Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Menning Bráðfyndið ungl- ingaævintýri Rúnar Armann Arthúrsson hefur gefiö út tvær ungl- - - ingabækur og nú kemur sú þriðja. Hún heitir Rugl 1 ríminu og nafniö á svo sannarlega við efni bókarinn- ar. Skilgreining sögunnar er unglingasaga en eftir lest- urinn er ég viss um aö allir aldurshópar hafa gaman af henni. Sagan segir frá Hildi, sextán ára stelpu sem fær í gjöf frá móður sinni ættargrip nokkum sem gengið hefur mann fram af manni í móðurætt. En þetta er enginn venjulegur ættargripur heldur segir sagan að hann sé frá álfkonu kominn og að hann hafi töfranátt- úru. Gripurinn er ennisspöng en álfkonan, sem átti gripinn, hafði varað við honum: Enginn mætti nokk- um tíma setja spöngina upp, annars gæti farið illa. Ennisspöngina átti aukinheldur að geyma í kistli nokkmm, harðlæstum, og helst ekki opna hann fyrr en konan, sem hefði spöngina undir höndum, eignað- ist sjálf dóttur. Þá átti hún að afhenda dótturinni spöngina. Sagan virkar ekki sérlega áhugaverö til að byrja með. Það er ekki fyrr en Hildur ákveður að setja spöng- ina upp að fjör fer að færast í leikinn. Hún kemst að því að álögin; sem fylgja ennisspönginni, eru þau að sá sem setur hana upp fer nokkrar aldir aftur í tím- ann. Og það gerist. Hildur er allt í einu stödd í Reykja- vík einhvem tíma um aldamótin 1800. Hún skilur nátt- úrlega ekkert í hvað um er að vera: ekkert ráðhús í Tjöminni, engin glerhvelfing á Öskjuhlíðinni, ekkert. Og ekki nóg með það heldur hittir hún fyrir dreng sem henni finnst heldur undarlegur. Sá talar auðvitað mál síns tíma og klæðist fötum sem þá vom til siðs. Hún kemst að því að drengurinn heitir Ljótur Kynríksson og hann heldur aö hún sé álfkona. Ljótur vill komast til.álfheima og hvetur Hildi til að lofa sér því, sem hún og gerir. En til að Hildur svíki ekki loforð sitt þrífur Ljótur ennisspöngina af henni sem pant og viti menn, Hildur vaknar í rúminu sínu. Engin ennisspöng nálæg. Nú fer sagan á harðasprett. Ljótur kemst til „álf- heima“, sem hann telur vera, en það er sá heimur sem við lifum í í dag. Aumingja átjándu aldar drengurinn er hrifinn inn í hringiðu æsilegra atburða ársins 1990. Hildur verður að bjarga honum og gerir það ásamt vinkonu sinni. En áður en yfir lýkur hefur Ljótur Kynríksson, skóladrengur frá Bessastöðum og vinnu- maður á jörðinni Kleppi, lent í ótrúlegustu ævintýmm. Inn í söguna fléttast upplifun Ljóts á nútímanum. Eftir að hann komst aftur heim til sín, það er að segja til Reykjavíkur átjándu aldar, skrifaði hann handrit að því sem kom fyrir hann í „álfheimum“. Rúnar Armann skrifar hér alveg óborganlega skemmtilega og fyndna sögu. Stíll hans er léttur og skemmtilegur og hvergi er reynt að skrúfa upp stíl eða'mál. Þetta er náttúrlega ævintýri og vitlaust og ótrúlegt eins og þau eiga að vera. Lýsingar Ljóts á sinni upplifun em ein skemmtileg- asta lesning sem ég hef komist í um dagana. Eftir að Hildur hefur, ásamt vinkonu sinni, hitt Ljót verður mikill darraðardans. Ekki er hægt að láta hann vera einan nokkurs staðar og þær stöllur fara með Ljót í leigubíl, setja hann í bað, í ný fót og loks á furðufata- ball. Og allt fær þetta mikið á Ljót sem heldur aUtaf að hann sé staddur hjá álfum. Menn halda að Ljótur sé bilaður og þegar hann segist halda til á Kleppi sann- færast allir. Sagan er uppfuU af misskilningi sem þess- um og alveg hreint makalaust fyndin. Lýsing Ljóts á því þegar hann rétt náði aö bjarga fylUbyttu frá sjálfsmorði er skemmtileg. Fyrst náði hann hníf af byttunni og loks byssu sem reyndar var platbyssa. Þá var Ljótur orðinn svangur og sá nokkrar álftir synda á Tjöminni. „Er nær dró mátti sjá að fuglar þessir virtust aUir Rúnar Ármann Arthúrsson. Bókmenntir Nanna Sigurdórsdóttir öfleygir þó ekki væri kominn sá vanalegi tími er álftir eru í sárum. Sá ég brátt hvar ungur svanur var á vappi milU trjánna og afréð að freista þess að hlaupa hann uppi, ef ég hefði til þessa þrek. Sigurgísli bifreiðastjóri hjá Borgarleiðum ætlaði ekki aö trúa sínum eigin augum þar sem hann kom akandi vestur eftir Hringbraut á móts við Háskólann, þegar hann sá mann í rauðum lafafrakka með svart hatt- skrípi á höíöi og veifandi sverði á harðahlaupum á eftir álft í Hljómskálagarðinum........FugUnn var vængstýföur hnúðsvanur, einn úr hópi fjögurra, sem borgarstjórinn í Reykjavík haföi nýlega fengið að gjöf frá koUega sínum í bænum Cuxhaven í Norður-Þýska- landi, og var þess vegna afar verðmætur." (Bls. 99-100) Rugl í ríminu er skemmtíleg bók, vel skrifuð og á skemmtílegu máU. Og ég er viss um að ekki eingöngu ungUngar eiga eftir að hafa gaman af henni því húmor- inn höfðar til fleiri aldurshópa. Höfundur: Rúnar Armann Arthúrsson Rugl i ríminu Iðunn 100% sllkinærfotnaður á alla (Jöískykluna 100% silkinærföt henta öllum, alltaf og alls staðar. Þau eru hlý í kulda og frosti en svöl í miklum hita. Þér er aldrei kalt í silki- nærfötum. Silkinærföt henta betur við okkar aðstæður en nokk- ur önnur nærföt. Ef þú vilt fræðast nánar um silkinærföt þá spurðu einhvern af þeim mörgu sem eiga silkinærföt frá okkur. I 1 T \ PÓST^RORISALA- U R U ■_ Æ KIUIIMGABUÐIIM ■ SMASALA - HEILDSALA. SIMAR 10262 - 10263, LVUJGAVEGI 25. Sviðsljós Donald Trump er frjáls - og farinn að sjást opinberiega með ástkonu sinni, Mörlu Maples Amensk slúðurblöð greindu frá því um daginn að ástkona Donalds Trump, Marla Maples, hefði fengið hann til að gera skriflegan samning við konu sína, Ivönu, um að Ivana fengi í sinn hlut tvo milljaröa, sjö- hundruð og fiörutíu milljónir króna. Það er tvöföld sú fiárhæð sem kaupmáli þeirra hjóna hljóð- aði upp á. Áöur höfðu hjónin gert kaupmála sem gerði ráð fyrir að Ivana fengi í sinn hlut 25% af auði Trumps ef til skilnaðar kæmi. Þeir sem til þekkja segja að þegar Donald sé búinn að greiða lánardrottnum sín- um það sem þeim ber eigi hann eftir um 200 milljónir dollara eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Þetta samkomulag þýðir að nú geta þau skötuhjú, Donald og Marla, farið að láta sjá sig saman opinberlega án þess að eiga það á hættu aö þaö kosti þau of fiár. Ef samkomulagið hefði ekki verið gert og Ivana fengið skilnað á forsend- um framhjáhalds bónda síns hefði hún getað krafist helmings eigna hans. En nú eru þau Donald og Marla sem sagt farin að láta sjá sig saman Donald Trump og Marla Maples eru farin að láta sjá sig saman opinberlega. Kunnugir segja að trúlofun sé á næsta leiti. opinberlega og nýlega leyfðu þau myndatökur af sér. Vinir Donalds segja að hann hafi meira að segja kynnt Mörlu fyrir foreldrum sín- um, þannig að einhver alvara virð- ist vera á ferðum hjá milljónamær- ingnum margumtalaða. Donald hefur að sögn haldið við Mörlu í þijú ár en síðan í febrúar á þessu ári hefur hann hitt hana reglulega allar helgar þegar því hefur verið komið við. Hann hefur til þessa reynt að halda sambandi þeirra leyndu og komið henni fyrir á nýjum og nýjum stöðum reglu- lega til að pressan kæmist ekki á snoðir um leynilega mótsstaði þeirra. Marla ber hring sem kunn- ugir segja að sé gjöf Donalds til hennar til merkis um að þau séu trúlofuð og komi til með að giftast þegar um hægist. Marla er að vonum fegin að bar- átta Donalds og Ivönu er um garö gengin. Hún vill geta gengið við hliö unnusta síns án þess að skammast sín fyrir samband þeirra. „Þetta samkomulag þeirra Donalds og Ivönu og skilnaður þeirra er sjálft frelsið fyrir mig. Mér finnst ég eins og endurborin," segir Marla. Ivana Trump fær tvo milljarða, sjö- hundruð og fjörutíu milljónir króna í sinn hlut. Barry Manilowí jólaskapi Barry Manilow hefur nú gefið út jólaplötu í fyrsta skipti. Hún heitir Af því það eru jól og eru að finna gömul þekkt jólalög eins og Baby, Its Could Outside, Jingle Bells og White Christmas, en einnig háklassísk verk eftir Hándel, Messias. Það er með ólikindum hvað þeim dettur í hug í útlöndum. Stórmarkaður í Jóhannesarborg lét baka fyrir sig heimsins stærstu pitsu og gaf ágóðann af henni til góðgerðarstarfsemi. I flatbökuna fóru meðal annars 4.500 kiló af hveiti, 900 kiló af söxuðum lauk og 1.800 kiló af osti. Hún mældist 37 metrar í þvermál og hér sést borgarstjórinn í Jóhannesarborg, Willie Janse van Rensburg, brosandi eftir að hafa skorið sér fyrstu pitsusneiðina. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.