Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Sendlar óskast Á AFGREIÐSLU DV STRAX Aldur 12-15 ára Upplýsingar í síma 27022 SKARTGRIPIR Hjá okkur fæst mikið úrval skartgripa fyrir alla fjölskylduna. Lítið inn Staðgreiðsluafsláttur GUÐMUNDUR ANDRÉSSON Gullsmíðaverslun Laugavegi 50, s. 13769 7/URBO-U/fíSM m THE ULTIMATE POWER PRESSURE WASHER Þvottatœki Fynr heimilið bílinn bátinn hjólhýsið Sápuþvær og bónar. Tilvalið í tjöruþvott. Póstsepdum um allt land. imiJMLWPX Varahlutaverslun Bíldshöfða 18 - Reykjavík - Simi 91-672900 'ÖRYGGf Barnabílstólar ÖRUGGIR - GLÆSILEGIR ALIMINGAR ARMULA 22, ©84330-84181 ÖRYGGI: Uppfyllir ströngustu evrópustaðla. ÞÆGINDI: Sjö stillingar. ALDUR: 8 mán.-4 ára. ÚRVAL: Fjórtán fallegar litasamsetningar. ÞRIF: Auðvelt að taka áklæði af og þvo. AÐRIR MÖGULEIKAR: Áklæði í bílinn í stíl við stólana. 'ORYGGI’ Menning Mannakornin tvö, Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson. Mannakorn - Samferða: Grípandi lög og Ijóð Mannakornin tvö, Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, hafa nú sent frá sér sjöttu plötuna sem þeir kalla Samferöa. Oft hefur hljómsveitin verið fjöl- mennari en eins og ávallt eru það Magnús og Pálmi sem eru hinar traustu stoðir sem allt veltur á. Lög og textar Magnúsar hafa fyrirfram gæðastimpil á sér, slíkur listamaöur er hann í gerö dægurlaga að það á ekki að koma neinum á óvart aö lög af Samferða eru strax orðin ofarlega í hugum fólks og eru mikið spiluð á öldum ljósvakans. Það er samt ekki allt jafngott á Samferða. Platan byrjar mjög sterk og má segja að gæðin fari vaxandi í fyrstu fimm lögunum og nái hámarki í Silfurstjörn- unni sem er ótrúlega heillandi óður þar sem samspil Pálma og Guðmundar Ingólfssonar á harmóníku er alveg frábært. Lögin á undan eru litlu síðri. Samferða og Óralangt í burtu eru lög sem eiga örugglega eftir að heyrast mikið í framtíðinni. Hafa þau yfir sér þenn- an heillandi sjarma sem svo oft einkennir lög Magnús- ar. Sé ekki eftir neinu er að vísu ekki alveg í sama gæðaflokki en vinnur á. Eins og allir vita stendur blús- inn ávallt nálægt Magnúsi og hinn einfaldi blús, Haltu mér fast, er meistaralega íluttur af Bubba Morthens. Yfir seinni helmingi plötunnar er ekki alveg eins mikil reisn þótt. þar megi fmna ýmislegt gott. Best þykja mér Kallinn er kominn, sem Magnús syngur sjálfur með sinni sérstöku rödd, og Nillabar sem er hresst lokalag. Nýjar plötur Hilmar Karlsson Palmi Gunnarson syngur sem fyrr flest lögin og það á við hann eins og nokkra aðra úrvalssöngvara að rödd hans er eins og rauðvín, verður betri með aldrin- um. Hann syngur rólegu lögin af mikilli tilfmngu og í þeim rís söngur hans hæst. Það koma margir við sögu á plötunni, má þar nefna Ellen Kristjánsdóttur sem hefur verið með Manna- kornum á flestum þeirra plötunum. Hlutur hennar er meö minna móti nú en þess eftirtektarverðari. Hér syngur hún dúett meö Pálma í vinsælasta laginu, Óra- ■Slangt í burtu. Guömundur Ingólfsson leikur á harmón- íku í þremur lögum og gerir þaö snilldarlega. Það á við Samferða eins og fleiri plötur Mannakorna að þar sem tónlistin rís hæst er um aö ræða dægurlaga- tónlist eins og hún gerist best. Meðan Magnús Eiríks- son er jafnfrjór lagahöfundur og hann er í dag eiga Mannakorn langt í land meö aö vera útbrunnin. Þó væri gaman, í allri þessari blúsvakningu sem gengið hefur yfir undanfarin misseri, að fá frá Magnúsi næst hreinræktaða blúsplötu. Af færeyskum hrossum Færeyjar eru næsta nágrannaland okkar íslendinga. Þjóðirnar eru talsvert líkar og án efa skyldar. Þjóðirn- ar hafa haft mikil samskipti um langt skeið. Margir Færeyingar hafa sótt atvinnu hingað til lands og þá hafa samskipti þjóðanna á sviði stjórnmála og menn- ingarmála verið töluverð. Samt hefur ekki mjög mikiö verið þýtt af færeyskum bókmenntum á íslensku. Sumum flnnst þaö kannski óþarfi, til þess séu málin svo lík. En samt hefur Þorgeir Þorgeirsson þýtt mörg verka skáldjöfurs þeirra Færeyinga, Williams Heines- en, á íslensku. En sannast sagna man ég ekki eftir mörgum bókum fyrir börn eftir færeyska höfunda sem þýddar hafa verið á íslensku. Þaö var því með talsverðri forvitni aö ég las bókina Hrossin í Skorradal eftir Ólav Michelsen. Höfundurinn var kennari í Færeyjum og tók auk þess þátt í stjórn- málum og var ritstjóri. Hann lést aðeins 45 ára gam- all árið 1978. Bókin kom hins vegar út í Færeyjum árið 1972. Það er Dani, sem kom til Færeyja og hreifst greini- lega af náttúru eyjanna, sem hefur myndskreytt bók- ina. í bókarlýsingu segir að myndir hans séu byggðar á athugunum hans á hestunum og ekki síður á fær- eysku landslagi. Þetta er sagan af honum Rauö, graðhesti sem lifir góðu lífi í villtri náttúru. En kraftur hans og orka dregur að sér athygh manna og Rauður er seldur til Skotlands til að draga vagna i námugöngum. En áður en af því verður þurfa menn að leggja mikið á sig því að Rauður gefur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Höfundinum tekst að mínu mati snilldarvel að túlka þær andstæður sem eru annars vegar í villtu lífi hesta í Færeyjum og hins vegar þrældómi þeirra djúpt í ið- rum jarðar í kolanámu í Skotlandi. Lýst er kjörum dýranna og þeirri meðferð sem þau þúa við. Og einnig er lýst kjörum mannfólksins sem þar starfar. Lýst er ómannúðlegri meðferð á börnum og unglingum sem án efa hefur verið vinsælt, ódýrt vinnuafl. Texti sögunnar er kjarnmikill og fallegur. Náttúru- Bókmenntir Sigurður Helgason lýsingar eru í senn fallegar og myndrænar og Erik Hjört Nielsen, teiknarinn danski, undirstrikar þær vel með myndum sínum. Og af myndunum má ætla að landslag í Færeyjum sé alls ekki ólíkt íslenskri nátt- úru. í þessari bók-er veriö að beina athyglinni að einni af skuggahliðum iðnvæðingar í heiminum. Greinilegt er að samúð höfundar er bæði hjá hestunum en ekki síður hjá fólkinu sem þurfti að vinna við erfið skil- yrði. Og þar kemur meðal annars fram virðingarleysi fyrir lífi munaðarleysingjans sem er ekki talinn of góður til að glíma við villtan klárinn og ef sá rauöi sparki í hann þá sé skaðinn kannski ekki svo stór. Hugtak sem nú er ofarlega á baugi og ekki er nefnt í þessari bók er samt sem áður eitt af efnisatriðunum. Mengun var á þessum tíma ekki síður vandamál en á okkar tímum. Hún var þá mjög stórt vandamál í iðnaö- arborgum Bretlandseyja og víðar í Evrópu. En munur- inn er sá aö nú gera menn eins og þeir geta til að uppræta hana en fyrir einni öld ypptu menn bara öxlum og létu mengunina strádrepa menn langt um aldur fram. Hjörtur Pálsson þýddi Hrossin í Skorradal. Eins og vænta má er þýðingin á hljómmiklu og fallegu máli. Og líklega er vafasamt að hægt sé að gera miklu bet- ur. Frágangur útgefanda er góður. Þó fellur texti á einum stað inn í mynd og getur valdið einhverjum örðugleikum að lesa hann. Michelsen, Ólavur: Hrossin I Skorradal. Myndskreytingar: Erik Hjort Nielsen. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1990. V.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.