Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 11
XX FÖSTUDAGUR 30. NÖVÉMBER 1990. Lafði Díana lyftir fjögurra ára gamalli krabbameinssjúkri stúlku upp úr bíl sem boðinn verður upp til styrktar krabba- meinssjúkum börnum á næsta ári. Díana: Vemdari krabba- meinssjúkra bama Lafði Díana eða prinsessan af Wales vinnur mikið af alls kyns góðgerðarmálum, ekki síst þar sem yngstu þegnar þjóðfélagsins eiga í hlut. Hún er meðal annars verndari styrktarsjóðs sem stofn- aður var til að hjálpa börnum sem veikst hafa af krabbameini. Ýmsar leiðir eru farnar í fjáröfl- unarskyni en þessi mynd var tek- in þegar nýtt fjáröflunarátak var kynnt á dögunum. Þá var sýndur splunkunýr Ford Escort sem gef- inn hefur verið á sérstakt góð- gerðaruppboð sem fram fer á næsta ári. Peningunum af sölu bílsins og annarra hluta, sem boðnir verða upp, renna í þennan styrktarsjóð. Ágústa Ágústsdóttir á hlaðinu á Holti. DV-mynd Reynir Flateyri: Prestsfrúin sendir frá sér plötu og bók Reynir Tiaustason, DV, Flateyii; Ágústa Ágústsdóttir, sópran- söngkona og prestsfrú í Holti í Önundarfirði, stendur í stórræð- um þessa dagana. Þann 22. nóv- ember kom út hljómplata með söng hennar og samdægurs kom út bók eftir hana. Að sögn Ágústu er bók hennar, „Sumar á Sólheimum“, byggð á stílfærðum berskuminningum hennar úr Brekkudal í Dýrafirði. Þetta er frumraun hennar á sviði skáldsagnarhstar. Bókaútgáfan Hildur gefur bókina út. Á hljómplötunni eru tveggja ára upptökur með söng Ágústu við undirleik Angesar Löve píanóleikara. Lögin á plötunni eru eftir Grieg, Sibelíus, Sjöberg og ýmsa íslenska höfunda. Ágústa gefur sjálf út plötuna en nýtur góðrar aðstoðar Kaupfé- lags Dýrfirðinga. Sviðsljós Birkir Fossdal, sem starfar í jarðgöngunum í Ólafsfjarðarmúla, þarf ekki að fara langt verði hann þyrstur i vinnunni. Úr berginu i göngunum fossar hið besta drykkjarvatn niður i „drenlagnirnar" i vegarkantinum og þar geta Birkir og félagar hans fengið sér sopa verði þeir þyrstir. DV-mynd GVA Madonna tjúttar og hneykslar Madonna i banastuði á næturkiúbbi í Paris. Símamynd Reuter Poppstimið Madonna lét sig ekki vanta á tískusýningamar í París á dögunum. Á myndinni er hún í bana- stuði á einum næturklúbba í þessari borg borganna. Sá sem situr til hægri er einhver Tony Ward en hann mun vera kærasti Madonnu þessa dagana. Annars segja fréttir að kapalsjón- varpsstöðin MTV muni ekki sýna nýjasta tónlistarmyndbánd Ma- donnu, Justify My Love, en þar geys- ist hún um í kynferðislegri fantasíu sem komið hefur við einhver við- kvæm hjörtu. Myndbandið verður hins vegar gefið út eftir um tvær vik- ur og þá geta menn dæmt sjálfir - og tjúttað með. PETIT í baksturinn Islenskt og gott Tilboð vikunmr Rjómalöguð sjávarréttasúpa. Lambafilet með villisveppasósu, smjörristuðu grœnmeti og bakaðri kartöflu. Kaffi. Kr. 980,- Hamborgara- og pizzutilboð alla virka daga. \ Opið frá kl. 11.30 til 23.30 Hamraborg 11 - sími 42166

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.