Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990.
9
Utlönd
Fabio Ochoa er yngsti leiðtogi Medelin eiturlyfjahringsins. Hann hefur nú
gefið sig fram við yfirvöld. Símamynd Reuter
Árangur í kókaínstríðinu 1 Kólumbíu:
Eiturlyfjabarón
gef ur sig fram
Fabio Ochoa, einn alræmdasti eit-
urlyfjabarón Medelin hringsins í
Kólumbíu hefur gefiö sig á vald yfir-
völdum. Hann gafst upp í kirkju
nærri heimabæ sínum eftir að hafa
boðað fulltrúa dómsmálaráðuneytis
landsins á sinn fund.
Ochoa féllst á skilmála sem forseti
landsins setti í haust en í þeim felst
að eiturlyfjabarónarnir verða ekki
framseldir til Bandaríkjanna. Bóður-
parturinn af umsvifum barónanna
er smyngl á eiturlyfjum til Banda-
ríkjanna og því hafa stjórnvöld þar
gert kröfu um framsal höfuðpaur-
anna.
Talið er að Ochoa hafi stjórnað eit-
urlyflahringnum í Medelin ásamt
þremur bræðrum sínum og Pablo
Escobar sem mest leit hefur verið
gerð að. Þessir menn eru að sögn
Bandaríkjamanna afkastamestu
kókaínsmyglarar í heiminum.
Litið er á uppgjöf Ochoa sem mik-
inn sigur fyrir Cesar Gaviria forseta
en stefna hans hefur verið að veita
smyglurunum sakaruppgjöf aö hluta
ef þeir gefa sig fram og hætta starf-
semi. Til þessa hafa engin viðbrögð
verið við tilboði forsetans.
Ochoa er nú í strangri gæslu enda
er fastlega búist við að félagar hans
reyni að ráða hann af dögum. Lög-
reglan hefur þegar yfirheyrt hann
og var sýnt frá yfirheyrslunum í
sjónvarpi. Ochoa segist hafa gefið sig
fram án samráðs við félaga sína. Til-
gangurinn hafi verið að stuðla að
friði í Kólumbíu.
Reuter
Bandaríkin:
Vextir lækka
Mikið fiör hljóp í veröbréfavið-
skipti í Bandaríkjunum eftir að
ákveðið var að lækka forvexti á víxl-
um úr 7% í 6,5%. Vaxtalækkunin
tekur gildi í dag en áhrifanna gætti
um leið og tilkynningin kom.
Verðlag á hlutabréfamörkuðunum
hækkaði þegar í staö en tilgangurinn
með vaxtalækkuninni var að sögn
að hleypa nýju lífi í efnahaginn eftir
að aðeins höfðu borist fréttir af
stöönun eða samdrætti síðustu mán-
uði. Vexfir hafa ekki verið lækkaðir
með þessum hætti í fiögur ár.
Sagt er að spákaupmenn í kaup-
höllinni í New York hafi hikað í þijár
sekúndur eftir að fréttist af vaxta-
lækkuninni. Eftir það fór allt í bál
og brand og fiörug viðskipti hófust
enda gera menn sér vonir um að geta
slegið hagstæð lán fyrir kaupunum
í dag.
Bankamenn hafa síðustu ár hikað
við að lækka vexti af ótta við að það
leiði af sér verðbólgu og þenslu. í
síðasta mánuði var verðbólgan mjög
lítil og í kjölfar þess var ákveðiö að
taka áhættuna á að verðlag hækkaði
lítillega.
Reuter
Verð á olíu hækkar á ný
Verð á olíu fór hækkandi í gær í
Bandaríkjunum efti að hafa lækkað
jafnt og þétt síðustu vikm*. Ástæðan
fyrir hækkuninni nú er rakin til þess
að ófriðvænlega horfir á ný við
Persaflóann enda ljóst að Banda-
ríkjamenn og írakar setjast ekki að
samningaborðinu í bráð. í gær gengu
harðorðar yfirlýsingar milli leiðtoga
ríkjanna.
Þá veldur lækkun vaxta í Banda-
ríkjunum því að hagstæðara er en
áður að hggja með olíubirgðir. Þegar
mörkuðum var lokað vestra í gær-
kvöldi var tunnan seld á um 28 dah
og hafði hækkað um nærri einn dal
yfir daginn.
Það telst að vísu ekki mikh hækk-
un en búist er við að verð á ohu
hækki enn meira í dag nema ný og
friðvænleg tíðindi berist frá Persa-
flóanum. Fátt bendir þó til að svo
verði.
Reuter
STUÐIA AÐ ANíDMÖTO
ÞROSKA
*
-^ran — orleutlik mannsins — form, litir og ákrif
eftir Birgit Stepk ensen. Atkyglisverð kófe un?J>að
kvemig sfeynja má ámr og jirosfea eigið innsæi.
Heilun eftir Anne Sopkie Jorgensen og jorgen
Hoker Ovesen, fjallar um kvemig stuála megi að
ífeamlegu og ancllegu jafnvægi. Emanuel Swedenkorg
og eilífáartrúin mín eftir Helen Keller. Með ókilancli
trú og fejarfei náði Helen Keller að yfi rvinna fötlun sína.
HeiluN
Kr. 2.390,
Kr. 1.790,-
OG © ÖRLYGUR
Síðumúlu I I • Sími 84S66
KRYDDVÆNGIR
Einnig tilboð
á garðsalati
*
1* .a Kentucky ? tried Chicken ,
t? ái 'E'
Opið alla daga 11-22
LOGANDISTERKIR
KRYDDVÆNGIR
Kgntucky
Fried
Chicken
m
Hjallahrauni 15
Hafnarfirði
sími 50828
Faxafeni 2
Reykjavík
sími 68-05-88
■flnm