Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Side 16
16
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990.
Merming
Tel brýnt að fólk viti sem
mest um náttúru landsins
- segir Ari Trausti Guðmundsson, höfundur tveggja bóka um ísland
Ari Trausti Guðmundsson, höfundur bókanna Ferð um hringveginn og Hin hlið íslands.
Anna Mátfríður Sigurðardóttir.
Anna Málfríðurá
EPTAtónleikum
Anna Málfríður Sigurðardóttir
píanóleikari, sem er búsett í
Tyrklandi ásamt eiginmanni sin-
um, Martin Berkovsky, er stödd
hér á landi í stuttri heimsókn.
Hún heldur tónleika í íslensku
óperunni i kvöld. Tónleikarnir
eru í tónleikaröð EPTA og mun
hún leika verk eftir Bach, Beet-
hoven, Chopin, Rakhmaninoff og
Liszt. Tónleikamir veröa endur-
teknir í Kirkjuhvoli, Garðabæ á
laugardaginn.
Leikhús fyrir börn í
Norræna húsinu
Kaþarsis-leiksmiðjan frumsýn-
ir í kvöld verkið Saga um lítinn
prins. Hugmyndin að verkinu er
sótt í sögu franska rithöfundarins
Saint-Exupéry, Litli prinsinn, en
leikhópurinn hefur unnið 40 mín-
útna langa leikgerö byggða á sög-
unni, sem ætluð er 3-7 ára göml-
um börnum. Sýningar verða í sal
Norræna hússins og þar ætlar
Kaþarsis að bjóða áhorfendum i
ævintýralegt feröalag um heim
litla prinsins. Litli prinsinn er
löngu heimsþekkt saga og er tæp-
lega þrjátiu ár síðan hún var fyrst
gefin út hér á landi. Hún á erindi
viö alla, jafnt unga sem aldna, og
í henni má finna bæöi létt gaman
og djúpa alvöru. í sýningunni er
leitast við aö segja söguna frá
sjónarhóli bamsins. Leikarar eru
Asta Arnardóttir, Erling Jóhann-
esson, Sigurþór Albert Heimis-
son og Skúli Gautason. Leikstjóri
er Kári Halldór.
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð-
ingur er stórtækur á bókamarkaðin-
um í ár. Tvær vandaðar bækur um
náttúru íslands, sem hann er höf-
undur að, eru að koma út þessa dag-
ana hjá Lífi og sögu.
Ferð um hringveginn er viðamikil
og vönduð bók þar sem Ari lýsir á
fróðlegan hátt því sem fyrir augu ber
þegar hringvegurinn er keyrður.
Textinn er ítarlegur og áhersla lögð
á jarðfræðina. Tilgangurinn er að
miðla fróðleik um valda staði eða
valin fyrirbæri sem bíasa við af þjóð-
vegi 1. Áhersla er lögð á jarðfræðina
en þar að auki er eitt og annað tint
til af sögulegum og almennum fróð-
leik. Staðirnir sem fjallað er um eru
sjötíu og fimm. Myndir í bókinni eru
yfir 200 talsins og hefur Rafn Hafn-
fjörð tekið flestar myndirnar en ljós-
myndir eru samtals eftir átján
manns.
Hin hlið íslands á það sameiginlegt
með Ferð um hringveginn að vera
um náttúru íslands. Þar er það með-
höfundur Ara Trausta, Hreinn
Magnússon, sem tekur allar mynd-
irnar í bókina. Sú bók er minni um
sig. Textinn er á þremur tungumál-
um, íslensku, ensku og þýsku. Til-
gangurinn með bókinni er að veita
lesandanum hlutdeild í veröld sem
oftast er fjarri daglegu umhverfi okk-
ar, hinni hliðinni á íslandi.
Ari Trausti var fenginn í stutt
spjall um bækurnar tvær og var fyrst
spurður hvort ekki hefði verið mikil
vinna aö fullgera Ferö um hringveg-
inn:
„Vissulega, en þó kannski ekki eins
mikil og viröist, vegna þess að við
gerð textans gat ég sameinað áhuga-
mál og vinnu. Textinn sem ég samdi
er uppsafnaður fróðleikur sem ég hef
orðið mér úti um á mörgum árum.
Bókin er samt ekki aðeins jarðfræði.
Þarna eru þjóðsögur og almenn nátt-
úrufræði í bland við almennan fróö-
leik. Ég vaidi staðina ekki eftir mikil-
vægi heldur valdi þá staði sem ég
þekki eða hef áhuga á. Það er enginn
vandi að skrifa um aöra sjötíu og
fimm staöi sem margir hverjir eru
eins áhugaverðir og þeir sem eru í
bókinni."
- Varstu strax með í huga hring-
veginn þegar þú byijaðir á verkinu?
„Nei. Það kom upp úr samstarfinu
við forlagið Líf og sögu. Upprunalega
vorum viö með aðra hugmynd, þjóð-
garðana eða mjög þekktar slóðir svo
eitthvaö sé nefnt. Smám saman þró-
aðist hugmyndin um hringveginn.
Þótt til séu handbækur og ferðabæk-
ur sem fylgja vegum eftir, þá eru þær
yfirleitt stuttorðar. Við komumst að
þeirri niðurstöðu aö þörf væri fyrir
bók sem þessa.“
- Ferð um hringveginn er meira til
að lesa áður en lagt er í ferð eða eft-
ir að ferð lýkur?
„Það er allt í lagi aö taka bókina
með í bílinn, en hún er ekki til þess
og þetta er ekki bók til að hafa undir
hendinni. Allir, hvort sem þeir keyra
hringveginn eða ekki, geta fundiö
einhvern fróðleik, bæði þeir sem lítið
vita um náttúruna sem og þeir sem
vita heilmikið um umhverfið.
Ég skrifa um staði sem eru nálægt
þjóðveginum og auðvelt aö komast
á, en einnig um staði sem sjást frá
hringveginum í fjarlægð. Til að
mynda Kverkfjöll sem sjást, en eru
þó í hundraö kílómetra fjarlægð frá
veginum og þangað þarf fjögurra
hjóla drif til að komast. Fólk veltir
aftur á móti fyrir sér hvaöa fyrir-
bæri þetta er sem það sér frá vegin-
um og vill fræðast. Staöir þessir
tengjast því hringveginum þótt ekki
sé auövelt að komast þangað.“
- Fórstu sjálfur hringveginn þegar
þú varst aö ákveða og skrifa um þá
staði sem prýöa bókina?
„Ég er búinn að fara svo víða um
landið, og svo oft, að í þessu tilviki
þurfti ég þess ekki með. Ég bara sett-
ist niður og byrjaði á Tröllabörnum
í Lækjarbotnum og vann mig síðan
hringinn og endaði í Elliðaárdaln-
um.“
- Var það eitthvert sérstakt sem
réði vali mynda í bókina?
„Þegar maður er að hugsa um eitt-
hvert myndefni, þá er maður í leið-
inni að leita að mynd af tilteknu fyr-
irbæri. Ég myndskreyti ekki bókina
með það í huga að hafa fallegar
myndir. Ég þurfti mynd að ákveðn-
um stöðum og notaöi myndir sem
mér fannst passa best við, án þess
að hugsa beint um fegurðina, enda
er þetta ekki myndabók. Auk mynd-
anna eru teikningar, gröf og kort,
bæöi til fróöleiks og til útskýringar
á jarðfræðinni.
- Hin hlið íslands. Er hún ekki
aðallega fyrir ferðamenn sem hafa
áhuga á hálendinu?
„Bókin er hugsuð fyrir ferðamenn
og eins fyrir fólk sem vill senda gjaf-
ir til útlendinga. Megintilgangurinn
með bókinni sést á nafninu. Það er
hin hliðin sem við viljum sýna bæði
íslendingum og útlendingum. Við
vildum sýna myndir af óþekktum
slóðum að vetri, vori og hausti. í
bókinni Hin hlið íslands skipta
myndirnar miklu meira máli heldur
en í Ferð um hringveginn. Þær eru
allar teknar af einum og sama mann-
inum, Hreini Magnússyni.
Ég og Hreinn erum búnir að ferð-
ast saman í mörg ár. Hann á heiður-
inn af myndunum og þær eru aðalat-
riöi bókarinnar. Þegar við vorum að
velja myndirnar skiptum við efninu
í þrjá flokka. Einn flokkurinn er
myndir sem okkur fannst fyndnar
og er þeim stillt upp litlum hér og
þar í bókinni. Svo voru það svart-
hvítar myndir sem sýna fyrst og
fremst stemningu og síöan myndir
sem sýna sjaldgæfar slóðir. Textinn
er ekki eins sá sem ég er vanur að
skrifa. Ég leyfi mér að vera skáld-
legri en oftast áður. Útkoman er að
mínu mati öðruvísi og sérstök bók
um hálendi íslands.
- Eru ekki margir staðir af þeim
sjötíu og fimm sem teknir eru fyrir
í Ferð um hringveginn, staðir sem
fólk þekkir ekkert til?
„Fólk sem býr í einstökum lands-
hlutum kannast sjálfsagt við sjald-
gæfari nöfnin, nöfn sem tengjast þess
sveit og auðvitað vita sérfræðingarn-
ir um allt saman, en almenningur
þekkir aðeins hluta af þeim stöðum
sem fjallað er um. Það er mikið af
efni sem er nýtt fyrir fólki. Enda er
það einn megintilgangurinn að koma
til fólks fróðleik sem manni finnst
vera mikilvægur.
Þaö er brýnt að fólk viti eitthvað
um efnahagsmál og landsmáhn. Þaö
er einnig mjög brýnt að fólk viti eitt-
hvað um náttúruna og unihverfis-
mál. Við búum að einstakri náttúru.
Slóðir eins og sýndar eru í Hin hlið
íslands finnast ekki nema í Alaska
og Grænlandi. Annars staðar eru
þær svo stútfullar af fólki, stígum,
strengjabrautum og skálum að
myndefni á borð við það sem hér
birtist er ekki til staðar.
-HK
Sjónaukinn á dagskrá kl. 21.05
Helga Guðrún beinir sjónaukanum að
Landspítalanum sem er sextíu ára um þess-
ar mundir og við förum með Sigurveigu
Jónsdóttur, fréttastjóra Stöðvar 2, að skoða
tvo forvitnilega leynihella.