Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Fréttir_____________________________________________________________________________pv Jóhann Breiðfjörð, 16 ára, fannst meðvitundarlaus á botni Laugardalslaugarinnar: Björgunin besta jólagjöf sem ég hef ði geta óskað - sagði Ríkharð Óskarsson sundlaugarvörður sem blés lifi í piltinn „Þetta var besta jólagjöfm sem ég hefði getaö óskað mér. Það er fyrir öllu að þetta fór allt vel að lokum,“ sagði Ríkharð Óskarsson sundlaug- arvörður sem blés lífi í Jóhann Breiðfjörð, 16 ára pilt, sem fannst meðvitundarlaus á botni Laugar- dalslaugarinnar síðdegis á mánudag. Jóhann man ekkert eftir atvikinu að öðru leyti en að hann hafði verið að kafa í sundlauginni. Hann haföi nýlokið strembnum próflestri, var þreyttur og ætlaði að slaka aðeins á í sundi. Maður, sem var á sundi i lauginni, kom þáauga á Jóhann þar sem hann lá á botninum. Ríkharð tókst síðan að blása lífi í piltinn. Þegar Ríkharð kom með blaða- mönnum DV að heimsækja Jóhann í gær, og sá síðamefndi fékk að vita að þar væri maðurinn sem blés í hann lífi - faðmaði hann Ríkharð að sér og þakkaöi honum björgunina. Jóhann er sonur Leifs Breiðfjörö glerlistamanns og Sigríðar Jóhanns- dóttur myndlistarkonu. Pilturinn var nýlega í viðtali í sjónvarpsþætt- inum Fólkið í landinu þar sem upp- finningar Jóhanns og listrænir hæfi- leikar vora tíundaðir. Leið yfir Jóhann „Ég var sennilega búinn að kafa í eina og hálfa til tvær mínútur í laug- inni. Síðan hefur bara liðið yfir mig,“ sagði Jóhann. Rikharð var í varðturni þegar hann sá að eitthvað var aö gerast við dýpri enda sundlaugarinriar. „Ég hljóp út og ýtti á hnapp viðvörunarkerfis sem Jóhann tekur utan um Ríkharð á Landspítalanum í gær og þakkar honum fyrir að hafa átt þátt í að bjarga lifi sínu í Laugardalslauginni. DV-mynd GVA lætur starfsfólkið vita hvar hjálpar er þörf,“ sagði Ríkharð. Annar starfsmaður hringdi strax á neyðarsjúkrabíl og fleiri komu til hjálpar þegar kerfið fór í gang. Sund- laugargesturinn, sem hafði oröið var við Jóhann á botninum, var búinn að færa hann upp á yfirboröið. Hann fékk hjálp við að koma piltinum upp á bakkann. Ríkharð kom síðan aðvíf- andi og hóf strax lífgunartilraunir. Hættur að anda „Hann var orðin helblár í framan og hættur að anda. Ég hnoðaði hann og það fór strax mikið vatn úr lung- unum. Ég notaöi líka blástursað- ferðina,“ sagði Ríkharð. Aðeins þrjár mínútur liðu þar til sjúkrabíll kom á staðinn og var þá lífsmark farið að sjást á Jóhanni. Að sögn Einars Þórs Einarssonar, sjúkraflutningamanns á neyðarbíln- um, voru viðbrögö allra þeirra sem stóðu að björgun Jóhanns við sund- laugina hárrétt og hefði það haft mikið að segja. Á tímabih var tvísýnt um líf piltsins. í þessu tilfelli hjálpað- ist fullkomið neyðarkerfi sundlaug- arinnar og fjöldi manna að því að bjarga lífi hans. Einar Þór sagði að útbúnaður neyðarbílsins hefði einn- ig komið að góðum notum. Jóhann var fluttur á gjörgæsludeild Borgar- spítalans en þaðan á Landspífalann. Hann var hress í bragði þegar hann var heimsóttur í gær og er óöum að fiS sér. -ÓTT Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar í síðustu viku: Bókarheiti Höfundarheiti 1. (2) Égheflifaðmértilgamans, BjörnáLöngumýrisegirfrá 2. (1) Böbbi Gylfi Gröndal Silja Aðalsteinsdóttir og Ásbjörn Morthens 3.(3) Tár, bros og takkaskór Þorgrlmur Þráinsson 4.(-) Haltu mér-slepptu mér Eðvarð Ingólfsson 5.(4) Næturveföimir Alistair MacLean 6.(-) Margrét Þórhildur Danadrotting AnneWoden-Ræthinge 7—8.(7) Þá hló þingheimur Árni Johnsen og Sigmund 7—8.(5) Ráðgátan í víkinni Enid Blyton 9. (8-9) Undan illgresinu Guðrún Helgadóttir 10(—) Margirvildu hannfeigan Kristján Pétursson 10(-) Islensk samtíð 1991 Vilhelm G. Kristinsson Bubbi og Bjöm hafa sætaskipti á bókalista DV: Ég er sáttur við viðtökurnar - segir Þorgrímur Þráinsson sem er 1 þriðja sæti „Ég er mjög sáttur við viðtökur bókarinnar. Það hefur komiö í ljós sem ég sagði þegar að fyrsta bókin kom út í fyrra að næsta bók yrði prófsteinn því ef unglingunum líkaöi fyrsta bókin myndu þau kaupa þá næstu,“ segir Þorgrímur Þráinsson, höfundur bókarinnar Tár, bros og takkaskór. Töluverðar breytingar era á bóka- lista DV frí síðustu viku, Bjöm á Löngumýri skýst upp í fyrsta sætið og Bubbi fellur niður í annað sætið en Tár, bros og takkaskór sitja sem fastast í því þriöja. Á hinum tveimur fyrri bókalistum er DV hefur birt í þessum mánuði hafa Bubbi og Björn fengið mun fleiri stig en bækumar í sætunum þar fyrir neðan en nú era bækumar í þremur efstu sætimum með álíka mörg stig. Eðvarð Ingólfsson er kominn inn á listann en í síðustu viku munaði mjög litlu að hann lenti ekki í 10. sætinu. Margrét Danadrottning er sömuleiðis ný á listanum og virðist salan á þeirri bók hafa tekið mikinn kipp því hún var ekki nálægt því að komast inn á síðasta lista. Sömuleið- is era bækur þeirra Kristjáns Péturs- sonar, Margir vildu hann feigan, og íslensk samtíð Vilhelms G. Kristins- sonar nýjar á listanum. Bók Garðars Sverrissonar, Kristján, er mjög ná- lægt því að komast á listann því hún hafnaði í 11. sæti. Þetta er síðasti bókalistinn sem DV birtir fyrir jól en milli jóla og nýárs birtist svo síðasti bókalistinn. Stigagjöf DV hefur birt slíkan sölulista und- anfarin ár með reglulegu milhbili í desember fram til áramóta. Bóka- verslanirnar sem taka þátt í könnun- inni með DV eru: Bókabúðin Borg í Lækjargötu, Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði, Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík, Bókabúð Sigurðar Jónas- sonar í Stykkishólmi, Mikligarð- ur/Kaupstaður í Reykjavík, Kaup- félag Árnesinga á Selfossi, Bókabúð Jónasar Jóhannssonar á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísafiröi og Bókabúðin Hlöðum á Eg- ilsstöðum. í verslununum era teknar saman sölutölur fyrir síðustu viku og búinn til Usti yfir tíu söluhæstu bækumar í hverri verslun. Bækurnar fá stig frá einum og upp í tíu effir röðinni á Ust- unum úr hverri. Stigin era siðan lögð saman og bókunum raðað á söluUst- ann eftir stigafjölda. -J.Mar Eignast KEA Viking Brugg? - verksmiöjan seld á nauöungaruppboöi í dag? Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: Ekkert bendir til annars en að bjórverksmiðjan Viking Brugg á Ákureyri verði seld á nauöungar- uppboði sem fram fer á verksmiðj- unni í dag. I gærkvöldi var ekki annað vitað en til uppboðsins kæmi og talið er að Landsbankinn og Iðn- þróunarsjóður muni bítast um fyr- irtækiö sem stærstu kröfuhafar. Vitað er að viðræður hafa farið fram á bak við tjöldin undanfarna daga milli Páls G. Jónssonar, eig- anda Vikmg Brugg, og aöila sem hugsanlega kæmu inn sem hlutha- far eða yfirtækju fyrirtækið. Vífil- fell, sem er umboðsaðiU Coca Cola á íslandi, hefur verið nefnt í því sambandi og einnig Kaupfélag Ey- firðinga. „Við höfum verið að skoða máUð en það hafa engar viöræður farið fram um yfirtöku," segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, um þær sögusagnir að KEA sé um það bU að taka yfir rekstur VUdng Brugg. „Við höfum reynt að kynna okkur þetta með því að ræða viö menn sem tengjast máUnu en þetta era einungis könnunarviðræður enn sem komið er. Það má segja aö við séum að kanna hvort þetta er eitt- hvað sem við höfum áhuga á að skoða betur. Menn hér á Akureyri hafa vissulega áhyggjur af því ef svo færi að þetta fyrirtæki færi héðan úr bænum,“ sagði Magnús Gauti. Hráfnkell Ásgeirsson lögmaður Páls G. Jónssonar mun hafa lýst því yfir er 2. uppboð fór fram á fyr- irtækinu fyrir skömmu að hann hygðist kærá það uppboð til Hæsta- réttar vegna þess að það hefði ekki veriö rétt auglýst. Uppboðið heíði átt að auglýsa í dagblaði en það var auglýst í Degi á Akureyri. SUk kæra mun þó ekki hafa verið kom- in fram í gærkvöldi samkvæmt heimildum DV en sUk kæra yrði til þess að fresta yrði uppboðinu. Sömu heimUdir segja að Lands- bankinn og Iðnþróunarsjóður muni bítast um fyrirtækið á upp- boðinu í dag, en þessir aðUar eru stærstu kröfuhafar. TaUð er að um 450 mUijónir króna hvUi á Viking Bragg á Akureyri, en brunabóta- mat hússins er rúmlega 200 miUj- ónir króna. Hjá Viking Bragg er m.a. framleidddur hinn vinsæU Löwenbrau bjór sem hefur mesta markaðshlutdeUd aUra bjórteg- unda hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.