Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Page 20
20
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990.
íþróttir
Alþjóðlegt mót í kvennahandbolta:
Hvað gera
íslensku
dömurnar?
mótið hefst 1 Hölhnni í dag kl. 16.30
í dag hefst hér á landi alþjóðlegt
handknattleiksmót kvenna. ísland
sendir tvö lið til mótsins, A-landsliðið
og unglingalandsliðið en auk þeirra
munu Spánveijar og Portúgalir taka
þátt í mótinu.
Leikir á mótinu fara fram á tveim-
ur stöðum, Reykjavík og Keflavík.
Mótið hefst í Laugardalshöllinni í
dag kl. 16.30 og leikur þá íslenska
unglingalandsliðið gegn Portúgal. Kl.
18 mætir A-lið íslands liði Spánverja.
Á morgun verður leikið í Keflavík
og mætast þá íslensku liðin í inn-
byrðis viðureign kl. 18.30 og strax á
eftir leika Spánn og Portúgal. Mótinu
lýkur síðan í Keflavík á fóstudag og
leika þá íslenska unglingalandsliðið
og Spánn kl. 17.30 og kl. 19 leika A-
lið íslands og Portúgal.
A-landsliðið er þannig skipað: Kol-
brún Jóhannsdóttir, Ósk Víðisdóttir
og Inga Huld Pálsdóttir úr Fram,
Sigrún Ólafsdóttir, Inga Lára Þóris-
dóttir og Andrea Atladóttir úr Vík-
ing, Kristín Pétursdóttir, Björg Gils-
dóttir, Rut Baldursdóttir og Amdís
Aradóttir úr FH, Brynhildur. Þor-
geirsdóttir og Elísabet Þorgeirsuóttir
úr Gróttu, Guðný^Gunnsteinsdóttir
og Ragnheiður Stephensen úr Stjörn-
unni og Hulda Hermannsdóttir frá
Selfossi.
Unghngaliðið er þannig skipað:
Hjördís Guðmundsdóttir, Heiða Erl-
ingsdóttir, Svava Sigurðardóttir,
Matthildur Hannesdóttir og Halla
M. Helgadóttir úr Víking, Fanney
Rúnarsdóttir, Laufey Sigvaldadóttir
og Helga Sigmundsdóttir úr Gróttu,
Sunneva Sigurðardóttir frá Keflavík,
Kristín Guðjónsdóttir úr FH, Inga
Fríða Tryggvadóttir, Hulda Bjarna-
dóttir og Auður Hermannsdóttir frá
Selfossi, Sigrún Másdóttir, Herdís
Sigurbergsdóttir og Harpa Magnús-
dóttir úr Stjörnunni.
Mikill hugur er innan kvenna-
nefndar HSÍ að rifa upp kvennahand-
knattleikinn í landinu og er ljóst að
mikið og erfitt verkefni er fyrir hönd-
um. Allir eru þó ákveðnir að leggjast
á eitt í þessum efnum.
Má í því sambandi nefna að næsta
sumar verður notað til æfmga meira
og minna. Kvennalandsliðin verða
þá við æfingar aUt að tíu sinnum í
viku auk þess sem meiri rækt verður
lögð við þrek- og líkamlegar æfingar.
-JKS
Bow og Grissom réðu
ekkert við Tim Harvey
- nýr leikmaður hjá Snæfelli llklegur til afreka
• Tim Harvey, nýi erlendi körfu-
boltamaðurinn sem er kominn i rað-
ir nýliða Snæfells frá Stykkishólmi.
DV-mynd ih
Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi:
ÚrvalsdeUdarliö Snæfells í körfu-
knattleik lék tvo æfíngaleiki um síð-
ustu helgi gegn stjömuliði Ellerts
Magnússonar.
Til stóð að haldið yrði hraðmót
þriggja til fjögurra liða en ekkert lið
sá sér fært að mæta þrátt fyrir langt
jólafrí í úrvalsdeUdinni. Ellert Magn-
ússyni tókst þó að fá nokkra körfu-
boltakappa í Uð með sér, m.a. Jonat-
han Bow úr KR og David Grissom
úr Val.
SnæfeUingar tefldu fram nýjum
bandarískum leikmanni, Tim Harv-
ey. Er hann mjög sterkur og réðu
hvorki Bow né Grissom við hann
undir körfunni. Þrátt fyrir það töp-
uðu Snæfellingar báðum leikjunum,
fyrri leiknum með tiu stiga mun,
78-88, og hinum síðari með 22 stiga
mun, 100-122.
íþróttamaður ársins 1990
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1._____________________________________
2. _______________________ „-----------
3. ____________________________________
4. ____________________________________
5. :-------------
Nafn:_____________________________________ Sími: -----------
Heimilisfang:________________1------------------------------
Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 1 í - 105 Reykjavík.
Sport-
stúfar
Tveir útisigrar Utu
dagsins ljós í banda-
rísku NBA-deildinni í
körfuknattleik í fyrri-
nótt. Cleveland Cavaliers tapaði
fyrir Atlanta Hawks, 98-109, og
New Jersey Nets lá fyrir Utah
Jazz, 98-100.
Ameríski fótboltinn
ÚrsUt leikja í ameríska fótboltan-
um, NFUdeildinní, á sunnudags-
og mánudagskvöld urðu sem hér
segir:
Cleveland - Atlanta.......13-10
Dallas - Phoenix..........41-10
Houston - KCChiefs........27-10
Miami - Seattle...........24-17
Pittsburgh - NOSaints.....9-6
Ind.Colts - NYJets........29-21
TampaBay - Minnesota......26-13
Denver - SD Chargers......20-10
LARaiders - Cincinnati....24-7
Ph.Eagles - GBPackers.....31-0
Detroit - Chicago.........38-21
SF49ers - LARams..........26-10
San Francisco 49ers, New York
Giants og Chicago Bears hafa
tryggt sér sigra í sínum riðlum
og auk þeirra eru Buffalo BiUs,
Miami Dolphins, Los Angeles
Raiders, Washington Redskins og
Philadelphia Eagles komin í úr-
sUtakeppnina.
Sammer líkfega
í þýska liðinu
Reiknað er með að
hinn austur-þýski
Matbias Sammer verði
i landsliði sameinaðs
Þýskalands sem mætir Sviss í
vínáttulandsleik í knattspymu í
kvöld - fyrsta leiknum eftir sam-
einingu - knattspyrnusambanda
þýsku ríkjanna. Sammer hefur
staðið sig frábærlega með Stutt-
gart í vetur og honum hefur verið
spáð glæstum fraraa með þýska
landsliðinu - menn gera því jafn-
vel skóna að hann .verði þar arf-
talú Lothars Mattháus. Sammer,
sem er 23 ára, var þó í vondum
málum fyrir einu og hálfu ári
þegar Stasi, hin ihræmda örygg-
islögregla Austur-Þýskalands,
komst að því að hann hefði setið
að drykkju með Arie Haan, þá-
verandi þjálfara StuttgarL Þeir
teyguðu nokkur bjórglös saman
eftir að Stuttgart haföi sigrað
Dynamo Dresden, þáverandi hð
Sammers, í Evrópuleik i Ðresden,
og Stasi taldi það merki um að
Sammer hygði á flótta vestur.
Sammer var yfirheyrður og sekt-
aður, en Stasi hætti við að setja
á hann farbann, sem hefði getað
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir knattspymuferíl hans.
Átta heimsmeistarar
komatil íslands
Svíar tefla fram 8 leik-
mönnum úr heims-
meistaraliðinu sem
kemur til íslands og
millí jóla og nýárs. Sænska hðið
- er skipað eftirtöldum leikmönn-
• Geir Sveinsson og félagar hans í íslenska landsliðinu áttu ekki í vandræðu
Þjóðvc
- íslensku strák:
Sigurganga íslenska landsliðsins í
handknattleik undir stjórn Þorbergs
Aðalsteinssonar heldur áfram og hefur
nú liðiö leikið 10 leiki undir hans stjórn
án þess að bíða ósigur. í gær vannst
sigur á sameinuðu Þýskalandi,. 30-17,
í ójöfnum leik eins og tölurnar bera
með sér.
Þýska liðið, sem hingað er komið, er
eitt það slakasta landslið sem undirrit-
aður hefur séö. Það má segja að B-lið
Þjóðverja hafi verið hér á feröinni en
leikmenn A-landsliðsins eru í æflnga-
búðum í heimalandi sínu. Horst Brede-
meier, þjálfari þýska landsliðsins,
stjórnaði ekki þýska liðinu í gærkvöldi
en er væntanlegur til lands í dag og
getur þá kannski eitthvað lagfært leik
liðsins.
Tók Þjóðverjana rúmar
tíu mínútur að skora
Það var ljóst í upphafi leiksins í hvað
stefndi. Islensku strákarnir skoruðu
fjögur fyrstu mörkin í leiknum og
Þjóðverjar komust ekki á blað fyrr en
um 11 mínútur voru liðnar af leiknum.
Eftir 20 mínútna leik höfðu þó þeir
þýsku náð að rétta sinn hlut og munur-
inn tvö mörk, 8-6, en íslensku strák-
um:
Patrik Aswárd, Lugi, Tomas
Svensson, Atletico Madrid eru
markverðir en aðrir leikmenn:
Jonas Persson, Lugi, Magnus
wislander, Kiel, Pater Kall, Lugi,
Ola Lindgren Dutenhofen, Per
Carlén, Ystad, Erik Hajas,
Tumba, Mikael Schjölin, Tyresö,
Axel Sjöblad, Lugi, Robert And-
ersson, Ystad, Daniel Rooth, Lugi,
Staffan Olsson, Huttenberg, Mats
Sjöberg, Sávehof, Anders Elias^
son, Sávehof.
• Island og Svíþjóð leika lands-
leik í Laugardalshöll 27. desemb-
er en 28. desember til 30. veröur
4-líða mót þar sem Svíar, Norð-
menn og Japanri leika á.
Þorbergur Aðalsteinsson lands-
liðsþjálfari.
Sagt efti]
Góðsl
-segirÞorbergi
„Þessi leikur var gullið tækifæri fyrir
ungu strákana í liðinu. Ég er í heild
ánægður með leikinn nema að því leyti
að mér fannst við fá of mörg mörk á
okkur. Sóknarleikurinn gekk vel í það
heila en við verðum að hafa það í huga
að við höfum notað marga leikmenn í
sókninni og í kvöld vorum við með tvo
nýja stuðla, Stefán hægra megin og þeir