Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. 25 mmtileg tilþrif í leiknum gegn KR í gær- DV/mynd Brynjar Gauti I Rondey iduKR sigraði KR, 86-90 af stigum liðsins og væri liðið illa statt án þeirra. Þá átti Ástþór Ingáson góðan leik, mjög útsjónarsamur leikmaður. KR-ingar hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Liðið lék vel fyrstu 10 mínú- turnar í síðari hálfleik en eftir það hrundi liðið gjörsamlega. Það var enginn í liði KR sem skaraði fram úr en Matthías Ein- arsson lék mjög vel í síöari háfleik og skor- aði þá öll sín 17 stig, flest með þriggja stiga skotum. Annars er eftirtektarvert að þeg- ar Páll Kolbeinsson fer af leikvelli er eng- inn sem getur stjórnað leik liðsins. Leifur S. Garðarsson og Kristinn Al- bertsson dæmdu leikinn og gerðu það af röggsemi. Stig KR: Jonathan Bow 19, Matthías Ein- arsson 17, Páll Kolbeinsson 15, Lárus Árnason 12, Björn Steffensen 10, Axel Nikulásson 9, Hörður Gauti 4. Stig UMFN: Rondey Robinson 34, Teitur Örlygsson 26, Ástþór Ingason 14, Kristinn Einarsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 6, Friö- rik Ragnarsson 2 og ísak Tómasson 2. -GH róttarasigur iikmönnum HK í aðeins þremur hrinum (15-5, -13 og -6). Það var einungis í annarri hrinu að HK- ingar áttu möguleika. Þeir komust í 13-7 en hröpuðu þá í svað langt neðan meðal- mennskunnar og töpuðu síðan, 13-15, í hrinunni. Þróttarar börðust þokkalega allir sem einn og áttu í litlum vandræðum með að koma knettinum framhjá, gegnum eða hreinlega yfir slaka hávörn andstæðing- anna. Karl Sigurösson stóð fyrir sínu hjá HK og hefði mátt fá fleiri sóknartækifæri. Marteinn Guðgeirsson og Sigurborg Gunnarsdóttir dæmdu leikinn skamm- laust. -gje íþróttir Hagnaður KSÍ ■21 milljón munum koma okkur upp varasjóöi, i 45. ársþing Knattspyrnusam- bands íslands verður formlega sett á Hótel Loftleiöum kl. 17 í dag og veröur fundað í knattspymuhreyf- ingunni alla helgina. Hagnaður KSÍ á árinu eru 21 milljón króna og hefur sambandið aldrei staðið svo vel. „Það eru margir samverkandi þættir sem hafa skapað þennan hagnað. Við duttum í lukkupottinn þegar dregið var í riðla í Evrópu- keppni landsliöa og gátum þar af leiðandi selt sjónvarpsrétt af leikj- um okkar fyrir talsvert fé. Þá höf- um við verið harðir í aðhaldi og höfum fylgst vel meö öllu innan sambandsins. Við réðum fram- kvæmdastjóra KSÍ á árinu og hefur hann skilað góðu starfl og svona mætti lengi telja,“ sagði_ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í sam- tali viö DV í gær. Getum komiö okkur upp varasjóði „Þessi iiagnaður verður ekki not- [ aður til aö eyöa honum heldur| munum við koma okkur upp vara- sjóði sem við getum byggt á ef eit- hvað fer úrskeiðis og við munum j beita áframhaldandi aðhaldi í rekstri sambandsins," sagði Egg- ert. -GH| Ystad vann Lugi Gunnar Gunnarsson og félagar hans í sænska liðinu Ystad unnu góðan sigur á útvelli í sænsku úr- valsdeildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Ystad sigraði Lugi, 16-21, og kom sá sigur á óvart því Lugi er í öðru sætinu aö loknum 12 umferð- um. Ystad er nú komið í þriöja sætið eftir frekar dapra byrjun. Drott er í fyrsta sæti með 21 stig, Lugi 17 og Ystad er í þriðja sætinu með 16 stig. Úrslit í 12. umferðinni erðu þessi: Irsta-Söder.................2Ö-20 Skövde-Savehof..............23-21 Guif-Redbergslid............17-18 Warta-Saab...........;......19-31 Drott-Kristianstad..........24-19 Lugi-Ystad..................16-21 -JKS AC Milan vann bikarinn Evrópumeistarar AC Milan sigraði Evrópumeistara bikarhafa, Samp- doria, 2-0, í árlegum leik í svokölluðum Super Cup í gærkvöldi. Þetta var síðari leikur liðanna en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Það voru þeir Rud Gullit og Frank Rijkard sem skoruðu mörkin í gær og vann AC Milan þ ví samanlagt, 3-1. -GH • Stjórn íþróttasambands fatlaðra útnefndi í gær Ólaf Eiriksson sundmann sem iþróttamann ársins 1990. Ólafur hefur unnið til fjölda verðlauna á mótum erlendis og eins hér heima. Glæsilegasti árangur Ólafs til þessa er þó frammistaða hans á heimsleikum fatlaðra í Aseen í Hollandi nú í sumar þar sem hann setti 3 heimsmet í 200, 400 og 800 metra skriðsundi. Á myndinni er Ólafur Eiríksson með verðlaunagripinn sem hann fékk i viður- kenningarskyni í hófi sem íþróttasamband fatlaðra hélt á Hótel Sögu í gær. Bókahandbók 12. desember nk. kemur út Bókahandbók DV með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin ’90. Auglýsingar í Bókahandbók DV þurfa að berast í síðasta lagi 6. desember nk. Þeir auglýsendur, sem hug hafa á að auglýsa í Bókahandbók DV, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Þverholti 11, eða í síma 27022 milli kl. 9 og 17 virka daga, sem fyrst. ATHUGIÐ! I Bókahandbókinni verða birtar allar tilkynningar um nýútkomnar bækur ásamt mynd af bókarkápu. Birting þessi er bókaútgefendum að kostnaðarlausu. Æskilegt er að þeir sem enn hafa ekki sent á ritstjórn nýútkomna bók og tilkynningu geri það fyrir 6. desember svo tryggt sé að tilkynningin birtist. Verð bókarinnar þarf að fylgja með. Umsjónarmaður efnis Bókahandbókarinnar er Hilmar Karlsson blaðamaður. Sport- stúfar • Deildakeppninni í snóker lauk um síðustu helgi. Snóker í Mjódd, sem þegar hafði tryggt sér sigur í 1. deild, gerði jafntefli við Billiardstofuna Skeifuna, 3-6. BS Billiard féll í 2. deild eftir 6-0 ósig- ur gegn Billiardstofu Selfoss, en fær tækifæri til að endurheimta 1. deildar sætið með aukaleik við Knattborðsstofu Suðurnesja sem átti lið í 4. sæti 2. deildar. Þrjú efstu liðin í 2. deild, Snóker í Mjódd, Ingólfs-Billiard og Fjarð- arbilliard, unnu sér sæti í 1. deild, en allar þessar stofur eiga lið þar fyrir. Þorvarður Sigfússon blakmaður ársins • Stjórn Blaksambands íslands hefur valið Þorvarð Sigfússon blakmann ársins 1990. Þorvarður leikur með íþróttafélagi Stúdenta og hefur leikið rúmlega 200 deild- arleiki með ÍS síðan árið 1982. Með ÍS varð Þorvarður íslands- meistari 1988, bikarmeistari íjór- um sinnum og Reykjavíkur- meistri og 1. deildar meistari árið ' 1989. Innanfélagsmót I borðtennis um helgina • Innanfélagsmót Víkings og Stjörnuvideos í borðtennis verð- ur haldið í TBR-húsinu á sunnu- daginn. Keppt verður kl. 11.00 í flokki karla 18 ára og eldri, flokki stúlkna 16 ára og eldri, flokki stúlkna f. 1975,1976 og 1977, flokki stúlkna f. 1978 og síðar og pilta-. flokki f. 1978 og siðar. Kl. 13.00 verður keppt í flokki pilta f. 1973, 1974, og 1975, flokki pilta f. 1976 og 1977. Keppt verður í riölum og þátttökugjald er kr. 200. Noregur vann Danmörku á HM kvenna I Seoul • Úrslit leikja á heimsmeistara- móti kvenna í handdknattleik sem nú stendur yfir í Suður- Kóreu urðu þannig í gær: Frakkland-Angóla.........24-20 Pólland-Kína.............31-17 Asturríki-Þýskaland A-lið.. .24-20 Jógóslavía-Suður-Kórea...28-24 Svíþjóð-Kanada...........21-16 Sovétríkin-Búlgaría......33-23 Þýskaland B-lið-Rúmenía....15-15 Noregur-Danmörk..........20-16 Haukar völdu bestu leikmenn sína • Á árshátíð Hauka um síðustu helgi voru útnefndir bestu íþróttamenn félagsins. Körfu- knattleiksmaður ársins var val- inn Henning Henningsson, Kristján Þór Kristjánsson var út- nefndur knattspyrnumaður árs- ins og Sveinberg Gíslason var útnefndur handknattleiksmaður ársins. úrvalsdeild KR-Njarðvík............86-70 A-riðill: Njarðvík....12 9 3 1089-934 18 KR...........13 9 4 1061-1020 16 Haukar......12 6 6 984-1003 12 Snæfell......13 2 11 910-1066 4 ÍR...........12 1 11 903-1127 2 B-riðill: Tindastóll... 12 10 2 1194-1073 20 Keflavík....13 10 3 1258-1170 20 Grindavík... 13 9 4 1135-1074 18 Þór..........12 4 8 1127-1108 8 Valur.......12 3 9 991-1067 6 -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.