Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, tollstjórans á Eskifirði og í Suður- Múlasýslu, gjaldheimtu Austurlands og fleiri innheimtumanna opinberra gjalda og ýmissa lögmanna fer fram nauðungaruppboð á lausafjármunum við lögreglustöðina að Strandgötu 52, Eski- firði, laugardaginn 8. desember 1990 kl. 14.00, ef þeir hafa þá verið færðir á uppboðsstað. Beðið hefur verið um uppboð á eftirgreindum lausafjármunum: U-4451, U-2637, U-4075, X-5973, R-66251, U-5167, U-2528, U-162, U-845, U-2636, U-3959, Þ-1578, A-13014, R-55015, G-19279, H-3691, R-56981, BZ-407, Y-16111, G-6606, FP- 875, JC-654, U-709, Ö-2310, U-5227, U-4158, U-3948, U- 3504, U-3027, U-4778, HU-472, KO-2398, U-5253, HZ-793, U-5221, U-5210, PO-3048, R-11393, KS-087, U-441, U-3149, U-4395, U-3383, R-41056, U-1392, U-4788, UD-482, SÞ-049, U-4648, R-52808, BO-381, FH-731, S-1003, R-66251, U- 2637, U-4075, U-4451, U-3803, R-52407, R-41056, X-7129, A-12719, Z-2306, R-10549, G-15536, U-1302, U-4025, U- 1489, U-1302, U-4316, U-3170, traktor, 2 rennibekkir, 2 rafsuð- ur, 2 argonsuður, bíllyfta, ýmis handverkfæri, Sanyo-sjónvarps- tæki, Decca-sjónvarpstæki, Hitachi-sjónvarpstæki, báturinn SU- 105, trésmíðasög, borvél, rennibekkur, rafsuðuvélar, byggingar- krani, báturinn SU-188, báturinn SU-164, lyftari árg. '87, flokkun- arvél, leðursófasett, vélsleði, video og ýmis ótollafgreiddur varn- ingur. Eftir kröfu Kristins Hallgrímssonar hdl., v/Samb. ísl. samvinnufél., verða bifreiðarnar U-654, U-268, U-261 og U-3659 í eigu hrað- frystihúss Breiðdælinga hf. seldar við hraðfrystihúsið á Breiðdal- svík kl. 17.00 sama dag. Þá kann að vera að uppboðshaldari ákveði að selja eitthvað af lausafjármunum á Djúpavogi, Breið- dalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum ef þörf er á og verður það kynnt sérstaklega við setningu uppþoðsins. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn á Eskifirði og Suður-Múlasýslu 30. nóvember 1990 Sigurður Eiríksson Utlönd Frá atkvæðagreiðslunni í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þegar samþykkt var ályktun um beitingu vopnavalds gegn írökum verði þeir ekki farnir frá Kúvæt 15. janúar. Simamynd Reuter Öryggisráð SÞ: Valdbeiting samþykkt - andstaða á Bandaríkjaþingi Örygdsráð Sameinuðu þjóðanna samþykKti í gærkvöldi valdbeitingu gegn innrásarher íraka í Kúvæt ef hann verði ekki farinn þaöan 15. jan- úar. Samtímis fer efi meðal Banda- ríkjamanna um réttmæti slíkra að- gerða vaxandi. Með tólf atkvæðum gegn fimmtán samþykkti Öryggisráöið ályktun 678 sem heimilar „allar nauðsynlegar aðgerðir" til að binda enda á hernám íraka í Kúvæt. Kína, sem hefur neit- unarvald, sat hjá við atkvæðagreiðsl- una en Kúba og Jemen greiddu at- kvæði gegn ályktuninni. Það kom fram í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að sífellt fleiri áhrifamiklir stjórnmálamenn og stjórnr'.dlafræðingar telja að láta eigi viðskiptabannið virka lengur áður en gripið veröur til hemaðaraðgerða. Tveir fyrrum yfirmenn varnar- mála í Bandaríkjunum, William Crowe aðmíráll og David Jones hers- höfðingi, hafa síðustu daga ráðlagt stjórn Bush að bíða, í allt að eitt ár, með hernaðaraðgerðir og láta í stað- inn viðskiptabannið hafa áhrif. í bandaríska þinginu eru margir og þá ekki bara demókratar, andvígir því hversu margir hermenn hafa verið sendir til Persaflóa en þeir verða þar bráðum yfir fjögur hundr- uð þúsund. Meðal þeirra er öldunga- deildarþingmaðurinn Sam Nunn sem segir að óþarfi hafi verið að senda svo marga. í staðinn hefði átt að leggja áherslu á senda þangað fleiri orrustuflugvélar. Margir þing- menn óttast aö þessi fjöldi banda- rískra hermanna á Persaflóasvæð- inu komi í veg fyrir friðsamlega lausn. Viðræður James Bakers, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, síðustu vikurnar við ráðamenn þeirra ríkja sem fulltrúa eiga í Öryggisráðinu eru sagðar hafa orðið til þess að hann hlaut meiri stuðning þar en hann hefði fengið á Bandaríkjaþingi. Atkvæðagreiðslan í Öryggisráðinu er samt sem áður túlkuð sem greini- legur sigur fyrir Baker og Bush Bandaríkjaforseta. Þetta var einnig söguleg atkvæðagreiðsla því þetta er í fyrsta sinn frá Kóreustríðinu í byrj- un sjötta áratugarins sem samþykkt hefur verið í Öryggisráðinu að beita vopnavaldi. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði Baker að nú þyrfti Saddam Hussein íraksforseti að velja hvort hann vildi frið eða stríð. Sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær- kvöldi að þjóð sín myndi ekki láta í minni pokann ef til styrjaldar kæmi. Hins vegar væri friður markmið ír- aka. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði meðal annars í gær að lokinni atkvæðagreiðslunni að stórveldin myndu nú beita sér af fremsta megni fyrir friðsamlegri lausn á Persaflóadeilunni. Utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Eduard Sé- vardnadze, hefur lagt mikla áherslu á nýjar diplómatískar friðartilraunir og segir að það verði aðalumræðu- efnið á fundi hans og Bakers í Banda- ríkjunum 10. og 11. desember. Reuter og NTB Nokkrir Norðmenn og Finnar fa f ararleyf i - sænsku gíslarnir heim í dag Fjórir Norömenn fá að fara heim írak fyrr í haust. hversu langan tima þaö hefur tekið frá írak strax og fxmm aðrir fyrir Norsk yfirvöld vonuðu í gær- að fá Finnana lausa sé póhtisk. jól. Þessa tilkynningu fékk Thor- kvöldi aö norsku gíslarnir fjórir, Finnland á fuUtrúa í Öryggisráöi vald Stoltenberg, utanríkisráð- sem fá að fara heim strax, kæmust Sameinuðu þjóðanna auk þess sem herra Noregs, frá sérstökum ráð- í dag með sömu flugvél og sænsku yfirmaðurþeirrar nefndarSamein- gjafa WiUys Brandt, fyrrum kansl- gíslarnir en flugvélin á að lenda uðu þjóðanna, sem eftirlit hefur ara V-Þýskalands. síðdegis í Stokkhólmi. raeð því aö viðskiptabanninu gegn Stoltenberg sagði að norsk yfir- í flugvélinni veröa sennilega þeir írak sé framfylgt, er finnsk kona, völd hefðu haft samband við aðila fimm Finnar sem fengu heimfarar- Maijatta Rasi. Finnsk yfirvöld hafa í mörgum löndum til að reyna að leyfi í gær. Finnsk sendinefnd, sem þó þegar lýst því yfir aö hún komi fa norska gisla látna lausa en fyrst er í Bagdad, heldur áfram að reyna ekki fram fyrir þeirra hönd heldur og fremst bæri aö þakka WiUy að fá heimfararleyfi fyrir þá þrjá fyrirhöndþeirrarnefndarsemhún Brandt. Brandt var sagöur mjög Finna sem enn hafa ekki fengið ferfyrir. vonsvikinn yílr aö norskir gíslar frelsi. ntb, tt og fnb skylduekkihafaveriðmeðalþeirra Þaö er skoðun finnsku sendi- sem honum tókst að fá með sér frá nefndarinnar að ástæðan fyrir því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.