Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990.
15
Efndirfylgi
undirskriftum
Það er átakanleg staðreynd, að
vemdun umhverfls virðist ekkert
forgangsmál hjá fyrsta umhverfis-
ráðherra okkar íslendinga. Þar
sýnist annað vega þyngra.
Furðulegastur er tvískinnungur
ráðherrans, sem birtist í því, að
hann klæðist skikkju umhverfis-
verndarans á erlendri grundu og
undirritar þar sáttmála um aðgerð-
ir gegn mengun í lofti, en lýsir því
svo yfir hér heima, að...í ljósi
þess, að viö höfum dregið verulega
úr brennisteinsmengun með því að
útrýma olíukyndingu að mestu
þurfum við ekki að skammast okk-
ar, þótt við aukum losun brenni-
steinsoxíðs með nýju álveri“ (Þjv.
7.9. 1990).
Svona nokkuð getur alvöra um-
hverfisráðherra auðvitað ekki látið
frá sér fara. En það er einmitt í
sambandi við fyrirhugað álver,
sem ráðherrann á hvað léttast með
að bregða fyrir sig ruglrökum af
þessu tagi, enda blindaður af hag-
vaxtartrú upp á gamla móðinn.
Osamboðið umhverfisráð-
herra
Nýjasta tilefnið er samþykkt
Landverndar, þar sem hörmuð eru
áform um byggingu og rekstur
mengandi stóriöju og því beint til
stjórnvalda og Alþingis, að ekki
verði ráðist í byggingu nýs álvers
hér á landi á sama tíma og iðnaðar-
þjóðir heims gera ráðstafanir til að
Kjallariiin
Kristín Halldórsdóttir
starfskona Kvennalistans
draga úr mengun og ísland tekur
þátt í alþjóðasamningum þar að
lútandi.
Umhverfisráðherra gerir lítið úr
þessari ályktun Landverndar. „Við
gætum alveg eins sagt aö það ætti
að banna notkun bíla á íslandi þar
sem þeir eru mjög mengandi", er
haft eftir honum í Þjv. 20.11. sl. -
og ekki í fyrsta skipti, sem hann
gerir samanburð af þessu tagi.
Slík rök eru ekki samboðin
manni í hans stöðu. Vitanlega þarf
að vinna gegn allri mengun í
landinu, t.d. af völdum bílanotkun-
ar, en meginatriðið iilýtur að vera
að auka ekki við þá mengun, sem
þegar er fyrir hendi. Það er algjör
rökleysa að skrifa með helgisvip
undir samninga í útlöndum, um
ekki aðeins verndum umhverfis-
ins, heldur einnig bót og betrun,
en róa svo að því öllum árum að
auka stórlega mengun með bygg-
ingu og rekstri 200 þús. tn. álvers.
Hver taki til hjá sér
Önnur „röksemd“ umhverfisráð-
herrans hefur verið sú, að álver
verði hvort eð er byggt, og þá sé
eins gott, að það verði byggt hér á
„Ef þetta er niðurstaðan af tíðum ferð-
um ráðherrans á alþjóðafundi, þá virð-
ist rétt að hann dragi eitthvað úr utan-
landsferðum eða að öðrum kosti breyti
um stíl.“
„Af hverju lætur umhverfisráðherra stjórnast?" spyr greinarhöfundur. -
Július Sólnes umhverfisráðherra.
landi. Ef þetta er niðurstaöan af
tíðum ferðum ráðherrans á al-
þjóðafundi, þá virðist rétt að hann
dragi eitthvað úr utanlandsferðum
eða að öðrum kosti breyti um stíl.
Hver þjóð hlýtur að taka til og
draga úr mengun í eigin ranni og
ætlast til hins sama af öðrum. Það
stæði íslenskum umhverfisráð-
herra nær að gefa gott fordæmi og
vinna að því á alþjóðavettvangi, að
allir aðrir standi líka við þá samn-
inga, sem þeir undirrita á hátíða-
stundum.
í fyrrgreindu viðtah viö umhverf-
isráðherrann í Þjv. 20. nóv. sl. segir
hann að lokum: „Ég skil vel, að
fólk hafi áhyggjur af mengun, en
við verðum að forðast að láta
stjórnast af tilfinningum í þessu
máli“.
Spurningin er: Af hverju lætur
umhverfisráðherra stjórnast
Jafngildi þriggja álvera
Það er ömurleg staðreynd, að
ráðamenn skuli ekki sjá neitt ann-
að en álver til þess að mæta þörf
fyrir aukna atvinnu og gjaldeyr-
isöflun. Margir aðrir kostir eru þó
fyrir hendi, og nægir aö benda á,
að ný störf í ferðaþjónustu gætu
orðið um 2000 talsins á næstu tíu
árum eða jafngildi þriggja álvera
af þeirri stærðargráðu, sem fyrir-
huguð er á Keilisnesi.
Mengandi verksmiðjur meðfram
heimreiðinni inn í landið eru hins
vegar ekki íslenskri ferðaþjónustu
til framdráttar, og væri nær að
safna liði til uppbyggingar í kring-
um Bláa lónið til þess að efla þessa
vænlegu atvinnugrein.
íslendingar hafa mikla mögu-
leika til þess að vera öðrum þjóðum
til fyrirmyndar á sviði umhverfis-
mála. Ef við raunverulega vildum,
gæti landið okkar fyllilega staðið
undir þeirri ímynd hreinleika og
lítt spilltrar náttúru, sem ráða-
menn gjama guma af á hátíða-
stundum, einkum í útlöndum.
En það gerist ekki án fyrirhafnar.
Og það verður ekki á meðan ráða-
menn skortir metnað á sviði um-
hverfisverndar.
Kristín Halldórsdóttir
Barátta byggðanna
„Fulltrúar landsbyggðarinnar á Alþingi eiga að gæta hagsmuna lands-
byggðarinar eins og fulltrúar Reykjavikur gæta hagsmuna borgarinn-
ar“, segir greinarhöf. m.a. •
Byggðaþróun hin síðari ár hefur
veriö mörgum áhyggjuefni og þaö
ekki að ástæðulausu. Flestir ef ekki
allir stjórnmálamenn þjóðarinnar
hafa lýst yfir þessum áhyggjum.
Ljóst er að ástæður fyrir áhyggjun-
um era margar og misjafnar. Um-
ræðan um byggðamálin hefur um
margt haft einkenni þess að ein-
göngu væri um áhyggjuefni að
ræða en ekki raunverulegt við-
fangsefni sem þyrfti að finna lausn
á.
Það er t.d. með ólíkindum að öll
byggðarröskun seinni ára skuli
hafa farið fram án verulegra viö-
bragða landsbyggðarþingmanna.
En eins og alþjóð veit eru lands-
byggðarþingmenn í meirihluta á
Alþingi, eða hvað?
Landsbyggðarþingmenn
Hugtakið landsbyggðarþingmað-
ur hefur haft mismunandi merk-
ingu í hugum manna. Margur skil-
ur það svo að átt sé við þingmann
sem kemur úr landsbyggðarkjör-
dæmi, meðan aðrir leggja þá merk-
ingu í hugtakið að átt sé við þá
þingmenn sem berjast fyrir hags-
munum landsbyggðarinnar. Ljóst
er að mun fleiri þingmenn faUa
undir fyrri skilgreininguna heldur
en þá seinni og skv. þeirri fyrri eru
landsbyggðarþingmenn í meiri-
hluta á Alþingi.
Seinni skilgreiningin skýrir hins
vegar hvers vegna hin óheillavæn-
lega byggðaþróun hefur átt sér stað
þrátt fyrir þá skipan sem er á Al-
þingi. Auövitað höfðu stjórnvöld
áhrif á byggðaþróunina á þessum
áratug og einnig á áttunda áratugn-
um. Með einföldun má segja að
þessir áratugir séu andstæður
hvað varðar þróun byggðar í
landinu. Byggðaþróun er mann-
anna verk en ekki náttúrulögmál.
Margur íjölmiðlungurinn hjá
höfuðborgarfjölmiðli hefur á
stundum gefið hugtakinu lands-
Kjallaiiim
Einar Már Sigurðarson
bæjarfulltrúi í Neskaupstað
og formaður Sambands sveitarfé-
laga i Austurlandskjördæmi
byggðarþingmaður merkinguna
kjördæmapotari, þ.e. þingmaður
sem otar fram hagsmunum síns
kjördæmis. Þessir þingmenn eru
síðan gerðir að allsheijar söku-
dólgum fyrir öllu sem miður hefur
farið. Þannig hefur tekist að koma
því inn hjá alltof mörgum að hug-
takið landsbyggðarþingmaður sé
neikvætt. Og það sem verst er að
oft virðist eins og margur þingmað-
urinn óttist það allra mest að fá á
sig þennan stimpil.
Hipn hugumdjarfi
Það var fyrir nokkrum vikum að
fram kom á sjónarsviðið þing-
mannsefni sem óbangið var að lýsa
því yfir að hann gæfi kost á sér til
að gæta hagsmuna síns kjördæmis.
Nú brá svo við að ekki þótti neitt
sérstætt eða neikvætt við þessa
yfirlýsingu þingmannsefnisins, öll-
um þótti hún næsta eðlileg og sjálf-
sögð. Enda var hér ekki á ferðinni
þingmannsefni úr kjördæmi hinna
dreifðu byggða. Á leið til þings var
sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík,
hann taldi hagsmuna Reykjavíkur
ekki nægjanlega vel gætt á Alþingi
nema hann væri þar sjálfur mætt-
ur til hagsmunagæslu.
Auðvitað eru þessi viðhorf borg-
arstjórans næsta eðlileg, hugleiða
má hug hans til annarra þing-
manna Reykjavíkur en það er önn-
ur saga, hann telur það vera hlut-
verk þingmanna Reykjavíkur aö
gæta hagsmuna síns kjördæmis.
Þetta viðhorf borgarstjórans
mættu margir þingmenn úr kjör-
dæmum hinna dreifðu byggöa taka
sér til fyrirmyndar og láta þá ekki
orðin nægja heldur sýna í verki að
hugur fylgi máli. Þá yrði skammt
að bíða þeirra breytinga sem nauð-
synlegar eru í byggðamálum.
Breytum og bætum
Fólk á landsbyggðinn^ á skilið
allt önnur vinnubrögð og viðhorf
en viðhöfð hafa verið hin síðari ár.
GrundvöUur þess að hægt verði að
breyta er að fólk hafi þá trú að
möguleiki breytinganna sé fyrir
hendi. Þess vegna er nauðsynlegt
að minna á þá breytingu sem varð
á landsbyggðinni á áttunda ára-
tugnum, breytingar sem rekja má
til þeirrar ríkisstjórnar sem sat á
árunum 1971-1974. Á þessum árum
varð shk breyting að á margan
hátt væri réttara að tala um bylt-
ingu.
Þennan tíma var unnið skipulega
að atvinnubyltingu á landsbyggð-
inni. Áhrifin létu ekki á sér standa,
fjölgun varð á landsbyggðinni og
bjartsýni kom í stað svartsýni sem
einkennt hafði seinustu ár við-
reisnarstjórnarinnar. Þetta tímabil
sannar að hægt er að vinna þrek-
virki á þessu sviði ef hagsmunir
landsbyggðarinnar fá að ráða í
landsstjórninni.
Núverandi ríkisstjóm hafði það
m.a. í farteskinu að snúa hinni
óheillavænlegu byggðaþróun við.
En sagt var að í upphafi þyrfti að
ljúka við ýmsar neyðarráðstafanir,
því viðskilnaður fyrri ríkisstjómar
var slíkur að allt atvinnulífið var
komið aö fótum fram. Þessum ráð-
stöfunum er lokið og náðst hefur
ótrúlegur árangur í efnahagsmál-
um sem kallar beinlínis á aðgerðir
á landsbyggðinni þannig að batinn
verði varanlegur.
Byggðamálum verður aldrei
stjórnað svo vel sé frá skrifborðum
í Reykjavík, þess vegna er það lyk-
ilatriði að ákvörðunartakan verði
færð til aðila sem eru á vettvangi.
Hin raunverulegu völd verður að
færa frá miöstýringunni í höfuð-
borginni út til landshlutanna.
Þannig og aðeins þannig er hægt
að tryggja árangur í byggðamálum.
Landsbyggðarfólk verður að
finna þá gífurlegu möguleika sem
fyrir hendi eru ef rétt er haldið á
málum. Það er m.a. hlutverk lands-
byggðarþingmanna að sjá til þess
að unnið verði á öllum vígstöðvum
á næstu árum í anda þeirrar vald-
dreifingarstefnu sem nauðsynleg
er.
Fulltrúar landsbyggðarinnar á
Alþingi eiga að gæta hagsmuna
landsbyggöarinnar, eins og fulltrú-
ar Reykjavíkur gæta hagsmuna
borgarinnar. Shk hagsmunagæsla
á ekki að vera feimnismál heldur
stolt og ahir þingmenn landsbyggð-
arinnar eiga að vera hreyknir í
hvert skipti sem þeir eru kaUaðir
landsbyggðarþingmenn í þeirri
merkingu að þeir gæti hagsmuna
sinna kjördæma fyrst og fremst.
Einar Már Sigurðarson
„Þetta viðhorf borgarstjórans mættu
margir þingmenn úr kjördæmum
hinna dreifðu byggða taka sér til fyrir-
myndar og láta þá ekki orðin
nægja..