Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 28
36 Merming FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Gestaíbúðin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúöin (3 herbergi og eldhús í endurbyggöu 18. ald- ar húsi) er léð án endurgjalds þeim sem fást viö list- ir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaup- mannahöfn, Ósló eða Reykjavík til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaöa tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir 28. febrúar nk. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra, sími 18800. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! HFGoodrieh AIl-Térrain 30" Kr. 9.220 stgr. All-Terrain 31" Kr. 10.590 stgr. All-Terrain 32" Kr. 11.390 stgr. All-Terraín 33" Kr. 11.930 stgr. All-Terrain 35" Kr. 13.950 stgr. Felga, hvít 15x7 Kr. 3.300 stgr. Felga, hvit 15x10 Kr. 4.490 stgr. Amerísk jeppadekk og felgur á ótrúlegu verðí —Bílabú6 Benna Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir Vagnhöfða 23, sími 685825 ÞAR SEM ALLT FÆST í JEPPANN Nauðungaruppboð Á nauðungaruppboði, sem fram á að fara við Bifreiðaverkstæði Steinars, Smiðjuvöllum 6, Keflavík, föstudaginn 7. desember nk. kl. 16.00, hefur að kröfu Ásbjörns Jónssonar hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., Símonar Ólasonar hdl., Jóns Eiríkssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, skiptaráðandans í Keflavík, Tollgæsl- unnar í Keflavík og fleiri lögmanna verið krafist sölu á eftirtöldum bifreiðum: Ö-5053, Ö-1455, Ö-4317, Ö-8465, A-1729, Ö-10236, Ö-3465, Ö-11035, V-1368, Ö-4668, G-11379, Ö-9512, Ö-5008, Ö-10749, Ö-3087, Ö-10860, Ö-2276, Ö-5381, Ö-8906, Ö-2384, Þ-3814, Ö-4809, Ö-10438, Ö-1786, R-52904, Ö-1547, R-70702, Ö-7176, R-11496, X-6769, Ö-11019, R-71795, Ö-5980, Ö-5912, í-3112, R-46518, Ö-7165, Ö-8503, Ö-4775, G-5732, X-7447, Ö-9874, A-11565, Ö-5150, R-64778, Ö-8619, R-22218, R-17282, G-12523, Ö-11971, Ö-6262, Ö-5492, Ö-9883, R-67553, Ö-9395, Ö-3229, Ö-4800, Ö-11366, Ö-11283, Ö-3084, R-26189, Ö-6532, Ö-5248, Ö-4887, Y-16094, Ö-3228, J-40, Ö-8210, Ö-9003, Ö-8678, Ö-5562, Þ-1017, Ö-8763, V-2168, Ö-12014, Ö-3059, Ö-2463, G-3431, R-63837, Y-18174, G-148, Ö-11617, Ö-10148, FZ-437, FP-135, IV-634, GS-205, FK-882, KR-798, TB-218, KA-727, JJ-203, JI-959, GR-962, ÞA-159, JÞ-360 Ennfrerpur i er krafist sölu ; í Bridgestone fiskeldiskvi sem staðsett er fyrir utan Voga, Zetor 6211 traktorsgröfu, f.nr. ZA-523, og ýmsum lausafjármunum, þ.á m. sjónvörpum. Einnig verða seldar u.þ.b. 800 myndbandsspólur úr þrotabúi Tómasar Marteinssonar. Uppboðshaldarinn í Keflavík Babi Jar Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í gærkvöldi var flutt Sinfónía nr. 13 eftir Dmítrí Shostakovítsj en hún gengur undir nafninu Babí Jar eftir kvæði Évgen- ís Évtúsjenkos. Önnur verk á efnisskránni voru eftir Arvo Part og Modest Mússorgskí. Stjórnandi á þessum tónleikum var Eistlendingurinn Eri Klas en einsöng með hljómsveitinni söng danski bassasöngvarinn Aage Haugland. Þá kom fram karlakór skipaður söngmönn- um úr Karlakómum Fóstbræðrum og Karlakór Reykjavíkur auk hóps atvinnukórsöngvara frá Eng- landi. Kórstjóri var Peter Locke frá Englandi og píanó- leikari á æfingum Poul Rosenbaum frá Danmörku. Tónleikamir hófust á verki Parts, Til minningar um Benjamín Britten. Verkið byggist á þrástefi og pedal- tóni sem hljómar veíjast um en klukkuspil er notað til að tákna dauðann. Þetta er áheyrilegt verk en ekki er þar sérlega þykkt á stykkinu. Söngvar og dansar dauðans eftir Mússorgskí eru dökk tónlist og dapurleg eins og hæfir 'efninu og raunar stíl höfundarins líka. Þetta kemur ekki í veg fyrir að fegurð þeirra njóti sín, sem er sérkennileg og grípandi, eins og við mátti bú- ast þar sem þetta sérkennilega og frumlega tónskáld er annars vegar. Margir tónleikagestir söknuðu þess að textinn fylgdi ekki með í efnisskrá tónleikanna sem að öðru leyti er hið vandaðasta plagg og er rétt að geta þess að svo hefur yfirleitt verið um efnisskrár hljómsveitarinnar það sem af er vetrinum. Þeir tón- leikagestir sem sækja Ijóðatónleika hafa nú vanist því að hafa jafnan undir höndum íslenskar þýðingar á erlendum söngtextum sem auðvitað er mjög til hjálp- ar, ekki síst þegar sungið er á svo framandi tungum sem rússneska er fyrir flestum. Félag áhugamanna um bókmenntir Laugardaginn 1. desember efnir Félag áhugamanna um bókmenntir til mál- þings um íslenskar bókmenntir síðara áratugar undir yfirskriftinni: Bókmennt- ir 1990: Hvað gerðist? Þingið verður hald- ið í Norræna húsinu og hefst kl. 10 f.h. Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn laugardaginn 1. des. og sunnudaginn 2. des. í Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12, Reykjavík, 1. hæð, oghefst salan kl. 14 báða dagana. Inngangur að vestanverðu. Á basarnum verður mikið úrval af munum á góðu verði, „tombólu- prís“, til dæmis jólaskreytingar og margs konar aðrar jólavörur, útsaumur, pijónafatnaöur, púðar, kökur og margt fleira. Einnig verður glæsilegt happ- drætti og kaffisala með hlaðboröi. Barnakvikmynd og fyrirlestur I Norræna húsinu Á sunnudag kl. 14 verða sýnda danskar barnakvikmyndir. Kl. 17 heldur Dag Schjelderup-Ebbe prófessor fyrirlestur um norska tónskáldið Johan Svendsen, 150 ára minning. Reykjavíkurkvartettinn leikur strengjakvatett í a-moll, ópus 1 og Anna Guðný Guðmundsdóttir og Hlíf Sig- urjónsdóttir leika rómönsu nr. 26 fyrir fiðlu og píanó. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður sunnudaginn 2. des- ember kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Allir velkomnir. Kvenfélag Háteigssóknar heldur jólafund sinn þriðjudaginn 4. des- ember kl. 20 í Sjómannaskólanum. Borið verður fram hangikjöt, laufabrauð og fleira. Konur eruu beðnar að hafa með sér smájólapakka því skipst verður á gjöfum. Nánari upplýsingar gefur stjórn- in. Laugardagskaffi Kvennalistans í laugardagskaffi Kvennalistans í þessari viku, 1. desember, verður fiallað um ís- land og Evrópubandalagið. Frummæl- endur verða Halldór Árnason en harrn er starfsmaður Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir blaðakona og Kristín Einarsdóttir alþingiskona. Laugardags- kaffið er ávallt opið öllum þeim sem á annað borð hafa áhuga á málefninu hveiju sinni. Það á sér stað í húsnæði Kvennalistans að Laugavegi 17, hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 13. Tapað fundið Gullarmband tapaðist Tapast hefur gullarmband með gull- hlekkjum í síðustu viku. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 23739. Fundar- laun. Síamslæða tapaðist 7 mánaða síamslæða tapaðist af Laugar- nesveginum á sunnudagskvöldið sl. Þeir sem hafa einhveijar upplýsingar vinsam- legast hringi í síma 34523 Páll eftir kl. 18. Andlát Gunnar Ágústsson símvirki, Barma- hlíð 17, Reykjavík, lést í Borgarspít- alanum 28. nóvember. Ágúst Ingvarsson, lést á Borgarspít- alanum miðvikudaginn 28. nóvemb- er. Þórunn Guðjónsdóttir, Skeiðarvogi 79, lést að morgni 28. nóvember. Þórunn Finnbogadóttir, frá Moshlíð, Barðaströnd, Elhheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, lést 29. nóvember. Guðný Ingibjörg Björnsdóttir, Eski- hlíð 12a, lést á Vífilsstöðum 28'nóv- ember. Magnúsína S. Jónsdóttir, Droplaug- arstöðum (áður Grettisgötu 83) lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 28. nóvember. Jarðarfarir Ingveldur Jónsdóttir, Skeggjastöð- um, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði laugardaginn 1. desember kl. 11. Kristín Helga Guðmundsdóttir, er lést 22. nóvember, verður jarðsungin frá Hvuisneskirkju laugardaginn 1. desember kl. 13.30. Sigurlína Guðrún Guðmundsdóttir frá Efri-Miövík, Aðaldal, Suðurgötu 12, Keflavík, er andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni laugardagsins 24. nóvember sl., verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1. desember kl. 14. Kjartan Jónsson lögmaður lést- 24. nóvember. Hann var fæddur í Reykjavík þann 17. október 1925, son- ur Jóns Kjartanssonar og Salvarar Ebenezardóttur. Kjartan lauk emb- ættisprófi frá lagadeild Háskóla ís- lands 1955. Síðustu árin starfaði hann viö embætti borgarfógetans í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona hans er Þorbjörg Pétursdóttir. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Útfór Kjartans verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Hermannsbikarinn Danskeppni8-13 ára Sunnudaginn 2. desember stendur Dans- kennarasamband íslands fyrir dans- keppni barna í samkvæmisdönsum í Tónabæ. Keppt er í aldurshópunum 8-9 ára, 10-11 ára og 12-13 ára. Keppt er um hinn svokallaða Hermannsbikar. Það par, sem fær flest samanlögð stig, vinnur bikarinn. Þetta er í annað sinn sem keppt er um þennan bikar sem er farandsbikar og gefinn var DSÍ af Hérmanni Ragnari Stefánssyni og frú Unni Arngrímsdóttur, konu hans, í þeim tilgangi að það stæði fyrir keppni sem þessari ár hvert sem næst stofndegi DSÍ sem var 20. desember 1963. Sem fyrr segir verður keppnin hald- in í Tónabæ og hefst kl. 15. Aðgöngumið- ar verða seldir við innganginn, miðasala opnuð kl. 13.30. Félag eldri borgara Opiö hús í Risinu, Hveríisgötu 105, i dag, fóstudag. Kl. 14, félagsvist, kl. 16.30 verð- ur leikfimi fyrir félagsmenn undir stjóm Guörúnar Nílsen. Göngu-Hrólfar hittast á morgun, laugardag, kl. 10 í Risinu, Hverfisgötu 105. Félag fráskilinna heldur fund í kvöld, 30. nóvember, kl. 20.30 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Nýir félagar velkomnir kl. 20. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Basar KFUK KFUK heldur árlegan basar sinn í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, laugardaginn 1. desember og hefst hann kl. 14. Að venju verður þar margt eigulegra muna sem hentugir eru til jólagjafa. Heimaþakaðar kökur, lukkupakkar og fleira. Á meðan basarinn er opinn verður selt kaffi og meðlæti. Samkoma verður á sama stað sunnudag- inn 2. desember kl. 20.30. Tórúist Finnur Torfi Stefánsson Þessi vankantur var einnig tilfinnanlegur í Babí Jar sinfóníunni þótt upplýsingar um verkið í efnisskránni væru að öðru leyti ágætar. Það er athyglisvert hve þetta mikla tónverk er í rauninni einfalt að gerð. Það er í eðh sínu tónalt verk sem fær fersk litbrigði með þeim einfalda hætti að stækka og minnka tónbil. Hrynjandinni, sem mótast af mjög stöðugum púls, er haldið lifandi með áherslubreytingum. Snilld höfund- arins felst í því hve mikinn mat hann gerir sér úr þessum einfóldu vinnubrögðum. Margra grasa kennir að sjálfsögðu í þessu langa verki en dökkir tónar eru þó víða áberandi þar til í lokakaflanum. Þá léttir til og endir verksins er undursamlega bjartur og fagur. Það er mikið stórvirki að takast á hendur flutning á svo miklu verki. Bæði stjórnandinn Eri Klas og hljóm- sveitin ásamt með karlakómum komust þó með ágæt- um frá þeirri raun í öhum meginatriöum þótt finna mætti að ónákvæmni á stöku stað. Stjarna kvöldsins var hins vegar sá stóri Dani Aage Haugland sem söng sig inni í hjörtu áheyrenda með sinni mjúku bassa- rödd. Áheyrendur fögnuðu tónlistarfólkinu mjög inni- lega í lok tónleikanna og enduðu með að spretta á fætur til áherslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.