Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Iþróttir Verðskrá íslenskra knattspyrnumanna: Rmm leikmenn á 500 þúsund - mikiþinganefnd ákvað grunngjald 50.000 Samkvæmt ákvæöum um jónsson, KA, Jón Grétar Jónsson, greiðslur fyrir samningsbundna knattspymumenn, sem eru í til- lögu sem lögð verður fram á árs- þingi KSÍ um helgina, myndu fimm af þeim leikmönnum sem léku á íslandsmótinu síðasta sumar kosta 500 þúsund krónur, og 16 leikmenn myndu kosta 350 þúsund krónur. Tillagan tók nokkrum breyting- um í meöfórum milliþinganefndar áður en hún var fullmótuð. DV skýrði frá því fyrir nokkru að grunngjald fyrir leikmenn yröi sennilega 100 þúsund og sú tala yrði síðan margfólduð með 2, 3, 4 og 6, eftir því í hvaða „verðflokki" viökomandi leikmaður myndi lenda. Niðurstaðan varð hins vegar sú að grunngjaldið var ákveðið 50 þús- und en það síðan margfaldað með 3,5,7 og 10. Verðflokkarnir eru því 50 þúsund, 150 þúsund, 250 þúsund, 350 þúsund og 500 þúsund. Einnig var forsendum breytt á þann veg að fleiri ieikmönnum var hleypt upp í næsthæsta flokkinn á þann veg að þeir sem hafa leikið helming af 21 árs landsleikjum ís- lands síðustu tvö árin komast þangað. Þar með flölgaöi leikmönn- um í þeim flokki úr 5 í 16. Þá var rýmkað til þannig að fleiri leik- menn kæmust úr neðsta flokki í flokk númer tvö. Eftirtaldir leikmenn kosta meira en grunngjaldið fyrir næsta keppn- istímabil, séú þeir samningsbundn- ir: 500 þúsund Pétur Arnþórsson, Fram, Viðar Þorkelsson, Fram, Ragnar Mar- geirsson, KR, Rúnar Kristinsson, KR, Haildór Áskelsson, Val. 350 þúsund Baldur Bjamason, Fram, Kristján Jónsson, Fram, Ríkharður Daða- son, Fram, Ólafur Gottskálksson, KR, Þormóður Egilsson, KR, Bjarai Sigurðsson, Val, Einar Páll Tómas- son, Val, Steinar Adolfsson, Val, Ingvar Guðmundsson, Val, Lárus Guðmundsson, Stjömunni, Valdi- mar Kristófersson, Stjömúnni, Ól- afur Kristjánsson, FH, Helgi Björg- vinsson, Víkingi, Kjartan Einars- son, KA, Friðrik Friðriksson, Þór, Haraldur Ingólfsson, ÍA, Kristján Halldórsson, ÍR. 250 þúsund Anton B. Markússon, Fram, Birkir Kristinsson, Fram, Guðmundur Steinsson, Fram, Krístinn R. Jóns- son, Fram, Steinar Guðgeirsson, Fram, Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, Jóhann Lapas, KR, Pétur Pétursson, KR, Þorsteinn Halldórs- son, KR, Antony Karl Gregory, Val, Bjami Benediktsson, Stjöm- unni, Ingólfur Ingólfsson, Stjöm- unni, Valgeir Baldursson, Stjöm- unni, Andri Marteinsson, FH, Helgi Bjarnason, Víkingi, Bjarni Jóns- son, KA, Erlingur Kristjánsson, KA, Gauti Laxdal, KA, Heimir Guð- • Ragnar Margeirson, KR, er í hæsta flokki og verðlagður á 500.000. KA, Ormarr Orlygsson, KA, Hlyn- ur Birgisson, Þór, Júlíus Tryggva- son, Þór, Siguróli Kristjánsson, Þór, Alexander Högnason, ÍA, Bjarki Pétursson, ÍA, Heimir Guð- mundsson, ÍA, Válur Valsson, UBK, Ólafur Pétursson, ÍBK, Gunnlaugur Einarsson, Grindavík, Ómar Torfason, Leiftri. 150þúsund Arnljótur Davíðsson, Fram, Jón Erling Ragnarsson, Fram, Jón Sveinsson, Fram, Pétur Ormslev, Fram, Björn Rafnsson, KR, Gunnar Oddsson, KR, Gunnar Skúlason, KR, Elías Friöriksson, ÍBV, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Ámundi Sig- mundsson, Val, SigurjónKristjáns- son, Val, Sævar Jónsson, Val, Þor- grímur Þráinsson, Val, Birgir Skúlason, FH, Guömundur Hilm- arsson, FH, Guðmundur Valur Sig- urðsson, FH, Halldór HaRdórsson, FH, Hallsteinn Arnarson, FH, Hörður Magnússon, FH, Kristján Gislason, FH, Kristján Hilmarsson, FH, Magnús Pálsson, FH, Þórhall- ur Víkingsson, FH, Aðalsteinn Að- alsteinsson, Vikingi, Ath Einars- son, Vikingi, Atli Helgason, Vík- ingi, Baldvin Guðmundsson, Vík- ingi, Eínar Einarsson, Víkingi, Trausti Ómarsson, Víkingi, Halld- ór Halldórsson, KA, Haukur Bragason, KA, Steingrímur Birgis- son, KA, Þórður Guðjónsson, KA, Árni Þór Árnason, Þór, Bjarai Sveinbjörnsson, Þór, Lárus Orri Sigurðssonj Þór, Arnar Gunn- laugsson, IA, Bjarki Gunnlaugs- son, ÍA, Sigurður B. Jónsson, IA, Stefán Viðarsson, ÍA, Gíslí Heið- arsson, Víði, Grétar Einarsson, Víði, Steinar Ingimundarson, Víði, Sævar Leifsson, Víði, Vilberg Þor- valdsson, Víði, Grétar Steindórs- son, UBK, Guðmundur Þ. Guð- mundsson, UBK, Jóhann Grétars- son, UBK, Willum Þórsson, UBK, Pétur Óskarsson, Fylki, Örn Valdi- marsson, Fylki, Tryggvi Gunnars- son, ÍR, Freyr Sverrisson, ÍBK, Gestur Gylfason, ÍBK, Ingvar Guð- mundsson, ÍBK, Jóhann JUIíusson, ÍBK, Jóhann B. Magnússon, ÍBK, Óli Þór Magnússon, ÍBK, Heimir Karlsson, Selfossi, Páll Guðmunds- son, Selfossí, Stefán Arnarson, Tindastóli, Henning Henningsson, KS, Mark Duffleld, KS, Guðmund- ur Erlingsson, Þrótti, R. • Aðrir leikmenn kosta 50 þús- und krónur. Samninga- og félaga- skiptanefnd KSi Sérstök nefhd verður stofnuö, Saraninga- og félagaskiptanefnd KSÍ, og hún mun meðal annars meta verögildi erlendra leik- manna. Einnig geta leikmenn sem hafa átt við langvarandi meiðsli eða veikindi aö stríða og telja að þeir séu metnir of hátt farið fram á það viö nefndina aö hún lækki þá um flokk. -VS • Ríkharður Oaðason, ieikmaður úr Fram, er metinn á 350.000. Bikarmót kraftlyftingasambandsins: Álján met féllu - Jón Gunnarsson stigahæsti maður mótins Bikarmót Kraftlyftingasambands íslands var haldið um nýliðna helgi í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði. Keppendur vora 27 í flokk- um. Átján met voru sett á mótinu, tvö drengjamet, sjö unglingamet og níu full met. Jón Guðmundsson setti met í bekk- pressu í -82,5 kg flokki, lyfti, 122,5 ,kg og í hnébeygju 220 kg. Ingimundur Ingimundarson setti unghngmet í réttstöðulyftu í -75 kg flokki, lyfti fyrst 232,5 kg og síðan 240 kg. Bárður Ölsen setti tvö uglingamet í hné- beygju í -82,5 kg flokki, lyfti fyrst 255 kg og síðan 260 kg. Hann setti einnig met í réttstöðulyftu, 290 kg og tvö met í samanlögðu, 700 kg og 705 kg. Jón Gunnarsson okkar besti kraft- lyftingamaður keppti nú í -100 kg flokki í fyrsta sinn og sló að sjálf- sögðu öll gildandi íslandsmet í flokknum. Hann lyfti 340 kg í hné- beygju, 201 kg í bekkpressu og 330 kg. í réttstöðulyftu, sem gáfu honum 870 kg. í samanlögðum árangri var hann jafnframst stigahæsti keppand- inn á mótinu. Guðni Sigurjónsson setti íslands- met í réttstöðulyftu í -110 kg flokki og bætti met sem staðið hefur frá árinu 1979. Hann lyfti fyrst 345,5 kg og bætti hann um betur og lyfti 355 kg. Þetta gaf honum einnig íslands- met í samanlögðu, fyrst 890 kg og síðan 900 kg. Þá setti Baldvin Skúla- son met í bekkpressu í -110 kg flokki, lyfti 223 kg. -GH Þór mætir Tindastól á sunnudaginn: „Ætlum að taka þessa litlu karla í bakaríið“ - segir Sturla Örlygsson, þjáfari Þórs „Þetta verður án efa mjög skemmtilegur leikur ef marka má fyrri leik liðanna á Sauðárkróki. Þá töpuðum við með flögurra stiga mun í mjög skemmtilegum leik og líklega einum skemmtilegasta leik vetrar- ins. Ég er viss um að leikurinn á sunnudagskvöldið verður ekki síður skemmtilegur," sagði Sturla Örlygs- son, þjálfari og leikmaður Þórs frá Akureyri í körfuknattleik. Á sunnu- dagskvöld fer fram stórleikur nyrðra er hið hávaxna lið Tindastóls mætir til Akureyrar og-leikur gegn Þór í úrvalsdeildinni. Þykir það jafnan stórviðburður nyrðra þegar þessi nágrannalið mætast. „Við erum hvergi smeykir við lið Tindastóls og ætlum að taka þessa litlu karla í bakaríið. Við unnum síð- asta heimaleik okkar með 32 stiga mun og það sýnir að viðérum sterk- ir á heimavelli. Ég vonast eftir mikl- um stuðningi frá áhorfendum á sunnudagskvöldið í Höllinni og þá getur allt gerst,“ sagði Sturla enn- fremur. „Læti og kraftur í Þórsliðinu“ Pétur Gi’ðmundsson i Tindastóli er hæsti körfuknattleiksmaður sem leikið hefur á íslandi og er þá vænt- anlega einn af þessum litlu körlum sem Sturla og félagar hyggjast „baka í bakaríinu“ á sunnudagskvöldið: „Þórsarar komu mjög ákveðnir til leiks er við mættum þeim hér á Króknum á dögunum. Við vorum ekki nægilega vel undir það búnir en komum betur undirbúnir til leiks að þegsu sinni. Þórsliðið er erfitt heim að sækja. Það eru mikil læti í liðinu og kraftur. Ef allir leikmenn liösins eiga góðan léik þá getur Þórs- liöið iftnið hvaða lið sem er. Það vilja allir vinna Tindastól í dag. Við mæt- um hins vegar ákveðnir til leiks á Akureyri með marga áhorfendur með okkur og erum ákveðnir í að fara með bæði stigin heim að leik loknum," sagöi Pétur Guðmundsson. • Leikur Þórsara og Tindastóls hefst klukkan átta á sunnudags- kvöldið í Höllinni á Akureyri. Aðrir leikir um helgina eru viðureign Njarðvíkinga og Snæfellinga klukk- an flögur á laugardag í Njarðvík og á sunnudag leika Haukar og ÍR í Hafnarfirði klukkan tvö og ÍBK og Valur mætast í Keflavík klukkan átta í Keflavík. -SK • Pétur Guðmundsson með knöttinn og til vinstri er Ivan Jonas. Báðir eru þeir vel yfir tvo metra á hæð og væntanlega i hópi „litlu karlanna" sem Sturla Örlygsson, þjálfari Þórs, segist ætla að taka i bakaríið á Akureyri á sunnudagskvöldið. • Ástþór ingason, UMFN, sýnir hér skei kvöldi. Björn Steffensen er til varnar. Teitur o$ afgreif -þegarNjarðvík Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi A-riðils úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik þegar liðið sigraði KR, 86-90, í frekar daufum leik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Njarðvíkingar og KR-ingar voru jafnir að stigum fyrir leikinn og því var þetta mikil- vægur sigur hjá Suðurnesjamönnunum. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi og liðin skiptust á að hafa forystu. KR-ingar náðu mest sjö stiga forskoti, 23-16, en Njarðvík- ingar voru fljótir að minnka muninn og höfðu eins stigs forskot í leikhléi, 48-49. í síðari hálfleik komu KR-ingar ákveðnir til leiks og náðu yflrhöndinni og komust mest 10 stigum yfir. Þegar 8 mínútur voru til leiksloka tókst Njarðvíkingum með mikilli baráttu að jafna metin og komast yfir og skömmu síðar fékk Bandaríkja- maðurinn í liöi KR, Jonathan Bow, sína fimmtu villu og eftirleikurinn var Njarð- víkingum auðveldur og sigruðu þeir nokk- uð örugglega með sex stiga mun. Teitur Örlygsson og Rondey Robinsson voru í aðalhlutverkum í liði Njarðvíkinga sem fyrr og skoruðu þeir bróðurpartinn Auðveldur Þ -gegn slökumle Það stóð ekki steinn yfir steini i leik HK-manna í viðureign þeirra gegn Þrótti í gærkvöldi. Greinilegt var á öllu að Þrótt- arar voru smeykir fyrir leikinn og ætluðu sér ekki að láta hið sama og síðast endur- taka sig en þá töpuðu þeir naumlega fyrir - Kópavogsdrengjunum í hörkuleik. En allt annað var að sjá til HK-inga nú en þá. Hætt er viö að þeir hafl séð annan sigur yfir „gömlu refunum“ í of skýrum hilling- um. Móttakan var léleg, uppspil ómark- visst, uppgjafir slakar, sókn dræm og bar- áttuvilji enginn. Þróttarar höfðu baráttuviljann og það var hann sem fleytti þeim áfram til sigurs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.