Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 4
4 ^ FÖSTUDAGUR 30. NÓVKMBKR■ 1990. Fréttir Notendur Hitaveitu Seyluhrepps súpa seyðið af stækkun: Heita vatnið orðið hundrað prósent dýrara -stofngjald nýrra notenda of lágt reiknað „Þegar hitaveitan var stækkuö í báðar áttir út frá Varmahlíðarhverf- inu virðast menn ekki hafa gert sér grein fyrir hvað framkvæmdin mundi kosta. Þvi voru innheimt allt of lág stofngjöld af hinum nýju not- endum. Þeir hafa varla borgað nema 20-25 prósent stofnkostnaðarins með stofngjöldunum. Afganginn á síðan að innheimta af öllum notendunum í gegn um hitaveitugjöldin. Þau hafa hækkað um 100 prósent frá því í fyrra og það eru menn hér alls ekki ánægð- ir með,“ sagði Knútur Ólafsson, íbúi í Varmahlíðarhverfi í Skagafirði, í samtali við DV. Nokkurrar óánægju gætir meðal íbúa í Varmahlíð í Skagafirði vegna mikilla hækkana á hitaveitugjöldum hjá Hitaveitu Seyluhrepps. Vegna stækkunar hitaveitunnar, mikils Qármagnskostnaðar og lágra stofn- gjalda nýrra notenda hefur mikilli hækkunarskriðu verið hrundið af stað. í nóvember í fyrra var hitaveitu- gjaldið 900 krónur fyrir mínútulítr- ann. Skömmu síðar hækkaði mín- útulítrinn í 1000 krónur og síðan í 1200 krónur í vor. í ágúst kastaði fyrst tólfunum þegar mínútulítrinn hækkaði í 1800 krónur. Á níu mánaða tímabili hefur þannig orðið 100 pró- senta hækkun á mínútulítranum hjá Hitaveitu Seyluhrepps. Þessi hækk- un þýðir með öðrum orðum að íbúar í meðalstóru húsi borga 5-7000 krón- ur á mánuði fyrir hitaveituvatn. Telja menn að hitaveitan hefði farið á hausinn ef þessar hækkanir hefðu ekki komið til en hins vegar væri álitamál hveijir ættu að bera kostn- aðinn af stækkuninni. Knútur sagði DV að víða um land væru menn að borga um 220 þúsund króna stofngjald, eða inntökugjald, fyrir hvern bæ. Væri þá miðað við um 400 rúmmetra hús. Stofngjöldin, sem innheimt voru af nýju notend- unum, hefðu verið mun lægri. Þegar Seyluhreppur tók við hita- veitunni, Hitaveitu Varmahlíðar, var hún skuldlaus og átti umframsjóði. Voru afnotagjöldin einhver þau lægstu á landinu, nánast hreinar tekjur. Nú er skuldastaðan hins veg- ar erfið og kemur það fram í hækk- unum. Um 60 notendur kaupa vatn af hitaveitunni í dag. Að sögn fyrmefnds viðmælanda DV eru þrír hagsmunaaðilar í þessu máli, fyrir utan hitaveituna. Það era þeir sem búa í Varmahlíð og höfðu heitt vatn fyrir, þeir sem fengu heitt vatn gegn lágu stofngjaldi og loks kennarar í kennarabústöðum í Varmahlíð sem eiga að borga fyrir hitaveituna í fyrsta skipti frá ára- mótum. Skólinn lagði fé í boranir og hefur til þessa talist eiga visst magn af heitu vatni. Eru margir í Varma- hlíð á því að þeir bæir, sem fengu hitaveitu lagða meö lágu stofngjaldi, greiði aukastofngjald til að mæta kostnaðinum við stækkunina. „Við höfum óskað eftir fundi með hreppsnefndinni en því hefur ekki' verið svarað. Þá sendum við bréf og óskum svars við því fyrir 10. desemb- er. Ef því verður ekki svarað grípum við til annarra ráða,“ sagði Knútur en vildi ekki láta þess getið hvaða ráð væri um að ræða. -hlh Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við grjótvarnargarð við höfnina á Dalvík að undanförnu og fjöldi stórvirkra vinnuvéla verið notaður við verk- ið eins og sjá má á myndinni. DV-mynd GVA Vilja að ÁTVR greiði umbúða- og sendingar- kostnað af áfengi Matthías Bjamason og Ingi Björn Albertsson hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Vilja þeir félagar að ÁTVR greiði allan umbúða- og sendingar- kostnað af áfengi og tóbaki sem selt er í gegnum póstkröfur. Þeir benda á að á fyrstu 10 mánuð- um þessa árs hafi Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins krafið viðskiptavini sína um 6,7 milljónir króna í póst- burðargjöld. Gera megi ráð fyrir að upphæöin verði komin í 8,8 milljónir í árslok. Þeir segja þennan kostnað ósann- gjarnan þar sem hann leggst á lítinn hluta landsmanna. Verslunin ber sjálf allan kostnað við dreifingu á áfengi til byggða þar sem ÁTVR rek- ur verslanir. Það er á 19 stöðum á landinu. Þær eru, fyrir utan verslan- ir á höfuðborgarsvæðinu, á Akra- nesi, í Ólafsvík, á ísafirði, Sauðár- króki, Siglufirði, Akureyri, Seyðis- firði, Neskaupstað, Höfn, í Vest- mannaeyjum, á Selfossi og í Keflavík. Þá hefur ÁTVR í áratugi borið all- an kostnað af dreifingu tóbaks í verslanir. -S.dór Lítið um sölur í Englandi í næstu viku Gámasölur 19.-23. nóvember Sundurliðun eftir tegundum Seltmagnkg Verðí erl. mynt Meðalverð kg Söluverð ísl. kr. Kr.kg Þorskur 569.910,00 740.012,80 1,30 78.889.944,38 138,43 Ýsa 408.140,00 553.858,80 1,36 59.042.738,77 144,66 Ufsi 20.630,00 14.060,60 0,68 1.498.472,77 72,64 Karfi 13.385,00 10.931,00 0,82 1.165.707,76 87,09 Koli 137.970,00 182.253,00 1,32 19.433.201,49 140,85 Grálúða 12.975,00 21.074,00 1,62 2.246.905,67 173,17 Blandað 136.544,00 144.108,10 1,06 15.360.779,47 112,50 Samtals 1.299.554,00 1.666.299,10 1,28 177.637.835,67 136,69 Sundurliðun eftir tegundum Seltmagnkg Verðí erl. mynt Meðalverð kg Söluverð ísl.kr. kr. kg Þorskur 1.610,00 5.358,40 3,33 196.897,64 122,30 Ýsa 964,00 4.470,72 4,64 164.433,55 170,57 Ufsi 6.600,00 17.808,00 2,70 655.004,45 99,24 Karfi 301.571,00 909.729,18 3,02 33.395.775,06 110,74 Blandað 11.948,00 42.766,58 3,58 1.570.327,11 131,43 Samtals 322.693,00 980.123,88 3,04 35.982.437,81 111,51 Aðeins tvö skip seldu afla sinn í Englandi í síðustu viku og búist er við að lítið verði um sölur þar í næstu viku. Bv. Bersi seldi í Grimsby 20. nóv- ember alls 200 lestir fyrir 22,8 millj- ónir kr. Meðalverð 106,41 kr. kg. Bv. Ottó Wathne seldi í Grimsby 23. nóvember alls 57 tonn fyrir 8,5 milljónir kr. Meðalverð hjá Óttó var 140,72 kr. kg. Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 26. nóvember alls 220 lestírTyrir 23 millj- ónir króna. Meðalverð 111,34 kr. kg. Chile í ár hefur útflutningur Chilemanna á Coho-laxi aukist úr 3.843 tonnum í 9.167 tonn. Skýringin á velgengni Chilemanna er sú að þeir hafa passað vel að setja hæfilegt magn á markað- inn og hafa haldið verðinu nokkuð svipuðu allt árið. Á næsta ári stefna þeir að því að auka framleiðsluna á Coho-laxi í 12.000 tonn. Makrílveiðar Japana og EB Makrílveiðar Japana hafa ekki gengið eins vel og búist var við og getur það stuðlað að betra markaðs- verði fyrir norskan lax. Fyrstu umferð viðræðna um fisk- veiðiheimildir innan EB er lokið. í fyrra náðist samkomulag um veiðar í Norðursjó á makríl og síld. í ár er rætt um að veiði á makríl í Norð- ursjó verði á næsta ári 500.000 tonn, af því fá Norðmenn 25%.eða 125.000 tonn. Síldarstofninn minnkar í fyrra var heimfluð veiði á 514 þúsund tonnum af sfld, í ár er heim- flt að veiða 414 þúsund tonn en rætt um að heimila 325 þúsund tonn á næsta ári. Botnfiskveiðar í Norð- ursjó skipta miklu máli fyrir Dani en tiltölulega litlu máli fyrir Noreg. Sennilega verður veiðiheimild á þorski, hvítingi og ýsu minnkuð um 30% á næsta ári. Tokyo Eftir bestu fáanlegu upplýsingum kemur í ljós að uppistaða í sfldveið- unum mun verða sfld sem er 270-300 Islendingar hafa á undanfornum árum verið með sfld sem hentað hef- ur vel til framleiðslu á „meyaki- meshin" en þaö er söltuð og reykt síld. íslendingar hafa getað boðið rétta stærð og fisk með réttri fitu. Norska sfldin hefur verið með breyti- legu fituinnihaldi og einnig hefur hún verið æði misjöfn að stærð. í ár geta Norðmenn boðið rétta stærð Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson með fituinnihaldi sem er 18-20%. Að undanfomu hafa íslendingar boðið sfld, sem er 300 g og þyngri, fyrir 137 yen sem er nálægt 56 kr. kg. Stærðin 270-300 hefur verið á 108 yen eöa 44 kr. kg. Bandaríkin - þverstæður á Fulton-markaði Ameríkanar tala mikið um hrausta sál í heilbrigðum líkama, allir eiga að skokka og vera á skóm með loft- púða sem á að gera skokkið léttara. Þetta hefur farið sem eldur í sinu um Evrópu og víöar. Maraþonhlaupin hafa dregið að sér fólk frá öllum heimshornum. Heilsufæði er einnig ofarlega á dag- skrá og gefin eru út tímarit þar sem allar upplýsingar er að fá um það hvað menn eigi að borða. Fiskur er þar ofarlega á matseöli og er hann kynntur í sjónvarpi og fjölda tíma- rita. Vel er skýrt frá hvað meðferðin sé vönduð á honum og heilsusamlega gengið frá honum í pakkningar. í þessu samfélagi heilsuræktarinn- ar kemur manni mjög á óvart það sem blasir við þegar heimsóttur er Fulton-fiskmarkaðurinn. Markaður- inn er á fljótsbakkamun við South Street, að nokkru inni, að sumu leyti undir mikilli umferðarbrú og undir beru lofti. Frá þessum markaði er seldur fiskur, kjúklingar, hamborg- arar og nautakjöt. Blaðamaðurinn, sem frásögnina semur, Tom Ras- mundsen, er í fylgd með ritstjóranum Gröntveld og segir að hann sé hepp- inn að kalt skuli vera í veðri en Tom kom til Bandaríkjanna í ágúst í sum- ar og var þá mikill fnykur á mark- aðnum og langt út fyrir hann. Það fyrsta sem mætir manni eru óhrein- indi og reykjarstybba. Markaðurinn og umhverfið er mik- ið vandræðapláss, skólar eru lokaðir og járnbrautir og strætisvagnar eru af skornum skammti. Allt fólkið er á framfæri borgarinnar og framið er að minnsta kosti eitt morð á dag. Átta milljónir manna búa í hverfinu og eins og fyrr segir eru þeir alhr á framfæri borgarinnar. Fiskaren Magasin endursagt England - Billingsgate Verð hefur haldist gott á öllum fiski nema laxi en hann hefur verið í lágu verði, utan stærsti laxinn. Eldislax, lítill, 2-3 lbs. ..329-370 kr. kg. Stærsti laxinn, úrval ...524-583 kr. kg. Stórlúða.............701-934 kr. kg. Meðalstór lúða......701-1.218 kr. kg. Smálúða..............701-934 kr. kg. Koh..................158-208 kr. kg. Sólkoli.............i....400kr.kg. Hausaður þorskur.........300 kr. kg. Þorskflök............375-A50 kr. kg. Ufsaflök.................212kr.kg. Ýsuflök..............404-444 kr. kg. Smá skötubörð............260 kr. kg. Stór skötubörð...........367 kr. kg. Sfld...................91,80 kr.kg. Reykt síld (kippers).....150 kr. kg. Ýsa, hefl............400-450 kr. kg. Reyktur lax..............975 kr. kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.