Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 20
2Ó- IÍMJÖÁia»m "37.'ÖkTÓ6ER19ð0i „Þetta er mín fyrsta skáldsaga, aörar bækur mínar eru endurminn- ingabækur," segir Tryggvi Emilsson rithöfundur í samtali við helgarblað- ið. Tryggvi, sem varð 88 ára síðastlið- inn laugardag, er að senda frá sér ástarsögu nú fyrir jólin sem heitir Blá augu og biksvört hempa. Fyrri bækur Tryggva eru vel þekktar og vöktu mikla athygh á sínum tíma en það eru bækurnar Fátækt fólk, Bar- áttan um brauðið og Fyrir sunnan sem fjölluðu um æviskeið hans. Þá hefur Tryggvi gefið út ljóðabækur, ættfræðibók og smásögur. Þótt aldur Tryggva sé orðinn hár og heymin farin aö dofna lætur hann ekki deigan síga við skriftir og ljóða- gerð er honum einnig huglæg. Á síðasta ári var leikritið Fátækt fólk sett upp hjá Leikfélagi Akur- eyrar eftir bókTryggva og naut það mikilla vinsælda. Böðvar Guð- mundsson bjó söguna til leikrits- geröar. Tryggvi var alinn upp á Ak- ureyri og segist hafa farið norður til að sjá leikritiö og haft gaman af. „Ég var mjög ánægður með sýningú leik- félagsins enda vakti hún almenna athygh og sló aösóknarmet sem ís- lenskt leikrit þar,“ segir Tryggvi. Sjötugt unglamb Flestir setjast í helgan stein um sjö- tugt en það gerði Tryggvi ekki. Það var einmitt á þeim aldri sem hann byijaði að skrifa bækur. „Ég þurfti að hætta vinnu vegna veikinda, fékk kransæðastíflu, og ákvað þess vegna að kaupa ritvél og fara að skrifa." Tryggvi var verkamaður hjá Hita- veitu Reykjavík í 23 ár og það hvarfl- aði aldrei að honum að setjast við skriftir meðan hann var í fullri vinnu. „Kannski langaði mig til þess,“ segir hann „en ekki þannig að ég léti það sifja í fyrirrúmi.“ Tryggvi segir það ekki hafa verið auðvelt að fást við skriftir á kvöldin eftir vinnu vegna mikillar þátttöku hans í félagsstörfum. „Ég vann mikið fyrir Verkamannafélagið Dagsbrún og var í stjóm þess í tuttugu ár. Áður en ég kom suður var ég í verkalýðs- baráttunni fyrir norðan." Tryggvi bjó á Akureyri til ársins 1947 en flutti þá suður í atvinnuleit. „Við reyndum að hafa búskap, kýr og kindur, en það var ekki mikiðVipp úr því að hafa og atvinnu var litla að fá. Það var hins vegar alltaf sögð næg vinna fyrir sunnan sem var nú reyndar ekki alltaf sannleikanum samkvæmt. Ég fékk þó vinnu strax og ég kom suður og vann ölium stundum. Mest var ég við trésmíðar. Ég hafði lært smíðar í tvö ár og bauð mig fram við Hitaveituna sem smið- ur. Kannski var ég handíaginn eða bara gervismiður," heldur Tryggvi áfram. Skáldið varð að bíða Ekki var mikið um ritstörf hjá Tryggva á yngri ámm. Hann var rit- ari í Verkamannfélaginu og lét það nægja. Tryggvi gaf samt út tvær ljóðabækur áður en hann veiktist fyrir hjarta árið 1970. „Ég kynntist Kristni Andréssyni hjá Máh og menningu og hann vildi gefa út ljóð- in mín,“ segir Tryggvi þegar hann er spurður hvað hafi komið honum til að gefa út ljóöabækur sínar. Hann bætir við aö honum hafi ekki þótt sjötíu ár hár aldur enda eru heil átján ár síðan hann náði þeim Tryggvi Emilsson er 88 ára en ennþá situr hann við skriftir og er að senda frá sér ástarsögu nú fyrir jólin. Tryggvi fékk mjög góða dóma fyrir fyrstu bækur sínar, Fátækt fólk og Baráttuna um brauðið. DV-myndir Brynjar Gauti áfanga. „Eitthvað varð maður að hafa fyrir stafni í ellinni. Heimil- isaðstæður voru ágætar þó konan min væri sjúklingur. Hún var mér góð og sá um að ég hefði næði. Ekki kunni ég á ritvél og fór því á nám- skeið til að læra. Ég sá að það þýddi ekkert annað. Maður varð að skrifa á ritvél. Ég fann líka að ég hafði frá svo mörgu að segja að ég varð að geta notað afla finguma á ritvéhna til að geta komið því frá mér.“ Tryggvi viðurkennir að Fátækt fólk hafi verið nokkuð lengi í vinnslu en útgefandinn rak talsvert á eftir honum með þá næstu. „Fátækt fólk kom út árið 1976 og Baráttan um brauöið ári síðar. Ég gat alltaf setið við skriftir enda hætti ég öllum fé- lagsstörfum um leið og ég hætti aö vinna úti.“ Ást og bamaþrælkun Bókin sem Tryggvi er að senda frá sér í næsta mánuði heitir Blá augu og biksvört hempa. „Þetta er mín fyrsta skáldsaga," segir Tryggvi. „Ást kemur við sögu í þessari bók. Hún fjallar um kvæntan prest, Bjöm. Hann á ríka frú sem er nokkru eldri. Presturinn kynnist ungri stúlku sem kemur til þeirra sem vinnukona og hann verður ákaflega hrifinn af henni. Þau taka saman og eignast bam en unga stúlkan deyr skömmu síðar. Bláu augun hennar fylgja hon- um út aht hfið og fyrir hana fómar hann öhu. Hann tapaöi hempunni vegna ástarinnar og sótti aldrei um brauð aftur.“ Séra Björn, aðalsöguhetja bókar- innar, sneri th Reykjavikur með komabarnið með sér og aldraða fóstm sína, Guðrúnu. Þau fengu inni hjá systur Guðrúnar, Kolfinnu, á Laugaveginum en það var einmitt hún sem útvegaöi prestinum verka- mannavinnu. Honum var nokkuö bragðið er hann sá þvílíkur þræl- dómur vinnan var og ekki síður að börn unnu þar hörðum höndum. Þannig lýsir Tryggvi t.d. er séra Björn fer út af vinnustað sínum einn daginn og gengur á eftir einum vinnumanninum, tíu ára stúlku: „Hún er tíu ára,“ sagði Kolfinna, „og má þakka fyrir að vera ekki á öðram og verri stað. Hún hlífir sér ekki en reynir að fremsta megni að keppast við ahan guöslangan daginn. Verkstjórinn gekk þama hjá um dag- inn, hnippti með tánni í rassinn á henni og sagði: „Þú ætlar að verða andskotans fantur eins og hún móðir þín,“ - og átti við dugnaðinn. Aðbúðin fyrir svona bam er engin. Nokkrar jafnöldrur hennar vinna á þessari stöð, stundum th ehefu á kvöldin. Viö þvottinn ætti þetta stelpubam fúllt kaup, en hvað heldurðu að hún fái? Einn þriðja á við okkur hinar, segi og skrifa einn þriðja. Aht og sumt og helst að knékrjúpa fyrir þessum herr- um fyrir að fá vinnu. Þeir græða mest á bamavinnunni, það máttu vita og útgerðin veit hvað hún má leyfa sér. Enginn þorir að segja orð, þá fengju þær pokann sinn, væra reknar á stundinni." Heimild upp- rennandi kynslóða í bókum sínum segir Tryggvi frá raunveruleikanum á íslandi á hðn- um áram. Sá raunveraleiki hiýtur að vera hulin ráðgáta ungu fólki nútímans. Þess vegna má segja að í bókum Tryggva Emilssonar megi finna heimiidir og sögu, komandi kynslóðum th fróðleiks, og minna okkur hin á hversu tímarnir hafa breyst á íslandi á thtölulega fáum áram. Grípum niður í bókina örlítið síðar í kaflanum: „Þegar Bjöm var lagstur að rekkju- voðum þetta júníkvöld, lemstraður á líkama og sál, þjakaður af þreytu- verkjum og hryggur í huganum, var honum varnað svefns. Enn stóð hon- um fyrir sjónum það bam sem gekk fyrir þeim Kolfinnu upp Laugaveg- inn, tíu ára stúlkubam með gamal- mennis göngulagi vegna ofþreytu, öreigabam og leiddi móður sína. Minningar frá nýhðnum árum hóp- uðust að og hrópuðu á miskunn. Minningar um hans eigið ástarbarn, Eygló hans, sárari og áleitnari en nokkru sinni. Hreppsbarnið sem selt var undir þrældóm frá tíu á?a aldri, selt undir strangan aga og langan vinnudag þegar á lá að bjarga verð- mætum útgerðarinnar frá skemmd- um.“ Tryggvi segist hafa skrifað þessa bók fyrst og fremst af löngun th að segja frá fólki eins og hann hefur kynnst því um dagana enda hafði hann safnað að sér efniviðnum í langan tíma. „Eg hef kynnst mörgum mönnum og spjahaö við þá um ævi þeirra. Einnig vann ég með íjölda manns sem áttu mikla lífsreynslu og breyti- lega ævi. Ég fékk mikiö að heyra þegar ég spjallaöi við allt þetta fólk og að vissu leyti endurspeglast það sem ég hef heyrt í þessari skáld- sögu,“ segir Tryggvi ennfremur. „í bókinni er sögð örlagasaga ein- stakhnga og þjóöar þar sem raun- sannir atburðir og þjóðsagnakenndir vefast saman í eina hehd. Og þó per- sónur sögunnar rísi ekki allar hátt á mælikvarða þjóðfélagsins eru örlög þeirra stórbrotin og skapferli þeirra hetjulegt.“ Ættfræðibók í vinnslu Undanfarið hefur Tryggvi skrifað ættfræði og einnig ljóð. „Ég hef ahtaf verið áhugasamur um ættfræði. Fað- ir minn var mjög ættfróður og þegar ég var sautján ára flutti ég á heimih þar sem mikið var talað um ættir manna. Ég er búinn að skrifa ættir foreldra minna og sú bók kom út í fyrra en nú er ég að vinna ættir tengdaforeldra minna. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki og öllum, hvort sem þeir voru ríkir eða fátæk- ir, enda segi ég sögu þeirra og gleymi engum," segir Tryggvi. Þessi aldni rithöfundur vinnur við að koma sögu aldamótakynslóðar- innar á blað, yngra fólki th fróðleiks og skemmtunar. Hann segist hafa mjög gott minni og alltaf verið hepp- inn með það. Nýja bókin hans, Blá aúgu og biksvört hempa, hefur verið unnin á löngum tíma en hún gerist einmitt á þeim tíma sem Tryggvi er að alast upp á og fram yfir síðari heimsstyijöldina. Frá fátæku fólki yfir í eldheita ástina - Tryggvi Emilsson, 88 ára rithöfundur, gefur út fyrstu skáldsöguna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.