Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Merming Leiklist í ríkisútvarpinu Það hefur varla farið fram hjá neinum að Ríkis- útvarpið hefur starfað í 60 ár og er þess minnst með ýmsum hætti um þessar mundir. Flutningur leikrita hefur alltaf verið snar þátt- ur í starfsemi útvarpsins og sú farsæla stefna hefur verið tekin á síðustu árum að gefast ekki upp fyrir nýjum miðlum og holskeflu erlends myndefnis heldur að mæta nýjum aðstæðum og freista þess að halda áhuga hlustenda á leik- list í útvarpi vakandi. Sumt hefur tekist vel, annað miður og þá helst verkefnavaliö sem hefur ekki alltaf náð því að vekja athygli hins almenna áheyranda. Hins vegar er núna komin góð festa á útsendingar- tíma leikrita og hlustendur vita hvenær þeirra er von í dagskránni. í tilefni afmælisársins hefur verið dustað ryk af ýmsu gömlu efni sem til er frá fyrri árum og rifjað upp hvernig útsendingar gengu fyrir sig í dentíð. Þar hefur gefist tækifæri til að heyra í þeim listamönnum sem héldu landsmönnum föngnum við útvarpstækin löngu áður en Þjóð- leikhúsið tók til starfa. Þá var útvarpsleikhúsið sannkallað þjóðleik- hús. Beinar útsendingar leikrita tíðkuðust lengi framan af og síðastliðinn sunnudag var sá hátt- ur endurvakinn þegar leikritið Vassa Zeleznova eftir Maxim Gorki var flutt á Litla sviði Borgar- leikhússins í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar og útvarpað beint þaðan. Nokkrir leikhúsgestir voru viðstaddir flutn- inginn en þó ótrúlega fáir miðað viö það að öll- um var heimill aðgangur. Ætla mætti að margir dyggir áheyrendur hefðu áhuga á að kynnast vinnubrögðum leikara og tæknimanna viö slík- ar aðstæður þegar ekkert má út af bregða. Það er skemmst frá að segja að þetta varð hinn Leiklist Auður Eydal besti flutningur þó að nokkurt hik væri á leik- endum rétt í upphafi. En þarna fóru vanir menn og von bráðar rann þessi sterka fjölskyldu- og átakasaga fyrirhafnarlaust fram. Verkið hverf- ist að miklu leyti um aðalpersónuna, Vössu Zeleznovu, sem Bríet Héðinsdóttir lék af styrk og innsæi. Aðrir leikendur byggðu upp fjöl- skyldumyndina í kringum hana og var sérstak- lega fróðlegt að fylgjast með tækni þeirra, eldri sem yngri. Þar sem ég var á upptökustað heyrði ég ekki hvernig innlegg áhorfenda kom út í útvarpinu og veit því ekki hvort flutningurinn varð líf- legri eða hvort viðbrögð gesta virkuðu truflandi í útsendingunni. í útvarpsflutningi reynir til hins ítrasta á hið talaða orð og flutning þess. Þýðing Árna Berg- mann á texta verksins vakti sérstaka athygli, hún er á vönduðu og litríku máli en um leið hp- ur og eðlileg. Leikrit Kjartans Ragnarssonar, Ekki seinna en núna, sem frumflutt var í útvarpinu í leik- stjórn hans sjálfs um síðustu helgi, er af allt öðrum toga. Þar deilir höfundur á miskunnarlausa og óvægna fréttamennsku dagsins í dag og skilur hlustendum eftir þá spurningu, hvar eigi að draga mörkin. Til þess að gera málið enn áhrifa- meira „sjokkerar" höfundur áheyrendur með svo voðalegum aðstæðum að svarið liggur í augum uppi. í stuttu máli gerist verkið á útvarpsstöð þar sem útsending er í fullum gangi. Fréttir berast af alvarlegu umferðarslysi og ágreiningur verð- ur um það hversu langt skuh ganga í þvi að útvarpa beint af slysstað. Á að lýsa öllu sem fyrir augu ber? Á að fá aðstandendur slasaðra og látinna til að tjá sig strax um atburðinn? Telst það góð fréttamennska, getur það orðiö áhrifamikið innlegg í umræðuna um slysatíðni eða er það einfaldlega ómanneskjulegt og ónær- gætið við þá sem eiga um sárt að binda? Svörin við þessum spurningum verða skyndi- lega augljós þegar það kemur í ljós að þaö er Adda, einn af hörðustu starfsmönnunum á stöð- inni, sem hefur misst bæði son sinn og eigin- mann í slysinu. í útvarpsflutningnum tókst vel að skapa þá stemningu sem ríkir á útvarpsstöð þar sem allt er á fullu. Stundum varð textinn full grautarleg- ur, þegar hver talaði upp í annan en það átti hreint ekki illa við. Og það sem máli skipti komst í gegn. Verkið byrjaði á fullum hraða og meö látum en smám saman dró úr eftir því sem það varð ljósara hversu nærri persónunum sjálfum var höggvið. í lokin ríkti sorgin ein. Ekki seinna en núna ætti að verða öllum fréttamönnum þörf áminning og umhugsunar- efni, sérstaklega þegar hætt er við að menn missi sjónar á mannlegum gildum í kapphlaupi um mögnuðustu fréttina. Þessi tvö dæmi um nýflutt verk í stærsta leik- húsi landsins verða að nægja í bih til þess að sýna þá fjölbreytni sem hægt er að hafa í flutn- ingi verka þar. Vonandi heldur útvarpið áfram að gegna þvi hlutverki að flytja landsmönnum góða leiklist af ýmsu tagi um ókomin ár. -AE Pogues - Hell’s Ditch: Með alþjóðlegu ívafi írsk þjóðlagatónlist með dillandi fiðlum, harm- óníkum, mandólínum og öðrum tilheyrandi hljóðfærum er í eðli sínu tónhst gleði og kátínu, þó svo tregablandnar ástarballöður tilheyri henni líka. Vegna þessa bakgrunns kom þjóðlagapönkið á sínum tíma eins og köld vatnsgusa framan í fólk og gerir það kannski að hluta til enn. Ég á Nýjar plötur Sigurður Þór Salvarsson til að mynda ennþá erfitt með að sætta mig full- komlega viö aö heyra glaðbeitta írska tónlist leikna á hljóðfæri en með henni sungnir textar Pogues. þar sem bölvið, ragnið og blótsyrðin eru tvinnuð saman af mikilli list og söngvarinn nánast hrækir orðunum út úr sér. En svona eru Pogues og þetta er hluti af þeirra sérstöðu og sjarma. Og kannski er það bara bölvuð íhaldssemi í manni að tengja þessa tón- list við eitthvað ljúft. Pogues eiga svosum sínar mjúku hhðar líka og þær fá að njóta sín á þess- ari nýju plötu hljómsveitarinnar ekki síður en þær hvassari. Reyndar halda Pogues sig ekki eingöngu við írska þjóðlagatónhst á plötunni því í textanum er brugöið upp myndum héðan og þaðan úr heiminum og þá fléttar hljómsveitin þjóðlaga- tónlist viðkomandi heimshluta inn í lagið. Fyrir vikið verður úr þessu hin fjölbreytileg- asta plata sem engum þarf að leiðast yfir. FACOFACO FACOFACO FACOFACO LISTINN Á HVERJUM MÁNUDEGI UMBÚÐAPAPPÍR Hvítur, 40 og 57 cm rúllur Jólapappír í úrvali 40 og 60 cm rúllur FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. Spítalastíg 10 - Sími 11640 Myndsendir: 29520 Fjölmiölar Jólalögin a fonmn strax Þá er vikan á enda og fyrsti des- ember á morgun. Jólaskreytingar komnar upp um allan bæ, foreldrar búnir að kaupa jólafötin á bömin, laufabrauðsbakstur að byrja um helgina, en hvað... Engin jólatónlist. Hvurs slags íhaldssemi er þetta eig- inlega í útvarpsstöðvunum? Mér skilst að það séu samantekin ráð að spila ekki jólalögfyrr en 1. desemb- er. Þetta er nú meira bulhð. Bylgjan hefm* þó stungið lúnar stöðvarnar af, því eitt og eitt jólalag hefur heyrst þar í vikmini, en ekk- • ert á við það sem á að vera. Einka- stöðvar eiga ekki að vera með sam- antekin ráð. Það er sjálfsagt og eðli- legt aö hver stöð byrji að spila jóla- lög þegar hún kýs svo sjálf. Ég vil mæla svo fyrir að jólalögin verði leikin í bak og fyrir á næstu dögum og aö allt nýaldarkjaftæöi fái að víkja í desember. Það er ekki nema einn mánuður sem þessi lög fá að heyrast á öldum ljósvakans. Leyfum þeim að óma í skammdeg- inu og fáum smá jólastemningu í kringumokkur. Útvarpsmenn mega ekki heldur gleyma að útivinnandi húsmæður eru á fullu í tiltektum og bakstri öll kvöld á næstunni og þá eru jólalögin ómissandi. Hiö hátiölega lag White Christmas með Bing Crosby gerir smákökuilminn núklu betri og sennilega kökurnar líka. Farið nú að koma ykkur í jóla- skap, útvarpsmenn góðir, svo þið farið ekki allir sem einn í jólakött- inn. Þá held ég aö nóg sé rausað í bili nema hvað ég hefði svo gjarnan vilj- aö æsa mig svolítið yfir eyðslusemi ríkisstjórnarinnar á þessum sáttar- tímum þjóöarinnar. En þar sem engin önnurþjóðarsál telur ástæðu til þess þá mun ég ekki eyðileggja helgarskapið. Góða helgi. -Elín Albertsdóttir Veður Suðvestlæg átt, viða allhvöss norðvestan til á landinu en talsvert hægari um landið suðaustanvert. Súld eða rigning öðru hverju sunnanlands og vestan, einkum í kvöld, en bjart veður að mestu norðaustanlands. Hlýtt verður áfram. Akureyri skýjaö 8 Egilsstaðir heiöskirt O Hjarðarnes léttskýjað 4 Galtarviti rigning 11 Kefla vikurflug völlur rign/súld 8 Kirkjubæjarklaustur hrímþoka 4 Raufarhöfn skýjaö 3 Reykjavík rigning 9 Vestmannaeyjar rigning 7 Bergen skýjaö 2 Helsinki snjókoma -5 Kaupmannahöfn léttskýjað 0 Ósló léttskýjað 0 Stokkhólmur snjóél -4 Amsterdam heiðskírt 1 Barcelona þokumóða 3 Berlin léttskýjaö 1 Chicago léttskýjað 1 Feneyjar þoka 1 Frankfurt skýjaö 2 Glasgow þokumóöa 3 Hamborg skýjaö 0 London léttskýjaö 5 LosAngeles léttskýjaö 16 Lúxemborg skýjaö 2 Madrid heiöskírt -2 Montreal léttskýjaö -4 New York heiöskirt 4 Nuuk alskýjaö -2 Paris skýjaö 5 Róm skýjaö 9 Valencia heiöskírt 3 Vin slydda 3 Gengið Gengisskráning nr. 230.-30. nóv. 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12 .00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 55.130 55,290 54,940 Pund 106,539 106,848 107,339 Kan.dollar 47,348 47,486 47,209 Dönsk kr. 9,5339 9,5616 9,5299 Norsk kr. 9,3703 9,3975 9,3515 Sænsk kr. 9,7783 9,8067 9,8011 Fi. mark 15,2863 15,3307 15,2675 Fra. franki 10,8257 10,8571 10,8599 Belg. franki 1,7698 1,7750 1,7664 Sviss. franki 42,8694 42,9938 42,9924 Holl. gyllini 32,3961 32,4901 32.2598 Vþ. mark 36,5414 36,6474 36,3600 Ít. Ilra 0,04866 0,04880 0,04854 Aust.sch. 5,1973 5,2124 5,1684 Port. escudo 0,4156 0,4168 0,4129 Spá.peseti 0,5763 0,5780 0,5804 Jap.yen 0,41219 0,41338 0,43035 Írskt pund 97,484 97,767 97,519 SDR 78,4991 78,7269 79,0306 ECU 75,3103 75,5289 75,2925 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 29. nóvember seldust alls 28,627 tonn. Magn í Verö í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Ufsi, ósl. 0,108 33,00 33,00 33.00 Þorskur, stór 0,608 69,84 68.00 80,00 Smáýsa, ósl. 0,323 53,38 53,00 54,00 Lýsa, ósl. 0,073 45,00 45,00 45,00 Smáýsa 0,150 30,00 30,00 30,00 Þorskur 6,137 90,16 83,00 93,00 Koli 0,179 57,50 48.00 58,00 Ýsa, ósl. 8,259 87,30 80,00 100,00 Smáþorskur, ósl. 0,462 69,00 69.00 69,00 Þorskur, ósl. 6,474 84,59 62,00 91,00 Steinbitur, ósl. 0,388 46,15 42,00 59,00 Langa, ósl. 0,238 53,00 63,00 53,00 Keila, ósl. 0,282 20,00 20,00 20,00 Ýsa 0,973 96,15 92,00 97,00 Smáþorskur 0.522 80,00 80,00 80,00 Ufsi 0,114 40,00 40,00 40,00 Steinbítur 0,329 59,00 59,00 59,00 Lúða 0,241 369.34 310,00 495,00 Langa 0,393 67,00 67,00 67,00 Keila 0,840 34,57 20,00 39,00 Karfi 1,527 47,00 47,00 47,00 Faxamarkaður 29. nóvember seldust alls 2334519 tonn. Blandað 0,429 48,74 40,00 50,00 Blandað 0,215 30,00 30,00 30,00 Gellur 0,019 310,00 310,00 310,00 Karfi 120,842 48,68 24,00 54,00 Keila 1,191 27,91 20,00 44,00 Langa 8,901 73,42 47,00 81,00 Lax 0,219 178,63 165,00 200,00 Lúða 0,776 383,03 285,00 445,00 Lýsa , 0,276 48,76 39,00 54,00 Skarkoli 0,345 80,00 80,0 80,00 Steinbítur' 1,032 57,62 50,00 68,00 Þorskur, sl. 59,100 108,10 98,00 120,00 Þorskur, smár 0,170 71,00 71,00 71,00 Þorskur, ósl. 3,388 90,74 74,00 103,00 Ufsi 24,161 51,40 30,00 55,00 Undirmál. 1,666 69,46 40,00 73,00 Ýsa, sl. 6,415 103,68 56,00 115,00 Ýsa.ósl. 4,366 90,51 88,00 99,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 29. nóvember seldust alls 147,065 tonn. Blandað 0,508 33,00 33,00 33,00 Skarkoli 0,020 80,00 80,00 80,00 Skata 0,016 94,00 94,00 94,00 Skötuselur 0,071 178,23 178,00 180,00 Koli 0,292 75,00 75,00 75,00 Undirmál 1,500 76,00 76,00 76,00 Sild 64,251 7,90 6,35 10,00 Hlýri 0,100 43,00 43,00 43,00 Karfi 32,346 46,27 45,00 48,00 Blálanga 2,199 69,13 55,00 72,00 Ýsa 2,572 87,96 59,00 100,00 Ufsi 3,020 41,15 15,00 55,00 Steinbítur 0,199 44,31 43,00 56,00 Langa 2,713 66,66 13,00 72,00 Kinnfiskur 0,018 250,00 260,00 250,00 Keila 3,145 37,21 33,00 48,00 Lúða 1,241 370,88 255,00 395,00 Kinnar 0,034 90,00 90,00 90,00 Gellur 0,023 301,00 301,00 301,00 Þorskur 32,797 102,26 72,00 135,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.