Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 3
3 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Fréttir Sala á saltsíld hef ur gengið vel - á aðra markaði en til Sovétríkjanna „Þaö hefur gengiö vel aö selja salt- sfld í haust á alla aöra markaði en til Sovétríkjanna. Síldarsalan þangað skiptir hins vegar sköpum fyrir salt- sfldarframleiöendur þar sem svo stór hluti síldaraflans hefur farið á þann markað á undanfornum árum. Þaö er mikill þrýstingur á Sovétmenn aö standa við samninga við íslendinga, bæöi af hálfu stjórnvalda og útflytj- enda, en enn hafa ekki borist endan- leg svör frá Sovétmönnum,“ segir Einar Benediktsson, framkvæmda- stjóri Sfldarútvegsnefndar. Síldarútvegsnefnd hefur nú gengiö frá sölu á 26.000 tunnum af Scdtsíld tfl Póllands og er hefldarverömæti Höfh: Mikil vinna í síidinni og hærra mat Júlía Imsland, DV, Höfir Búið er að frysta 3500 tonn af síld hjá Fiskiðju KASK, Kaupfélagi Aust- ur-Skaftfellinga. Aö sögn Sverris Aðalsteinssonar er síldin góö - mun betri en var í fyrra og er mat á henni í tveimur fyrstu flokkunum 20% hærra núna. Mikil atvinna hefur verið viö síld- ina og unnið flesta laugardaga. Viö hver þúsund tonnin, sem unnin eru, er haldið upp á þann áfanga í fram- leiðslunni með ijómatertum, snittum og kakói að ógleymdu kaffinu. Við frystinguna vinna 80 til 90 manns og eru heimamenn þar í meirihluta. Akureyri: Ný útvarpsstöð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyit „Frostrásin" nefnist ný útvarps- stöð sem hefur útsendingar á Akur- eyri á morgun. Stöðin sendir út á FM 98,7 og nást útsendingar hennar á Akureyri og í næsta nágrenni. Nýja útvarpsstöðin mun starfa all- an desembermánuð og e.t.v. eitthvað fram í janúar, en að „Frostrásinni" standa áhugasamir einstaklingar sem segjast vanir útvarpsstörfum. Útsendingartími stöðvarinnar verð- ur kl. 13-01 virka daga en lengur um helgar. Vörubílstjórar: Viljafarasömu leiðogDagsbrún Vörubifreiðastjórar eru með í und- irbúningi að fara sömu leið og Verka- mannafélagið Dagsbrún hvað við- kemur vörslu sjóða sambandsins hjá bönkunum. Á þingi sambandsins var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun um bankamál: „ 19. þing Landssambands vörubif- reiðastjóra, haldið í Reykjavík 17. til 18. nóvember 1990, samþykkir að fela sambandsstjórn að heíja fjármálaleg viðskipti sambandsins og stofnana þess við þær lánastofnanir sem lík- legastar eru til að þjóna best hags- munum samtakanna og veita þeim þann trúnað sem nauðsynlegur er.“ Þótt í ályktuninni sé ekki kveðið nákvæmlega á um að færa sjóði sam- takanna tfl þeirra lánastofnana sem ekki hafa hækkað vexti; sagði Einar Ögmundsson, höfundur tillögunnar, að það hefði verið sín meining þegar hann samdi hana. -S.dór sölusamningsins um 170 milljónir króna. Jafnframt hefur verið samið um sölu á 110.000 þúsund tunnum á aðra markaði, þar af kaupa Danir, Finnar og Svíar 65.000-70.000 tunnur af íslendingum sem er heldur meira magn en þessar þjóðir keyptu í fyrra. Auk þess var búið að semja við Sov- étmenn um sölu á 50.000 tunnum en þeir hafa ekki enn treyst sér til að standa við þann samning. Til saman- burðar má geta þess að saltað var í 240.000 tunnur í fyrra. Helstu markaðssvæði fyrir síld eru Austur- og Norður-Evrópa, hluti af Mið-Evrópu og ákveðinn svæði í Norður-Ameríku og ísrael. íslend- ingar selja saltsíld á alla þessa mark- aði, í mismiklum mæh þó. „Islendingar eru stærstu útflytj- endur á saltaðri síld í heiminum og við höfum undanfarin ár selt á milli 60 og 80 prósent af allri þeirri síld sem við veiðum til manneldis, á meðan aðrar þjóðir selja ekki nema um fjóröung af síldarafla sínum til manneldis. íslensk saltsíld er álitin góð vara á síldarmörkuðunum og því hefur okkur tekist að fá hærra verð heldur en helstu samkeppnisaöilum okkar býðst,“ segir Einar. -J.Mar VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 «11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 276. tölublað (30.11.1990)
https://timarit.is/issue/193139

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

276. tölublað (30.11.1990)

Aðgerðir: