Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 2
Fréttir
FÖSTUD.AGUR 30.
NOVEMBER 1990.
Jakobína, 28 ára, lætur mikla fötlun ekki aftra sér:
Blind og heyrnarlaus en
sendir frá sér Ijóðabók
„Mér finnst Jakobína bæöi merki-
leg persóna og gáfuö. Hún er bæöi
blind og heyrnarlaus en hefur skrif-
aö heila ljóðabók sem er nýkomin
út. Ég vil aö fólk viti aö þessi ljóð eru
til og að þetta sé hægt þrátt fyrir hina
miklu fötlun,“ segir Sigríöur Vil-
hjálmsdóttir og hrifningin leynir sér
ekki þar sem hún situr og horfir á
andlit dóttur sinnar. Jakobína segist
ekki vera neitt merkileg kona en er
vel upplögð og segist vera í góðu
skapi. Hún bætir við aö hún sé val-
kyrja hin mesta.
Jakobína Þormóðsdóttir, dóttir
Sigríðar, er 28 ára gömul og hefur
nýveriö sent frá sér sína fyrstu ljóða-
bók, Horfnir dagar, sem Skákprent
gefur út. Þessi ljóðabók er meiri hátt-
ar afrek þegar haft er í huga að Jak-
obína hefur verið blind, heyrnarlaus
og hreyfihömluö frá því í barnæsku.
Fingurnirtengja
Jakobína mælir ljóðin af munni
fram en vinir og skyldmenni skrá
þau niður og lesa þau síðan yfir svo
Jakobína geti verið viss um að allt
sé rétt. Fingurnir eru aðaltengiliður
Jakobínu við umhverfið. Þegar hún
talar við fólk leggur hún fingurna á
barka þess meðan það talar og nemur
þannig titringinn. Sjálf getur hún
talað en hún er eilítið þvoglumælt
þar sem stjórn á tungunni er ekki
íúllkomin. Ef Jakobína skilur ekki
það sem við hana er sagt er henni
hjálpað með því að teikna bókstafi á
kinnina.
„Ef henni er kalt hverfur tilfinn-
ingin úr fingrunum og þá skilur hún
mann ekki. Þá verðum við að teikna
stafi á kinnina á henni. Hún og bróð-
ir hennar eru reyndar með mjög full-
komið og hraðvirkt samskiptakerfi í
gangi þar sem hann þarf aðeins að
teikna hluta bókstafanna til að hún
skilji."
Meðan blaðamaður og ljósmyndari
ræða-við þær mæðgur situr Sigríður
í stól en Jakobína á gólfinu við hliö-
ina. Jakobína fylgist með samtalinu
með því að spyrja móður sína af og
til. Hún hreyfir sig með því að mjaka
sér áfram á gólfinu. Hún flutti að
heiman fyrir þremur árum en býr
nú í öryrkjaíbúð.
Sjaldgæfur sjúkdómur
Jakobína fæddist heilbrigð. Við
Jakobina Þormóðsdóttir lætur ekki
mikla fötlun hefta sig.
tveggja ára aldur fór að bera á hrörn-
un sem fór hægt og bítandi að setja
spor í tilveru hennar. Þegar hún varð
sex ára vár ljóst að eitthvað mikið
var að þar sem hún var farin að
missa bæði sjón ög heyrn. Foreldrar
hennar fóru með hana til Þýskalands
þar sem læknar fundu fimm sjúk-
dómseinkenni en gátu ekki tilgreint
nákvæmlega hvaö væri aö. Nokkru
síðar kom í ljós að um sjúkdóminn
Friedrich atraxia væri að ræða. Það
er afar sjaldgæfur sjúkdómur sem
ræðst á taugakerfið. Sjón- og heyrn-
artaugar Jakobínu skemmdust auk
jafnvægistauga sem síðan orsakaði
lömun. Sautján ára gömul var Jakob-
ína hjálparvana í hjólastól.
Eins og tölva
Þrátt fyrir fötlunina hélt Jakobína
sínu andlega atgervi. Hún fékk mik-
inn áhuga á íslendingasögunum,
Hávamálum og ásatrú. íslendinga-
sögumar voru lesnar fyrir hana og
hún drakk þær í sig.
„Það þurfti ekki að lesa þær nema
einu sinni og þá man hún allt. Hún
hefur alltaf haft ótrúlegt minni, er
nánast eins og tölva."
Öll dagblöö eru lesin fyrir Jakob-
ínu og hún fylgist þannig vel með
þjóðmálaumræðunni. Hún segir
jafnréttismál fatlaðra vera sér mjög
ofarlega í huga. Áhugamálin eru
mörg.
„Fornöldin og íslendingasögurnar
eru mitt stærstá áhugamál. Ég hef
líka áhuga á menningu meðal ýmissa
þjóða og listum," segir Jakobína.
Jakobína er glettin og sendir móð-
ur sinni af og til léttar glósur. Móðir
hennar lýsir henni sem skapmikilli
konu sem standi mjög fast á mein-
ingu sinni. Jakobína heimtar að
töluö sé almennileg íslenska við sig,
ekkert slang eins og hæ og bæ.
Kvartar aldrei
Af ljóðunum að dæma er náttúran
og sveitin Jakobínu hugleikin. Þó að
fyrsta bók hennar sé komin út heldur
hún ótrauð áfram að yrkja. Hagnað-
ur af sölu þessarar bókar verður
notaður til að styðja rannsóknir á
þessum hræðilega sjúkdómi.
„Hún er svo heilluð af sveitinni að
hún vildi helst búa þar. Hún hefur
gamla sál og hefði sennilega unað sér
vel að vera uppi á tímum víking-
anna. Til að fá betri tilfinningu fyrir
fornsögunum hefur hún fengið
spjótsodd, axarblað og skjöld mótað-
an fyrir sig úr leir. Hún er hörð af
sér og kvartar aldrei nokkurn tíma
yfir sjúkdómi sínum. Það hafa marg-
ir betur staddir einstaklingar gott af
að hugleiða," segir Sigríður.
-hlh
Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hefði
ákveðið að fella úr gildi sérleyfi Flugleiða til farþegaflutninga milli Reykja-
víkur og Húsavíkur. Frá og með áramótum munu Flugleiðir og Flugfélag
Norðurlands eiga í samkeppni um farþega á leiðinni. DV-mynd Brynjar Gauti
Samgönguráöuneytiö:
Sérleyf i Flugleiða
milli Húsavíkur og
Reykjavíkur af numið
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra tilkynnti í gær þá
ákvörðun sína að veita Flugfélagi
Norðurlands leyfi til almenns far-
þegaflugs á flugleiöinni milli Húsa-
víkur og Reykjavíkur. Leyfið gildir
frá og með næstu áramótum og felur
í sér allt að 20% hlutdeild af áætlaðri
flugþörf. Samhliða þessari ákvörðun
voru Flugleiðir sviptar sérleyfi á
leiðinni en fengu í staðinn almennt
áætlunarleyfi.
Björn Theódórsson, framkvæmda-
stjóri Flugleiða, segir að um þessa
ákvörðun samgönguráðherra sé fátt
að segja. Stefna hans hafi í raun ver-
iö mörkuð þegar Arnarflugi hafi ver-
iö veitt leyfi til almenns farþegaflugs
til Vestmannaeyja á síöasta ári til að
innleiöa aukna samkeppni í innan-
landsfluginu.
„Við munum að sjálfsögðu taka
þátt í þessari samkeppni af fullri al-
vöru og leitast við að veita viðskipta-
vinum okkar sem besta þjónustu.
Enn höfum við þó ekki tekið afstöðu
til þess hvernig áætlunarfluginu til
Húsavíkur verður hagað eftir áramót
en þangað til gildir útgefin flugáætl-
un okkar,“ segir Bjöm. -kaa
Ríkisstjómin fari þegar 1 staö frá vegna bráðabirgðalaganna:
Við getum myndað rík-
isstjórn og leyst málið
- þannig aö þjóöarsáttin haldi, segir Þorsteinn Pálsson
„Það er hægt að mynda ríkisstjórn
á skömmum tíma. Okkur er ekkert
að vanbúnaði að taka þátt í ríkis-
stjórnarmyndun strax á morgun ef
þessi ríkisstjórn fer frá. Ég er alveg
sannfærður um að það er hægt og
það er líka hægt að leysa deilumálið
við BHMR með samningum," sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, í gær.
Þorsteinn og Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokksins, héldu
blaðamannafund í gær um þá
ákvörðun þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins að greiða atkvæði gegn
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn-
ar sem sett voru á BHMR í sumar.
Þar með myndi ríkisstjórnin falla því
forsætisráðherra hefur sagt að falli
bráðabirgðalögin muni hann rjúfa
þing og boða til kosninga.
Ólafur G. Einarsson sagði að ef það
yrði gert bæri ríkisstjórnin alla
ábyrgð ef allt færi úr verðbólgubönd-
unum. Henni bæri að fara frá og fela
öðrum að mynda ríkisstjórn til að
leysa málið.
Þeir sögðu að það væri mikill
ábyrgðarhluti hjá forsætisráðherra
ef hann ætlaði að rjúfa þing og boöa
til kosninga að bráöabirgðalögunum
felldum. Þá myndi ríkisstjórnin sitja
áfram í minnihluta á þingi og það
væri þá á hennar ábyrgð ef allt fer
úr verðbólguböndunum.
„Þess vegna viljum við að ríkis-
stjórnin fari þegar í stað frá svo ný
ríkisstjórp geti tekið við,“ sagði Þor-
steinn Pálsson.
Þorsteinn var spurður hvernig
hann ætlaði að semja við BHMR um
að samningar þess, sem myndu taka
gildi um leið og bráðabirgðalögin
falla, setji ekki verðbólguhjólið af
stað?
„Við búum í lýðræðisþjóöfélagi og
ef ekki er hægt að semja um svona
mál þá eru nú alvarlegir brestir
komnir upp í þjóðfélaginu. Ég er hins
vegar samifærður um að hægt er að
fá háskólamenntaða menn til að taka
þátt í aðgerðum til að ná niður verð-
bólgu. Þá verður líka að fara að með
öðrum hætti en aö byrja á því að
brjóta lög eins og ríkisstjórnin gerði.
Ég hef einnig sannfæringu fyrir því
að forystumenn Vinnuveitendasam-
bandsins og Alþýðusambandsins
muni ekkert gera sem ógnar þeim
markmiðum sem menn hafa sett sér
um að ná verðbólgunni niður. Það
væri meira en lítið skrýtið ef menn
gera því skóna að þeir ætli að hafa
frumkvæði í að raska verðbólgu-
markmiðunum,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
Hann sagði að aðalatriði málsins
væri það að allt benti til þess að ríkis-
stjórnin hefði ekki þingmeirihluta á
bak við sig. Ríkisstjórnin hefði ekki
farið að lögum viö setningu bráða-
birgðalaganna og þess vegna væri
þessi staöa komin upp. Það væri ekki
hægt að saka Sjálfstæðisflokkinn
fyrir það að vera á móti þessum ólög-
um.
-S.dór
Einar Oddur Kristjansson:
Þjóðarógæfa ef bráðabirgðalögin falla
„Það ætti öllum að vera ljóst hvað
gerist ef bráðabirgðalögin verða
felld. Alveg burtséð frá aðdragand-
anum að þessu vitleysismáli, því það
er annað mál. Við munum því róa
öllum árum að því að koma i veg
fyrir að lögin verði felld. Það væri
þjóðarógæfa að fella lögin. Þetta
munum við brýna fyrir öllum þing-
mönnum. Við höfum loforð ríkis-
stjórnarinnar fyrir því að hún geti
komið þessu máli í gegnum þingið.
Ég trúi ekki öðru en hún standi við
það. Ég vona að hún láti það hafa
förgang en ekki eitthvert pólitískt
spil í kringum þetta. Við ætlumst til
þess að aUir þingmenn horfi á þjóðar-
hag en ekki stundarværingar. Við
munum því beita öllum tUtækum
ráðum, öllum meðulum til að koma
í veg fyrir að bráöabirgðalögin verði
felld,“ sagði Einar Oddur Kristjáns-
son, formaður VSÍ, um afstöðu þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins tíl bráða-
birgðalaganna og það að þau muni
verða felld á Alþingi.
Um samþykkt þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins sagði Einar Oddur:
„Ég get bara ekki skUið hvað rekur
einn flqkk til að gera slíka sam-
þykkt. Ég vissi að sumir þingmenn
höfðu sagst myndu greiða atkvæði
gegn samningunum, siðferðisins
vegna. En ég átti ekki von á því að
þingflokkurinn sem slíkur sæi sér
einhverja þörf í því að bindast ein-
hverjum sUkum böndum til að fella
bráðabirgðalögin," sagði Einar Odd-
ur. -S.dór