Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990.
5
dv________________________ Fréttir
Blönduvirkjun:
Vatnið tók
völdin
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
Allt vatn hljóp úr Þrístiklu á Auö-
kúluheiöi nýlega þegar starfsmenn
Hagvirkis voru aö vinna aö skurð-
grefti viö vatnið. Mikill kraftur var
á vatninu þegar þaö ruddi sér leið
enda var Þrístikla um 5 km- aö flat-
armáli og geymdi því mikiö vatn.
Vatnið rauf um 10 metra skarð í Kjal-
veg við Fannlæk. Viö það töföust efn-
isflutningar í Gilsárstíflu í tvo daga
meðan veriö var að gera viö veginn.
í sumar hefur verið unniö aö því
að gera vatnsrás frá fyrirhuguðu
Blöndulóni að inntakslóni virkjunar-
innar. Leið vatnsins á að liggja um
Þrístiklu og Smalatjörn. Þáðan um
skurð í Austara Friðmundarvatn en
svo eftir Fiskilæk í Gilsvatn og þaðan
í inntakslónið í Eldjárnsstaðaflá.
'Ætlun Hagvirkismanna var að
lækka vatnsborð Þrístiklu þannig að
hægt væri að grafa skurðinn lengra
inn í vatnið. En þá tók vatnið völdin
og réðu menn ekki við neitt. Rann
vatn fyrst í Smalatjörn en síöan eftir
Fannlæk og niður í Blöndugil.
Stórvirkar vélar við vinnu á virkjunarsvæðinu við Blöndu.
DV-loftmynd Magnús
Verk eftir Erró selj-
ast háu verði á er-
lendum uppboðum
„Það verð, sem málverk Erró selj-
ast á á erlendum uppboðum, rennir
stoðum undir að hann sé búinn að
hasla sér völl sem alþjóðlegur lista-
maður. Verk hans hafa nýlega verið
boðin upp í Þýskalandi, París og á
Ítalíu og hefur fengist mikið fé fyrir
þau. Verðið hefur verið að sigla upp
á undanförnum mánuðum,“ segir
Úlfar Þormóðsson í Gallerí Borg.
Á uppboði í Köln var seld mynd frá
árinu 1963 af stærðinni 45,7x54,6 á 470
þúsund krónur íslenskar. í París var
selt verk frá árinu 1959 af stærðinni
200x102 á 1.530 þúsund krónur og í
Mílanó fór verk af stærðinni 100x65
á 900 þúsund krónur.
„Á sýningu, sem Erró hélt í Reykja-
vík í vor, var veriö að selja verk af
sömu stærð og minnstu myndina á
uppboðunum úti á 90 þúsund krónur
og verk jafnstór stærsta verkinu
voru seld á 370 þúsund krónur. Mið-
að við það verð sem fæst fyrir verkin
úti hafa þau því fimmfaldast í verði.
Að vísu selur Erró verk sín á íslandi
á um helmingi lægra verði en hann
gerir erlendis og sé miðað við það
hafa verkin tvö og hálffaldast í
verði,“ segir Úlfar.
Aðalsteinn Ingólfsson hstfræðing-
ur er að skrifa ævisögu Errós um
þessar mundir. „Það hefur ekki orðið
nein verðsprenging á verkum Errós
að undanfórnu, þau hafa selst á svip-
uðu verði um skeið. Það sem er hins
vegar merkilegt við hann er að ekki
hefur orðið verðfall á verkum hans
á undanfórnum tveimur árum líkt
og margra annarra kollega hans í
Frakklandi.
Það er algengt að fólk á íslandi
haldi að það geti fengið mun hærra
verð fyrir verk eftir Erró en fæst á
uppboðum úti. Ég minnist þess til
dæmis að maður hafi komið að máli
við mig og beðið mig að votta að til-
tölulega htið verk eftir Erró væri 5
mhljón króna virði.“
Erró gaf Reykjavíkurborg um 2000
verk eftir sig síðast liðið vor. „Það
er engin leið að meta þá gjöf til fjár.
Þetta er allt frá skólarissi upp í mál-
verk og allt þar á milh,“ segir Aðal-
steinn. í sama streng tekur Úlfar en
segir jafnframt að um leið og verk
hans hækki í verði aukist verðmæti
gjafarinnar. -J.Mar
Salmonellufaraldurinn gengur yfir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Salmonellufaraldurinn, sem kom
upp á Akureyri á dögunum, er nú í
rénun og er unnið að rannsókn á því
hvað olli honum.
Talið er að upphaf faraldursins
megi rekja til fimmtugsafmælis-
veislu sem haldin var í bænum. í frétt
DV af þessu máli síðastliðinn þriðju-
dag var sagt að kona, sem útbjó tert-
ur fyrir þá veislu, hefði fundið fyrir
svipuðum einkennum og fylgja þess-
um faraldri. Það er ekki rétt og er
viðkomandi kona hér með beðin af-
sökunar. Hins vegar varð kona sú
sem hélt umrædda veislu vör slíkra
einkenna og varð þarna misskilning-
ur er fréttin var skrifuð.
SMURSTÖÐ
HÉR ERUM VIÐ
MJÖG STUTTUR BIÐTÍMI.
SNYRTILEG VEITINGASTOFA.
SMÁVÖRUVERSLUN MEÐ
ÝMSAN AUKABÚNAÐ OG
HREINLÆTISVÖRUR
FYRIR BÍLINN
ER í ALFARALEIÐ VIÐ LAUGAVEGINN.
VIÐ ÞJÓNUSTUM ALLAR TLGUNDIR
FÓLKSBÍLA, JEPPA OG FLESTAR
GERÐIR SENDIBÍLA.
ÞRAUTÞJÁLFAÐIR FAGMENN.
crrALE©UM
alL^u&aveginN