Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 15 Reynt hefur verið að þegja um tillögur kvennalistakvenna á yfirstand- andi kjörtímabili, segir m.a. í greininni. Kvennalistinn - raunhæfur valkostur kvenna Ég var í mörg ár búin að velta því fyrir mér hvort það væri ekki hið eina sem konur ættu völ á til að bæta hag sinn í þjóðfélaginu að stofna kvennalista og komast á Al- þingi og freista þess að berjast þar fyrir því að jafnrétti kvenna yrði meira en ómerkur bókstafur. Þegar launajafnrétti kvenna varð að lögum árið 1967 var ég starfs- maður á skrifstofu Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar. Þó launajöfnun sú er þá var ákveðin væri á ýmsan hátt fáránleg, fengu a.m.k. sumir starfshópar kvenna talsverðar réttarbætur og skildist manni að ekki stæði til að þær yrðu af þeim teknar, heldur yrði haldið áfram á þeirri braut. Annað kom þó í ljós. Við næstu samninga kom í ljós að hvorki vinnuveitendur né yfir- stjórn verkalýðsforystunnar hafði ætlað sér að þetta yrði til frambúð- ar. Nei, launamismunur karla og kvenna innan verkalýðshreyfing- arinnar skyldi vara áfram og samningar gerðir á þeim grund- velh sem launamismunurinn var fyrir lagasetningu. Þessu undu þær konur sem fyrir þessu urðu að sjálfsögðu illa, en Sóknarkomur voru á meðal þeirra. Hvernig skyldi brugðist við? Haustið 1973 var gengið til samn- inga í verkalýðshreyíingunni. Guð- munda Helgadóttir, nýkjörinn for- maður Sóknar, hugðist ná upp þeim réttindum sem félagskonur áttu samkvæmt launajafnréttinu, og fór hún mihi atvinnurekenda Sóknar um sumarið og talaði fyrir þessu réttlætismáli, og gengust þeir ahir inn á það nema Reykjavíkur- Kjállarinn María Þorsteinsdóttir, starfsmaður sovésku frétta- stofunnar APN á íslandi borg og greiddu konum samkvæmt því fram að samningum. Samningar drógust fram yfir ára- mótin og þegar kom að sérsamn- ingum Sóknar kom annað hljóð í strokk atvinnurekenda og raunar verkalýðsforystunnar einnig. Sókn skýldi sitja við sitt „eðlilega" launamisrétti. Guðmunda kahaði til Jafnlaunanefnd (sem þá var að- eins ráðgefandi), og áttu þar sæti fuhtrúi atvinnurekenda, Alþýðu- sambandsins, Verkakv.fél. Fram- sóknar, BSRB og Háskóla íslands. Eftir hehs dags fundarsetu með Jafnlaunanefnd var málaleitan Sóknar hafnað með atkvæðum þriggja fyrstnefndu fuhtrúanna gegn atkvæðum fulltrúa BSRB og Háskólans. í staðinn fékk Guð- munda það í hlut Sóknar að komið skyldi á námskeiðahaldi fyrir Sóknarkonur, og skyldu laun þeirra sem sæktu um shk nám- skeið verulega hækka. Okkur varð fljótlega ljóst að ekk- ert átti að verða af námskeiðum, eða a.m.k. ekki í þeirri mynd sem ætlað hafði verið. Áður en kom að næstu samningum árið 1976, var búið að bola Guðmundu út úr sfjóm Sóknar á lúalegan hátt. Sameinaðar stöndum við... Sá lærdómur sem ég dró af þessu var að konur yrðu að taka mál sín í eigin hendur og reyna að vinna að þeim á Alþingi þó mér sé ljóst að það er langt frá því að konur séu ein stétt. Þær virðast þó eiga fleira sameiginlegt an samsvarin „stétt“ verkalýðsforystu og atvinnurek- enda sem vhja umfram aht halda konum niðri. Þessi draumur rættist 1983 þegar konur stofnuðu Samtök um kvennalista. Konur eiga sameigin- legan reynsluheim sem oft er ósýnhegur og lítils metinn og þær eiga það flestar sameiginlegt að vera í hlutverki hínnar hagsýnu húsmóður og þurfa að láta enda ná saman í fjármunum heimilanna. Sú ganga sem kvennahstakonur hafa gengið síðan þær komu á Al- þingi hefur ekki verið rósum stráð. Það hefur verið reynt að þegja um thlögur þeirra og á yfirstandandi kjörtímabih að núa þeim því um nasir að þær vhdu ekki axla ábyrgð og fara í ríkisstjórn. Fólk virðist ekki átta sig á því að það er meiri ábyrgðartilfinning og hugrekki sem hggur að baki því að láta ekki stefnumál sín af hendi fyrir ráð- herrastóla heldur en því að kaupa sig í stólana fyrir það að verða „góðar stúlkur" og gera ekki kröf- ur th að því launajafnvægi verði raskað sem ght hefur allt frá dög- um „Mesópótamíu". Þótt kvennahstakonur hafi ekki verið i ríkisstjórn hafa þær haft sín áhrif og komið fram með margar gagnlegar thlögur sem fyrr eða síð- ar verða að lögum. Ég vil telja upp nokkrar þeirra sem varða atvinnu- mál kvenna: 1. Flutt frumvarp um að lágmarks- laun verði lögbundin og ákveðin í samræmi við framfærslukostn- að. 2. Flutt tillögu um að meta heimil- isstörf til starfsreynslu. . 3. Lagt til að komið verði á al- mennri fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. 4. Fengið samþykkta tillögu um átak til að byggja upp nýja at- vinnumöguleika á landsbyggö- inni. Hér er fátt eitt nefnt af stefnumál- um Kvennalistans í atvinnumálum og að sjálfsögðu hafa kvennahsta- konur flutt mörg önnur frumvörp um aðra málaflokka. Ekkert mann- legt er þeim óviðkomandi. María Þorsteinsdóttir „Það er meiri ábyrgðartilfinning og hugrekki sem liggur að baki því að láta ekki stefnumál sín af hendi fyrir ráð- herrastóla heldur en því að kaupa sig í stólana.. Brigðmælgi um tilfærslu ríkisstarfsemi Á sínum tíma skipaði þáverandi forsætisráðherra sjö manna nefnd th að gera thlögin- um tilfærslu rík- isstarfseminnar út á land. Nefndin skhaði veigamiklu áhti um th- færslu heilla stofnana og uppbygg- ingu útibúa frá öðrum stofnunum. Meginniðurstöðumar voru þessar: 1. Skipuleg tilfærsla ríkisstarfsemi út á land, sem svaraði til 10% tilfærslu stöðughda. Þá metið 700-800 störf. Líklegt mat nú er 1500 stöðughdi. 2. Flutningsráð ríkisstofnana, sem skyldi vera stjómvöldum th ráð- gjafar um staðarval nýrrar eða aukinnar starfsemi og hafl frumkvæði um tilfærslu eldri starfsemi. Ekki hefur fengist stuðningur við hugmyndir nefndarinnar enn í dag. KjaUarinn Áskeil Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga JBL ! „Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fól tveimur þingmönnum stjórnarliðsins að semja álit um tilfærslu rikisstarf- semi. „Engar tillögur liggja fyrir um þetta efni ennþá. Ekki liggja heldur fyrir til- lögur um útibú frá sýslumannsembætt- unum í Qarlægari þéttbýliskjörnum.“ Niðurstaða ríkisstjórnar Niðurstaða ríkisstjórnar - Ekki verði um thflutning að ræða nema að höfðu samráði við starfsfólk og stjómendur. Ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar fól tveim þingmönnum stjómar- hðsins að semja áht um afgreiðslu stofnananefndar um tilfærslu rík- isstarfsemi. Niðurstaða áhtsins var þessi: 1. Ekki verði um hehdarflutning að ræða, án fulls samráðs við starfshð og forstjóra viðkom- andi stofnunar. 2. Flutningsráð verði ekki stofnað. 3. Ráðherrar feh stofnunum, sem heyri undið þá, að gera áætlun um uppbyggingu útibúa og dehda úti um land. Þáverandi ríkisstjóm tekur undir þessi sjónarmið en bætir við að th þurfi að koma samþykki fjárveit- inganefndar. Þessu th viðbótar samþykkti ríkisstjómin: „Leita skal umsagnar byggðadehdar Framkvæmdastofnunar um flutn- ing ríkisstofnana og kannar hún viðhorf sveitarfélaga.“ Ekki þarf að fara mörgum orðum um framkvæmd þessarar ályktun- ar ríkisstjómarinnar. Stjórnsýslumiðstöðvar landshlutanna Þegar niðurstaða stjómar Bvggðastofnunar lá fyrir, að hún var andstæð flutningi stofnunar- innar th Akureyrar, sendi stjómin ríkisstjóminni eftirfarandi thmæh: „Leggur stjórnin th að komið verði á samstarfi opinberra stofnana um starfsaðstöðu á ákveðnum stöðum. Byggða- stofnun segir sig reiöubúna th að hafa forystu um undirbún- ing slíks samstarfs." Stjóm Byggðastofnunar hefúr unnið að undirbúningi að byggingu á stjómsýsluhúsi á Akureyri, að aðstöðu á ísafirði og stjóms.ýslu- húsi á Eghsstöðum, ef til vhl líka á Sauðárkróki. Ekki er hægt aö sjá þess vott aö hjá ríkisvaldi eða stjórn Byggða- stofnunar fylgi hugur í þessu máli. Áhersla byggöanefndar þingflokkanna í nefndaráhti byggðanefndar þingflokkanna frá 1986 segir svo: „Flutningur ríkisstofnana hefur verið á dagskrá, sem að- gerð th áhrifa á byggðaþróun. .... Vöxtur þjónustugreina - ekki síst opinberrar þjónustu, sem fyrirsjáanlegur er hlýtur að hvetja th meiri dreifingar slíkrar þjónustu um landið.“ í þeim kafla skýrslu nefndarinn- ar, sem nefndar era nauðsynlegar breytingar, segir: „Sérstaka áherslu verður að leggja á, að veruleg breyting er óhjákvæmheg, ef vinna á að aukinni valddreifmgu og virk- ara lýðræði með umtalsverðri tilfærslu verkefna og fjármála- ábyrgðar frá ríki th heima- stjómarvalds þannig að lands- menn geti í auknum mæh ráðið eigin málum eins og fyrir er lagt.“ Hvergi er að sjá merki til þess að ríkisstjórn og Alþingi hafi tekið þennan boðskap byggðanefndar hátíðlega. Tilfærsla verkefna til um- boðsstjórnar Við setningu laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsstjónar í hér- aði komu fram raddir um að auka umboðsþjónustu sýslumannsem- bættanna, sem næði th fleiri sviða stjórnsýslu og um umboðsmeðferð verkefna. Engar tihögur hggja fyrir um þetta efni ennþá. Ekki liggja heldur fyrir thlögur um útibú frá sýslumannsembættunum í fjar- lægari þéttbýliskjörnum. AÚt er í óvissu um hvort um þjónustutil- færslu verður að ræða th sýslu- mannsembættanna. Áskell Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.