Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 26
34
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990.
LífsstíU
Kílóið af grænni papriku kostaði frá 72 krónum upp í 498 krónur.
samanburð þar á milli var græn-
metið í Bónusi vigtað og umreiknað
yfir í kílóverð.
Meðaiverð á tómötum lækkar um
19% og er nú 182 krónur. Ódýrastir
voru tómatarnir í Bónusi þar sem
verðið var 78 krónur fyrir kílóið. Þá
kom Kjötstöðin með 145, Hagkaup
með 198, Mikligarður með 219 og loks
Fjarðarkaup með 271 krónu kílóið.
Munur á hæsta og lægsta verði var
247%.
Meðalverð á gúrkum lækkar um
25% og er nú 191. Ódýrustu gúrkurn-
ar fengust í Miklagarði, 75 krónur.
Þá kom Bónus með 125, Hagkaup
með 239, Fjarðarkaup með 248 og
Kjötstöðin með 268 krónur kílóið.
Munur á hæsta og lægsta verði var
257%.
Meðalverð á sveppum lækkar um
6% og er nú 508 krónur. Þeir voru
ódýrastir í Bónusi, 392 krónur kílóið.
Þar á eftir kom Hagkaup með 519,
Fjarðarkaup með 520 og Mikligarður
með 599 krónur. Engir sveppir feng-
ust í Kjötstöðinni aö þessu sinni.
Munur á hæsta og lægsta verði var
53%.
Kílóið af tómötum kostar frá 78 krónum upp í 271 krónu.
Meðalverð á grænum vínberjum
hækkaði um 52% og er nú 230 krón-
ur. Vínberin voru ódýrust í Mikla-
garði, 158 krónur. Þá kom Bónus meö
192, Hagkaup með 249, Fjarðarkaup
með 253 og Kjötstöðin með 298 krón-
ur kílóið. Munur á hæsta og lægsta
verði var 89%.
Meðalverö á grænni papriku
hækkar um 50% og er nú 250 krón-
ur. Ódýrasta paprikan var í Bónusi
þar sem kílóið kostaði 72 krónur. Þá
kom Kjötstöðin með 139, Fjarðar-
kaup með 221, Hagkaup með 319 og
Mikligarður með 498 krónur kílóið.
Munur á hæsta og lægsta verði var
592%.
Meðalverð á kartöflum hækkar um
39% og er nú 79 krónur. Þær voru
ódýrastar í Fjarðarkaupi, 55 krónur.
Þá kom Bónus með 67,50, Kjötstöðin
með 89, Mikligarður með 89,50 og
Hagkaup með 94,50 kílóið. Munur á
hæsta og lægsta verði var 72%.
Að venju var einnig kannað verð á
blómkáli, hvítkáli og gulrótum.
Meðalverð á blómkálinu var 189
krónur en var ódýrast í Fjarðar-
kaupi, 148 krónur kílóið.
Meðalverð á hvítkáli var 84 krónur
en var ódýrast í Bónusi þar sem kíló-
ið kostaði 54 krónur.
Meðalverð á gulrótum var 213
krónur í þessari viku en ódýrustu
gulræturnar fengust í Fjarðarkaupi.
Þar kostaði eitt kíló af gulrótum 190
krónur.
-H.Guð.
P
GÚRKUR -25% § c 'O 0Q 1 . 268 75
A H=A- T\
KARTÖFLUR (íslenskar) +39% ÍE 94,50 55
A hir|A- T\
VÍNBER +52% _ n 1 ■ 298 158
y l- Pl p
PAPRIKA +50% 1 i 1; 498 72
J II C3 IIÖ p
TÓMATAR -19% 1 1 i 271 78
DV kannar grænmetismarkaðinn:
592%yerðmun-
ur á papriku
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum: Fjarðarkaupi í Hafnar-
firði, Bónusi í Hafnarfirði, Kjötstöð-
inni í Glæsibæ, Miklagarði vestur í
bæ og Hagkaupi á Eiðistorgi.
Bónusbúðirnar selja grænmetið að
mestu leyti í stykkjatali meðan hinar
verslanirnar nota kílóverð. Til að fá
Neytendur
Kartöflur
Verð í krónum
110
100
•0
70
60
60 . . . , .
Aprn Maf Júnf Júlf Aq. SepL OkL Nóv.
Vínber
* 500- 400- 300 • P Tómatar Verð í krónum
4-
!
j
I i P'Y
v/
Aprfl Maf Júnf Júlf ÁgúfSepL OkL Nðv.
y p
SVEPPIR s c li 599 392
Tilboð og afsláttur:
Norskt smjörlíki
Vikutilboð Hagkaups að þessu
sinni er kíló af banönum á 99 krón-
ur, einn og hálfur lítri diet kók á 99
krónur, eitt kíló af rækjum á 549
krónur og stórar pitsur á 285 krónur
stykkið.
Kjötstöðin í Glæsibæ býður nauta-
hnakkafillet á 980 krónur kílóið,
Hattings hvítlauksbrauð, 2 frosin í
poka (300 g) á 209 krónur, 2ja lítra
kók á 139 krónur og Cocoa Puffs (475
g) á 259 krónur.
Mikligarður selur norskt smjörlíki
(500 g) á 65 krónur, kíló af appelsín-
um og eplum á 99 krónur, 2 kíló af
Juvel hveiti á 66 krónur og 2 kíló af
sykri á 116 krónur.
Tilboö Bónuss er 1 kíló af sykri á
54 krónur, 3ja kílóa Mackintosh dós
á 2.868 krónur, DDS flórsykur (500
g) á 49 krónur og heildós af kokkteil-
ávöxtum á 99 krónur.
Vikutilboð Fjarðarkaups er m.a.
4x500 g Akra smjörlíki á 380 krónur,
2 kíló Kornax hveiti á 65 krónur,
steinlausar döðlur (500 g) á 133 krón-
ur og kókosmjöl (500 g) á 80 krónur.
-H.Guð.
s£f§)SvePPir
Verð í krónum
Aprfl Ma/ Júnf Júlf Áq. SopL OkL N6v.