. hefur starfað i aldarfjórðung og annast bygg-' ingu og sölu íbúða jafnt sem opinberra bygginga. Ásholt verður til sýnis 27. og 28. október kl. 13-17. Sölufólk og bygging- arstjórar veita ahar nánari upplýsingar á staðnum. Aðkoma er frá Laugaveginum og bílastæði nóg við gömlu mjólkurstöð- ina (Þjóðskjalasafnið). Hljómsveit konunglega breska landgönguliðsins The Band of HM Royal Marines Tónleikar í íslensku óperunni, Reykjavík, fimmtudaginn 1. nóvember k(. 20.00. Miðasala í óperunni frá 25. október. Miðaverð 600,- (400,- fyrir börn, ellilífeyrisþega og hópa). Breska sendiráðið - Hekla hf. INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar med bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr still, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg 0 Kobenhavn 0 Danmark Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst i um- ferðaróhöppum. VWGolfGL 1989 LadaSamara 1989 BMW318Í 1988 Toyota Corolla GTI 1988 Suzuki Swift GTI 1987 Lada Vaz 2105 1987 Mazda 323 1987 Mazda 323 1985 MMCGalant 1982 Subaru 1800 st. 4x4 1982 Daihatsu Charade 1983 Fiat127 1983 BMW728I 1982 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 29. okt. í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavik, sími 621110. VERNDGE6N VÁ TRVGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.