Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNÁR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Skynsemin verðurað ráða Pólitíkin er söm við sig. Rétt eftir að þjóðarsátt hefur verið framlengd og vonir standa til að skaplegt ástand í efnahagsmálum haldist fram á næsta haust vofir það allt í einu yfir að Alþingi eyðileggi þann árangur í einu vetfangi. Bráðabirgðalögin, sem ríkisstjórnin setti á Bandalag háskólamenntaðrá ríkisstarfsmanna, virðast ekki hafa meirihlutafylgi á þingi. Einstakir þingmenn stjórnarhðsins sem og stjórnarandstöðuflokkarnir báðir hafa lýst yfir andstöðu við bráðabirgðalögin og segjast greiða atkvæði gegn þeim. Ef þetta fer eftir fellur frum- varpið á jöfnu. Afleiðingarnar eru eftirfarandi: BHMR fær þá hækk- un sem umsamin var og þeim yar dæmd í borgardómi Reykjavíkur. Alþýðusamband íslands gerir kröfu um sams konar hækkun og Vinnuveitendasamband íslands hefur tilkynnt að það eigi ekki annars úrkosti en greiða þá hækkun, enda samningsbundið af þeirra hálfu. BSRB fylgir í kjölfarið. Allar þessar launahækkanir eru langt umfram þjóðarsátt og það sem meira er: háskólamennt- aðir ríkisstarfsmenn eiga samstundis rétt á þeirri hækk- un sem aðrir fá í framhaldi af fyrstu launaskriðunni. Það er með öðrum orðum deginum ljósara að þann dag sem Alþingi fellir bráðabirgðalögin er þjóðarsáttin fyrir bí og holskefla verðbólgu skellur yfir þjóðfélagið. Efnahagsmáhn verða óviðráðanleg, verðlagshækkanir verða óstöðvandi og atvinnurekstur ófær til að mæta þeim launakröfum sem skylt er að verða við. í stuttu máli sagt: hér fer allt á annan endann með thheyrandi upplausn, óstjórn og örvæntingu. Nú má vel skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á forsætisráðherra sem virðist hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja meirihluta á þingi fyrir bráðabirgða- lögunum. Hins vegar er öhum skynsömum mönnum ljóst að ríkisstjórnin átti ekki annarra kosta völ en setja bráðbirgðalög á þær hækkanir sem blöstu við þegar borgardómur hafði kveðið upp dóm sinn um lögmæti kjarasamnings ríkis og BHMR. Ríkisstjórnin neyddist til að éta ofan í sig eigin samning ef þjóðarsáttin átti að. halda. Annað kom ekki til greina og hefði ekki kom- ið til greina, hver svo sem setið hefði í ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan á þingi hefur leyfi til að draga Steingrím og ríkisstjórnina til ábyrgðar fyrir alla þá málsmeðferð sem var undanfari bráðabirgðalaganna. En stjórnarandstaðan hefur ekki leyfi til að skjóta sér sjálfri undan ábyrgð þegar kemur að þjóðarhagsmun- um. Menn mega ekki ganga svo langt í sandkassaleikn- um niðri á þingi að öllu sé kastað fyrir róða til að koma höggi á andstæðingana. Þetta mál snýst nefnilega ekki um það að gera Stein- grím Hermannsson að ómerkingi heldur er hér verið að takast á um þann árangur og það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ef bráðabirgðalögin halda stendur þjóðarsáttin, stöðugleikinn og friðurinn á vinnumarkaðnum. Ef bráðabirgðalögin eru fehd springur allt í loft upp. Efnahagsleg og stjórnmálaleg upplausn blasir við. Hversu vitlaus sem málatilbúnaðurinn kann að vera í augum stjórnarandstöðunnar þá er ekki þar með sagt að vitleysunni, sem af falh bráðabirgðalaganna hlýst, verði varpað yfir á stjórnarflokkana. Þvert á móti má ætla að stj órnarandstöðunni verði ekki síður kennt um afleiðingarnar. Það er hún sem hefur það á valdi sínu að styðja eða fella þau lög sem þjóðarsáttin stendur og fehur með. Vonandi láta menn skynsemina ráða. Ellert B. Schram i -• FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Ráðstefnan í París staðfesti aðeins orðna hluti í samskiptum risaveldanna. - Frá undirritun samninga í Elysee höll. Friður og óró Fyrir rúmri viku var formlegur endi bundinn á kalda stríðiö og lögð drög að nýrri skipan mála í Evrópu sem ætla mætti að tryggði frið og farsæld um alla framtíð. Fundinum í París, sem haldinn var undir merkjum ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, sem fyrst var haldin í Helsinki 1975, hefur verið líkt við aðra merkis- fundi í sögu Evrópu, Vínarráð- stefnuna 1815 og Versalaráðstefn- una 1919 en það er ofmælt. Öll Evr- ópuríki nema Albanía auk Banda- ríkjanna og Kanada eiga aðild að samþykktum ráðstefnunnar sem hér eftir verður sérstök stofnun með aðsetur í Prag. Nú loks er síð- ari heimsstyrjöldinni formlega lok- ið í Evrópu. Nú hafa Sovétmenn og Bandaríkjamenn auk Evrópu- ríkjanna samþykkt stórfelldan nið- urskurð á hefðbundnum herafla. Hættan á stríði milli risaveldanna er endanlega úr sögunni. Allt er þetta harla gott en hvers vegna er þá ekki meiri fögnuður og bjartsýni ríkjandi? Það skyldi þó ekki vera að ófriðarblikur séu enn til staðar? Ógnarjafnvægið Kjarnorkuvopnum hefur verið bölvað innilega síðustu fjörutíu ár og bau talin af hinu illa. En þegar pIIc kemur til alis eru það kjarn- orkuvopn og ógnarjafnvægi risa- veldanna sem hafa tryggt friðinn, gert styrjöld í Evrópu óhugsandi og haldið í skefjum öllum þeim inn- byrðiságreiningi Evrópuríkja sem hefur valdið linnulitlum ófriði í Evrópu allt frá Vestfalen sam- komulaginu 1648 sem ríkjaskipan í Evrópu byggist á enn þann dag í dag. Nú eru valdablakkimar að hverfa. Þeir kraftar sem haldið hefur verið niðri með valdi síðan 1945 eru að koma upp á yfirborðið nú þegar slakaðer á þeim aga sem risaveldin tvö hafa haft á handa- lagsríkjum sínum. Nú verður það ekki lengur hernaðarleg ógnun úr austri sem sameinar Vestur-Evr- ópuríkin né heldur heragi Varsjár- bandalagsins sem knýr ríki Aust- ur-Evrópu til að haida friðinn hvert við annað. Án þessara ógnana og yfirþyrmandi nauðsynjar á sam- stöðu hafa ríki Evrópu miklu meira svigrúm en síðustu 45 ár til að gera upp sín gömlu ágreiningsmál sem legið hafa geymd en ekki gleymd. Þjóðernisstefna, sem bæld hefur verið niður í áratugi, á nú leið upp á yfirborðið, ógróin sár opnast á ný. Balkanskagi Ráðstefnan í París gerði í raun ekkert annað en samþykkja form- lega það sem þegar hafði verið sam- ið um, sameiningu Þýskalands, landamæri Þýskalands og Pól- KiaUaiiim Gunnar Eyþórsson fréttamaður lands, samkomulagið um samdrátt í hefðbundum herafla. Sú stofnun sem komið verður á fót í Prag á grunni samþykkta ráðstefnunnar mun ekki hafa neina burði til að tryggja frið og öryggi á sama hátt og hernaðarbandalögin gerðu. Jafnvel þótt komið hafi til átaka milli bandalagsríkja áður fyrr, eins og milli Grikkja og Tyrkja út af Kýpur 1974, tókst NATO að halda þeim átökum innan marka. Á sama hátt hefur Varsjárbanda- lagið komið í veg fyrir að stríð bryt- ist út milli Rúmena og Ungverja út af ungversku héruðunum í Rúmeníu. Með upplausn Varsjár- bandalagsins innan skamms og fyrirsjáanlegum samdrætti í hern- aðarviðbúnaði NATO verður ekk- ert slíkt öryggiskerfi nógu öflugt til að hemja ný átök af þessu tagi. Það hefur legið í láginni frá 1945 og reyndar allt frá 1919 að allur Balkanskagi er púðurtunna sem gæti sprungið af litlum neista. Það er engan veginn útilokað að borg- arstríð gæti brotist út í Júgóslavíu áður en langt um líöur milli Serba og Króata og fleiri þjóðarbrota í júgóslavneska ríkjasambandinu. Það er líka gleymt að Albanir, Búlgarar, Grikkir og Rúmenar eiga landakröfur í Júgóslavíu. Það er heldur ekki friðvænlegt milli Búlgara og Tyrkjavegna með- ferðar Búlgara á tyrkneska meiri- hlutanum. Það hefur líka legið í láginni að landamæramál Pólverja og Tékka eru ekki útkljáð né held- ur hugsanlegar kröfur Pólv.erja á hendur Sovétmönnum um land sem þeir tóku 1945, ef upplausnin innan Sovétríkjanna heldur áfram og þau liðast sundur. Nú þegar oki kommúnismans og Varsjárbanda- lagsins er létt af Austur-Evrópu, koma þessi gömlu deilumál fram í dagsljósið. Þjóðflutningar En sú ógnun, sem nú blasir við Vestur-Evrópu eftir að stríðshætt- an er horfin, er annars eðlis. Það er annars vegar þjóðernisvakning meðal hinna nýfrjálsu ríkja og hins vegar fólksflótti að austan til vest- urs sem nú er yfirvofandi. Það ligg- ur Ijóst fyrir að ef Sovétmenn og önnur Austur-Evrópuríki aflétta hömlum á ferðafrelsi, sem allar lík- ur eru til að verði mjög bráðlega, munu milljónir flóttamanna streyma til vesturs í leit að betri lífsafkomu. Þessi flóttamannastraumur gæti orðið óviðráðanlegt flóð, mestu fólksflutningar í Evrópu síðan heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er nú mikið áhyggjuefni í ríkjum Evr- ópubandalagsins. Eina leiöin til að koma í veg fyrir þá röskun sem af þessu hlytist er að hin auðugu ríki Vesturlanda geri stórfellt átak til að hjálpa til við endurreisn fyrrum kommúnistaríkja. Það gerist ekki á nokkrum mánuðum eða árum. Á næstunni munu milljónir Sov- étmanna og Austur-Evrópubúa flæða yfir Vestur-Evrópu á sama tíma og þjóðernishyggja magnast í hinum nýfrjálsu ríkjum. Umbreyt- ingin yfir í markaðsþjóðfélag mun í fyrstu valda versnandi lifskjörum og andstæður milli austurs og vest- urs munu skerpast á ný, á nýjum og breyttum forsendum. Ráðstefnan í París tók ekki á þessum málum, hún staðfesti að- eins orðna hluti í samskiptum risa- veldanna. Vestur-Evrópa er í fóstum skorð- um en ráðstefnan í París skildi Austur-Evrópu eftir í lausu lofti, bæði í öryggismálum og pólitískt. Glundroðinn í Sovétríkjunum og upplausnin í Austur-Evrópu er ávísun á óstöðugleika og óstöðug- leiki er uppspretta ófriðar. Gunnar Eyþórsson „Sú stofnun sem komið verður á fót í Prag á grunni samþykkta ráðstefnunn- ar mun ekki hafa neina burði til að tryggja frið og öryggi á sama hátt og hernaðarbandalögin gerðu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.