Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - AugKýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Sakadómur Reykjavíkur: Tveirdæmdir fyriraðmis- bjóða konu kyn- ferðislega 31 árs maöur hefur í Sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og að hafa misboðiö konu kynferðislega. Þrítugur maður sem var í vitorði með honum var dæmdur í 4 mánaða fangelsi skilorðsbundið. Mennirnir voru einnig dæmdir til að greiða kon- unni 100 þúsund krónur í skaðabæt- ur. Guðjón Marteinsson sakadómari kvað upp dóminn. Eldri maöurinn var ákærður fyrir nauðgunartilraun en hinn fyrir hlut- deild í málinu. Konan kærði atburð- inn á miðborgarstöð lögreglunnar um klukkan átta aö morgni 12. októb- er síðastliðins. Hún var illa á sig komin andlega og var hún með tölu- verða líkamsáverka. Konan lagði fram kæru á hendur tveimur mönn- um vegna nauðgunartilraunar. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og úrskurðaöir í varðhald. Konan hafði verið í Bjórhöllinni um nóttina en síðan farið í Smiðju- kaffl þar sem hún hitti mennina. Hún hafði aldrei séö þá áður. Snemma um morguninn misbuðu þeir konunni kynferðislega og veittu henni lík- amsáverka í húsi í miðbænum. Konan var mjög ölvuð þegar hún kærði atburðinn. Einungis ein skýrsla var tekin af henni hjá rann- sóknarlögreglu - sama dag og hún lagði fram kæruna. Við dómsrann- sókn kom í ljós að málið var vaxið á annan veg en fram kom í skýrsl- unni. Konan bar fyrir dómi að við skýrslutökuna hjá RLR hefði hún verið ölvuð. í niðurstöðu dómsins er rannsóknarlögreglan vítt fyrir þau vinnubrögð að hafa aldrei tekið skýrslu af konunni allsgáðri. Mennirnir voru sakfelldir fyrir lík- amsárás annars vegar, fyrir brot á 1. mgr. 217. greinar almennra hegn- ingarlaga - hins vegar fyrir brot á 209. grein en þar segir: „Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunar- semi manna eða er til opinbers hneykslis, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varðhaldi eða sekturn." Sá sem hlaut þyngri dóminn situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann hlaut 15 mánaða fangelsisdóm fyrir nauðgun árið 1988 en var veitt reynslulausn árið eftir. Eftirstöðvar refsingar voru 5 mánuðir. Með broti sínu rauf hann því skilyrði reynslulausnarinnar. Hann var dæmdur í 5 mánaða fang- elsi til viðbótar eftirstöðvunum hins dómsins sem honum verður gert að afplána - samtals 10 mánaöa fangelsi. Hinn maðurinn haföi ekki hlotið refsidóm áður. Hann var dæmdur í fjögurra mánaöa skilorösbundið fangelsi fyrir hlutdeild að málinu. -ÓTT LOKI Flefst nú aftur leit Steinaað stólnum! Bima Hjaltadóttir, eiginkona Gísla Sigurðssonar: Eg fer til Bagdad meðbörnin ef ekkert verður gert í málinu „Ef þeir gera ekki neitt í málinu hérna heima þá ætla ég að lýsa því yfir að ég er flutt til Bagdad með börnin min. Mér finnst alveg til- gangslaust aö hanga hérna heima meðan Gisli er í Bagdad. Það er ekkert líf að fjölskyldan sé ekki saman. Það er þó betra að við séum þar fimm saman og drepumst sam- an. Þótt maður eigi foreldra og Qöl- skyldu hér þá er það okkar kjarna- fjölskylda sem skiptir máli. Ég er hreinlega að springa," segir Birna Hjaltadóttir, eiginkona Gísla Sig- urðssonar læknis sem enn er í haldi í Bagdad. Birna er orðin langþreytt á ástandinu og það er þungt í henni hljóðið þegar hún taíar um ráða- menn íslands. „Þéir sýna engan áhuga á aö fá Gísia hingað og vilja ekki senda mann til að ná í hann. Steingrimur Hermannsson vill þó gera eitthvaö en það er auðvitað erfitt því hann er forsætisráðherra. Ég er viss um að ef hann værí fyrr- verandi forsætisráðherra væri hann búinn að fara og ná í Gísla. Mér finnst svo skrýtið að þessir ráðamenn lýsi því ekki yfir að þeir vilji friðsamlega lausn á Persaflóa- deilunni. Þeir þurfa ekki annað en að opna munninn og segja það. Það virðist virka. Þjóðir sem eru með her á þessu svæði fá lausa gísla, en íslendingar, sem eru bara lítið peð og ekki einu sinni með her, fá ekki einn mann lausan. Mér finnst það alveg makalaust,'* segir Birna. Vinkona Bimu, sem þekkir Ai- bert Guðmundsson, sendiherra í París, talaði við hann um málið og hann segist tilbúinn að fara ef hann fái leyfi frá utanríkisráðherra. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að ekki sé eðli- legt að hann lýsi skoðun sinni á því hvort æskilegt sé að Albert fari eða ekki. Það sé mál utanríkisráðherra. „Ég hef ekkert á móti því aö ein- hver fari þangað út en vitanlega verðum við að gæta þess vel aö vera staðfastir í okkar skoðunum." Steingrímur segir það mikinn misskilning hjá Birnu að ætla að fara til Bagdad. „Ég trúi því að það sé verið að vinna i þessu máli og ég vona að Gísli fái fararleyfi sem fyrst. Vitanlega vil ég friðsamlega lausn á þessu máli og ég hef marg- lýst því yfir. Ég er ekki maður ófriðarins. Það er hins vegar mál utanrikisráðherra ef einhver verð- ur sendur út þótt ég hafi skrifað Arafat því ég þekki hann persónu- lega. Það hefur ekkert svar borist frá honum ennþá,“ segir Stein- grímur. -ns Kaupmenn á Akureyri eru, eins og aðrir kaupmenn landsins, að gera klárt fyrir jólahasarinn. Hér má sjá starfs- mann Bókvals á Akureyri koma jólabókunum haganlega fyrir í útstillingarglugga verslunarinnar. Allt verður að vera á sinum stað, enda eru aðeins 25 dagar til jóla. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Veður breytist lítið Á morgun verður suðvestanátt, víða allhvöss með skúrum sunn- an- og vestanlands. Hægara verð- ur og úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 5-7 stig en við frostmark á miðhálendinu. greiðslu bráða- birgðalaganna Fundur sem boðaður hafði verið næstkomandi mánudag í fiárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Al- þingis yar afboðaður í gær. Það er einmitt í þeirri nefnd sem fjallað er um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar. „Það kæmi mér ekkert á óvart þó verið væri að hægja á afgreiðslu bráðabirgöalaganna," sagði Matthí- as Bjarnason alþingismaður en hann á sæti í þessari nefnd. Mikill fyrirgangur er í pólitíkinni vegna ákvörðunar þingflokks Sjálf- stæðisflokksins að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Viður- kennt hefur verið að ekki var mál- efnalegur einhugur í þingflokknum um þessa ákvörðun, þótt allir við- staddir samþykktu hana að lokum. Einn af þingmönnum flokksins, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagði í morgun að það kæmi sér ekk- ert á óvart þótt einhverjir þingmenn yrðu ekki heilsuhraustir þann dag sem atkvæðagreiðsla fer fram í neðri deild um bráöabirgðalögin. .s.dór Island hrapaði Margeir Pétursson varð að gefast upp í biðskák sinni í gærkvöldi gegn Knaak (2575 Elo-stig) og ísland tapaði því gegn Austur-Þýskalandi með minnsta mun 1,5-2,5. í 11. umferð ólympíuskákmótsins. Helgi, Jón L. og Jóhann gerðu allir jafntefli. USA vann C-lið Júgóslavíu 4-0, Tékkósló- vakía vann V-Þýskaland 2,5-1,5, Sví- þjóð vann Argentínu 3-1. Þá hafa Sovétríkin tvo vinninga gegn einum hjá Búlgaríu, ein biðskák. England og Júgóslavía 1,5-1,5 og biðskák. Staða efstu þjóða er' nú þannig. 1. Sovétríkin 30 (1), 2. USA 28,5 v. 3. England 28 (1) 4. Júgóslavía 27 (1) 5.-7. Svíþjóö, Kólombía og Tékkósló- vakía 27 v. 8-11. V-Þýskaland, Júgó- slavía B, Frakkland og A-Þýskaland 26,5 v. 12.-13. Búlgaría 26 (1) og Kína 26 (1). 14. Kúba 26 v. 15.-20. Island, Holland, Indland, Portúgal, Ung- verjaland og Argentína 25,5 v. _hsím Guðmundur Ágústsson: Styður ekki ríkisstjórnina Guðmundur Agústsson, Borgara- flokki, hefur tilkynnt forsætisráð- herra að hann styðji ríkisstjórnina ekki lengur. Hann segist ekki bund- inn af ákvörðunum hennar og tekur eftirléiðis afstöðu til einstakra mála eftir efni þeirra. * i 4 4 -hlh U¥ D'OR Freyja hf. 3ími: 91-41760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.