Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Viðskipti Félagar í Trausta ósáttir við verðlagningu kollega sinna: 3x67 kært fyrir að hækka ekki taxtana Trausti, félag sendibílstjóra, hefur kært sendibílastöðina 3x67 til lög- reglunnar fyrir að hækka ekki taxta sína samkvæmt heimiluðum töxtum verðlagsstjóra. Kæran var send frá lögreglunni til samgönguráðuneytis- ins í vikunni. Nýlega var heimilað að hækka taxtana um tvö prósent. Forsvars- menn 3x67 tóku hins vegar ákvörðun um aö auglýsa að ökutaxtar stöðvar- innar yrðu ekki hækkaðir. „Við ákváðum að nýta ekki síðustu heimild og hækka ekki taxtana. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á Traustamönnum," sagði Sigurður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri sendibílastöðvarinnar 3x67, við DV. „Við teljum okkur sjálfir geta ákvarðað á hvaða verði við bjóðum þjónustu okkar - svo framarlega sem þaö er ekki hærra en hámarkstaxti verðlagsstjóra. Annars er þetta margþætt deila. Traustamenn eru líka ósáttir við að Mosfellsbær og Hafnarfjörður séu innan okkar gjaldsvæðis en ekki þeirra. Okkur finnst hins vegar óhæfa að láta íbúa þar borga tvöfalt gjald. Þetta er meg- indeilan en málið er miklu flóknara. En það sauð upp úr vegna þess að við hækkuðum ekki taxtana. Þeir vilja knýja okkur til hlýðni," sagði Sigurður Sigurjónsson. , Kæran frá Traustamönnum geng- ur einnig út á að bílstjórar hjá 3x67 fari ekki eftir reglugerð samgöngu- ráðuneytisins um heildarfjölda bif- reiða á höfuðborgarsvæðinu - 540 Gamla Útvegsbankahúsið við Lækj- artorg. Ríkið á forkaupsrétt á húsinu einn mánuð i viðbót. Ólíklegt er hins vegar að það nýti sér þennan rétt sinn. Útvegsbankahúsið: Ólíklegt að ríkið kaupi Frekar ólíklegt er að ríkið kaupi gamla Útvegsbankahúsið við Lækj- artorg af íslansbanka, að sögn Þór- halls Arasonar í fjármálaráðuneyt- inu. Þórhallur segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta hús. Einna helst hafi verið rætt um það sem dómhús. Dómsmálaráðuneytið mæli með kaupunum en fjármálaráðu- neytið mæli gegn þeim og bendi frek- ar á Borgartún 7 sem dómhús. Að sögn Þórhalls þyrfti að gera miklar og kostnaðarsamar endur- bætur á húsinu að innanverðu ef gera ætti það að dómhúsi. Ríkið á forkaupsrétt á húsinu á fasteignamati til loka þessa árs sam- kvæmt samningi sem gerður var þegar ríkið seldi hlut sinn í Útvegs- banka í fyrrasumar. -JGH fijálst að hafa taxta undir hehnild, segir framkvæmdastjóri Félag sendibílstjóra hefur kært sendibilastöðina 3x67 fyrir að hækka ekki taxta sina. bíla. Flestir bílstjórar hjá 3x67 eru í stéttarfélaginu Afli en ráðuneytið hefur ekki viðurkennt þau samtök formlega. „Kæran gengur út á að nokkrir menn úr 3x67 eru ekki í félaginu Trausta eins og reglugeröin gengur Verðbréfafyrirtækin fjögur, Fjár- festingarfélagiö, Verðbréfamarkaður íslandsbanka, Kaupþing og Lands- bréf, eru öll klár i slaginn fyrir 15. desember þegar leyft verður að kaupa erlend veröbréf. Öll eru fyrir- tækin komin í tengsl við erlenda banka sem annast munu kaup á er- lendum verðbréfum fyrir þau. Landsbréf Landsbréf eru í tengslum við Bar- claysbankann. Stofnaður hefur verið sérstakur sjóður, Heimsbréfasjóður- inn, til að fjárfesta í erlendum skuldabréfum og hlutabréfum. Landsbréf hafa þegar hafið sölu hlut- deildarskírteina í sjóðnum sem mun til 15. desember kaupa ihnlend verð- bréf. Þvi má segja aö Landsbréf hafi á vissan hátt þjófstartað. Sagt var frá því í DV í fyrradag að Landsbréf hefðu riðiö á vaðiö og ver- ið fyrst til að stofna verðbréfasjóö sem fjárfestir í erlendum verðbréf- um. Hiö rétta er að Fjárfestingarfé- lagið varð fyrst til og stofnaði Fjöl- þjóðasjóðinn áriö 1987. Fjárfestingarfélagið Að sögn Brynhildar Sverrisdóttur hjá Fjárfestingarfélaginu hefur fé- lagið gert samning viö Skandinav- íska Enskilda bankann um kaup á erlendum veröbréfum fyrir Fjöl- út á,“ sagði Ingólfur Finnbjömsson, formaður Trausta, við DV. „Kæran er meira formsatriði til að sjá hvort þetta standist. Það er misskilningur að kæran gangi aðallega út á aö þeir hafi ekki hækkað taxtana. En það var send viðbótarkæra vegna þess. þjóðasjóðinn. Fjölþjóðasjóöurinn hefur sölu hlut- deildarskírteina 15. desember 1990 þegar leyft verður að fjárfesta í er- lendum verðbréfum. Þá er Fiárfestingarfélagið að stofna nýjan sjóð, Almenna hlutabréfasjóð- inn, sem kaupir bæði innlend og er- lend verðbréf, þó innlend í meira mæli. Kaupþing Pétur Blöndal, forstjóri Kaupþings, sagði viö DV í gær að Kaupþing byði upp á fjóra sjóði frá verðbréfafyrir- tæki Deutsche Bank. Þetta eru sjóð- imir Eurovest, sem fjárfestir í hluta- bréfum viðurkenndra fyrirtækja í Evrópu, Intervest, sem kaupir hluta- bréf úr viðurkenndum fyrirtækjum Viö teljum að bílstjórar í Affi eigi að vera með gjaldmæla í bílum sínum sem em stilltir samkvæmt almenn- um taxta sem verölagsstjóri gefur út. Þeim er heimilt að gefa afslátt en það á ekkert skylt við að hækka ekki gjaldið. Kæran er því lögð fram til um allan heim, DB Tiger-Fund, sem er Asíusjóður og fjárfestir í hluta- bréfum fyrirtækja í Asíu utan Jap- ans, og sá fjórði, Akkumula, en hann kaupir bæði hlutabréf og skuldabréf um allan heim. Verðbréfamarkaður íslandsbanka Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Veröbréfamarkaðar íslandsbanka, sagði við DV í gær að hans fyrirtæki yrði meö tvo sjóði sem endurfjárfestu í erlendum eignum. Hann sagði jafnframt að Verðbréfa- markaðurinn væri í tengslum við nokkra erlenda banka sem önnuðst fjárfestingar fyrir þá í erlendum verðbréfum. -JGH að koma í veg fyrir misferli. Þegar menn eru með of lágt stillta gjald- mæla getur viöskiptavinurinn ekki séð hvert heimilað hámarksverð er. Uppsett verð getur þá allt eins verið hærra en leyfilegt er,“ sagði Ingólfur. -ÓTT Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 2-3 lb Sparireikningar 3jamán. uppsogn 2.5-3 Allir 6mán. uppsógn 3.5-4 nema Bb Ib.Sb 12 mán. uppsögn 4 5 Ib 18mán. uppsögn 10 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar 2-3 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsogn 2,5-3,0 Allir Innlán meðsérkjörum 3-3,25 nema Ib Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,5-7 Ib 1 Sterlingspund 12,25 12,5 Íb.Bb Vestur-þýsk mörk 7-7,1 Sp Danskar krónur 8,5-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 12,25-13,75 Bb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12.5-14.25 Ib Viöskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.5-17.5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Utlántilframleiðslu isl.krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10.5-11.0 Lb.Sb Bandarikjadalir 9.5-10 Lb.SB Sterlingspund 15,25-15,5 Lb.Sb Vestur-þýsk mórk 10-10,2 Allir Húsnæðislán 4.0 nema Sp Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Överötr. nóv. 90 12.7 Verðtr nóv. 90 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 2938 stig Lánskjaravisitala des. 2952 stig Byggingavisitala nóv. 557 stig Byggingavisitala nóv. 174,1 stig Framfærsluvísitala nóv. 148.2 stig Húsaleiguvísitala óbreytt l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa -veröbréfasjóða Einingabréf 1 5,186 Einingabréf 2 2.813 Einingabréf 3 3,412 Skammtimabréf 1,744 Auðlindarbréf 1.007 Kjarabréf 5,129 Markbréf 2,726 Tekjubréf 2,027 Skyndibréf 1.524 Fjölþjóöabréf 1,270 Sjóösbréf 1 2,487 Sjóðsbréf 2 1,805 Sjóðsbréf 3 1,730 Sjóösbréf 4 1,488 Sjóösbréf 5 1,043 Vaxtarbréf 1,7575 Valbréf 1,6480 Islandsbréf 1,076 Fjórðungsbréf 1,051 Þingbréf 1,076 Öndvegisbréf 1,068 Sýslubréf 1,082 Reiðubréf 1,059 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 572 kr. Flugleiöir 245 kr. Hampiðjan 180 kr. Hlutabréfasjóöur 181 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 189 kr. Eignfél. Alþýðub. 142 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. i Islandsbanki hf. 180 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 630 kr. Grandi hf. 225 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 667 kr. Ármannsfell hf. 240 kr. Útgerðarfélag Ak. 330 kr. Olís 204 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Verðbréfafyrirtækin: Öll komin í samvinnu við erlenda banka KAUPÞINC HF Löggilt verðbréfafyrirtæki Krínglunni 5 VÍB JRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANK Sími 681530 ■ Telefax 681526 ■ Síms 1i LANDSBRÉF HE <n> FJÁRFESTINGARFÉLAC ÍSIANDS HF. Verðbréfafyrirtækin fjögur eru öli klár i slaginn með sjóði og tengsl við erlenda banka þegar leyft verður að kaupa erlend verðbréf frá og með 15. desember. Landsbréf hafa þegar hafið söiu á Heimsbréfum og hafa þar með á vissan hátt þjófstartað á þessum markaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.