Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. 7 Fréttir Skattar í OECD-ríkjimum: Islendingar eru í 9.-10. sæti í skattheimtunni ísland er í 9.-10. sæti aö ofan meö- al ríkjanna 24 í Efnahags- og fram- farastofnuninni OECD. Því er al- rangt, sem fjármálaráöuneytið hér og ráðherrar hafa veriö aö hampa, aö ísland sé í fimmta sæti að neðan meðal þessara ríkja í skattheimtu. Tölurnar, sem hér birtast, eru hins vegar hinar réttu tölur. Fjármálaráðuneytið sendi fyrir nokkru frá sér skattatölur fyrir ís- land. Tölurnar áttu að vera útreikn- aðar af sérfræðingum OECD að beiðni ráðuneytisins. Fulltrúar ráðu- neytisins kalla það tímamótavið- burð, að ísland skuli nú vera með í samanburði af þessu tagi. Aöeins gott er um það að segja. En fjármála- ráöuneytið fór rangt með þessar upp- lýsingar. Ráðuneytið birti þær hráar í fréttatilkynningu, en gat ekki um annmarka. Skatthlutfallið hér, það eru skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af framleiðslu í landinu, var þannig 34 prósent 1989 í fréttatil- kynningu ráðuneytisins, en rétt hlut- fall væri 41 prósent. Munurinn Uggur í því, að taka ber tillit til nokkurra atriða, sem vantar í útreikningana frá OECD. Þar má nefna, að taka ber tillit til iðgjalda lífeyrissjóða. Víða erlendis eru þau innheimt með skött- um, og því verður að reikna þau með í skattheimtu, til þess að saman- burður sé réttur. Þetta hækkar skatt- hlutfall hér um 4 prósentustig. Fjár- málaráðuneytið viðurkennir þetta, samanber kjallaragrein Marðar Árnasonar, upplýsingafulltrúa ráðu- neytisins, í DV í gær. Mörður ber ekki brigður á, að þannig sé saman- burðurinn rökréttur, en hann nefnir, að sé skatthlutfall á íslandi þannig hækkað um 4 prósentustig vegna ið- gjalda lífeyrissjóðanna, þurfi einnig að hækka skatthlutfall nokkurra annarra landa. Upplýsingafulltrúinn blæs þetta síðan út og segir, að það skemmi fyrri umfjöllun DV um þetta mál. Svo er alls ekki. Fjármálaráðuneytið bakkar í þeim tölum, sem hér birtast, er - en ekki fimmta lægsta eins og ráðuneytið segir fullt tillit tekið til slíkra breytinga varðandi bæði ísland og önnur OECD-ríki. Stuðzt er við útreikninga Yngva • Harðarsonar, hagfræðings Sjónarhom Haukur Helgason Félags íslenzkra iönrekenda, um þetta og tillit tekið til lögþvingaðra greiðslna til einkageirans tengdra almannatryggingum, þar á meðal líf- eyrisiðgjaldanna. Gott er, að fjármálaráðuneytið er farið að viðurkenna þetta. Þar með ætti að detta upp fyrir öll umræða ráðherra um, hversu „litlir" skattar séu hér á landi og að þá þurfi að hækka. Upplýsingafulltrúinn er samt enn sendur fram til að þyrla upp moldroki. Þvert á fullyrðingar íjármálaráðuneytisins var allt rétt í umfjöllun DV. Þar sagöi í fyrirsögn á grein hinn sjöunda, að skattheimta hér væri svipuð og í Evrópubanda- laginu, og út af því var lagt. Þetta er rétt, skattheimtan hér var 41 prósent 1989 og 41,1 prósent aö meðaltali í ríkjum Evrópubandalagsins. Upplýsingafulltrúinn vill ennfrem- ur undirstrika, aö tölurnar, sem fjár- málaráðuneytið dreifði, séu frá OECD, ekki „tölur ráðuneytisins". En ráðuneytið sleppir fyrirvörum OECD-manna og sendir tilkynningu hráa þvert gegn því sem tíðkast er- lendis viö slíka kynningu, og er DV kunnugt um, hvemig finnsk stjórn- völd hegða sér í slíkum tilvikum. Útkoman varð því sú, að fjármála- ráðuneytið sendi frá sér villandi og raunar rangar tölur. Þessar tölur eru því tölur ráðuneytisins eins og sagt hefur verið í DV. Rétt hefði verið, að vjið kynningu skattatalnanna hefði ráðuneytiö einnig nefnt, að hækka verður skatt- hlutfailið hér vegna þess að óbeinir skattar eru miklir og meira hlutfall en yfirleitt gerist. Það skekkir sam- íslendingar óttast sífelldar yfirlýsingar ráðamanna um, að hækka þurfi skatt- ana. Skattahlutfall á Islandi % - í samanburði við nokkur önnur lönd - 60 50 40 30 20 • I t 10 0 Tyrkland Japan ísland Danmörk Bandaríkin OECD EB Svíþjóð anburðinn, því að óbeinir skattar hækka nefnarann í skatthlutfallinu. Þarna munar 1,5 prósentustigum í samanburði samkvæmt rannsókn- um Ásgeirs Daníelssonar hagfræð- ings. Þá eru sjúkradagpeningar hér yfirleitt greiddir af fyrirtækjum en í sumum öðrum OECD-ríkjum af hinu opinbera. Þetta hækkar skatthlutfall á íslandi um 1-1,5 prósentustig. Háir skattar hér Hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda liggja nú fyrir útreikningar á, hvar ísland er í röðinni af OECD-ríkjum miðaö við framangreint. DV fékk þessar upplýsingar í gær. Félag íslenzkra iðnrekenda reiknar þar með skatthlutfalli í ríkjunum árið 1989, og þar sem nýrri upplýs- ingar liggja ekki fyrir um, er reiknað með óbreyttu hlutfalli frá 1988. Röð ríkjanna 24 verður þá, sem hér segir, eftir því hversu hátt skatthlut- fallið er af framleiöslu í löndunum. Með öðrum orðum „skattpíningin“. 1. Svíþjóð..................56,8 prósent 2. Danmörk....................51 prósent 3. Holland....'.............49,3 prósent 4. Noregur....................46 prósent 5. Belgía...................45,1 prósent 6. Frakkland................43,9 prósent 7. Finnland.................42,9 prósent 8. Lúxemborg................42,8 prósent 9.-10. ísland...........41 prósent 9.-10. Austurríki.......41 prósent 11. Bretland.................40,7 prósent 12. Sviss....................39,1 prósent 13. írland...................38,9 prósent 14. Ítalía...................38,4 prósent 15. Þýzkaland................38,2 prósent 16. Nýja-Sjáland.............37,9 prósent 17. Grikkland................35,9 prósent 18. Portúgal.................34,6 prósent 19. Spánn....................34,4 prósent 20. Kanada...................33,4 prósent 21. Japan....................31,3 prósent 22. Ástralía.................30,8 prósent 23. Bandaríkin...............29,8 prósent 24. Tyrkland.................24,1 prósent ÞREK- OG ÆFINGATÆKIN 3 Varahluta- og viðgerðarþjónusta Kreditkortaþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.